Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 26
26
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Aðalfundur
Íslandsbanka-FBA hf.
Aöalfundur Íslandsbanka-FBA hf. áriö 2001 verður haldinn
í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu mánudaginn 12. mars
2001 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá
1. Aöalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum
í Íslandsbanka-FBA hf.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið
2000 verður hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum bankans aó
Kirkjusandi, Reykjavík, frá og meó mánudeginum 5. mars
2001.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út mánudaginn 5. mars
næstkomandi kl. 14.00. Framboðum skal skila til skrifstofu
forstjóra, Kirkjusandi.
Atkvæðaseðlar og aögöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal
Radisson SAS Hótel Sögu frá kl. 12.00 á fundardegi, mánu-
daginn 12. mars næstkomandi.
1. mars 2001
Bankaráð Íslandsbanka-FBA hf.
ÍSLANDSBANKIFBA
Helgarblað
ÐV
DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR
Rui Horta
„ Upphafið er í vatninu; móöurkviðurinn er líka fullur af vatni. Sjálf erum viö að stórum hluta vatn; eins og plastpoki
fullur af vatni. Þar kemur tengingin við nafn sýningarinnar Pocket Ocean: hafið er innra með okkur. “
íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld tvö ný verk:
Danshöfundurinn er
eins og raðmorðingi
„Danshöfundurinn er eins og
raðmoröingi." Hljómar einkennilega
en þetta eru orð Rui Horta um dans-
höfundinn. Þessi orð þarfnast útskýr-
ingar og ekki stendur á þeim hjá Rui
Horta: „Raðmorðingi getur fengist við
hroðalega iðju sína í mörg ár án þess
að komist upp um hann. Rannsakend-
ur þekkja verksummerki hans betur
og betur eftir því sem voðaverkin
verða fleiri. Þeir safna upplýsingum
af vettvangi og smám saman raða þeir
BUNAÐARBANKI ISLANDS H F
Aðalfundur 2001
Súlnasal Hótel Sögu 10. mars kl. 14:00
Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl.
starfsár.
n Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu
endurskoðanda, lagður fram.
Q Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð
hagnaðar á síðastliðnu reikningsári.
Tillögur til breytinga á 21. og 22. gr. samþykkta
er varða fækkun bankastjóra úr þremur (tvo.
fjþ Kosning bankaráðs.
Kosning endurskoðanda.
Q Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna.
Tillaga um heimild bankaráðs til kaupa á eigin
hlutum í bankanum, sbr. 55. gr. hlutafélagalaga.
Tillaga um framlag í Menningar- og
styrktarsjóð Búnaðarbanka íslands hf.
Tillaga um stofnun sjóðs skv. 103. gr.
hlutafélagalaga.
Önnur mál.
Fundargögn liggja frammi á skrifstofu bankastjórnar.
® BÚNAÐARBANKIÍSLANDS HF
saman myndinni af morðingjanum.
Eins er það með danshöfundinn;
áhorfendur kynnast honum aldrei
beint heldur raða þeir í huga sér sam-
an brotunum sem hann gefur þeim
með hverju verki, hverri sýningu."
Hafið innra með okkur
Rui Horta er staddur hér á landi
um þessar mundir en í kvöld frum-
sýnir íslenski dansflokkurinn verk
hans, Pocket Ocean, og einnig verk Jo
Stromgren, Kraak Een Kraak Twee.
Rui Horta er ekki ókunnur íslenskum
dansheimi því áður höfum við fengið
að njóta verka hans, Diving og Flat
Space Moving. Rui segir að íslending-
ar séu einkennileg þjóð.
Rui segist leggja mikið upp úr
heildaráhrifum sýninga á áhorfand-
ann. Þess vegna er hann ekki einung-
is með dansinn á sinni könnu heldur
einnig lýsingu og sviðsmynd. Og oftar
en ekki er að finna vatn á sviðinu í
verkum hans. Hann er portúgalskur
og ólst upp við hafið; það skemmtileg-
asta sem hann gerði sem barn var að
fara á ströndina og synda. Síðar varð
hann atvinnumaður í sundi og keppti
á stórmótum.
„Ég var ekki einn af þeim stóru í
sundinu en í Portúgal þótti ég ágæt-
ur,“ segir Rui hógvær. „Vatnið er mér
mjög hugleikið. Vatnið er stór hluti af
umhverfí okkar og okkur sjálfum.
Hversu oft heyrum við ekki spurning-
una um hvort vatn sé á
Mars? Forsendan fyrir lífi
er vatn. Okkur er lífs-
nauðsynlegt að drekka
vatn. Þegar vinnudegi
lýkur þykir okkur gott að
fara í sund eða í bað. Upp-
hafið er í vatninu; móður-
kviðurinn er líka fullur af
vatni. Sjálf erum við að
stórum hluta vatn; eins og
plastpoki fullur af vatni.
Þar kemur tengingin við
nafn sýningarinnar
Pocket Ocean: hafið er
innra með okkur.“
í skamman tíma var
Rui við nám í arkitektúr.
Hann viðurkennir að
kannski blundi enn í hon-
um arkitekt. Á heimili
hans eru nær einvörð-
ungu bækur um arki-
tektúr og hann er gesta-
kennari í háskólanum í
Bourge í Frakklandi. Það
er þvi ekkert skrýtið aö
hann vilji ráða sviðs-
myndinni líka.
„Ég er líklega dæmi um
öfgamar. Ég vil ráða
heildaryfirbragði sýning-
arinnar."
Rui Horta semur þó
ekki tónlist við verk sín.
„Ég læt það alveg vera.
Ég fæ tónlistarmenn til að semja tón-
listina og safna einnig saman tónlist
fyrir verkin."
Áframhaldandi sköpun
í klassíska dansinum em til orð
yfir minnstu hreyfingar dansaranna
og því er hægt að lesa dansa klass-
ískra verka eins og nótnabækur. Nú-
tímadansinn er gjörólíkur þeim klass-
íska að þessu leyti. Danshöfundar not-
ast mikið við eigið minni og videó-
tökuvélar. Rui segir að hann leggi
ekki mikið upp úr því að safna eigin
verkum og halda nákvæma ferilskrá.
„Sýningarnar lifa í minninu sem
einstakir atburðir. Að mér liðnum er
þó hægt að flnna einstök verk á mynd-
böndum."
Ef hægt er að tala um dans sem
tungumál, sem margir gera, þá mætti
eflaust líkja klassíska dansinum við
morse-kerfið þar sem öll merking er
niðurnegld með nákvæmum skil-
greiningum. Dansinn er flókið form
og margrætt.
„Samspil danshöfundarins og dans-
arans er mjög mikilvægt. Dansarinn
er eins konar framlenging á höfundin-
um. Hann er hluti af sköpuninni og
gefur verkinu aukið líf. Það skemmti-
lega við dansinn er einnig að hann er
margræður og sköpunin heldur áfram
í túlkun áhorfandans. Eftir sýningu
kemur margræðnin í ljós í ólíkri túlk-
un hvers og eins.“ -sm
Pocket Ocean
„Samspil danshöfundarins og dansarans er mjög
mikilvægt. Dansarinn er eins konar framlenging á
höfundinum. Hann er hluti af sköpuninni og gefur
verkinu aukið líf. “