Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 50
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 58 "Tilvera DV ■ TONLEIKAR I SALNUM Finnur Bjarnason tenór, Sigurður Halldórs- son sellóleikari og Daníel Þorsteins- son píanóleikari ætla að flytja verk eftir Debussy, Duparc, Poulenc og Messiaen í Salnum í Kópavogi í dag klukkan 16. Leikhús M HAALÖFT Háaloft er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Þetta er svo sannarlega svört kómedía. Einleikurinn er sýnd- ur í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. ■ ANTÍGÓNA - AUKASÝNING Það veröur aukasýning á Antígónu eftir Sófókles í kvöld klukkan 20 á stóra sviði Þjóðleikhússins. Nokkur sæti laus. ■ ÖNDVEGISKONUR Leikritið Öndvegiskonur eftir Werner Schwab verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 19. ■ VITLEYSINGARNIR Hafnarfjarö- arleikhúsið sýnir í kvöld klukkan 20 leikritið Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson. Örfá sæti laus. Kabarett ■ DAGSKRA I GROFARHUSI I dag standa Borgarbókasafn og Iþrótta- og tómstundaráö Reykjavíkur fyrir dagskrá I Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 frá klukkan 10-13. Sænski rit- höfundurinn Cannie Möller kynnir aðferðir sem hún beitir í ritsmiöju- vinnu með ungu fólki í Svíþjóð. Hún hefur langa reynslu af því að leið- beina fólki í skapandi skrifum og eru aðferðir hennar í senn einfaldar og árangursrikar. Þá munu Hildigunnur Birgisdóttir og Guð- mundur Atii Pétursson, sem tóku þátt í rit- og listasmiðju í Svíþjóð, sumarið 1998 segja frá reynslu sinni og loks mun Hlín Agnarsdóttir lýsa höfunda- og ritsmiöjuvinnu hér á landi. Opnanir ■ GÁBRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR HJA SÆVARI KARLI Dýr inni dýr úti er heiti myndlistarsýningar Gabríelu Friðriksdóttur sem opnuð veröur í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag. Píanóverkiö „Dýrasónatan", sem Gabriela samdi að gefnu tilefni, mun óma á sýningunni. Fundir ■ FÖRNAR MENNTIR A FRÆÐA- SETRUM Grikklandsvinafélagið, Hellas og Oddafélagið halda sam- eiginlega málstefnu sem fram fer í fundarsal á 1. hæð Þjóðarbókhlööu *• og hefst kl. 14.00. Hún fjallar um áhrifgrískrar og latneskar menning- ar á Islandi að fornu. Framsögu- menn verða þau Guðrún Nordal og Gottskálk Þór Jensson. Að loknum framsöguerindum veröa umræður. Allir eru velkomnir. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Jóna Hrönn Bolladóttir er miðborgarprestur í Reykjavík: Vill færa kirkj- una nær fólkinu La Boheme í Óperunni íslenska Óperan verður með hátíðarsýningu í kvöld klukkan 19 á La Bohéme eftir Giacomo Puccini. Hljómsveitarstjóri er Tugan Sokhiev en leikstjórinn er Jamie Hayes. íslenskir söngvarar fara með helstu hlutverkin: Auð- ur Gunnarsdóttir, Sólrún Braga- dóttir, Kolbeinn Ketilsson, Hlín Pétursdóttir, Þóra Einarsdóttir, Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan -.•Sigurðarson, Viðar Gunnarsson, Guðjón Óskarsson og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson. Örfá sæti laus. Klassík Á efri hæð hússins sem áður hýsti Hressingarskálann og nú er hægt að kaupa fjölþjóðlega hamborgara hefur nýráðinn miðborgarprestur, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, vinnuaðstöðu sína. Þar er einnig skrifstofa fangelsisprests og framkvæmdastjóra ÆSKR eða Æskulýðssambands Reykjavíkurpró- fastsdæma. Sett í embætti í Kolaportinu Jóna Hrönn hefúr verið miðsborgar- prestur í tvö og hálft ár, fyrst í hálfu starfi og í fullu starfi síðan í haust. KFUM og K sá um rekstur embættis- ins þar til nú um áramótin að þjóð- kirkjan tók við því embætti og er því formlegur samstarfsaðili að miðborg- arstarfi KFUM og K. Jóna Hrönn var sett inn í embætti um síðustu helgi. Hún segir það hrein- lega ekki hafa komist i verk fyrr en innsetningin hafi tengst málþinginu, Kirkjan og miðborgin, sem haldið var um helgina í Dómkirkjunni. Ákveðið var að hafa Kolaportsmessu inni í mál- þinginu og setja miðborgarprestinn í embætti við messuna. Hlutverk miðborgarprests Hlutverk miðborgarprests er í raun hið sama og hlutverk annarra presta. Hann á að sinna fræðslu, helgihaldi og sálgæslu. „Fólk getur pantað viðtöl hjá mér en ég hef oft frumkvæði að því að hafa samband við unglmgana. Þeir koma kannski til mín á fóstudags- kvöldi og þá kemur kannski upp að þeir eigi í einhverjum erfiðleikum. Það getur þá verið auðveldara að prestur- inn hafi aftur samband við þá.“ Áhugi á breyttu helgihaldi Jóna Hrönn segist hafa alveg sér- stakan áhuga á helgihaldi. „Mér finnst spennandi að kirkjan þori að fara nýj- ar leiðir í helgihaldi og sé ekki of bundin hefðum og siðum. Við eigum að nota okkar gamla og góða messu- form sem grunn að því sem við gerum en svo eigum við að hafa frelsi og þor til að fara út fyrir það.“ Þetta hefúr Jóna Hrönn verið að þróa í starfi sínu sem miðborgarprestur. Hún hefur ver- ið þátttakandi í æðruleysismessum sem Dómkirkjan hefur staðið fyrir en þetta eru messur ætlaðar fólki sem hef- ur leitað bata eftir 12 spora- eða AA- leiðinni. „Þetta eru einhverjar yndis- legustu messur sem ég hef tekið þátt í. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson er upp- hafsmaður þeirra en ég hef séð um skipulagninguna og svo koma fleiri prestar að þessu. Þessar messur eru skemmtilegar og í þeim talar alltaf leikmaður, t.d. AA- eða A1 Anon-maður eða einhver sem á reynslu að miðla. Við höfum svo verið með óhefðbundinn endi á messunni, annaðhvort smurningu og fyrirbæn. Þetta hafa verið mjög einlæg- ar og sterkar stundir." Smuming í fyrirbæn Smumingin er gerð míeð svokallaðri blessunarolíu sem búin er til úr is- lenskum jurtum. Olían er helguð við upphaf fyrirbænarinnar. Við lok fyrir- bænarinnar eru smurðir krossar í lófa þátttakendanna og farið með blessun- arorð. Smumingin á að sögn Jónu Hrannar rætur að rekja allt til Gamla testamentisins en olían er tákn heilags anda í kirkjunni. Þar voru menn smurðir til hlutverka og erfiðra verk- efiia. Samúel hellti til dæmis olíu yfir Davíð til að smyrja hann til hlutverks- ins að vera konungur. „Með smuming- unni snertir maður fólk, það er ilmur af olíunni þannig að þetta er falleg nálgun,“ segir Jóna Hrönn. „Við höfum í kirkjunni verið með of mikið hnakkasamfélag. Við sitjum í röðum og horfúm í hnakkann hvert á öðm og svo stöndum við upp og setj- umst aftur eftir ákveðinni forskrift. Vill brjóta upp hnakkasamfélagið Séra Jóna Hrönn er miðborgarprestur í Reykjavík og áhugamanneskja um breytingar á helgihaldi kirkjunnar. Hér er Loftstofan / húsi gamla Hressingarskálans hef- ur miðborgarpresturinn búið um sig. Einn einstakfingur er á hreyfingu fyr- ir framan altarið og kannski fer hann út á undan söfnuðinum og tekur í höndina á kirkjugestum á leiðinni út úr kirkjunni og kannski ekki. Það em því allt of lítil tengsl milli þeirra sem em í kirkjunni viö þá sem þjóna. f æðruleysismessunum er þetta hnakka- samfélag brotið upp. Tónlistin er fika öðmvísi. Við notum sálma kirkjunnar en við djössum þá upp, notum píanó og bassa, höfum söngkonu og leyfúm okkur að syngja þá heldur hraðar en vant er.“ Byltingarmessur Jóna Hrönn telur að kirkjan verði að vera nær fólkinu en tíðkast hefur hingað til. „Það kemur kynslóð sem ekki hefur forsendur til að koma í kirkjuna og ganga inn í hefðbundið og aldafomt messuform, þess vegna tel ég að við þurfúm að þróa svolítið opnara og hlýrra messusamfélag." Kolaportsmessumar em haldnar fjórða hvem sunnudag og af sjálfu leið- ir að messuformið verður frjálslegra þar en inni í kirkju. Þar er einnig alt- arisganga eða fyrirbæn með smum- ingu og Jóna Hrönn leggur áherslu á að mynda samband við þá sem taka þátt í messunni. „Sakramentið verður ekki síðra þótt við eigum örlítið spjail við þiggjendur í leiðinni." Jóna Hrönn hefur undanfarið verið að gera tilraunir með messur fyrir ungt fólk sem hún kallaði miðborgar- messur í upphafi. „Krakkamir völdu svo sjálfir að kalla þetta byltingar- messu til að undirstrika að þær em öðravísi, við værum að umbylta og breyta. Þessar messur em á föstudags- kvöldum kl. 8 einu sinni í mánuði. Við erum með hljómsveit núna sem spilar rokk og kallar sig Godspeed og oft fáum við þekkta tónlistarmenn með. Unga fólkið mótar alveg þessar messur og við prestamir hjálpum því að halda utan um þetta.“ Loks hefúr Jóna Hrönn staðið fyrir götumessum í samvinnu við Kvenna- kirkjuna. Slíkar messur vora haldnar í haust á löngum laugardögum. Þá er gengið syngjandi niður Laugaveginn og haldin helgistund á götuhomi í mið- borginni. Unglingum hefur stóriega fækkað í miðbænum Miðborgarprestur hefur líka staðið fyrir fræðslu bæði fyrir unglinga og foreldra og hefur sú fræðsla farið fram í húsnæði KFUM og K við Holtaveg. Ýmis málefni hafa verið tekin fyrir og með vorinu verður fræðsla um sorg og sorgarviðbrögð. Starf miðborgarprests kom upphaf- lega tfi af því að fyrir nokkrum árum var svo mikiil vandi í miðborginni og bærinn var fullur af unglingum ailar helgar. „Húsnæðið hér var þá tekið í notkun sem athvarf fyrir unglinga. Við erum enn með opið á fóstudagskvöld- um þótt unglingum í miðborginni hafi fækkað. Það er í raun mikUl sigur. Þetta er árangur margra aðila og við erum stolt af að vera þátttakendur í þeirri baráttu." Þurfum að loka klámbúllunum Starfið um helgar felst i því að opið er í athvarfinu á Loftstofunni en starfs- menn hennar fara einnig út meðal unglinganna og tU að vera þar sýnUeg og kynna þeim staðinn. „Það er kristniboð að láta sig varða líðan ann- arra. Þeir krakkar sem leita tU okkar þurfa mjög mikið á okkur að halda og við erum með hugmyndir um að hafa hér opið á líka á laugardagskvöldum." Starfsemi kirkjunnar hefur þróast mikið á undanfomum árum að mati Jónu Hrannar. „Sérþjónustan hefúr verið mjög öflug og í dag eigum við tU dæmis fangelsisprest, prest fatlaðra, sjúkrahúspresta og prest heymar- lausra. Kirkjan er vaxandi." Jóna Hrönn hefur skoðanir á mörgu og var að lokum boðið að hafa lokaorð. Hún hugsaði sig um örstutta stund og sagði svo: „Við þurfúm náttúrlega að loka þessum klámbúUum í miðborg- inni.“ -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.