Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Helgarblað
DV
Að baki Winsons var
röddin i firðtjaldinu enn
að rausa um stangajárn
og að farið hefði verið
fram úr níundu þriggja-
ára-áœtluninni. Firð-
tjaldið var í senn við- og
senditœki. Það nam
hvert hljóð frá Winston,
ef hann hafði hœrra en
sem svaraði lágum hvísl-
ingum. Auk þess var líka
hœgt að sjá hann meðan
hann var innan sviðs
málmþynnunnar. Að
sjálfsögðu var ekki hœgt
að vita hvort hafðar
vœru gœtur á mönnum á
einhverju vissu augna-
bliki. Enginn vissi hversu
oft eða hvenœr Hugsana-
lögreglan tók sambandið
við hvert einstakt firð-
tjald. Það var einnig
hugsanlegur möguleiki
að hafðar vœru gœtur á
öllum mönnum samtím-
is. Víst var að minnsta
kosti að hún gat sett sig í
samband við hvaða firð-
tjald sem var, hvenœr
sem henni bauð svo við
að horfa. Menn urðu að
lifa - lifðu raunar, af
vana, sem var orðinn að
eðlisávísun - í þeirri
sannfœringu að lögreglan
heyrði hvert hljóð og
fylgdist með öllum hreyf-
ingum nema þegar
myrkt var.
... GEORGE ORWELL - 1984
Dagur í lífi „litla bróður“:
Einhver fylgist
með mér
Ingólfur Margeirsson vekur
mig flissandi á hverjum
morgni klukkan 6.44. Hann á
heima í útvarpsklukkunni minni
sem ég er skráður fyrir hjá Ríkisút-
varpinu í heljarstórum gagna-
grunni. Þeir hafa nafnið mitt,
kennitöluna og heimilisfangiö. Þeir
vita hvemig ég stend í skilum við
stofnunina. Eflaust hafa þeir einnig
yfirlit yfir það hvernig þeir börðust
hetjulega fyrir því að komast inn á
heimili mitt þann 12. maí 1998 til að
komast að raun um að ég ætti Ignis-
sjónvarpstæki sem var framleitt í
Hollandi árið 1977.
Ég kveiki á lampanum og gef þannig
rafmagnsmælinum í geymslunni inn.
Mælirinn bíður heimsóknar frá starfs-
manni Orkuveitunnar, hann mun
banka upp á einhvern tímann í næstu
viku og skrá rafmagnsnotkun mina. í
gagnagrunni Orkuveitunnar er líka
safnað upplýsingum um vatnsnotkun
mína. Ég verð að hætta þessum sí-
felldu baðferðum og nota sturtuna
meira.
Morgunblaðið er komið inn um lúg-
una. Blaðburöarstelpan kemur til mín
hvemig sem viðrar. Hún veit sem er
að ef hún kemur ekki er ég fljótur að
taka upp tólið og kvarta. Kvartanimar
rata í gagnagrunn um mig og blessað-
an blaðakrakkann. Ég ber blaðið með
mér að eldhúsborðinu og kveiki á sjón-
varpstækinu. Ég er í M-12 klúbbnum
og með sérstakt kreditkort frá þeim
sem veitir þeim upplýsingar um mig
og það sem ég kaupi - allt til að mér
verði betur þjónað.
Ég skelli á eftir mér dyrunum að
ibúðinni sem er 30,7% af allri eigninni.
íbúar hússins, fermetratala og þau lán
sem hvíla á eigninni, allt er þetta vand-
lega skráð hjá Fasteignamati ríkisins.
Um daginn kom vinur minn mér á
óvart með því að hringja í mig og segja
mér allt um húsið. Og upplýsingamar
kostuðu skít og ingenting, sagði hann
hlæjandi.
Þótt égfari
Ég verð að drífa mig með bílinn í
skoðun, hugsa ég þegar ég kem niður
stigann og að bílhræinu. Ef ég fer
ekki bráðum í skoðun með það þá
verða númerin klippt af. Ég er sjálf-
ur skráður fyrir bílnum frá því í nóv-
ember þegar mamma lét hann af
hendi, góðfúslega. Öll tjónin sem hún
hafði lent í eru vandlega skráð í
gagnagnmninn hjá Bifreiðaskrá.
Það er nokkur spölur i vinnuna úr
Breiðholtinu en ég vinn niðri í bæ.
Malbikið er sums staðar að syngja
sitt síðasta auk þess sem teljaramir
sem lagðir eru yfir göturnar á
nokkram stöðum gefa mér smá stuð
í hryggsúluna. Lögreglan er á hverj-
um gatnamótum þennan morguninn.
Yfirleitt sér maöur ekki nema einn
lögreglubíl á morgni en nú eru þeir
mun fleiri - sérstakt átak segja þeir
glaðir.
Skyldu þessar umferðarmyndavél-
ar vera stöðugt í gangi, hugsa ég þeg-
ar ég ek yfir gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Ég sé að
bíllinn á eftir mér lýsist upp þegar
rauða ljósið verður of rautt. Líklega
hef ég sloppið við að lenda inn í þess-
ari spjaldskrá.
Ég reyni að vera kurteis á morgn-
ana líka þótt mér gangi það oft illa.
Eftir að hafa heilsað konunum í af-
greiðslunni stimpla ég mig sam-
viskusamlega inn í klukku fyrirtæk-
isins. Númerið mitt er óþarflega hall-
ærislegt - of hailærislegt til að ég geti
beðið aðra um að stimpla mig inn og
út.
Tölvupóstur bíður mín í hrönnum.
Ég opna, hendi og opna. Vinnuveit-
endumir mega skoða póstinn minn.
Ég veit ekki hvort þeir eru búnir að
skoða þessi bréf, eiga það eftir eða
skipta sér yfirhöfuð af mér. En tölv-
an mín er nettengd og því auðvelt að
athuga með mig og hversu heilbrigð
tölvupóstskrif mín era. Ég er reynd-
ar ekkert hræddur við tölvupóstinn.
Mér þykir óþægilegra að tölvumeist-
arinn geti séð hvaða heimasíður ég
heimsæki. Ég reyni að stilla afbrigði-
leik mínum í hóf. Ég nota mest
amazon.com en er alltaf skíthræddur
um að kreditkortanúmerið mitt
dreifist um allan heim.
Um dimman dal
Ég hringi í hárgreiðslustofuna til
að bóka hárskurð. Stuttu eftir að ég
nefni nafnið mitt stynur stúlkan í
símanum og fer í annan og einlægari
gír. Tölvukerfið kannast við mig. Ég
legg tólið á símtækið, reyni að tala
stutt þessi óþarfasímtöl sem ég
hringi. Annars gæti ég fengið sund-
urliðaðan símareikning í hausinn.
Klukkan 11.11 skrái ég í tölvuna að
ég sé út úr húsi og komi kl. 12.30. Ég
rölti niður í verslun. Búðin tekur
mér opnum örmum með eftirlits-
myndavélar í hverju horni. Ætli
þessi aðgerð verslananna vegi með
hagnaði upp þá ónotatilfinningu sem
ég fæ í hvert sinn sem ég lít í auga
vélarinnar? í hvert skipti sem ég ht
upp og sé þær þá verð ég vandræða-
legur, finnst ég hafa hagað mér gran-
samlega og hugsa: vonandi verður
ekki brotist inn í nótt.
Þegar ég kem að kassanum þá rétti
ég fram kreditkortið mitt með ágætri
mynd af mér sem er geymd í stórum
gagnagrunni Reiknistofu bankanna
með kennitölu minni og bankareikn-
ingum. Kortinu er rennt í gegnum
lesarann og að því loknu er Fríkortið
meðhöndlað á sama hátt. Með
Fríkortinu safna ég saman punktum
og upplýsingar um verslunarhætti
mina fara í sérstakan gagnagrunn
sem eiga að auðvelda aðstandendun-
um að þjóna mér betur.
I dag er ég dálítið stoltur af sjálfum
mér: ég er búinn að fylla út helvítis
skattaframtalið. Ég skila því ixm til
skattstjórans með brosi á vör. Ég er
búinn að reikna mig til botns og fjár-
málalegt líf mitt síöasta árið liggur
allt á nokkrum blöðum. Eftir nokkra
mánuði geta allir sem hafa vilja og
geta valdið vettlingi skoðað tekjur
minar; rennt forvitnum fmgrum yfir
nafnið mitt og ýmist hlegið eða grát-
ið.
Óttast ég ekkert
Heimilislæknirinn minn er aldrei
þessu vant ekki nema einum sjúk-
lingi á eftir áætlun en samt er dagur-
inn hálfnaður. Við skeggræðum um
veðrið og þerrnan kvilla sem hrjáir
mig. Hann hefur haldið ítarlegt bók-
hald um mig frá því ég var sex ára.
Ég treysti honum fullkomlega en
þykir alltaf verra að í nær hvert
skipti sem ég kem þá hefur hann
skipt um starfsfólk. Mér finnst stund-
um að heilu fjölskyldurnar hafi lesið
sjúkraskýrsluna mína. Ég slepp frá
lækninum án teljandi vandræða.
Ég hata tryggingar. Það þarf alltaf
að segja tryggingafélögunum allt.
Þau þurfa að vita meira en læknir-
inn, liggur við. Ég fyllti út óendan-
lega nærgöngulan spumingalista i
gærkvöldi vegna líftryggingar sem ég
ætla að reyna að herja út úr kvikind-
unum. Kannski leyfa þeir mér að fá
tryggingu, kannski ekki. Ég þyldi
neitun frá þeim, ég þyldi há iðgjöld
en ég á erfitt með að þola allar upp-
lýsingamar um mig í skápum úti í
bæ. Samt skelli ég umslaginu í póst-
kassann og held til vinnu að nýju.
Ég hætti snemma þennan dag. Ég
á erindi við byggingarfulltrúa vegna
þess aö ég ætla að breyta gluggunum
í íbúðinni minni. Hann vill vita hvar
gluggapósturinn verður, liklega svo
hann fái ekki áfall næst þegar harrn
á leið um hverfið. í leiðinni dettur
mér í hug að fá teikningar af íbúð-
inni fyrir neðan mig. Ég hef aldrei
komið inn hjá þeim en langar dálítið
til aö sjá hvemig íbúðin er skipulögö.
Það kostar heldur ekki mikið að láta
ljósrita teikningamar. Ég verð bara
að muna að tala ekki af mér við ná-
búana næst þegar ég hitti þá.
Á leiðinni heim hlusta ég á útvarp-
ið þar sem fjallað er um gagnabanka
lögreglunnar og tollsins um fólk sem
hefur verið í eiturlyfjum eða í besta
falli verið statt í partíum þar sem eit-
urlyf fundust á fólki. Ég vona að ég
hafi ekki lent í neinni vitleysu ein-
hverja laugardagsnóttina. Það er nóg
samt.
Ég kem heim, borða og þríf mig
hátt og lágt. Miðbærinn bíður eftir
mér.
Á leiðinni niður eftir skila ég víd-
eóspólunni og tek aðra til að horfa á
þegar ég kem heim í nótt. Þegar
stúlkan á leigunni hefur slegið inn
kennitöluna mína litur hún á mig í
forundran. Þú hefur tekið þessa
spólu tvisvar áður, segir hún. Ég
kinka bara kolli, borga og fer.
Því þú ert hjá mér
i miðbænum þræði ég barina. Ég
borga með kortinu. Ég verð að fara að
hætta að nota þetta kort þegar ég
skemmti mér því þegar ég fæ kredit-
kortareikninginn sé ég hvemig ölvun-
in hefur færst yfir mig stig af stigi. Ég
stansa stutt á hverjum stað - finnst
það alla vega vera stutt. I hvert sinn
sem ég kem út og stika að næsta bar lít
ég upp í loftið og horfi í augu eftirlits-
myndavéla miðbæjarins. Þær eru
þama til að vemda mig, tauta ég með
sjálfum mér og held áfram skemmtun-
inni. Ef ég skyldi verða drepinn veit ég
þó að eftir nokkra daga myndi Mogg-
inn fyllast af greinum með viðkvæm-
um persónuupplýsingum um mig og
mína nánustu; nafn mitt kæmi á dán-
arvottorðið og þótt ég myndi þurrkast
úr hugum allra ættingja minna og
vina gæti ég þó verið viss um að nafn-
ið mitt væri skýrum stöfúm í legstaða-
skrá hins opinbera. Alltaf mun ein-
hver fylgjast með mér. -sm