Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 I>V Helgarblað 19 Michael Jackson Hann ávarpaöi ráöstefnu um velferö barna. Jackson vill ekki blaðakonu Söngvarinn og dansarirtn litfor- ótti, Michael Jackson, hefur alltaf lag á að komast í sviðsljósið. Hann vakti gríðarlega athygli á dögun- um þegar hann var meðal frum- mælenda á ráðstefnu um velferð og uppeldi barna. Mörgum þótti þetta sérstætt, ekki síst í ljósi þess að Jackson hefur fengið á sig kær- ur fyrir ósæmilega hegðun gagn- vart börnum. Þegar forsvarsmaður ráðstefn- unnar kynnti Jackson sagði hann að næsti maður á svið sæi böm sem uppsprettu gleði og ánægju í stað þess að líta á þau sem byrði. Við þetta fór kliður um salinn og áhorfendur æptu síðan af gleði og fögnuði þegar goðið steig í pontu, klætt í dökkar buxur, hvíta skyrtu og perlusaumaða peysu. Hann flutti hjartnæma ræðu um erfiðleikana sem fylgja því að byggja upp starfsferil en vera jafn- framt ábyrgt foreldri sem sinnir börnum sínum af alúð og hlýju. Hann sagðist þekkja þetta hlut- skipti mætavel því þetta væri hlut- skipti sitt, en Jackson átti tvö börn með Debbie Rowe, eiginkonu sinni, áður en þau skildu. Hann sagði þó að erfiðleikarnir við að vera einstætt foreldri á framabraut væru smámunir hjá því að finna annan maka og taldi vafasamt að hann kæmist nokkurn tímann á stefnumót. Áhorfendur æptu sumir að honum og hvöttu hann til að velja sig í það hlutverk en Jackson hélt áfram og sagði að Rabbí Shmuley, sem er andlegur leiðtogi hans, væri búinn að lofa að finna handa honum eiginkonu. „Mér er alveg sama og er alveg til í að reyna aftur en blaðakonur koma ekki til greina," sagði Jackson að lokum. Hjónin slást Fátt hefur vakið meiri athygli und- anfarnar vikur i fréttum af einkalífi frægra leikara en skilnaður Nicole Kidman og Tom Cruise. Ekki eru öll kurl komin til grafar í því átakanlega máli en frétta af framvindu mála er beðið með mikilli eftirvæntingu. Við þetta tækifæri hafa menn burstað ryk- ið af öllum sögusögnum sem varða samlíf þeirra hjóna, kynhneigð þeirra og íjármál í íeit að hugsanlegri ástæðu annarri en vinnuálaginu sem þau kenna um skilnaðinn. Nýjustu fréttir herma að þegar skötuhjúin giftust hafi þau gert vand- aðan kaupmála um allt sem var í þeirra eigu þá en ákvæði um það sem þau hafa síðan eignast séu ekki sér- lega ítarlega. Þess vegna telji menn að hart verði tekist á um veraldlegar eig- ur þeirra, lífeyri, meðlög og önnur þekkt skemmtiatriði í skilnaðarátök- um. Sagt er að Nicole sé í miklu upp- námi vegna'þessa máls þvi skilnaður- inn hafi komið henni í opna skjöldu. Sagt er einnig að Tom hafi sett málið í nokkurs konar flýtimeðferð til þess að draga úr möguleikum hennar til að krefjast hás meðlags. Síðast en ekki síst er sagt að hjónin séu bæði önnum kafin við að ráða lög- fræðinga og aðra fótgönguliða sem gætu orðið að liði í baráttunni um brauðið. Sagt er að Cruise sé þegár búinn að ráða illræmdan einkaspæj- ara, Anthony Pellicano sér til fullting- is en Pellicano þessi er sérfræðingur i skilnaðarmálum og muna alvanur því að snuðra í gegnum ruslatunnur, hlera síma og taka ljósmyndir af fólki þegar síst skyldi. Því spáð að baráttan milli Kidman og Cruise eigi eftir að verða mjög hörð og margvíslegra safaríkra frétta sé að vænta af málinu á næstunni. Götumarkaðssfemmning fró fimmtudegi til sunnudags afsláttur! -í-H. S asSí 9y j|: 1 8k*~á*e* I í:-; 1, w j Ky*U\Ci(csJ\ P fl R S E M jFW J fl R T fl fl 5 L Œ R UPPLÝSIN6BSÍMI 588 7788 SKRIFSTDFUSÍMI 588 9288
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.