Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 25
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
25
DV
Helgarblað
deildin fyrst og fremst geymslu-
staður.
„Það er staðreynd að það var
gengið um deildina klukkan sjö á
kvöldin og stungið svefntöflum
upp í gamla fólkið til að láta það
sofa til morguns. Það átti að stinga
svona upp í Laufeyju en hún neit-
aði því.
Það kom fyrir að konan mín fór
upp á Grund til þess að baða
gömlu konuna þegar hún hafði
ekki verið böðuð í hálfan mánuð.
Þá hringdi hún grátandi og fannst
hún vera svo óhrein. Það var alveg
sama þótt við kvörtuðum undan
þessu, svarið var alltaf það sama:
Við höfum engan mannskap. Dótt-
ir mín fór einnig oft og baðaði
ömmu sina.“
Óvinsælir aöstandendur
- Konstantín og fjölskylda Lauf-
eyjar öfluðu sér engra vinsælda á
Grund með sífelldum aðfinnslum
og kvörtunum um lélega aðhlynn-
ingu.
„Við fundum fyrir því hjá
ákveðnum yfirmönnum á deild-
inni að þeim fannst við fylgjast of
náið með því sem var að gerast.
Konan mín er þroskaþjálfi og dótt-
ir mín er sjúkraliði. Þær bera heil-
mikið skynbragð á það hvað er
boðleg umönnun og hvað ekki.“
- Heldur þú að Laufey hafi fund-
ið fyrir því í viðmóti starfsfólksins
að þið voruð ekki vinsæl?
„Já, ég held að hún hafi oft
skynjað það og stundum færði hún
það í tal við okkur þótt hún vildi
ekki gera neitt í því. Ég er viss um
að þetta kom niður á henni með
óbeinum hætti.“
Laufey veiktist seint í nóvember
2000 og var flutt á Vífilsstaði þar
sem hún dvaldi í rúmlega viku og
kunni afar vel við sig. Hún fór þó
aftur á Grund og fljótlega fór
henni að hraka á ný.
„Það var alltaf sama sagan. Hún
náði sér vel á strik þegar hún fékk
góða umönnun en á Grund datt
hún alltaf niður aftur. Hún var
komin með súrefni allan sólar-
hringinn undir það síðasta."
Heyröu hljóöin fram á
gang
Þegar Konstantín og fjölskylda
komu upp á Grund fyrsta desem-
ber sl. heyrðu þau sérstætt
hvæsandi soghljóð frammi við lyft-
una. Það barst innan af deild frá
Laufeyju.
„Ég hélt fyrst þegar ég heyrði
þetta að það væri biluð vél ein-
hvers staðar á hæðinni. Þetta var
hryllileg aðkoma. Gamla konan lá
á bakinu og fálmaði út í loftið og
frá henni bárust þessi hljóð. Þegar
konan mín reisti hana upp rann
vökvinn úr vitum hennar því hún
var við það að drukkna í eigin
vökva. Læknar hafa sagt mér að
hún hafi átt hálftíma eftir ólifaðan
ef við hefðum ekki komið.
Stúlkurnar voru í næsta her-
bergi að sinna öðrum sjúklingum.
Þetta voru þrjár ófaglærðar stúlk-
ur sem voru þarna á vakt og ég
held að þær hafi verið hálfhrædd-
ar. Þarna var líka læknanemi á
vakt sem var í símasambandi við
lækni á vakt.
Ég hef' ítrekað sagt að ég vil ekki
kenna starfsfólkinu á Grund um
eitt né neitt. Það ber ekki ábyrgð á
því hvernig farið er með fólk
þarna. Það gera yfirmenn stofnun-
arinnar. Þarna vinna óharðnaðir
unglingar og mállausir útlending-
ar sem ekkert geta talað við gamla
fólkið. Það er ekki forsvaranlegt
að hafa þetta svona.“ .
Ótímabær dauödagi
Læknanemi á vakt kom á vett-
vang og sprautaði Laufeyju með
þvagræsilyfi og við það létti á
vökasöfnun í lungum hennar sem
var orsökin fyrir því að henni lá
við köfnun. Hún var flutt á Land-
spítalann þar sem hún naut, að
sögn Konstantlns, mjög góðrar
umönnunar, en Laufey lést þar að
kvöldi 3. desember.
„Ég er ekki hræddur við að
gagnrýna það sem mér finnst mið-
Laufey Stefánsdóttir lést á Grund rúmlega níræó.
„Þetta varyndisleg kona og þaö var leiðinlegt aö þetta skyldi enda svona því
það þurfti ekki aö gera þaö. “
ur fara en ég vil líka þakka þeim
sem önnuðust Laufeyju síðasta
spölinn og hún fékk að deyja við
aðstæður þar sem henni leið vel.
Ég er ekki að segja að hún hefði
ekki dáið. Hún var rúmlega níræð
og orðin heilsutæp en ég tel samt
að þetta hafi verið ótímabær dauð-
dagi vegna lélegrar umönnunar.
Við hefðum kannski getað fengið
að hafa hana yfir jólin. Þetta var
yndisleg kona og það var leiðinlegt
að þetta skyldi enda svona því það
þurfti ekki að gera það.“
Ég lofaði að berjast
Konstantín segir að Laufey hafi
í raun haldið andlegri reisn og
kröftum til síðasta dags en hún
hafi verið orðin mjög leið og sár og
hafi verið tilbúin til þess að deyja.
Hann segist vera mjög sáttur við
að hafa farið með umkvartanir
fjölskyldunnar til ráðherra og yfir-
valda.
„Ég lofaði Laufeyju því eftir að
hún kom á Grund að berjast fyrir
hana og ég er að efna það loforð og
ljúka því verki. Ég þekki enga
aðra aðstandendur vistmanna á
Grund en eftir að fréttir birtust af
þessu þá hef ég heyrt frá öðrum
sem hafa svipaða sögu að segja um
umönnunina á Grund. Það virðist
sem margir aðrir standi í sömu
sporum og við og hafi áhyggjur af
aðstandendum sínum inni á stofn-
unum.
Mér finnst það alveg ófært að
engin reglugerð skuli vera til um
það hvernig manna skuli hjúkrun-
ardeildir elliheimila og finnst að
svona stofnun eigi ekki að vera
einkarekin. Þetta snýst um pen-
inga og gróða og það kallar á
sparnað sem þarna birtist í niður-
skurði starfsfólks og aðstöðu.
Ég er líka að hugsa um alla þá
sem ekki eru komnir inn á sjúkra-
deildir. Ef þetta er það sem bíður
okkar þegar þangað kemur þá
kvíði ég fyrir ellinni."
Níræö um borð í Orminum
Konstantín rifjar upp að lokum
síðasta ferðalagið sem hann og
Guðný Garðarsdóttir, kona hans,
fóru með Laufeyju í tilefni af ní-
ræðisafmæli hennar í júlí 2000.
„Hún átti sér þann draum að
komast til Eskifjarðar og þegar
hún heyrði um siglingarnar á Lag-
arfljóti með Lagarfljótsorminum
þá vakti það mikinn áhuga hennar
en hún var afskaplega vel að sér
og fróð um landið og hafði yndi af
að ferðast. Það varð hennar
draumur að sigla á Lagarfljóti.
Það varð úr að við ókum saman
austur á firði um sumarið og 13.
júlí héldum við upp á afmælið
hennar um borð í Lagarfljótsorm-
inum. Við dvöldum hjá afkomend-
um hennar á Vattarnesi og hún
var tekin í viðtal i útvarpinu í til-
efni af afmælinu og við heimsótt-
um æskustöðvar hennar á Eski-
firði.
Þetta ferðalag tókst mjög vel og
við ókum síðan um Norðurland,
með viðkomu í Mývatnssveit og á
Akureyri. Þetta fannst henni stór-
kostlega skemmtilegt og þegar ég
var að aka henni á Grund aftur þá
sagði hún við mig að skilnaði:
Jæja, Konni minn, nú er ég tilbú-
in að deyja.“
-PÁÁ
Rósasýning í dag
laugardag og á morgun
sunnudag.
Rósin í brúdar- 60 tegundir
vöndinn valin! íslenskra rósa á
Dregið úr potti á brúð- stórkostlegri rósasýningu
kaupsdögum í Garð-
heimum um næstu helgi
og heppið par fær
brúðarvönd með uppá-
halds rósinni sinni
hannaðan í blómadeild
Garðheima.
Vissirðu að 99% af-
skorinna rósq sem
seldar eru á íslandi í
dag eru rœktaðar hér á
landi? Og það er ein-
faldlega vegna þeirra
gœða sem íslenskir
framleiðendur hafa náð.
í TIIÆFM
UÓSASÝMMilR:
í) ÍSLENSfiAR
RÓSIK «90,-
í Garðheimum
um helgina!
o
GARÐHEIMAR
Hver er rósa fegurst?
Cardinal, Escimo, Texas,
First Red, Jass, Sugar Baby,
Konfetti, First Lady, Amore,
Cappucino, Red Berlin
Rodeo, Golden Gate, Sari,
Amadeus, Ballet, Poison,
Yellow Island, Sahara.
Komið og takið þátt í
vali á fegurstu
íslensku rósinni:
Heppinn viðskiptavinur
dreginn út kl. 18 á
sunnudagskvöld - hann
fær sendann veglegan
blómvönd unnan úr
uppáhalds rósinni sinni.
Á síðasta ári var
„Black Magic“ valin fegursta
rósin — hver skyldi verða
valin í ár?!
Á dagskrá
í dag:
Kl. 13: Kristinn H.
Þorsteinsson og
fleiri frá Garðyrkju-
félagi íslands með
ráðgjöf og fræðslu
_____________um rósatrjáklipping-
ar og önnur vetrarstörf í garðinum.
Milli kl. 14 og 16 vinna þau Jón og
Heida skreytingar úr íslenskum rósum
og gefa góð ráð um meðferð
afskorinna blóma.
Kl. 15 fjallar Guðbjörg Kristjáns-
dóttir um umhirðu á rósum, áburðar-
gjöf og gefur ráð við ýmsum kvillum
sem herja á rósir.
Á morgun,
sunnudag:
Kl. 13: Kristinn H.
Þorsteinsson og
fleiri frá Garðyrkju-
félagi íslands með
ráðgjöf og fræðslu
^_______i um rósatrjáklipping-
ar og önnur vetrarstörf í garðinum.
Milli kl. 14 og 16 vinna þau Jón og
Heida skreytingar úr íslenskum rósum
og gefa góð ráð um meðferð
afskorinna blóma.
Guggu ráð:
Vorlaukarnir eru
komnir!
Drífið ykkur
meðan úrvalið
er mest.
Opið alla daga
til klukkan 21!
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 • Mjódd « Simi: 540 33 00 « Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is