Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 31 I>V Helgarblað Ekki tyggja - bara brosa - Jennifer setur reglurnar Michael Jackson Hann hættir aldrei að ganga fram af fóiki. Jennifer Lopez er sem betur fer laus undan hrammi Puffs Daddys, rapparans og skotmannsins góö- kunna. Það hefur reynst hafa mjög sálarstyrkjandi áhrif á hana þrátt fyrir að sumir hafi haldið að skiln- aðurinn færi alveg með hana. Hún var primadonna og er þaö áfram. Konan sem heimtaði tíu herbergi til að undirbúa sig fyrir tónleika og lét mann ganga á undan sér og úða yfir sig ilmvatni er enn á sömu línunni. Hún setur reglum- ar og ekkert múður. Hún hélt uppteknum hætti um daginn þegar hún mætti í viðtal sem tekið var upp fyrir sjónvarp. Samkvæmt heimildum innan MuchMusic í Toronto, þar sem viö- talið fór fram, setti hún mikil skil- yrði fyrir því að koma þar fram. Eft- ir viðtalið sagði einn áhorfandinn að öllum hefði verið bannað að tyggja tyggigúmmí. „Þau sögðu okk- ur að við, sérstaklega þau fremstu, þyrftum aö brosa og líta út fyrir að vera ánægð og upprifin. Ef við vær- um það ekki væri hægt að fmna nóg af fólki sem gæti verið það.“ Allar spurningar sem bornar voru upp voru vandlega færðar í handrit og enginn mátti bera upp aðrar spurningar en þær sem ákveðið hafði verið að mætti spyrja. Blaðamenn máttu einskis spyrja og ljósmyndarar máttu ekki taka myndir nema frá réttu sjónarhorni. Talsmaður Jennifer segir að eng- in skilyrði hafi verið sett fram af hálfu hennar. Allar reglur sem hafi gilt á meðan viðtalið stóð hafi verið settar af MuchMusic. Ströng Jennifer Lopez er mjög kræsin þegar kemur að áhorfendum. Jackson talinn skrýtinn Michael Jackson, söngvarinn litfór- ótti, vekur alltaf athygli hvar sem hann fer. Á dögunum tók hann þátt í ráðstefnu um velferð bama í Camegie Hall sem við sögðum ítarlega frá. Nú má lesa frásagnir erlendra blaða- manna í pressunni en þeir hafa það fram yfir íslenska stéttarbræður sina að hafa verið á staðnum. Þeir segja að þetta hafi verið uppá- koma sem einkenndist af ævintýralegu smekkleysi og hún hafi haft yfir sér fjarstæðukenndan og geðveikislegan blæ. Jackson hélt 20 mínútna ræðu án þess að minnast á það að hann ætti tvö böm og hefði átt tvær eiginkonur en kvartaði hástöfum yfir að komast aldrei á stefnumót. Ekki tók betra við þegar rabbíinn Shmuley Boteach, andlegur leiðbein- andi Jacksons, steig á svið og taldi að það væri hræðilegt athæfi að halda fram hjá sínum eigin bömum með bömum annarra. Að sögn blaðamanna á staðnum virtist enginn skilja hvað hann eiginlega átti við og það er reynd- ar ekki mjög gott að skilja það. Billy Bob Thornton leikari Hann er marggiftur og á sand af börnum sem hann hirðir lítið um. Billy Bob er vondur faðir Billy Bob Thomton leikari hefur verið mikið í sviðsljósinu, bæði vegna einkennilegs hjónabands hans og Ang- eline Jolie leikkonu og ekki síður vegna sérvisku í mataræði, en leikar- inn var lagður inn á sjúkrahús á dög- unum þegar hann vildi aðeins neyta appelsínugulrar fæðu. Nú er Billy Bob í sviðsljósinu vegna þess að eitt af fjölmörgum bömum hans hefur úttalaö sig um það við fjöl- miðla hversú vondur faðir hann sé. Amanda Spence er 21 árs gömul dóttir Biilys frá fyrsta af fjölmörgum hjóna- böndum hans. Amanda segir að faðir hennar hafi látið sig hverfa þegar hún var aðeins 18 mánaða gömul og síðan hafi hún aðeins séð hann í mýflugu- mynd. Hann hafi til dæmis talað stutta stund við hana símleiðis þegar hún var að fæða sitt fyrsta bam, sem er þá væntanlega bamabam hans, en síðan séu liðnir fimm mánuðir og hvorki hafi heyrst hósti né stuna frá hinum nýbakaða afa. Amanda segir reyndar að það skipti ekki öllu máli vegna þess að hún hafi ekki hugsað sér að bamið fái neitt að umgangast afa sinn þar sem hún telji að hann sé jafn óhæfur afi og faðir. 116.900 c- f Packard Bell „frábær“ sj f. Packard Bell „betri“ myndavélar Stafrænar myndavélar. Verð frá 34.900 Framköllunarkostnaðurinn borgar þessa myndavél upp á árinu. hljómtæki DV-535, DVD spilari. Dolby Digital, DTS spilar alla diska, DVD/CD/CD-R/CD-RW/VCD \ NTSC/Pal spilun \J 0\ U 3* .900 SPILAR OLL KERFI mm <- f Packard Bell sjónvörp 28" • Myndlampi Black Matrix • Nicam stereo • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp • Skart tengi • Fjarstýring 39.900 AEG Sá svalasti í bænum Verð áður kr: 90.000stgr Verð nú 65.900 stgr. AEG Öko Santo 3636-KG Hæð: 180cm Tandurhrein tilboð á þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum Tilboðá GAMEBOYCöl R leikjum Army Men, Battle Tanx, Bust a Move, Earthworm Jim, Klustar, Logical, Shadowgate, Tetris DX. Verð frá 2.190 GÓð hugmynd þarf ekki að kosta Aðeins vikna afhendinga . frestur meira ílastæði Ð U R N I R múla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.