Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 23
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV
23
Helgarblað
Lýtaaðgerðir:
Amma, af hverju
ertu með svona há
kinnbein?
Rauðhetta átti ömmu sem var ný-
komin úr aðgerð. Gamla konan var
nógu vel á sig komin líkamlega til að
missa plássið sitt á sjúkrahúsinu dag-
inn eftir aðgerðina og lá því ein heima
í litlu íbúðinni sinni í miðjum Kópa-
voginum. Rauðhetta tiplaði upp stig-
ann og að dyrunum hjá ömmu gömlu.
Hún bankaði. Amma kom til dyra og
tók blíðlega á móti henni. Þegar Rauð-
hetta leit framan í ömmu sína tók hún
eftir breytingu: „Amma, af hveiju ertu
með svona há kinnbein?" „Læknavís-
indin, bamið mitt, læknavísindin."
Amma brosti til litlu stúlkmmar sem
rak strax augun í teinréttar tennumar.
„Amma, rosalega ertu með réttar tenn-
ur.“ „Læknavísindin, barnið mitt,
læknavísindin," sagði amma og gekk á
undan Rauðhettu inn eftir ganginum
og inn í íbúðina.
„Viltu kakó, væna?“ spurði amma
en beið ekki eftir svari heldur hellti
kakóinu í þunga könnu. Þegar amma
rétti Rauðhettu könnuna varð
stúlkunni starsýnt á áberandi brjósta-
skoru ömmu gömlu sem hafði dýpkað
nokkuð frá því í síðustu heimsókn.
„Amma, af hverju ertu með svona stór
brjóst?“ „Læknavísindin, barnið mitt,
læknavísindin," sagði amma og rétti
henni bækling um lýtalækningar og
óútfyllta ávísun.
Reiði guðs
Læknavísindin hafa fært okkur
mikla gæfú þótt alltaf séu einhverjar
skuggahliðar. Margir óttast erfðatil-
raunir nútimans sem hafa í það
minnsta nú þegar fært okkur eina
kind - og mundu margir segja að ekki
væri á bætandi.
Frá upphafl hefur maðurinn í bók-
menntum sínum og listum dregið upp
svarta mynd af því þegar menn færa
sig of nærri sköpunarverki guðs. Eitt
frægasta dæmið er saga Biblíunnar af
Babelstuminum. Guð refsaði mönnum
fyrir bygginguna með því að láta
mennina tala ólik tungumál sem skild-
ust ekki milli manna.
Þekkt er sagan af Frankenstein sem
bjó til mann. Það hafði að sjálfsögðu
ófyrirsjáanlegar afleiðingar enda daðr-
ið við að setja sig í sæti guðs ófyrirgef-
anlegt.
Líkamsbreytingar og lýtaaðgerðir
hafa svo vitað sé ekki kallað reiði guðs
yflr lækna og sjúkrahússtarfsfólk. Fólk
breytir líkama sínum yfirleitt til að fá
útlit sem passar betur við hina nú-
tímalegu fegurðarstaðla. Annað fólk
gengur lengra - breytir líkama sínum
til að fá útlit annars kyns.
Athygli hins kynsins
í fomum indverskum texta segir frá
því þegar gyðjan skiptir um ham:
Dag einn stríddi Shiva konu sinni,
gyöjunni Parvati, á dökku hörundi
hennar og kallaöi hana „hina svörtu“
(Kali) og sagöi aö þegar hörund þeirra
mœttust vœri þaö eins og svartur snák-
ur sem hringar sig utan um sandelstré.
Hún svaraói af þjósti og þau rifust og
hrópuöu móöganir hvort aó öóru. Æf af
brœöi fór hún burtu til aö öðlast innri
hita til aö fá fagurt gulliö hörund. Son-
ur hennar litli, Viraka, grátbaö hana
um aö fá aó koma meö en hún sagöú
„Þessi guð [Shivaj eltir konur þegar ég
er ekki hér svo þú veröur aö vakta dyr
hans og kíkja í gegnum skráargöt til aö
tryggja aö engin kona komist að hon-
um.“
Síöar kom guöinn Brahma til henn-
ar og veitti henni ósk um aö fá gullinn
líkama og veröa hálfur líkami Shiva.
Hún hamfletti af likama sínum dökka
konu sem hét Kali og fór til fjalla.
Parvati, meö sitt gullna hörund
(Gauri), fór heim en sonur hennar
þekkti hana ekki, stöövaói hana í dyr-
Drottning lýtaaögerðanna
Cher hefur breyst eilítið í gegnum tíðina. Þar verður ekki aftur snúið. Efrí
myndin er eldrí.
unum og sagði: „Faróu burt! Þú mátt
ekki koma hingað. Sá eini sem má
korna hér inn er móðir mín, Parvati,
sem elskar son sinn afar mikið."
Parvati sagði við son sinn: „ Viraka, ég
er móöir þín; ekki veröa ringlaöur. Ekki
efast um mig, sonur minn; láttu ekki
blekkjast af hörundi mínu og limum:
Brahma gaf mér gulliö útlit.“ Gyöjan
sneri síðan til Shiva og þau elskuöust í
mörg ár.
Sögnin hér að ofan á eflaust vel við
skoðanir margra á lýtaaðgerðum.
Margir telja að fólk láti „laga“ útlit sitt
til að vekja fremur athygli hins kyns-
ins. Það gekk sannarlega upp hjá gyðj-
unni Parvati.
Ekki enn. Ekki enn.
Ein svakalegasta „lýtaaðgerð" kvik-
myndanna síðustu ár er eflaust í
myndinni Face/Off þar sem persónur
Nicholas Cage og Johns Travolta
skiptu um andlit og fleira. Eins og í
mörgum skáldverkum tók tæknin á sig
fremur óhugnanlega mynd en ólíkt
Frankenstein og Babelsævintýrinu fór
allt vel að lokum.
Áhugi fólks á lýtaaðgerðum er mik-
ill, sérstaklega hvað varðar útlitsbreyt-
ingar frægs fólks. Við höfum andaktug
fylgst með bijóstum Pamelu Anderson
ýmist rísa eða hníga; Michael Jackson
sjáum við breytast úr sætum svörtum
strák í einhvers konar teiknimynda-
flgúru; Cher telur fjármunum sínum
betur varið í læknishjálp en líkams-
rækt og svo mætti lengi telja.
Á síðustu árum hefur það færst i
vöxt að almenningur leiti til lýtalækna
til að breyta útliti sínu. Mest hefur ver-
ið rætt um bijóstastækkanir en einnig
um brjóstaminnkanir, nefaðgerðir,
augnaðgerðir og hærri kinnbein.
Líklega verður fólk að fá að ráða því
hvað það gerir við líkama sinn. En það
er samt gaman að velta því fyrir sér
hvort fólk sem hefur látið breyta sér
mikið „til hins betra“ eigi enn gömlu
fjölskyldualbúmin. Hvort það sé ekki
bara vandræðalegt að segja: „Héma
var ég tvítugur og ekki búinn að fara í
neinar aðgerðir."
Verður það kannski svo eftir nokk-
ur ár að þegar maður hittir gamla
vini/vinkonur á fómum vegi með ung
böm sín og segir: „ég get ekki séð að
bamið sé neitt líkt þér“, þá svari sá
sem er ávarpaður: „Ekki enn. Ekki
enn.“ -sm
Verð áður
Leðursófasett 3+1+1 ___ w
Carol....................2&L560^-
Sófasett 3+2+1 _______
1040/1012.................343Æ80Í-
Sófasett 3+2 _______
USA 3364.................. 15&420?- >
Hægindastóll + skemill w
Harlekin..................Ji2«930^
3ja sæta sófi ____
Sputnik...............>
Hornsófi __ w
Panama.....................136^40^
Glerskápur _______
Wega sv/kirsuber......__93Æ40Í- ''
Hillusamstæða _______
USA........................JJJ690? >
Skenkur
Modena, kirsuber........122<550^-
Veggsamstæða _______
Intens................
Borðstofusett
Elements................1$6«44ÖÍ-
Borðstofustóll _______
Nicole................._jL5*?70p-
Hægindastóll _______
leöur......................J25*WÖ^ >
Borðstofusett + skenkur + _______
skápur Millwood, USA..393ÆWJÍ- ‘
Kommóða _______
Zilo..................„28^7>
Kommóða ________
Selecta....................J2460Í- >
Svefnsófi ,
Jupiter...............
Höfðagafl _______
Cairo180sm....................90^- >
Náttborð _______
Cairo.....................J!5r?70^ >
Höfðagafl + náttborð
Sabrina.................__JJ«640Í- >
Rúm ___
hvítt 105 sm.............J3i84Q|-
Rúm + dýna
Savoy 180 sm............_Ji6«98OJ- >
Bókahilla .
Mahogny 80 sm...........__J3rT2ö^- >
Skrifborðsstóll _____
Oxford...................J18.860Í- >
Skrifborð , .
USA........................^&L390? >
Höfðagafl v
Twin Islamarada 97 sm.__J5«170ý-
Fataskápur ____
Flex breidd 200 sm......_J9«94OJ-
Tölvuborð _______
Jack...................... ^9J980? >
Verð nú
130.000,-
130.000,-
108.890,-
25.170,-
48.840,-
99.000,-
27.000,-
33.330,-
73.530, -
68.890,-
116.510,-
10.980,-
37.530, -
273.930,-
16.990,-
22.870,-
22.870,-
4.860,-
6310,-
35.820,-
20.300,-
40.200,-
7.870,-
15.090,-
45.070,-
10.620,-
39.950,-
5.990,-