Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 32
32 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Helgarblað z. DV Fyrir marga hljómar orðiö krabbamein líkt og dauða- dómur. Krabbamein er í vit- und mjög margra banvænn og hræðilegur sjúkdómur sem leggur að velli þá sem fyrir honum verða. Sem betur fer er þetta ekki svo þótt krabbamein sé vissulega mjög al- varlegur sjúkdómur. Margir sem fá krabbamein fá góðan bata og geta haldið áfram að takast á við lifið og fjölbreytt verkefni þess. Það er eng- inn óhultur fyrir krabbameini: börn, unglingar, ungt fólk og full- orðið. Allir geta fengið krabbamein. DV fékk að heimsækja systkini í Reykjavík sem þrátt fyrir mjög ung- an aldur hafa barist við hættulegt krabbamein og erfiðar læknismeð- ferðir í kjölfarið. Þau höfðu bæði sigur í baráttunni við þennan vá- gest og ræddu lífsreynslu sina við DV. Héit ég væri að kvefast Systkinin heita Björgvin og Stein- unn Ragnarsbörn. Hún er 27 ára starfsmaður í starfsþróunardeild Eimskips, hann er 34 ára starfsmað- ur í markaðsdeild Norðurljósa. Við hittum systkinin á heimili Stein- unnar í miðbænum og báðum hana fyrst að segja okkur frá því þegar hún veiktist af krabbameini. „Ég var 19 ára þegar ég greindist í fyrra sinnið. Ég var ekki farin að finna fyrir neinum einkennum en var komin með bólgur á hálsinn og hélt kannski að ég væri að verða kvefuð. Þetta reyndist vera krabbamein í eitlum sem var meðhöndlað með geislum. Meðferðin tókst vel og ég var komin á fullt skrið i skólanum og lífinu á ný en svo tók krabba- meinið sig upp aftur þegar ég var 21 árs og var þá sett í lyfjameðferð sem tók tæpt ár.“ Þegar Steinunn greindist fyrst var hún að ljúka menntaskólanámi. I síðara skiptið var hún byrjuð í há- skólanámi og varð að leggja það á hilluna um sinn en hóf námið aftur um leið og hún lauk meðferðinni. Slæmar fréttir - Hvernig tekur 19 ára gömul stúlka tíðindum eins og þeim að hún sé með krahbamein? „Maður innbyrðir kannski ekki allar upplýsingar strax. Svo er farið á fulla ferð í ákveðna meðferð og þá er það er gert af einhverjum krafti sem maður vissi ekki að maður byggi yfir. Meðferðin verður að markmiði sem þarf að ljúka og takast á við og það þýðir ekkert annað en að horfa fram á veginn.“ Steinunn segir að þegar fimm ár séu liðin án einkenna frá því að meðferð lauk séu lífslíkur sjúklinga mjög góðar. „Ég náði þeim áfanga í janúar á þessu ári og er að sjálfsögðu mjög ánægð með það og bjartsýn." Þekkti líkama minn Björgvin og Steinunn eru tvö þriggja systkina og Björgvin er elst- ur. Hann fylgdist því vel með veik- indum systur sinnar og tók fullan þátt í því álagi sem þau reyndust vera fyrir fjölskylduna. Réttu ári eftir að systir hans lauk lyíjameð- ferð í seinna skiptið dundi áfalliö yfir hann sjálfan. „Ég fann þykkildi neðarlega í kviðarholi og maður þekkir líkama sinn vel sjálfur svo ég ákvað að fara til heimilislæknis og láta líta á þetta. Frá heimilislækninum fór. ég - '.V . .; *•'** Það ei eftir t - systki segja frá t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.