Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 19
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 19 DV Helgarblað um 1600.“ Kúgadir eöa kúgarar „Yflrlitssaga af þessu tagi er annars ekki rétti vettvangurinn til að setja fram byltingarkenndar skoðanir heldur miklu frekar að draga upp heildstæða mynd af ólíkum skoðunum. Það hafa lengi verið í gangi tvær skoðanir á sögu íslendinga sem hafa tekist varlega á. Það má segja að önnur þeirra gangi út frá því að íslendingar séu samstæð þjóð, ein heild, arörænd og kúguð af útlendingum um ald- ir. Hin telur að íslendingar hafi alltaf verið sjálfum sér verstir. í spennunni milli þessara skoðana vil ég vinna. Mitt hlutverk sem höfundar er miklu frekar að hafa báðar þessar skoðanir inni í myndinni og miðla málum á milli þeirra en að taka afstöðu til þess að önnur sé réttari en hin. Þess vegna fer ég þá leið að reyna að segja frá helstu sigrum þjóðarinnar og þeim skrefum sem við höfum gengið til góðs á sama tíma og ég skirrist ekki við að draga fram i dagsljósið það sem aflaga hefur farið í okkar samfé- lagi og lýsa því hvað íslendingar voru lengi frumstætt þjóðfélag og íslendingar kúguðu samlanda sina.“ Á jaöri heims Undirtitill bókarinnar er ísland sem jaðarsamfélag. Hvað er átt við með því? „Ég reyni að hafa það eins og samfelldan þráð í sögunni að ís- land hefur alltaf verið jaðarsamfé- lag í margvíslegum skilningi. Við vorum lengi á jaðri Evrópu sem búsvæðis hvíta mannsins, við vor- um og erum sennilega enn á jaðri þess að vera nógu fjölmenn til þess að geta talist til þjóða og við búum á jaðri hins byggilega heims. Sú hugmynd var rædd í alvöru i kjölfar móðuharðinda að flytja íslendinga á Jótlandsheiðar og þegar við sóttumst eftir sjálfstæði fannst mörgum að þjóðin væri of fámenn til þess að geta talist sjálf- stæð. Þessi umræða heyrist enn i dag, t.d. í tengslum við hugsanlega inn- göngu okkar í ESB. Við erum tal- in of lítil til þess að geta verið með en einnig of lítil til þess að standa fyrir utan samtökin." Eigum engin heimsmet íslendingar stæra sig löngum af ýmsu merkum áföngum sem þeir hafa náð á undan öðrum þjóðum. Erum við minnstir og bestir? „Líklega eru allra þjóða sögur uppfullar af margvíslegum heims- metum. Ég skýri feimnislaust frá öllum þeim atriðum þar sem við teljum að við höfum skarað fram úr og náð einhverjum áföngum á undan öðrum en það er meira til gamans gert og til þess að segja fólki af öðrum þjóðum að líka við þykjumst hafa skarað fram úr öðr- um. Ég er ansi hræddur um að við íslendingar getum ekki gert raun- verulegt tilkalls til neins heims- mets og held því varla nokkurs staðar fram í bókinni. Jú, kannski þar sem ég fjalla um íslendinga- sögurnar." -PÁÁ Gunnar Karlsson prófessor hefur skrifaó um sögu Islands í 1100 ár. „Saga íslendinga er oft sett fram í stíl sagna sem fjalla um gullöld, hnignun og síðan endurreisn eða góðan endi. Þannig er hefðbundin mannkynssaga skrifuð og þannig eru allar rómantískar skáldsögur." Lada 111 Grand Tour 090:000’ (m/skráningu og ryðvorn) Sýning um helgina Opið laugard. og sunnudag, ki. 13-17 Búnaöur: ■ Rafdr. rúður f/a ■ Samlæsingar ■ Veltistýri ■ Miðstöð m/sjálfvirkum hitastilli ■ Hæðarstillanleg aðalljós ■ Rafdr. opnun á afturhlera ■ Farangurshiíf ■ Skipt. fellanleg aftursæti (60/40) ■ Hæðarstillanlegir höfuðpúðar á aftursætum ■ 1,5 18 ventla fjöl-innsprautun, „Bosch“ ■ Rafkerfi „Bosch“ ■ Ljós „Bosch" ■ Mælaborð VDO Útlit: ■ Samlitir stuðarar ■ Vmdskeið með bremsuljósi ■ Toppbogar framleiddur í Evrópu fyrir Evrópu Bfílinn sem er að slá í gegn í Þýskalandi Hún er eins, leiðin að heiman og heim. „Kostar bara minna“ Lada Lada-umboðið ehf., Fosshálsi 1, sími 577 5111, fax 577 5110, heimasíða www.lada.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.