Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 27
27
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af fordómum ungs fólks:
Laugardagar
eru nammidagar
blindingjaleik
ingarinnar varðandi málefni útlend-
inga, tillögur að lagasetningu og
fleira.
„Við verðum að byrgja brunninn
og leggja okkar af mörkum til
tryggja að réttur útlendinga sé ekki
fyrir borð borinn. Löggjöfin hérna
er ónýt. Það þarf að leggja pólitiska
faglega vinnu í það frumvarp sem
nú er til umræðu í þinginu. í því
eru ýmsir pyttir. Góð útlendingalög-
gjöf er lykilatriði í baráttu gegn
mismunun.
Við erum hluti af umheiminum
og ísland er um margt eftirsóknar-
vert. Við þurfum á útlendingum að
halda, efnahagslega og menningar-
lega. Erlent vinnuafl hefur haft góð
áhrif á efnahag landsins."
Það hefur komið fram í fjölmiðl-
um að enginn af þeim flóttamönn-
um sem komið hafa til landsins hef-
ur nýtt sér þjónustu Trygginga-
stofnunar. Þrátt fyrir þessa stað-
reynd heyrast annað slagið þau rök
að margir útlendingar komi til
landsins til þess eins að komast
„inn á kerfiö". Guðrún leggur ekki
mikinn trúnað á þessi rök.
„Kerfið hér er ekki jafn opið og
eftirsóknarvert og til dæmis annars
staðar á Norðurlöndunum. Það er
hægt að telja þá sem koma hingað
til að komast „inn á kerfíð“ á fingr-
um annarrar handar. Það vilja allir
vera sjálfum sér nógir.“
-sm
„Ég veit ekki hvert þetta
samfélag stefnir, “ segir
leigubílstjórinn við mig á
leiðinni niður í Austur-
strœti á fund Guðrúnar
Ögmundsdóttur. Hann
hefur lokið saklausri um-
rœðunni um veðurfarið,
heilsársvorið sem ríkt
hefur í Reykjavík það
sem af er vetri. „Dóttir
mín á fjögur böm og hún
kemur yngsta baminu
ekki inn í leikskóla.
Strákur sem ég þekki er
hins vegar í öðm hjóna-
bandi sínu og nú við
asíska konu. Þau fá for-
gang á vistun í leikskóla.
Mér finnst ekki ganga að
þetta fólk hafi forgang á
okkur. “
Umræðan um fordóma gagnvart
útlendingum hér á landi hefur ekki
farið hátt og eru margir á þeirri
skoðun að ekki eigi aö ræða um þá
hluti. Slík umræða sé einungis olía
á eldinn: veki upp raddir sem ann-
ars myndu þegja.
„Það væri mjög freistandi að
kæfa fordóma í fæðingu," segir Guð-
rún ögmundsdóttir, þingkona Sam-
fylkingarinnar," en það má ekki
loka augunum fyrir þessum vanda-
málum. Við megum ekki vera í
blindingjaleik. Það verður að mæta
þessum fordómum á forsendum er
varða mannréttindi; rétt okkar allra
til að lifa og hrærast í íslenska sam-
félaginu.
í Skandinavíu hefur veriö reynt
að halda sjónarmiðum þjóðernis-
sinna utan umræðunnar. Það hefur
að sumu leyti tekist. En ef enginn
talar um vandamálin er hætt við
voru íslendingar útlendingar í stór-
um ókunnugum löndum Bandaríkj-
anna og Kanada. Hefðum við viljað
að tekið hefði verið á móti þeim
eins og sumir vflja að við tökum á
móti útlendingum sem koma tfl
okkar? Það eiga aUir að vera 150%
jákvæðir í garð íslendinga en við
viljum ekki gefa neitt í staðinn. Þeg-
ar við erum erlendis vOjum við að
bömin okkar fái móðurmáls-
kennslu og tækifæri til að viðhalda
sinni menningu. Hver er munur-
inn? Enginn. Við erum bara svo
merkileg með okkur.“
Nasisminn hvarf ekki á einni
nóttu
Annaö slagið berast okkur fregn-
ir frá Skandinavíu þar sem dregin
er upp svört mynd af ástandinu í
málum innflytjenda. Fylgi við
flokka sem eru byggðir á viðhorfum
þjóðernissinna hafa fengið nokkurt
fylgi og þar er Framfaraflokkur
Hagens í Noregi skýrasta dæmið á
Norðurlöndum. Frá Austurríki
þekkjum við flokk Haiders.
„í rauninni er það afskaplega
mikO bjartsýni að eftir faU nasism-
ans hafi enginn orðið eftir sem að-
hylltist skoðanir nasistanna. Það er
bamaskapur að halda að slikt
þurrkist út. Núna hafa Haider og
Hagen komið þessum skoðunum í
framfarabúning. Þannig er eflaust
auðvelt að blekkja nýja til fylgis.
Það er grunnt á fordómum gagnvart
útlendingum hjá ýmsum þjóðum.
Nasisminn hvarf ekki á einni nóttu.
Það hefur aUtaf verið grunnt á
þjóðemisviöhorfum í Noregi. Þar
rikja sterkar trúarlegar hefðir.
Norðmenn eru sérstök þjóð, þjóð-
erniskennd þeirra er sterk og það er
bara spuming um hvenær hún fer
yfir línuna. Þótt Norðmenn hafl
ætíð vUjað vera í framlínunni í al-
þjóðasamstarfi og mannréttindaum-
ræðu þá er sterk þjóðerniskennd
hluti af fortíð þeirra. I því sambandi
er rétt að minna á Quisling."
Erum hluti af umheiminum
Guðrún leiðir starfshóp Samfylk-
Guðrún Ogmundsdóttir
„ Viö þurfum aö taka til í hirslum okkar.
því að við vitum ekki af vandan-
um.“
Barn er barn
Skoðanakannanir sem gerðar
hafa verið á undanfornum mánuð-
um hafa óneitanlega reynst vera
spegiU sem þjóðinni reynist óþægi-
legt að horfa í. Guðrún segir að það
sem valdi henni mestum áhyggjum
sé hversu miklir fordómar virðast
vera meðal yngra fólks og unglinga.
„Það er óhugnanlegt að sjá
hversu fordómafuUt ungt fólk virð-
ist vera samkvæmt þessum könnun-
um. Okkur hlýtur að hafa orðið á í
messunni varðandi fræðslu. Við
höfum barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem við ættum að halda
meira að bömum og kynna hann til
aö fyrirbyggja fordóma.
Munurinn á bami og barni er
auðvitað enginn. AUir geta gefið af
sér. íslenskt samfélag er fjölmenn-
ingarlegt og það er einn af okkar
dýrmætustu fjársjóðum. Okkur ber
að uppræta fordóma. Það er spum-
ing um réttlæti."
Ekki er langt síðan skrifað var í
kennslubækur um ísland að þar
byggi ein þjóð sem talaöi eina
tungu. Nú em tungumálin sem töl-
uð eru í grunnskólum líkast tU
nokkrir tugir. Guðrún segir það
mikilvægt að skoða aUar skólabæk-
ur með tiUiti tU þess hvort þar gæti
fordóma.
„Við þurfum að taka tU í hirslum
okkar.“
Viö erum of merkileg meö
okkur
Eru íslendingar fordómafuUir?
„Ég held að það hafi mikið breyst
eftir að íslendingar hófu að sækja
menntun erlendis - þegar við kynnt-
umst þvi að vera sjálf útlendingar í
öðrum löndum; reyndum það á eig-
in skinni. Þess vegna er mikflvægt
að fólk búi um stundarsakir í út-
löndum til að vikka sjóndeUdar-
hringinn. Þá fæst önnur sýn á sam-
félög. Það er afskaplega hoUt.
íslendingar hafa líka verið inn-
flytjendur. Við lok 19. aldarinnar
Æh/öU
Megum ekki vera í