Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Side 45
53
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2001
Tilvera
Bridgehátíð Flugleiða, BSÍ og BR 2001:
Zia er
kominn!
Myndasögur
Bridgehátíð 2001 hófst í gærkvöld
með setningarathöfn og setti Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
mótið. Þetta er í 20. skipti sem
Bridgehátíð er haldin og er óhætt að
segja að sjaldan hafi fleiri
bridgestjörnur verið samankomnar
hérlendis.
Mest er um vert að Zia er kominn
með sveit aftur eftir nokkurt hlé. Þá
eru silfurverðlaunahafar síðasta
ólympíumóts, Pólverjar, einnig
komnir til leiks og er líklegt að
erfltt verði að halda þeim frá verð-
launapöllunum. Hackett-tvíburarnir
blanda sér áreiðanlega í baráttuna
um verðlaunasætin og ekki má
gleyma okkar eigin stórstjömum.
Hátíðin hófst í gærkvöld með 130
para tvímenningskeppni sem spiluð
er með barometerformi. Henni lýk-
ur um kvöldmatarleytið en á morg-
un hefst síðan tíu umferða sveita-
keppni með þátttöku 80-90 sveita.
Zia hefur unnið hana langoftast og
er líklegt að sveit hans verði í topp-
baráttunni.
Pólverjarnir Jassem og
Tuszynski voru i baráttunni í 3. IOC
Grand Prix-mótinu sem haldið var í
Lausanne í Sviss í sl- nóvember-
mánuði. Þar höfnuðu þeir í fjórða
sæti eftir að hafa tapað fyrir erkifj-
endum sínum, ítölum, í keppni um
bronsið.
Skoðum eitt spil frá mótinu sem
kom fyrir milli sveita Kína og Pól-
lands:
N/O
* 10643
V _
* ÁD954
* ÁK105
* ÁK75
»95
* G106
* G987
X
* DG2
* ÁD743
* K73
* 63
* 98
* KG10862
* 82
* D42
lokaða salnum sátu n-s Pól-
arnir Pszczola og Kwiecien en a-
io og Yang. Þar gengu sagnir á
a leið:
Noröur Austur Suöur Vestur
pass 2 * pass pass
dobl pass pass redobl
pass 3 * pass pass
dobl pass pass pass
Það verður að teljast vafasöm
ákvörðun hjá suðri að passa við
dobli norðurs þvi hann hafði sagt
pass í upphafi. Á það reyndi hins
vegar ekki þegar vestur SOS
redoblaði og austur flúði í þrjú lauf.
Úrspilið var ekki flókið. Suður
spilaði út trompi og Cao drap heima
á drottninguna. Hann svínaði síðan
tíguldrottningu, tók ásinn og tromp-
aði tígul, spilaði síðan tveimur
hæstu í trompi og fríu tíglunum.
Stefán
Guðjohnsen
skrifar um bridge
Vömin fékk því fjóra slagi á spaða
og einn á tromp. Einn niður og 100
til Póllands.
í opna salnum sátu n-s Ju og Fu
en a-v Tuszynski og Jassem. Eins og
á hinu borðinu opnaði austur á
tveimur hjörtum. Norður doblaði
síðan og Jasspm ákvað að treysta
makker. Hann reyndist traustsins
verður.
Suður spilaði út laufi og sagnhafi
drap heima til að svína tíglinum.
Síðan kom spaði úr blindum. Norð-
ur fór upp með kóng og spilaði
trompfimmi. Austur lét gosann og
suður drap á drottningu. Hann spil-
að meira laufi, drepið í blindum,
tígulás tekinn og tígull trompaður.
Síðan spilaði sagnhafi sig út á
spaða. Norður yfirtók slaginn af
suðri og gaf honum laufstungu.
Austur trompaði síðan spaðaútspil-
ið og spilaði hjartakóng. Þegar nían
kom frá norðri var spilið unnið og
Pólland gi-æddi 11 impa.
Ástæða er til að hvetja sem flesta
til að bregða sér á Hótel Loftleiðir
um helgina og fylgjast með
bridgemeisturunum. Sýningartafla
verður í gangi á sunnudag og mánu-
dag þar sem valdir leikir verða
sýndir. Sömu spil verða spiluð á öll-
um borðum í sveitakeppninni sem
gefur færi á fjölsveitaútreikningi
milli para.
Zia Mahmood
ír kominn aftur eftir tveggja ára
hlé á bridgehátíö í Reykjavík.
K«9 fíilv.ti SyoöcaKi. ix. W/orlcl nghti -
Vertu ekki að kvarta vió mig!
Það varst þú sem vildir hitta nýju nágrannana!
fEiginlega ér dýralræóin mjög ^
! áhugaverð, finnst þér ekki gaman j
^ að læra um dýr, Mummi? '
:---------- -------------