Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 24
24
Helgarblað
LAUGAKDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV
Á námskeiði hjá hinum umdeilda græðara, Paul Welch:
Heilaþvottur
eða sáluhjálp?
- lærisveinar brotnir niður, hvattir til skilnaðar, fjárhagur margra í rúst
Slðan Paul Welch, eða Holmes
Hinkley Welch Junior, eins og hann
heitir réttu nafni, tók sér búsetu hér á
landi og hóf hin svokölluðu sáluhjálp-
amámskeið, hefur mikið verið fjallað
um hann og aðferðir hans hafa verið
gagnrýndar af mörgum, bæði úti í
samfélaginu og einnig hér á síðum
DV.
Margt fólk hefur þurft að leita að-
stoðar lækna eftir námskeiðin hjá
honum þar sem það hefur brotnað
saman og fengið taugaáfall eða eitt-
hvað þaðan af verra. Viðkvæði Welch,
lærisveina og aðstandenda hans, hefur
ávallt verið það sama þegar þessi at-
vik hafa komið upp - að fólkið hafi
verið geðveikt fyrir og að þetta hafi
„átt“ að gerast svo að manneskjan
næði að þroskast almennilega.
Aðferðir Welch til að fá fólk á nám-
skeið hjá sér eru vel þekktar. Segja má
að þær byggist aðallega á vitnisburð-
um lærisveina og því að lærisveinar
bjóða vinum sínum og ættingjum á
svokallaða „kynningu". Á kynning-
unni talar fólk um að það hafi lifað í
þjáningu, ótta og vantrausti áður en
það svo „fann“ lausnina, sem er Welch
og hans aðferðir, og að nú lifi það í
„ljósi". Það sem auðveldar Welch að fá
fólk á námskeiðin er eðlilega að læri-
sveinarnir sannfæra vini sína og ætt-
ingja sem treysta dómgreind þeirra,
heillast af sannfæringarkraftinum og
margir skrá sig. (Sama sölutækni er
m.a. notuð af Herbalife-fyrirtækinu -
vitnisburðir, tengslamyndun og „fyrir
og eftir“-aðferðin.)
Beðið eftir Weich
Nýlega fór fram „kynning" 1 glæsi-
legum sal í Hafnarfirði. Þegar inn
var komið var gestum bent á að fara
úr skónum og skrá nafn sitt og síma-
númer á blað, svo var visað til sætis.
Þarna var samankomið alls konar
fólk á öllum aldri, af öllum stéttum
og stigum, lærisveinar, vinir og ætt-
ingjar þeirra. Einnig voru þarna
nokkrir erlendir lærisveinar, aðal-
lega frá Hollandi og Þýskalandi.
Allir sátu á sokkaleistunum og
biðu með eftirvæntingu eftir Welch.
Mér var fenginn bæklingur sem
innihélt m.a. vitnisburði þátttakenda
undir fullu nafni og starfsheiti.
Ein kona segir i þessum bæklingi:
„Paul er alveg frábær kennari. Með
hjálp Pauls og hópsins hef ég lært
meira um sjálfa mig á síðasta ári en
nokkru sinni fyrr og hef ég gert
ákjósanlegar breytingar á lífi mínu.
Mér líður eins og allt sé auðveldara
núna með hjálp Pauls, hópsins og
Guðs.“ Uppröðunin: Paul, hópurinn
og Guð, vakti sérstaka athygli mína.
Lærisveinarnir vitna
Eftir töluverða bið stígur Welch
inn í salinn - digurvaxinn, á
útiskóm, með hálfsítt aflitað hár og í
leðurjakka. Hann talaði mjúkraddað
í míkrófón um köllun sína til að
hjálpa fólki, erfiða æsku, háskólapró-
fessorinn föður sinn (minntist ekk-
ert á starf móður sinnar), ferðalög
sín um heiminn og menntun. Hann
virtist vera mikið að einbeita sér og
þegar ég hreyfði mig til 1 stólnum
þannig að hann rann til á parketinu
hvessti Welch á mig augun líkt og
hann væri verulega strekktur á taug-
um.
Eftir inngang Welch hefst vitnis-
burður lærisveina þar sem þeir tala
um það hvernig Paul, eins og þeir
kalla hann, og reynslan með honum
hafi leitt þá úr sálarmyrkri og innan-
tómu lífi til tilgangsríkrar og gefandi
tilveru.
Eftir vitnisburðinn taka við ýmsar
uppákomur. Paul lætur fólk skipta
um sæti, dansa, faðmast, gera sér
upp móðursýkislegan hlátur og
krjúpa fyrir framan hvað annað. Ég
fór ansi oft á klósettið á meðan á
þessu stóð. Eftir serimóníurnar er
boðið upp á veitingar - Ritz-kex, tún-
fisksalat, kók o.fl. Þar næst máttu
gestir spyrja um hvað sem var.
50 þúsund á mánuði
Ég settist hjá tveim kunningjum
mínum og spurði strax út í peninga-
málin, hversu mikið annar þeirra
hefði eytt i andlegheitin og fékk það
svar að um 360.000 hefðu farið í þetta
á undanförnum sex mánuðum sem
gerir rúmlega 50.000 á mánuði. Svo
sagði hann að i upphafi síðasta nám-
skeiðs hefði hann verið skeptiskur
og að efinn hefði átt rætur sínar í því
að hann treysti ekki Paul, en síðan
hefði hann sagt Paul frá því, lifað til-
finninguna út og eðlilega snúist hug-
ur eftir það. Undirrót meirihluta
vandamála okkar væri vantraust
Eftir vitnisburðinn taka
við ýmsar uppákomur.
Paul lætur fólk skipta
um sæti, dansa, faðmast,
gera sér upp móðursýkis-
legan hlátur og krjúpa
fyrir framan hvað
annað.
samkvæmt kenningum Pauls.
Þú tekur bara lán
Þar næst var reynt að fá mig til að
koma á námskeið. Þegar ég sagðist
ekki eiga fyrir því var mér sagt að
peningar væru bara flæði og að ef
mann langaði eitthvað nógu mikið
þá myndi maður fá það. Þetta væri
allt spurning um forgangsröðun. Ég
sagði að ég myndi ekki setja þetta
námskeið efst á blaðið, það væru
aðrir hlutir sem ég myndi nota pen-
ingana í ef ég fengi allt í einu þessa
850 dollara sem það kostaði að fara á
þetta sex daga námskeið. Það væri
örugglega sniðugt að fara á nám-
skeiðið og ég kæmi örugglega ef ég
ætti fyrir þvi. (Mér fannst skynsam-
legast í stöðunni að gera þetta til að
verða ekki beitt meiri þrýstingi.)
Þá var mér sagt að margir tækju
bankalán til að borga námskeiðið, ég
gæti bara gert það líka, og þegar ég
sannfærðist ekki kom til mín vina-
legur, miðaldra Bandaríkjamaður
sem bauðst til þess að gefa mér 200
dollara skuldbindingalaust. Svo
benti hann mér á konuna sína til að
undirstrika það að hann væri giftur
og væri ekki að biðja um neitt kyn-
ferðislegt.
Meistarinn verður pirraður
Ég var fost á mínu og hélt því
fram að fjármálastaða mín byði ekki
upp á að ég gæti farið á þetta nám-
skeið. Svo sagði ég sem satt var - að
ég væri full efasemda í garð sjálf-
skipaðra andlegra leiðtoga eins og
Holmes Hinkley Welch jr, eða gúrúa
eins og þeir eru oft kallaðir. Þá var
ég leidd fyrir „meistarann“ til að
ræða málið. Hann settist fyrir fram-
an mig, virtist óþolinmóður og pirr-
aður og spurði mig hvað málið væri.
Ég sagði sem satt var að ég væri ekki
mikið fyrir gúrúa. Þá fór hann að
fiflast og bað mig að bíða á meðan
hann færi fram að ná í gúrú-dótið
sitt.
Ég hló ekki að brandaranum og
við það varð hann enn pirraðari.
Byrjaði árásarkennt að demba á mig
spurningum án þess að bíða eftir
svari, sagðist svo ekki hafa tíma fyr-
ir þetta, stóð upp, gekk út á gólf, tók
hljóðnemann í hönd sér, breytti
raddblænum, varð mjúkur í máli og
bað alla að koma út á gólf að lokum.
Unga konan sem leiddi mig fyrir
Welch útskýrði að hann hefði verið
svona árásargjarn af því hann var að
„spegla“ -mig.
Paul Welch hefur haldið fjölmörg námskeiö á íslandi
Aöferöir hans eru vægast sagt umdeildar. Hræddir lærisveinar töluðu um
námskeiöin viö blaðamann. Allir voru þeir á einu máli um aö þaö sem
færi fram á námskeiöunum væri heilaþvottur í sinni einföldustu mynd. Af
ótta viö ofsóknir af hendi þeirra sem enn eru í söfnuöinum og rógburö í
samfélaginu ákváöu þessir nemendur aö koma ekki fram undir nafni í
þessu viötali en töluöu jafnframt um aö bráölega kæmi út undirskriftalisti
meö nöfnum þeirra sem vara viö starfsemi Welch og aö sá listi færi í
hendur landlæknis.