Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Helgarblað
I>V
íslandssagan er eins og
rómantísk skáldsaga
- Gunnar Karlsson prófessor skrifar um ísland í 1100 ár
„Sú hugmynd var rædd í álvöru í kjölfar móðuharð-
inda að flytja íslendinga á Jótlandsheiðar og þegar
við sóttumst eftir sjálfstæði fannst mörgum að þjóðin
vœri offámenn til þess að geta talist sjálfstæð. Þessi
umrœða heyrist enn í dag, t.d. í tengslum við hugsan-
lega inngöngu okkar í ESB. Við erum talin of lítil til
þess að geta verið með en einnig of lítil til þess að
standa fyrir utan samtökin.“
Drew Barrymore
S/app út úr brennandi húsi.
Heitasta
parið
- sluppu út úr
brennandi húsi
Vikan hefur verið dálítið erflð
fyrir Drew Barrymore og kærasta
hennar, Tom Green. Lengi hefur
staðið til að þau giftu sig og var
búið aö ákveða að það yrði síðar á
þessu ári. Samkvæmt nýjustu frétt-
um voru þau búin að ákveða aö
flýta brúðkaupinu og ganga í það
heilaga í næstu viku.
Þessar fyrirætlanir fuku fyrir lít-
ið. í síöustu viku kviknaði nefnilega
í húsi Drew og Toms og voru þau
heppin að sleppa lifandi. Lífgjöfina
þakka þau hundinum sínum en
hann heitir Flossie. Hundurinn
rauk inn til þeirra og vakti þau rétt
áður en eldurinn náði fullri út-
breiðslu.
Tjónið var heilmikið óg húsið
talið nánast ónýtt. Talsmaður
þeirra segir að það hafl verið mikið
áfaU fyrir þau að horfa upp á húsið
sitt eyðileggjast.
„Þessi bók er skrifuð fyrir aUa
áhugasama lesendur sem þó hafa
enga fyrirfram þekkingu á íslandi
eða sögu þess. Samt er þetta nokk-
uð lærð bók í þeim skilningi að
það er gengið út frá því að lesend-
ur séu vanir að lesa fræðilega
texta og hafi áhuga á fróðleik.
Upphaflega hafði ég hugsað mér
að skrifa bók fyrir ferðamenn,
sem hefði kallað á öllu einfaldari
nálgun, en útgefandinn vildi það
ekki.
Það var í sjálfu sér mikiU léttir
fyrir mig, sem er vanur að skrifa
kennslubækur, að fá að skrifa fyr-
ir lesendur sem óhætt er að bjóða
upp á knappari texta en maður
gerir í kennslubókum. Með því
móti er hægt að koma meiri fróð-
leik á framfæri."
Þannig lýsir Gunnar Karlsson,
sagnfræðiprófessor viö Háskóla
íslands, bók sem nýlega kom út
eftir hann og heitir Iceland’s 1100
years. History of a Marginal Soci-
ety. Bókin er gefin út af
Hurst&Company í London en Mál
og menning er meðútgefandi á ís-
landi. Eins og nafnið bendir til er
þetta samfelld íslandssaga frá
landnámi tU vorra daga.
Gamall draumur rætist
„Það má segja að þetta sé gam-
all draumur sem rætist. Ég
kenndi stúdentum í Norðurlanda-
málum sögu í London fyrir 25
árum. Þá voru tU nýjar bækur á
ensku um sögu hinna Norðurland-
anna en aðeins mjög gamlar bæk-
ur um ísland. Þá byrjaði ég svolít-
ið að fást við skriftir sem ég lagði
svo á hiUuna þegar ég kom heim,“
segir Gunnar.
Útgefandinn, Hurst&Company,
hafði gefið út bók um sögu íslands
fyrir um 20 árum eftir Sigurð A.
Magnússon. Útgefandinn vildi
gefa hana út að nýju, með endur-
bótum og viðauka, en Sigurður
gaf verkið frá sér og Gunnar tók
það aö sér.
Segja má að hliöstæðan viö bók
Gunnars sé þó miklu eldri bók
sem er History of Iceland, eftir
amerískan höfund, sem kom út
1924.
„Ég tel augljóst að bók þessi geti
nýst mjög mörgum, bæði útlend-
ingum og íslendingum sem vUja
setja viðfangsefni sín í sögiUegt
samhengi."
Engar byltingar
Söguskoðun manna er stöðug-
um breytingum háð og flestar
þjóðir líta tU sögu sinnar í leit að
sjálfsmynd og viðmiðunum. Er
einhverjum viðteknum viðhorfum
koUvarpað í þessari bók?
Nei, líklega ekki. en það er tek-
ið öðruvísi á mörgu en hefur ver-
ið gert áður. Svo að ég taki eitt
dæmi er saga íslendinga oft sett
fram í stU sagna sem fjalla um
guUöld, hnignun og síðan endur-
reisn eða góðan endi. Þannig er
hefðbundin mannkynssaga skrif-
uð og þannig eru aUar rómantísk-
ar skáldsögur.
Ég hafna ekki kenningunni um
hnignun mcuinlífs á íslandi en ég
geng ekki heldur út frá henni sem
sjálfsagðri. Ég bendi þannig á
staðreyndir sem mæla bæði með
henni og á móti.
íslandssagan hefur raunar lengi
verið skrifuð sem saga af gullöld,
hnignun og endurreisn. Við ís-
lendingar vorum meira að segja
byrjaðir fyrir endurreisnartím-
ann að lýsa eigin sögu sem hnign-
unarsögu áður en endurreisnin
hófst á íslandi því Arngrímur
lærði skrifaði svona íslandssögu
Hallgrímur Helgason
Flokkshundar, hvolpar og tíkur
Það er gaman að horfa á Silfur
Egils. Svona yfirleitt. Samt eru þar
vissir fastagestir sem eru orðnir dá-
lítið þreytandi. Það eru litlu flokks-
hundamir.
Litlu hvolpamir sem gelta um
hverja helgi hver að öörum og verja
flokkseigenduma sína með litla ný-
tennta kjaftinum.
„Formaðurinn minn er miklu
flottari en þinn!“
„Jæja já?! Hann er ömurlegur.
Össur er ömurlegur!"
Það er þetta vikulega hanaat.
Litlu unghanamir ibba sinn rauða
gogg og bláa gogg og maöur veit
alltaf nákvæmlega hvað þeir ætla að
segja næst. Vegna þess að maður
veit að það er sama hvað flokkurinn
þeirra gerir, þeir munu verja hann
með öllum tiltækum ráðum. Því
annars fá þeir ekki sykurmolann
sinn eftir þáttinn. Þetta er eins og
að horfa á Manchester United á
móti einhverju öðru ensku liði.
Maður veit alltaf að Beckham kem-
ur upp kantinn á 23. mínútu og gef-
ur á Cole sem skorar af stuttu færi.
Svo kemur Solskjær inná í seinni
hálfleik og bætir öðru við. Þetta er
allt svo fyrirsjáanlegt.
Egill minn. Má ekki gefa hvolp-
unum frí?
Og við ykkur hin segi ég: Má
ekki gefa flokkunum frí?
Til hvers erum við með þessa
flokka? Á undanfómum mánuðum
hefur það sýnt sig að gömlu góðu...
nei, fyrirgefiði, ömurlegu stjóm-
málaflokkarnir hafa enga sérstaka
skoðun á þeim málum sem brenna á
þjóðinni. Hvert málið á fætur öðru
liggur utan hins hefðbundna meng-
is stjórnmálaflokkanna.
Flokkamir hafa enga skoðun á
gagnagrunni, Eyjabökkum, kvóta-
kerfi, kúariðu. eða flugvallarmáli.
Þjóðfélag okkar hefur nú náð því þró-
unarstigi að stéttaátök era fyrir bí,
verkalýðshreyfmgin er komin í hjóla-
stólinn í öllum merkingum þeirra
orða, og hver semur nú fyrir sig á
grundvelli háralits og líkamshæðar.
Það brennur ekkert á okkur lengur,
ekkert sem heitið getur, ekkert annað
en það sem verður í okkur kjaftask-
ana látið: Dægurmál eru deilumálin.
Júróvisjónmálið mikla kveikti á
einni viku fleiri blaðagreinar en vetr-
arlöng umræða um byggðamál. Sem
segir okkur það. Það er ekkert að í
þessu landi á meðan Birta fær Baby
að heita.
Niðrá þingi þræta flokksgæðingar
um útigöngu mera. Og inná kaffistofu
etur Davíð forrétt, aðalrétt og hæsta-
rétt á meðan Gunna Ögmunds sendir
Winston-reykjarmerki útum glugg-
ann til kjósenda sinna um að vera nú
næs við nýbúana.
Hvar í flokki sem þeir standa, þá
vita allir hvar í flokknum þeir eiga að
standa. Og svo er þingveislan um
helgina og þá fá stærstu flokkshund-
arnir að kveðast á og geltast á langt
fram á nótt og geta svo rólegir sofið
út daginn eftir því hvolpamir voru
settir í helgarpössun uppí hundaat-
hvarf hjá Agli Helga. Það er nú ósköp
notalegt að vakna upp við geltið í
þeim. Svo hringir Davíð í Sigga Kára
eftir þáttinn og Össur í Björgvin og
þeir japla á þeim sykurmola fram að
næstu helgi. Mér fmnst að Egill ætti
að láta þá mæta í búningum í þáttinn
hjá sér. Siggi Kári í bláum búning
með auglýsingum frá „Maður er
nefndur“og „bjöm.is" en Björgvin G.
Sigurðsson á hollensku landsliðs-
treyjunni með auglýsingum frá
„Mekkano“og „Hálendi íslands".
En einhvern veginn hefur okkar
allra besta Agli ekki tekist að draga
fram neinn framsóknarhvolp til að
hafa með í helgargeltinu. Kannski
vora Frammarar að grufla norskum
fósturvísum í sinar tíkur, kynblönd-
un sem mistókst. Þeir fengu allir
hvolpariðu og riðu í aðra flokka. En
við fáum þó að fylgjast með veðhlaup-
inu í lausu stólana: íslenski fjárhund-
urinn austan úr Flóa etur kappi við
grænlenska sleðahundinn um emb-
ætti varaformanns. Og hin norskætt-
aða lady terrier etur kappi við stór-
eygða skoska atkvæðasmalahundinn
um embætti ritara. Bolabíturinn með
kvótabeinið í kjaftinum fylgist hálf-
sofandi með.
Og hverjum er svo sem ekki sama?
Hverjum er ekki sama um Framsókn-
arflokk sem er á móti framsókn.
Landsbyggöaflokk sem er að leggja
landsbyggðina í eyði. Kvótakerfis-
flokk sem stýrt er af kvótaeiganda.
Umhverfsvænan flokk sem vænir um-
hverfissinna um öfgar. Landbúnaðar-
flokk sem flytur inn nautakjöt frá
kúariðulöndum. Bændaflokk sem
heldur bændum í ánauð.
Ég held að Guðni Ágústsson ætti
fremur að leggja til að rjúpan verði
Hallgrimur
Helgason
skrifar
gerð að merki flokksins heldur en
hvítur hestur. Þá mun þeim farast
betur að skipta litum í öllum sínum
málum.
Til hvers era flokkamir? Til þess
að koma sínu fólki að. Jafnvel ég
væri betri dóms- og kirkjumálaráð-
herra en Sólveig Pétursdóttir sem sit-
ur á sínu gullklósetti eingöngu vegna
þess að hún er Sjálfstæðiskona
(flokkstík) og gerir þeim konum illt
til sem heimta fleiri konur í embætti
á forsendum kyns frekar en hæfni.
Hvernig getur sá ráðherra setið
áfram sem hefur fengið alla lögreglu-
menn landsins til að kalla sig lygara?
Ég veit það bara að ef ég fengi alla
lögreglumenn landsins á móti mér
ætti ég aðeins tvo kosti: Að flýja land
eða fara inn. En Sólveig ætlar að sitja
áfram yfir þeim og banna þeim yfir-
vinnu nema hún sé pappírsvinna sem
pappalöggurnar sjá auðvitað um. Ráð-
herra sem býr til undirmenn úr
pappa en gerir klósett úr gulli kann
sannarlega að forgangsraða hlutun-
um, já og niðurgangsraða líka. Því þó
hún geri í brækumar þá skeinir hún
sér bara á undirmönnunum.