Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 18
18 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________1>V Pamela kyssti gamla kærastann Pamela Anderson hefur þurft að verja sig fyrir að hafa kysst gamla kærastann á kinnina. Algjör frændakoss - segir Pamela Þótt hún sé hætt að tölta í sandin- um á táslunum sínum þá er Pamela enn þá á fullri ferð. Einkalíf hennar er alltaf í sviðsljósinu og hefur Pamela að undanförnu þurft að berj- ast hart gegn sögusögnum um að samband hennar við Marcus Schenkenberg sé í molum. Það ýtti nokkuð undir þær sögu- sagnir þegar birt var mynd af Pamelu þar sem hún kyssti fyrrum kærasta sinn, Jon Peters. Pamela segir að það sé algjörlega ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessum kossi. Þetta hafi verið algjör frændakoss og að auki hafi Marcus setið við hliðina á henni þegar hún kyssti hann. Marcus hafi einfaldlega verið klipptur út í mynd- birtingunni. Sagt er að Marcus hafi jafnan ekki hátt jafnvel þótt gyðjan láti illa. Mik- ilvægt lím í sambandi þeirra sé mik- ill áhugi Marcusar á því að leika. Ekkert hefur gengið hingað til en nú virðist vera að rætast úr draumum dengsa. Hann hefur fengið hlutverk i sjónvarpsþáttunum VIP. Svo ein- kennilega vill til að framleiðandi þátt- anna er Pamela nokkur Anderson. Marcus hefur kannski verið valinn í þættina vegna leikhæfileika sinna. En kannski ekki. Hver veit? Hallgrímur Helgason Reykjavík er ung borg. Hún er leik- völlur. Hún er krakkaborg. Hún er Kid City. Hér er margt og mikið að gerast og heimurinn situr og bíður og horfir og hlustar: Hvað kemur næst frá Reykja- vík? Sykurmolar, Björk, Friðrik Þór, gusgus, SigurRós, Ingvar Sigurðsson, Hilmir Snær, Balti, Bang Gang, Emilí- ana, Múm, Blái hnötturinn, Blíðfinn- ur, Mínus, Egill Sæ, Sjón, Oz, Gjöm- ingaklúbburinn, öll margmiðlunarfyr- irtækin, tölvugúrúamir... Hvað á þetta fólk sameiginlegt? Þetta er (svotil) allt ungt fólk. Þetta em (svotil) allt saman krakk- ar. Krakkar að gera skemmtilega hluti. Stundum fær maður það á tilflnn- inguna að Reykjavík sé borin uppi af bömum. Að heilu kvöldin í þessum bæ séu rekin af krökkum. Filmundar- kvöld í Háskólabíó, DJ dagar á Thom- sen, upplestrarkvöld og tilraunaeld- hús, Thule-records og lágmenningar- borg og tiu myndlistarsýningar um hveija helgi í öllum þessum „En ekki hvað?“ og „Nema það kannski“-gallerí- um. Svo ekki sé minnst á allar leiksýn- ingamar. „Við fengum þessa hugmynd í kennaraverkfallinu..." Pródúsentinn er 19 ára, leikstjórinn 18 og PR-fólkið allt nýkomið með bdpróf. Það er ekk- ert vesen á þessu unga fólki. Það er ekkert að láta komplexana tefja sig. Það er til dæmis ekkert á móti pening- um og auglýsingum einsog mín kyn- slóð var. Það sér engin vandamál í sambúð listar og markaðar. Það býður líflnu byrginn - tíminn er naumur - og tekur hlutunum eins og þeir era. Fer ekki einu sinni á klósettið án þess að fá spons. „Þessi klósettferð er í boði Papco“. Tvisvar í viku er maður kallaður á Steinaldarhundar sem geta ekki gelt - fyrstu basenji-hundarnir fæöast á íslandi „Mig hefur alltaf dreymt um að eign- ast svona hund, alveg frá því ég var barn. Þegar ég komst inn á Netið þá var það eitt það fyrsta sem ég gerði að setja mig í samband við ræktendur og eigendur svona hunda,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, hundaeigandi í Mosfells- bæ, sem fékk nýlega fyrstu basenji- hvolpana sem fæddir em á íslandi. Basenji-hundurinn er afrískur veiði- hundur sem hefur verið til síðan á steinöld. Hellaristur steinaldarmanna sýna myndir af basenji-hundum og það era myndir af þeim í píramídunum í Egyptalandi enda er sagt að Kleópatra hafi átt hunda eins og þessa. Basenji-hundamir eru frægastir fyr- ir það að þeir geta ekki gelt. Hvar það hefur ræktast úr þeim á langri leið veit enginn en afrískir veiðimenn hengja bjöllu um háls hundanna á veiðum svo þeir heyri hvar þeir eru. Það þýðir ekki að þeir séu þögulir, þvert á móti gefa þeir frá sér nokkrar tegundir af murri og ræskingum og góla á sérstæðan hátt þegar liggur vel á þeim og hefur því einna helst verið líkt við jóðl. Þetta era litlir snögghærðir stæltir hundar sem þjóta eins og flugeldar fram og til baka um íbúðina þegar blaðamann DV ber að garði. Fjölskyld- an samanstendur af Kiljan sem kom fyrstur og Steinunn sótti hann sjálf til Finnlands þar sem hann ólst upp hjá hundaræktanda þar. Næst kom Kleópatra alla leið frá Ameríku en hún var sérstaklega valin til þess að afkvæmi hennar og Kiljans yrðu sem best heppnuð. Rústaði hjónarúmið „Þetta era afskaplega greindir hund- ar, forvitnir og uppátækjasamir. Ég segi kannski ekki að þeir séu jafnokar mannsins en það má engu muna. Það er erfitt að aga þá en þeir era samt fljótir að læra. Þeir era miklar kehróf- ur og vilja mikið fá að leika við mann- inn og eru blíðlyndir og gefnir fyrir kjass," segir Steinunn. Þeim sem eiga basenji-hunda er ekki skömmu síðar og skildi leifarnar vilj- andi eftir. Skömmu síðar heyrðum við ógurlegan skræk framan úr eldhúsi þegar Kiljan beit í laukinn og síðan hef- ur það ekki verið vandamál því þó þessir hundar éti bókstaflega allt þá hata þeir lauk.“ Basenji eru gríðarlega sprettharðir og góðir veiðihundar. Það venst aldrei af þeim og þess vegna má aldrei hafa þá lausa utan dyra. „Kiljan slapp frá mér uppi á Kjalar- nesi í fyrra og hljóp uppi kanínu og steindrap hana. Hann verður oft voða- lega æstur þegar hann sér ókunnuga ketti á gönguferðum en ég hef hann alltaf í bandi,“ segir Steinunn. Þvo sér eins og kettir Basenji-hundar era mjög snögg- hærðir og þess vegna frekar kulvísir og þeim er afar illa við rigningu. Steinunn segir að þeir þoli íslenska veðráttu ágætlega en þegar rignir snarbremsa þeir í dyran- um og vilja alls ekki fara út. „Þeir hirða feldinn sinn vel og eru einu hundamir sem þvo sér eins og kettir með löppunum bak við eyram og alls staðar. Þeim fylgir náttúrlega ekk- ert hárlos og það er engin lykt af þeim.“ Kiljan, Kleópatra og hvolpamir tveir sem eftir eru deila heimilinu með þremur köttum og svörtum litlum pomerian-hundi sem geltir fyrir þá aila. Kettimir era ekki vitund hræddir við afrísku orkuboltana sem alltaf eru til í eltingaleik og þeir hafa enn ekki lent í teljandi áflogum við heimiliskett- ina. „Það er vegna þess að þeir sam- þykkja þá sem heimilismeðlimi. Þetta eru hundar sem í Afríku era notaðir til að þefa upp hlébarða og pardusdýr. Þeir færu létt með að drepa fullorðinn kött ef þeir vildu.“ -PÁÁ ráðlagt að skilja þá eftir lausa í íbúð- inni án eftirlits því þeir naga allt sem fyrir verðiu þegar þeim leiðist. „Ég fór flatt á þessu í upphafi. Ég skildi Kiljan eftir einan heima og hann var búinn að slátra nokkrum skópör- um, rífa arminn af sófasettinu og bíta göt á GSM-símann minn þegar ég kom til baka. Það versta var að hánn var bú- inn að tæta allt tróðið úr hjónarúminu út um eitt lítið gat sem hann rétt gat skriðið inn um. Það voru baðmullar- flygsur úti um allt hús.“ Kjúklingabein og kanínur Basenji-hundur stekkur auðveldlega upp á borð úr kyrrstöðu og Steinunn fór líka flatt á því einu sinni þegar mat- arleifar höfðu verið skildar eftir óvarð- ar. Þá komst Kiljan upp á borð og spændi í sig kjúklingabeinin og þegar húsmóðir hans æpti á hann skaust hann niður og spólaði stóram hluta af leirtauinu með sér. En það var til lækning á þessu. „Samkvæmt ráðleggingum setti ég mikinn lauk í matinn Steinunn Jakobsdóttir og Sigurður Jónasson hundaeigendur. Með þeim á myndinni eru fjórir afrískir basenji-veiðihundar, Kiljan og Kleópatra, ásamt tveimur hvolpum sem enn eru eftir úr fyrsta basenji-gotinu á íslandi. Kid City Hallgrímur fund með þessu fólki á Kafifibrennsl- unni þar sem það biður manns með efrivörina stokkbólgna af munntóbaki, á kafi í gemsanum og pantandi espresso með hinni, viðrandi rosalega spennandi hugmyndir á meðan það bíður með tónlist í eyra eftir sambandi við einhvem sérfræðinginn hjá Ný- sköpunarsjóði. Það er rosa mikið að gerast. Og allir undir tvítugu. Eldri kynslóðimar sitja feitar á sínum sjóðum og mega hafa sig allar við að fara yfir allar umsóknimar. Það era krakkamir sem halda uppi lífínu i þessari borg. Það eru krakkamir sem era að skapa Reykjavík nafn. Menningarárið mataði margan listamunninn. Heilir kórar, lúðrasveit- ir, sinfóníur, jafnvel heilu hesta- mannamótin vora send til útlanda. Samt voru það heimaspúttnikarnir sem vöktu mesta athyglina, vora mesta landkynningin. Popphljómsveit- ir, poppstjama, fatahönnuðir og kvik- myndagerðarmenn. Heilu helgamar var ekkert pláss á bamum fyrir akfeit- um rokkblaðamönnum frá London og New York og trendnefjuðum Vogue- gellum í leit að næstu ungfrú ísland.is. Síðastliðið haust fengum við í sömu vikunni tvær fregnir að westan. Sin- fóníuhljómsveitin okkar var á hljóm- leikaferð í Ameriku og fékk víðast ágæta dóma. Þó var gagnrýnandi Washington Post ekki sáttur við leik okkar manna í Kennedy Center og var næstum því dónalegur í dómi sinum. Á næstu síðu í menningarkálfi W. Post gat hins vegar að líta fréttaskeyti frá rokk-gagnrýnanda stórblaðsins sem staddur var á Airwaves-tónlistarhátíð- inni í Reykjavík. Hann var að skrifa um tónleika SigurRósar-manna í Frí- kirkjunni. Á meðan gert var grín að okkar virtustu hljómsveit var skrifað um fjóra granna sokkadrengi að þeir væra „ein besta hljómsveit í heimin- um í dag“. Á meðan hið steinrunna útvarps- ráð hamrar á því að Júróvisjón-lagið okkar skuli sungið á íslensku era Björk og Sjón tilnefhd til Óskars-verð- launa fyrir lag með enskum texta. Á meðan verið var að rífast um hverjir ættu að fá heiðurslaun Alþingis tók Andri Snær við virtum bamabóka- verðlaunum í Varsjá. Á meðan við eyddum hundrað þúsund milljónum í heimssýninguna 1 Hannover var Blíð- finnur seldur í hundrað þúsund ein- tökum til stærsta forlags í heimi sem staðsett er í annarri þýskri borg. Á meðan Reykjavikurborg var að pæla í því að setja 100 milljónir í víkingaskip reyndi norski krónprinsinn þrisvar sinnum að sjá kvikmyndina „101 Reykjavik" í Ósló. En það var alltaf uppselt. (Afsakið grobb.) Myndin sem á eftir að verða mesta landkynning sem Reykjavík hefúr fengið á síðari árum hlaut enga styrki frá borg né Menningarborg. (Sorrý aftur.) Reykjavík vill verða hámenningar- leg borg og gott og vel. Samt sem áður er það nú „lágmenningin" sem er að koma henni á kortið. Það era krakk- amir sem era að gera borgina heims- fræga. Háttvirtir öfgasinnaðir leigubíl- stjórar, hámenningarsleggjur vestur á Melum og heiðvirðir skattgreiðendur í Breiðholti! Þið verið bara.að sætta ykkur við það að það er „kaffihúsa- pakkið" í hundrað-og-einum sem er að skapa ykkur túristatekjur næstu ára- tuga. Reykjavík er krakkaborg. Kid City.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.