Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 22
22 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Helgarblað Mæðginin skildu eftir sig slóð afbrota: Morð án fórnar- lambs Sante Kimes var vinsæl meðal fræga og fína fólksins á sjöunda og áttunda áratugnum. Hún þótti líkjast Elizabeth Taylor og naut aðdáunar vegna útlitsins. Hún var einnig dáð vegna allra fal- legu skartgripanna sem hún átti og dýrindis pelsa og kjóla. Sante og eiginmaður hennar, milljónamæringurinn Kenneth Kimes, áttu lúxushús á Hawaii og í Kalifomíu og Washington. For- seti Bandaríkjanna, Gerald Ford, var meðal kunningja þeirra. En undir glansandi og virðu- legu yfirborðinu var Sante Kimes útsmoginn svikahrappur, þjófur og brennuvargur og, að því er nú virðist, kaldrifjaður morðingi. Eftir andlát manns síns tók Sante upp slæma iðju meö syni sínum, Kenneth yngri. Mæðginin hafa nú verið ákærð fyrir fjölda af- brota í Bandaríkjunum og eiga yf- ir höfði sér 131 árs fangelsi eða í versta falli dauðadóm. Sante og sonur hennar voru handtekin á Hiltonhótelinu í New York 5. júli 1998. Þau voru gripin fyrir að hafa gefið út innstæðu- lausa ávísun. Mæðginin höfðu hins vegar ýmislegt annað á sam- viskunni og átti það eftir að vekja bæði undrun og skeldingu. Dularfullt hvarf hvarf aldr- aðrar konu Nokkrum klukkustundum eftir handtöku Sante og sonar hennar var tilkynnt um hvarf 82 ára gam- allar konu, Irene SOverman, frá húsi hennar nálægt Central Park í New York. Irene var vellauðug kona sem hafði innréttað íbúöir í fasteign sinni fyrir ríka leigjendur. Hún þurfti ekki á fénu að halda en kvaðst „gjaman vilja hafa indælt fólk í kringum sig.“ í fyrstu virtist ekkert samband vera á milli hvarfs Irene Sil- verman og Kimesmæðginanna. En svo komust menn að því að Kenn- eth yngri hafði veriö einn þessara „indælu" leigjenda. Og lögreglan fann afsal fyrir hús Irene Sil- verman sem hún hafði gefið Kenn- eth yngri og móður hans. Þau neituðu að tjá sig um þessa athyglisverðu og grunsamlegu til- viljun. En samtimis komu lög- Lögreglan hóf nú rannsókn á mannshvörfum um öll Bandarík- in, einkum ef viðkomandi hafði haft einhver tengsl við Kimesfjöl- skylduna. Það var mönnum ráögáta hvernig kona eins og Sante Kimes, sem talin var eiga mn 100 milljónir dollara, gæti gerst venjulegur afbrotamaður og jafn- vel morðingi. Misnotuð kynferöislega í samtölum við geðlækni full- yrti hún að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferöis- lega frá því að hún var 11 ára þar til hún var 18 ára. Aðrir í fjöl- skyldunni hefðu hrætt hana, til dæmis með því að setja eit- urslöngur í bílinn hennar. Jafn- framt hefði verið reynt að byrla syni hennar eitur. Niðurstaða geðlæknisins var sú að hún væri með klofinn persónuleika og gæti ekki greint á milli imyndunar og raunveruleika. Ekki var vitað nákvæmlega um Fasteign ekkjunnar Fasteign Irene Silverman var nálægt Central , Park í New York. Hún lét gera íbúöir í hús/'r)ua c ur hennar en talið var að hun gæti venð a aldrmum 54 til 61 ars. Hins vegar lá ljóst fyrir að hún hafði skilið eftir sig slóð afbrota á leið sinni um Bandaríkin. Hún hafði meðal annars 21 sinni notað falskt nafn. Sannleikurinn var hins vegar sá „í samtölum við geð- lækni fullyrti hún að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega frá því að hún var 11 ára þar til hún var 18 ára. Aðrir í fjölskyldunni hefðu hrætt hana, til dæmis með því að setja eiturslöngur í bílinn hennar.“ handa velstæðum leigjendum. reglumenn frá Los Angeles til New York til að yfirheyra mæðginin nánar um morð á 63 ára kaup- sýslumanni, David Kazdin. Lík hans fannst á sorphaug nálægt flugvellinum í Los Angeles 14. mars. Hann hafði verið skotinn í höfuðið. Kazdin hafði i mörg ár verið vin- ur og viðskiptafélagi Kimesfjöl- skyldunnar. Sambandið hafði hins vegar slitnað í kjölfar biturra deilna. Sást síðast með mæögin- unum Það kom einnig boð frá lögregl- unni á Bahamaeyjum sem óskaði eftir upplýsingum um víxlara að nafni Syed Bilal Ahmed sem var horfinn. Hann haföi ekki sést síðan í september 1996. Víxlarinn hafði einnig verið í viðskiptasambandi við Kimesfjölskylduna. Ahmed sást síðast á lífl er hann snæddi kvöldverð með hinum handteknu, Sante og syni hennar. að hún fæddist 24. júli 1934 í Okla- homa og var gefið nafnið Sandra Walker. Hún var við nám í blaða- mennsku og sálfræði við Kalifom- íuháskóla í Santa Barbara. Það var þó einnig fullyrt að móðir Söndru hefði verið vændiskona og að hún hefði starfað með móður sinni. Kenneth Kimes var þegar millj- ónamæringur þegar hann kvæntist Söndru. Árið 1975 kom Kenneth yngri í heiminn. Sante Kimes og sonur hennar, Kenneth yngri Mæöginin höföu ýmislegt á samviskunni sem átti bæöi eftir aö vekja undrun og skelfingu. Stal minkapelsi Persónuleikatruflun Söndru, eða Sante, eins og hún kaus að kalla sig, kom í ljós þegar hún stal minkapelsi á virðulegum veitinga- stað í Washington 1979. Hún fór í minkapelsinn undir hvita pelsinn sinn. Athugull þjónn tók eftir þessu vegna þess hversu frúin hafði þykknað skyndilega um miðj- una. Tveii grunsamlegar eldsvoðar urðu á heimilum Kimesfjölskyld- DV í góðum félagsskap Kimeshjónin, til hægri, heilsa Gerald Ford Bandaríkjaforseta. Sante Kimes þótti líkjast Elizabeth Taylor og naut hún aödáunar vegna útlitsins og glæsilegs klæöaburöar. unnar í Honululu, 1978 og 1990. Tryggingafélagið grunaði að um íkveikju væri að ræða og neitaöi að greiða. Fjölskyldan lenti einnig í deilum við banka vegna vanskila. Kenneth eldri lést árið 1994. Sonur- inn gerðist þá fúslega afbrotafélagi móður sinnar. Það var um þetta leyti sem Ki- mesmæðginin hittu Irene Silverm- an. Hún hafði veriö dansari í hin- um fræga Radio City Hall-ballett í New York. Þar hafði hún kynnst seinni eiginmanni sínum Samuel Silverman, sem var auðugur mað- ur. Hann lést af völdum krabba- meins árið 1980. Irene Silverman lét gera nokkr- ar lúxusleiguíbúðir í fasteign sinni fyrir velstætt fólk. Stuttu eftir hvarf hennar hafði maður, sem innt hafði af hendi ýmis störf fyrir Kimesfjölskylduna, samband við lögregluna. Hann hafði nefnilega verið spurður hvort hann vildi hafa umsjón með fasteign fyrir gámla konu í New York. Manninn hafði lengi grunað að allt væri ekki með felldu hjá mæðginunum. Skotfæri í bílnum Við leit í bil mæðginanna fann lögreglan meðal annars skotfæri af sömu stærð og David Kazdin hafði verið skotinn með. I bilnum fundust einni skjöl sem tilheyrðu Irene Silverman, þar á meðal vega- bréflð hennar. Þó að Irene Silverman hafi aldrei fundist voru mæðginin fundin sek fyrir rétti á Manhattan um morð á henni. Saksóknari hélt því fram að Kenneth hefði, að undirlagi móður sinnar, slegið Irene Silverman með rafbyssu þannig að hún missti meðvitund. Því næst hefði hann kyrkt gömlu konuna, troðið henni inn í farangursgeymslu bíls sins og falið hana einhvers staðar. Haldbærasta sönnunargagnið þótti vera vasabók en í hana hafði Sante skráð hvernig standa skyldi að glæpnum. Einnig var listi yfir nauðsynlegan búnað eins og raf- byssuna, reipi, hanska og eyðublöð fyrir afsalið fyrir fasteign Irene Silverman. OESSSXSSSSk, Augasteinn stjúpunnar BerndJBunse hefndi sín á stjúpmóður sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.