Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
I>V
_______57
Tilvera^
Afmælisbörn
Michael Jordan
Bandaríski körfuboltakappinn Michael Jor-
dan á afmæli í dag. Michael Jeffrey, eins og
hann var skírður, er 38 ára. Hann er fæddur
og alinn upp í Brooklyn í New York. Jordan
er sem kunnugt er leikmaður Chicago Bulls
og á heima í úthverfi Chicagoborgar með
konu sinni Juanitu og börnum þeirra þremur,
Jeffrey, Marcus og Jasmine. Sagt er að Jord-
an trúi að gömlu körfuboltabuxurnar hans frá
háskólanum í Norður-Karólínu færi honum
lán og því klæðist hann þeim alltaf undir
Bulls-buxunum í körfuboltaleikjum.
John Travolta
Leikarinn góðkunni John Travolta er 47 ára
í dag. Tavolta datt ungur út úr skóla og hóf að
leika í auglýsingum og svo í söngleikjum. Hann
sló fyrst í gegn í myndinni Saturday Night
Fever á áttunda áratugnum og innsiglaði vin-
sældir sínar i kvikmyndinni Grease. Um árabil
fréttist lítið af kappanum sem hafði þótt með
afbrigðum fallegur og dansfimur. Hann átti þó
eftirminnilega endurkomu í myndinni Pulp
Fiction fyrir nokkrum árum og sýndi þar að
hann er í raun prýðilegur leikari.
Stjörnuspá
Gildir fyrir sunnudaginn 18. febrúar og mánudaginn 19. febrúar
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Spa sunnudagsíns:
Vertu þolinmóður þó
að þér firmist vinna
annarra ganga of
hægt. Það væri góð hugmynd að
hitta vini í kvöld.
Esa»im
Það er óróleiki í kringum þig sem
stafar af óleystu deilumáli.
Reyndu að komast að niðurstöðu
um breytingar sem fyrst.
Hrúturinn (21. mars-,19. anríh:
Spa sunnudagsms:
■
Þú átt skemmtilegar
samræður við fólk og
dagurinn einkennist af
samstöðu milli samstarfsaðila.
Happatölur þinar eru 3, 24 og 36.
Spa mánudagsins:
Vertu á verði gagnvart manneskj-
um sem eru þér ósammála. Þær
gætu reynt að beita brögðxun til
að fá sínu framgengt.
Nautið (20. apríl-20. maí.):
Spá sunnudagsins: Spá sunnudagsins:
Fréttir sem þú færð
eru ákaflega ánægju-
legar fyrir þig og þína
nánustu. Hætta er á smávægileg-
um deilum seinni hluta dagsins.
Nú er gott tækifæri til að koma
hugmyndum þinum á framfæri,
sérstaklega varðandi nýjimgar.
Happatölur þinar eru 7, 13 og 34.
Tvíburamif (21. maí-21. iúni):
Reyndu að Jialda þig við
^// áætlanir þinar og vera
skipulagður. Þér bjóðast
góð tækifæri í vinnunni og um að gera
að grípa gæsina á meðan hún gefst.
Spá mánudagsins:
Morgunninn verður annasamur
og þú átt fullt í fangi með aö
ljúka verkefnum sem þér eru
fengin.
Bogamaður (22, nðv.-2t. des.i:
Spá sunnudagsins:
'Ekki taka mark á fólki
sem er neikvætt og
svartsýnt. Dagurinn
verður skemmtilegri en þú bjóst
við, sérstaklega seinni hluti hans.
Viðskipti ættu að ganga vel og þú
ert heppinn í samningum. And-
stæðingur þinn ber mikla virð-
ingu fyrir þér.
í dag gætu ólíklegustu
aðilar loksins náð sam-
komulagi um mikil-
væg málefni og þannig auðveldað
framkvæmdir á ákveðnu sviði.
Spa mánudagsins:
Fjölskyldan kemur mikið við sögu
í dag. Þú ættir að eyða meiri tima
með henni og huga að loforði sem
þú gafst fyrir stuttu.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Spá mánudagsins:
Einhver persóna, sem hefur verið
þér ofarlega í huga, kemur þér
mjög á óvart. Það verður breyting
á einhverju heima fyrir.
Liónið (?3. ifjlí- 72. ágústi:
Spá sunnudagsms:
' Þú þai-ft að einbeita þér
að einkamálunum og
rækta samband þitt við
manneskju sem þú ert að fjarlægj-
ast. Kvöldið verður ánægjulegt.
Spá mánudagsins:
Dagurinn verður skemmtilegur og
þú tekur þátt í áhugaverðum um-
ræðum. Eitthvað sem þú hefur
beðið eftir lengi gæti gerst í dag.
Vogin (?3. sept.-23. okt.l:
Oy Eitthvað sem þú vinnur
að um þessar mundir
r f gæti valdið þér hugar-
angri. Taktu þér góðan tíma í aö
íhuga hvað gera skal.
Spa sunnudagsins:
I Þú ert að velta ein-
hverju alvarlega fyrir
þér og það gæti dregið
athygli þína frá því sem þú ert að
vinna að.
Spá mánudagsins:
Þú færð efasemdir um heiðarleika
eða einlægni einhvers. Þú átt rétt
á að fá skýringu á því sem þú átt-
ar þig ekki á.
Mevian (23. ágúst-22. sept.h
Reyndu að vera ekki
j»allt of gagnrýninn við
' ástvini þína. Það gæti
valdið misskilningi. Væntumþykja
verður endurgoldin margfalt.
Spa mánudagsins:
Það verður mikið um að vera fyrri
hluta dagsins. Láttu ekki freistast
þó að fólkið í kringum þig sé kæru-
laust. Haltu þig við áætlun þina.
Sporðdreki 124. okt.-21. nóv.l:
Spá sunnudagsins:
Dagurinn verður við-
pburöarríkur og þú hefur
meira en nóg að gera.
Gættu þess að vera ekki of tortrygg-
inn. Happatölur þinar eru 1, 5 og 37.
Þú færð einhveijar óvæntar fréttir
og veist líklega ekki alveg hvernig
þú átt að túlka þær. Þú ættir bara
að bíða og sjá hvað verður.
Steingeltitl (22. des.-19. ian.i:.
\St hluti dagsins kem-
tu- þér á óvart. Þú þarft
að glima við óvenjulegt
vandamál. Þú verður þreyttur í
kvöld og ættir að taka það rólega.
Spa manudagsms:
Ákveðin manneskja gerir eitthvað
sem þér gremst og þú átt erfitt
með að sætta þig við. Ástandið
batnar með kvöldinu.
Skákþing Reykjavíkur 2001:
sigurvegarar.
Tveir
Jón Viktor Gunnarsson og Sigur-
björn J. Björnsson sigruðu á Skák-
þingi Reykjavíkur en báðir fengu
þeir 9 vinninga af 11 mögulegum.
Sigurbjörn er borinn og barnfæddur
Hafnfirðmgur og samkvæmt að mínu
mati mjög fornri hugsun og ekki i
takt við tímann hlýtur Jón Viktor tit-
ilinn skákmeistari Reykjavíkur 2001.
Hins vegar er það öllum sómakærum
Hafnfirðingum ekkert kappsmál að
verða Reykjavíkurmeistari í ein-
hverri keppni. Björn Þorfinnsson
varð þriðji með 8 vinninga. Stefán
Kristjánsson, Sævar Bjarnason og
Arnar E. Gunnarsson urðu í 4.-6.
sæti með 7,5 vinninga. Úrslitin komu
ekki á óvart, þessir heiðursmenn
hafa orðið jafnir og efstir nokkrum
sinnum undanfarin ár.
Jón Viktor virkar enn tvístígandi í
því hvort hann eigi að slá tU og fara
í víking erlendis og gera atlögu að
stórmeistaratitlinum. Það er að sjálf-
sögðu fyrst og fremst hans ákvörðun,
það er eiginlega að bera í bakkafull-
an lækinn að gera kröfur til hans að
verða stórmeistari, við íslendingar
eigum 9 stórmeistara í skák sem er
mikið afrek og ekki allir gera sér
grein fyrir hversu mikið það er. Það
eru reyndar fleiri sem hafa alla burði
til að geta náð þessum stórmerka
áfanga. En mér finnst að það vanti
einhvem neista hjá ungu mönnunum
í skákinni, það verður að beita sjálf-
an sig töluverðri ögun og stunda
skákrannsóknir af kappi meðan
heUabúið stendur í blóma!
Það eru margir aðilar hér innan-
lands sem hafa stutt vel við skákina
og vUja gera áfram. Uppeldislegt
gUdi skákarinnar og sú reynsla sem
ungt fólk nær sér í þar gera mjög
margir sér grein fyrir, bæði hjá ís-
lenskum stjórnvöldum og fyrirtækj-
um svo og einstaklingar. Það er fyrst
og fremst jákvæð ræktun einstak-
linga, t.d nemenda í íslenska skóla-
kerfmu sem á að leggja aðaláhersl-
una á. Mér kemur spánskt fyrir sjón-
ir sú ákvörðun stjórnar Skáksam-
bands að verðlauna sérstaklega fyrir
hvern áfanga með peningaupphæð
sem næst I alþjóðlegum titlaveiðum.
Efnishyggjan sem þarna er verið að
innræta hjá unga fólkinu fer þó
nokkuð i taugarnar hjá mér og ég er
á þeirri skoðun að það ætti ekki að
verðlauna fyrir neina áfanga fyrr en
titUlinn er i höfn. Það er svo margt
annað tU í lífmu en peningar og ég
held að með því að kenna og innræta
rétt vinnubrögð náist betri árangur
og lífsþroski. Það er eins og stefnan
sé að gera aUt að aurum, lífsþroski
og andleg vellíðan eru mikilvægari
þættir í lífmu. Þá eiginleika hafa aU-
ílestir stórmeistarar okkar tU að
bera, held ég. Svo ég segi þetta í
einni setningu: Lífsþroski, andleg
veUíðan, skilvirk vinnubrögð og
menntun skUar heibrigðum einstak-
lingum sem læra að njóta lífsins og
svo skUa aurarnir sér tU þannig ein-
staklinga (og hana nú!). Það vantar
menn i skákforystuna sem geta kom-
ið þessum skilaboðum áfram eða
hafa skUning á þessu grundvaUarat-
riði. Þeir, og af báðum kynjum, eru
hins vegar tU i skákhreyfingunni.
Hins vegar er sjálfsagt að styðja við
bakið á ungu mönnunum, með fjár-
styrkjum á mót erlendis og góðum
undirbúningi, sem reyndar er og hef-
ur verið gert um þó nokkurn tíma hjá
Skákskóla íslands, held ég og vona.
íslandsmót í atskák
Jóhann Hjartarson varð íslands-
meistari í atskák eftir sigur á Helga
Ólafssyni í úrslitaeinvígi, 1,5-0,5 v.
Jóhann vann fyrri skákina með
svörtu. Seinni skákinni lyktaði með
jafnteUi. Þetta er í fyrsta sinn sem Jó-
hann Hjartarson verður íslandsmeist-
ari í atskák en þetta var í 5. sinn sem
hann teUdi tU úrslita. Helgi Ólafsson
hefur hins vegar borið sigur úr být-
um þrisvar, síðast i fyrra eftir að hafa
þá lagt Jóhann Hjartarson í úrslita-
einvíginu.
Úrslitaeinvigið fór fram í Ríkis-
sjónvarpinu en að öðru leyti fór
keppnin fram í húsnæði TR, Faxafeni
12. AUs tóku 6 íslenskir stórmeistarar
þátt í mótinu, sá elsti Friðrik Ólafs-
son og sá yngsti Helgi Áss Grétars-
son.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Jóhann Hjartarson
Drottningarbragð,
íslandsmótið í atskák, 11.2. 01.
Fyrri skákin
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4.
Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3
b6 8. Bd3 Bb7 9. 0-0 Rbd7 10. De2
c5 11. Hfdl Re4.
Helgi teUir rólega og yfirvegað
eins og hann gerir oft, kannski of
oft!? Hér er besti leikurinn 12. Bg3
en þannig hefur m.a. Capablanca,
fyrrverandi heimsmeistari í skák,
teUt. 12. Bxe7 Dxe7 13. cxd5 exd5
14. Ba6 Rxc3 15. bxc3 Bxa6 16.
Dxa6 Rf6 17. Rd2 Hfc8 18. a4
Hab8 19. Habl cxd4 20. cxd4 Hc2
Svartur stendur aðeins betur. Hér
er 21 a5 besti kosturinn. 21. h3 Dd7
22. Db5 Df5 23. Hb2 Hbc8 24. Rf3
Re4 25. Hxc2 Hxc2 26. Hfl g5 27.
a5 Rc3 Hér er 28. Da8+ góður leik-
ur og staða svarts aðeins sjónarmun
betri. 28. De8+ Kg7 29. axb6 axb6
30. Re5 Re4 31. f3 Rg3 32. Hal h5
33. Kh2 h4 34. Rg4?
Staðan er næstum því í jafnvægi
en eftir þennan leik verður ekki við
neitt ráðið. Hins vegar getur svartur
ekki fórnað á g2 og mátað eins og
Þröstur Þórhallsson og Hermann
Gunnarsson töluðu um á RÚV, eftir
t.d. 34. Hxg2+ 35. Kxg2 Dc2+ 36.RÍ2 er
öU mátsókn rokinn út í veður og
vind. 34. - Hc8! 35. De7 b5 36. De5+
Dxe5 37. Rxe5 b4 38. Hbl b3 39. e4
dxe4 40. fxe4 Hc3 41. Rf3 Rxe4 42.
d5 Hd3 43. Rel Hc3 44. Rf3 Hd3 45.
Rel Hxd5 46. Ifxb3 Hdl 47. Rd3
Rg3 48. Rf2 Hfl Óþarfi að rekja þetta
lengra, tímahrak. 0-1.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Helgi Ólafsson
Mönnum varð tíðrætt um þessa
stöðu og mannsfórn Helga. Sumir
héldu að svartur stæði hér betur en
það er misskUningur. Eftir 42. - Bh5
43. Kg3! Hg8+ 44. Kf2 stendur hvítur
betur. Eða sá leikur sem er betri, 42.
Bf5 43. Hcf2 Be4 44. Bdl Rd7 45. Rb3
stendur hvítur betur að mínu mati og
það er rétt! Spyrjið bara Kasparov!!
42. - Bxh3 43. Kxh3 f2 44. Rd3
Hf3+ 45. Kg2 Hxe3 46. Rxf2 Hg8+ 47.
Kh2 Hg5 48. Hd2?! Þvingar Helga til
að þráskáka, smástríðni hjá Jóhanni.
Eftir 48. Hhl eða 48. Hfcl er staða
svarts gjörtöpuð. Helgi hefur eflaust
skUið þessa gamansemi?! 48. - Hh5+
49. Kg2 Hg5+ 50. Kh2 Jafntefli.
Norðurlandamótið í skólaskák
Norðurlandamótið i skólaskák fer
fram núna um helgina að Laugum í
Dalasýslu. AUs eiga tslendingar 13
fuUtrúa að þessu sinni og eru þeir
óvenju margir vegna þess að Færey-
ingar senda aðeins 1 fuUtrúa í 3
flokka og fá því íslendingar auka-
mann í þá flokka en hver þjóð á að
jafnaði tvo fuUtrúa í hvem flokk. AUs
er keppt í fimm flokkum.
Fulltrúar tslands:
A-flokkur (1981-1983):
Stefán Kristjánsson 2385, Bragi Þor-
finnsson 2350, Sigurður PáU Stein-
dórsson 2205.
B-flokkur (1984-1985):
Guðjón Heiðar Valgarðsson 1925,«--
HaUdór Brynjar HaUdórsson 1910.
C-flokkur (1986-1987):
Dagur Amgrímsson 1920, Elvar Þór
Hjörleifsson 1640, Hjörtur Ingvi Jó-
hannsson 1415.
D-flokkur (1988-1989):
Guðmundur Kjartansson 1860,
Ágúst Bragi Björnsson 1615, Víðir Pet-
ersen 1510.
E-flokkur (1990-):
Jón Heiðar Sigurðsson, Örn
Ágústsson.
Skákþing Akureyrar
Þór Valtýsson og Gylfi ÞórhaUsson
urðu efstir og jafnir á Skákþingi Akur-
eyrar sem lauk í gær. Báðir hlutu þeir
6,5 vinninga í 7 skákum, gerðu inn-
byrðis jafntefli í 1. umferð. Þeir þurfa
því að tefla fjögurra skáka einvígi um
titUinn skákmeistari Akureyrar 2001.
Jón Björgvinsson varð þriðji með 4,5
vinninga. A-riðiU: 1.-2. Þór Valtýsson
og Gylfl ÞórhaUsson 6,5 v. 3. Jón Björg-
vinsson 4,5 v. 4.-5. HaUdór Brynjar
Halldórsson og Stefán Bergsson 3,5 v.
6. Hreinn Hrafnsson 2 v. 7. Sigurður
Eiriksson 1,5 v. 8. Skúli Torfason 0 v.
B-riðiU: 1. Eymundur Eymundsson 6 v.
2. Ágúst Bragi Björnsson 5,5 v. 3.
Sveinbjörn Sigurðsson 5 v. 4. Haukur
Jónsson 4,5 v. 5. Tómas Sigurðsson 3 v.^ .
Players-skákmótið
Helgi Áss Grétarsson sigraði á
Players-mótinu sem fram fðr 8. feb. sl.
Helgi hlaut 8,5 vinninga af 11 möguleg-
um. Annar varð Björn Þorflnnsson með
8 vinninga. Jón Viktor Gunnarsson og
Stefán Kristjánsson urðu í 3.-4. sæti
með 7,5 vinninga hvor. Ingvar Þór Jó-
hannesson fékk verðlaun fyrir bestan
árangur skákmanns undir 2000 skák-
stigum, en hann fékk 6,5 vinninga.
Mótið var fullskipað og mættu flest-
ir af „virkustu sterku" skákmönnum
okkar á höfuðborgarskákmótinu til
leiks. Af 30 keppendum voru 16 með
yfir 2200 skákstig! Þrír stórmeistarar
voru á meðal keppenda og var veiðin
þeim sýnd en ekki gefln. Keppendur '
undir 2000 skákstigum töluðu um að
þegar og ef þeir ynnu skák væri þeim
strax refsað í næstu umferð af titilhafa.
Þeir Bragi og Björn Þorfinnssynir
vöktu hvað mesta athygli fyrir
frammistöðu sína. Bragi Þorfinnsson
gerði sér lítið fyrir og lagði alla stór-
meistarana þrjá að velli! Hann hefði
sennilega sigrað á mótinu hefðu fleiri
stórmeistarar verið meðal þátttakenda
- miðað við tölfræðina a.m.k. Eftir
þrjár fyrstu umferðirnar hafði Björn
aðeins fengið hálfan vinning, en þá
skipti hann um gír og afrekaði 7,5
vinninga úr síðustu 8 skákum sínum! ~
Þeir bræður unnu báðir skákir sínar
við sigurvegara mótsins, Helga Áss
Grétarsson stórmeistara, en það voru
einu tapskákir hans á mótinu. Helgi
Áss var vel að sigrinum kominn. Hann
var allan tímann á efstu borðum og
sýndi mikið öryggi í taflmennsku
sinni.