Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 47
55 ' LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV Tilvera 85 ára________________________ Guðbrandur Sigurbjörnsson, Túngötu 38, Siglufiröi. Guðný Ingimarsdóttir, Strandgötu 8, Ólafsfirði. 80 ára___________ Ursula Magnússon, Lyngbraut 9, Garði. 70 ára__________________________ Björn B. Kristinsson, Brekkustíg 8, Sandgerði. Júlíus Guðlaugsson, Efra-Hofi, Garði. Konráð Árnason, Kringlumýri 27, Akureyri. 60 ára__________________________ Arnór Þórarinn Hannesson, Aðalstræti 8, Reykjavík. 50 ára__________________________ Alfreð Örn Almarsson, Ásvegi 17, Akureyri. Bára Guðnadóttir, Lyngási Ib, Hellu. Brynhildur Njálsdóttir, Hátúni 1, Keflavík. Inga Hrönn Pétursdóttir, Birkigrund 40, Kópavogi. Jóhanna Ragnarsdóttir, Möðrufelli 13, Reykjavík. Nína Munoz, Ægisgötu 11, Akureyri. Þorvaldur Kristleifsson, Klapparstíg 8, Sandgerði. 40 ára__________________________ Friðrik Kristjánsson, Lindasmára 38, Kópavogi. Guðbrandur Jón Jónsson, Rauðagerði 52, Reykjavík. Guðrún Hulda B. Birgisdóttir, Fífuhjalla 15, Kópavogi. Helga Stefánsdóttir, Gilsbakka 5, Hvolsvelli. Ólafur Ingi Sigurmundsson, Eyöi-Sandvík, Árnessýslu. Sesselja Pétursdóttir, Vesturhúsum 8, Reykjavík. Skarphéðinn Ásbjörnsson, Bólstaö, A-Húnavatnssýslu. Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, Safamýri 57, Reykjavík. Þorgeir Axelsson, Ásbúð 67, Garðabæ. Hjónin Hörður Valdimarsson og Jórunn Erla Bjarnadóttir, Nestúni 2, Hellu, áttu gullbrúðkaup þann 13.2. sl. í tilefni þess taka þau á móti gestum á heimili sínu laugard. 17.2. frá kl. 14.00. Sextugur Guðni G. Sigurðsson eðlisfræðingur Guðni Georg Sigurðsson eðlis- fræðingur, Bollagörðum 35, Sel- tjarnarnesi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961, fyrri- hluta prófi í verkfræði frá HÍ 1964, lokaprófí í eðlisfræði (Dipl. Phys.) með sérhæfingu í kjarneðlisfræði frá TU Karlsruhe 1968, doktorsprófi frá sama skóla (Dr. rer.nat.) 1972, en ritgerðin fjallaði um hnignun óhlað- mna miðeinda. Guðni stundaði rannsóknir í ör- eindaeðlisfræði við TU Karlsruhe 1969-72, þar af í eitt ár við CERN, Kjameðlisfræðistofnun Evrópu í Genf, stundaði rannsóknarstörf í samvinnu við rússneska vísinda- menn í Serpukhov í Rússlandi 1973- 74, var verkfræðingur hjá CERN við uppsetningu tölvubúnað- ar og gerð forrita til stjómunar og gagnasöfnunar fyrir neutrinogeisla frá prótónusynchroton (SPS) 1974- 79, var siðan sérfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ 1979-82 en réðst þá til hugbúnaðarfyrirtækis- ins Tölvars ehf. Fyrirtækið rak hann lengi í samstarfi við aðra en er nú einn eigenda. Starfssvið Tölvars ehf. er einkum gagna- grunnsforritun og rauntímakerfi, en viðskiptavinir eru opinberir aðil- ar, verkfræðistofur og iðnfyrirtæki. Guðni fékkst um árabil við stundakennslu og prófdómarastörf í eðlisfræði við HÍ og hefur einnig setið í dómnefndum vegna stöðu- veitinga við skólann. Guðni hefur starfað í Sjálfstæðis- flokknum, var m.a. í allmörg ár í stjórn sjálfstæðisfélags Seltiminga og hefur setið í nefndum og ráðum fyrir flokkinn á Seltjarnarnesi og í Reykjaneskjördæmi. Fjölskylda Guðni kvæntist 12.10. 1963 Þóru Th. Hallgrímsson, f. 9.10. 1943, en hún er dóttir Thors G. Hallgríms- sonar, framkvæmdastjóra í Reykja- vík, og k.h., Ólafíu Guðlaugar Jóns- dóttur. Þóra hefur starfað lengi að ferðamálum, var. m.a. í mörg sum- ur leiðsögumaður erlendra ferða- manna um ísland. Börn Guðna og Þóru eru Þóra, f. 24.3.1964, BA í ensku og frönsku, en eiginmaður hennar er Vilhelm Steinsen, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, og eiga þau hjón og reka Þýðingarstofuna í Reykjavík en börn þeirra eru Ásta Kristensa, f. 1.3. 1994, Una Kamilla, f. 17.12. 1996, og Garðar Thor, f. 10.5. 1998; Gunn- ar, f. 3.2. 1968, rafmagnsverkfræð- ingur og vinnur að doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði við DTU í Kaup- mannahöfn, en sambýliskona hans er Sigríður Hilda Radomirsdóttir, rafmagnsverkfræðingur hjá Erics- son í Kaupmannahöfn, og er sonur þeirra Egill MUan, f. 23.6. 1998; Kjartan, f. 13.11. 1972, slagverksleik- ari, við framhaldsnám í slagverks- leik við Sweelink Konservatorium í Amsterdam, en sambýliskona hans er Karen María Jónsdóttir, við nám í leikhúsfræðum við Amsterdamhá- skóla og er dóttir þeirra Gígja, f. 7.11. 2000. Bræður Guðna eru Benedikt Gunnar Sigurðsson, f. 22.1. 1945, starfsmaður Landsvirkjunar, kvæntur Áslaugu Þorleifsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn, Ástu Sigríði og Sigurð Gunnar; Ingi- bergur Sigurðsson, f. 17.5. 1947, vörubifreiðarstjóri á Þrótti, búsett- ur í Reykjavík, en hann heldur heimili með móður þeirra bræðra. Foreldrar Guðna: Sigurður Bene- diktsson, f. 22.9. 1908, d. 4.11. 1976, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og eftir- lifandi kona hans, Ásta Guðnadótt- ir, f. 12.9. 1915, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Benedikts, sjómanns og verkamanns í Reykja- vík, bróður Kristbjargar, móður Marteins, verkfræðings á Selfossi, föður Bjöms, verkfræðings og ark- tekts. Kristbjörg var einnig móðir Erlends, fyrrv. sýslumanns og bæj- arfógeta á Seyðisfirði, fóður Jóns lögmanns. Benedikt var einnig bróðir Þóru, móðurömmu Ingjalds Hannibalssonar. Þá var Benedikt bróðir Sofíiu, ömmu Georgs Ólafs- sonar, forstöðumanns Samkeppnis- ráðs. Benedikt var sonur Péturs, b. i Miðdal í Kjós, Árnasonar, b. í Hagakoti, bróður Guðmundar, langafa Guðmundar, föður Einars Más rithöfundar. Árni var sonur Árna, b. á Vatnsenda, Péturssonar, vefara á Vatnsenda, Jónssonar, b. á Rauðará, Ólafssonar. Móðir Péturs í Miðdal var Guðný Magnúsdóttir, b. á Stærribæ í Grímsnesi, Bjarnason- ar, b. i Efstadal, Jónssonar. Móðir Bendikts var Margrét, dóttir Benja- míns Jónssonar, b. í Miðdal og Flóa- koti í Kjós, og Kristínar Þorkelsdótt- ur, b. í Prestshúsum í Húnavatns- sýslu, Þorlákssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Þór- arinsdóttir, b. á Harðbala í Kjós, Ingjaldssonar, b. í Eyjum og á Eyja- hóli, Ingjaldssonar og Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Hólmfríðar var Jón, b. í Bæ, Ólafsson og Hólmfríð- ur Þórðardóttir. Ásta, móðir Guðna, er dóttir Guðna, kolakaupmanns í Reykja- vík, Einarssonar, b. að Hömrum í Eystrihreppi, Jónssonar, b. að _ Minna-Hofi, Gíslasonar. Móðir Ein- ars var Guðný Einarsdóttir, b. að Svínavatni í Grímsnesi, langafa Sig- urðar Hlíðars yfirdýralæknis. Móð- ir Guðna kolakaupmanns var Guð- rún Björnsdóttir, b. á Hjallanesi á Landi, Björnssonar, b. þar, Gísla- sonar. Móðir Ástu var Jóna Ása Eiríks- dóttir, stýrimanns í Reykjavík Ei- ríkssonar. mgMMB Fertug Darija Kospenda stúdent í efnafræði og hagfræði Darija Kospenda, stúdent í efna- fræði og hagfræði, Breiðvangi 7, Hafnarfirði, er fertug í dag. Starfsferill Darija fæddist í Supetar á Brac í Króatíu sem er eyja í Adríahafi og ólst þar upp. Hún lauk stúdentspróf- um í efnafræði og hagfræði. Darija stundaði hagfræðistörf og var launafulltrúi hjá kjötvinnslufyr- irtæki í Petrinja í nokkur ár. Hún og fjölskylda hennar flúðu frá Petr- inja 1995, voru í flóttamannabúðum í Serbíu í eitt ár og komu til íslands 1996 i hópi fyrsta flóttamannahóps- ins frá Júgóslavíu. Hún starfar við Gafl-Inn og í Mörk ehf. Fjölskylda Darija giftist 26.5. 1979 Milan Kospenda, f. 12.1. 1958, lög- reglumanni. Hann er son- ur Stankos Kospenda, stálsmiðs í Króatíu, og k.h., Sofiju Kospenda húsmóður. Börn Darija og Milans eru Tina Kospenda, f. 2.8. 1979, túlkur hjá Rauða krossinum, búsett í Reykjavík, en unnusti hennar er Ámi Þór Árna- son, f. 16.9. 1979, nemi; Tanja Kospenda, f. 25.4. 1983; Aleksandar Kospenda, f. 14.7. 1990; Nebojsa Kospenda, f. 1.10. 1992; Nemanja Kospenda, f. 13.5. 1994; Jelena Kospenda, f. 17.9. 1995. Bróðir Dariju er Ivica Jelincic, f. 25.10.1959, lög- reglufulltrúi í Porec í Króatíu, kvæntur Idu Jel- incic, f. 25.2.1959, deildar- stjóra við banka, en son- ur þeirra er Igor Jelincic, f. 7.11. 1983. Foreldrar Dariju eru Nikola Jel- incic, f. 19.2. 1932, matreiðslumaður í Postira í Króatíu, og k.h., Milica Jelincic, f. 22.8. 1938, húsmóðir. Lungnamælingatækiö afhent AtH Dagbjartsson tæknir tekur við lungnamælingatækinu frá Jóhannesi Jónssyni sem kenndur er viö Bónus. Barnaspítali Hringsins fær lungnamælingatæki að gjöf: Gerbreytir aðstöðu á spítalanum Síðastliðinn þriðjudag fékk Bamaspítali Hringsins lungnamælingatæki að gjöf. Tækið, sem kostar rúmar átta milljónir, var öár- magnað með sölu á hljómdiskinum Velkomin jól sem kom út fyrir síðustu jól í nafni liknar- félagsins Barnið okkar. Það var tónlistarmað- urinn André Bachman sem átti hugmyndina að plötunni og að styrkja barnaspítalanum með ágóða af henni og var þetta gert í sam- starfi við Bónus, Hagkaup og Olís. Lungna- mælingatækið er mjög sérhæft og mun breyta aðstæðum hér á landi til sjúkdómsgreiningar á fyrirburum og asmasjúkum börnum. I fréttatilkynningu frá Barnaspítala Hrings- ins segir að lungnastarfsemi barna sé afar flókin þar sem lungun eru bæði að vaxa og þroska nýjan lungnavef. Nýfætt barn hefur um 50 milljón lungnablöðrur en um sex til sjö ára aldur eru þær orðnar 300 milljónir. Af þessu leiðir að það eiga sér stað miklar breyt- ingar í lungnastarfsemi barna. Því er mikil- vægt að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á starfsemi lungans í tengslum við sjúkdóma svo hægt sé að hjálpa börnum að þroskast á eðlilegan hátt. Lungnamælingatækið mælir loftflæði um munn og nef og nemur þrýsting og viðnám i lungum og öndunarvegi. Auk þess má fá ná- kvæmar upplýsingar um þá rúmmálsbreyt- ingu sem á sér stað í lungunum við ákveðna þrýstingsaukningu sem aftur mælir stífni lungans, en aukin hætta er á að lungaö missi ^ sveigjanleika og verði stíft við sjúkdóma sem tengdir eru fyrirburafæðingum, endurtekinni lungnabólgu, fæðingargöllum og sumum teg- undum sýkinga. Jafnframt gerið tækið kleift að mæla stærð lungnanna og fylgjast þannig með vexti og þroska lungnanna og mæla áhrif sjúkdóma á þau. Tækið mun gerbreyta aðstöðu spítalans hvað varðar vinnslu og greiningu lúngna- og öndunarfærasjúkdóma hjá börnum. -Kip **

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.