Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 46
54 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Tilvera r>v ♦ \ sam Lofgerð um Lækjarbrekku Austurrískur góövinur minn velktist ekki í vafa. „Lækjarbrekka er bezti veitingastaður í heimi,“ sagöi hann og dásamaði rækjurnar, sem kvæmt lýsingu hans voru í raun inni grillaður humar. Ég get ekki skrifað undir aUt lofið, en viöurkenni, að rómantíska veitingahúsið í Bak- arabrekkunni hefur batnað á allra síðustu árum og nýt- ur þess greinilega í viðskiptum. Sérhæfing í villibráð Eldamennskan, sem áður rambaði út og suður í Lækjar- brekku, er orðin traust og sérhæfir sig i humar og villibráð. Humarinn er að vísu ekki eins jafngóður og í Humarhúsinu, en villibráðin er ein hin bezta á landinu. Hér er hægt að fá í einum málsverði reykta súlu, grafinn skarf, andakæfu, hrein- dýrasteik, villigæsarsneiðar og lundabringu, sem er allt hið fram- bærilegasta og kostar 4.580 krónur með eftirrétti. Humar beztur grillaður Gaman er að prófa grillaðan, inn- bakaðan og djúpsteiktan humar saman í einum aðalrétti á Lækjar- brekku, þótt ekki sé nema til að staðfesta enn einu sinni, að snögg grillun er langbezta matreiðsluað- feröin á bragðmildum humar og að milt kryddað og bráðið smjör er bezta viðbitið með honum. Chilipipar Nokkrir mínusar Hægt er að láta glerplötur borð- anna fara í taugar sér á Lækjar- brekku; lélegt húsvín frá Frakk- landi; blá vatnsglös; lapþunnt kaffi; skrítna eplaköku; og smekklausar eftirprentanir á veggjum. Ég sakn- aði líka Borgundarhólmsklukkunn- ar, sem áður sló stundarfjórðunginn virðulega. En allt er þetta bætt með fyrirtaks framgöngu kvenþjóna, sem láta sér annt um gesti. 4.900 króna kvöldmáltíð Lækjarbrekka hefur ekki bara fikrað sig upp í gæðum, heldur líka í verði. Hún er komin upp í næst- dýrasta flokk veitingahúsa, þar sem meðal annars eru betri staðir á borð við Sommelier og Humarhúsið, en einnig lakari staðir á borö við Skólabrú og Jónatan. Gera má ráð fyrir, að þriggja rétta máltíð með kaffi kosti 4.900 krónur, áður en kemur að víninu. (Lækjarbrekka, Bankastræti 2, 551 4430) Verðlag hækkar ört Verðlag veitingahúsa hefur hækkað heldur meira undanfarin misseri en meðalverðlag í landinu, þótt sumar verðskrár hafi staðið í stað. Sem dæmi um hækkanir má nefna, að Lækjarbrekka, Perlan, Primavera og Jónatan hafa hækkað um 15% á tveim- ur árum, en ítal- ía .. . A Madonna og Askur hafa staðið í stað. Meginlín- an virðist vera sú, að dýru staðirn- ir verða dýrari og verðbil veitinga- húsanna fer vaxandi. Það er út af fyrir sig eölileg þróun, því að verðbil hefur verið of lítið hér á landi, en getur leitt til minni aðsóknar á dýrari staðina og meiri grisjunar þeirra. Jónas Kristjánsson Chilipiparinn er upp- runninn í Miö- og Suö- ur-Ameríku og hefur veriö ræktaöur á þeim slóöum í mörg þúsund ár. Chilipiparinn er talinn hafa borist meö Kristófer Kólumbusi til Evrópu. Mörg afbrigöi eru til af chilipipar og eru sum þeirra mjög sterk en önnur mild- ari. Meginreglan er sú aö lítil aldin eru bragösterkari en þau sem stærri eru. Chilipipar má fá ferskan, þurrkaðan og niðursoðinn. Ferskur pipar endist nokkr- ar vikur í ís- skáp en þurrkaður Óli Páll Einarsson er matreiöslunemi: er. og niðursoðinn geymist hann aö sjálfsögöu mun bet- ur. Margir eru hræddir viö aö nota chilipipar í mat vegna þess hversu sterkur hann Ungur ástríðukokkur Óli Páll Einarsson er matreiðslu- nemi og gerir ráð fyrir að ljúka námi í vor. Hann er mikill áhugamaður um matreiðslu og segist hafa mest gaman af að blanda saman matargerð frá öll- um heimshomum. Óli Páll vann á dögunum uppskrifta- samkeppni á veínum uppskriftir.is en keppnin var haldin í samvinnu vefsins og íslenskra nautgripabænda í tilefni Vaientinusdagsins. Uppskrift Óla Páls heitir Griiisteikt ást og hana er að finna á vefnum uppskriftir.is. Óli Páll segist mikið vera að hallast að fiski þegar hann er spurður um uppáhaldshráefni. „Annars er ég mik- ið fyrir að taka sjensa í matargerð," segir Óli Páll. Hann sest niður og skrif- ar uppskriftir og eldar svo eftir þeim og segist eiga mikið magn af uppskrift- um sem hann er ekki farinn að elda enn. „Mér finnst chili gott,“ segir Óli Páll en hann segist ekki vera mikið fyrir að nota það í stómm skömmtum. „Mér flnnst ekkert varið i of sterkan mat því eina bragðið sem maður finnur er bragðið af sterkasta hráefninu, hitt kemst ekki aö.“ Rétturinn sem Óli Páll býður upp á em fylltir kjúklingatumar með súkkulaðichilisósu og heslihnetukart- öflum. Það er ekki einfalt að matreiða réttinn en bragðið er einstakt þannig að óhætt er að mæla með því að tíma sé varið í eldamennskuna. Kjúklingatumar 4x200 g kjúklingabringur salt og pipar Marinering 2 hvítlauksgeirar 2 msk. möndlur 2 msk. sesamfræ 2 msk. rúsinur mulinn svartur pipar 1/4 tsk. anis eða fennelduft 1/3 kanilduft 60 ml olía 2 msk. saxað chili Fars lundir af bringunum fjómm (sepinn sem hangir niður úr bringunni) 1 eggjahvíta salt 20 g fersk paprika 20 g ferskt chili 1 msk. ferskar jurtir, t.d. kóriander, kerfill eða oreganó 1,5 di ijómi Sósa 1/2 msk. möndlur 1/2 msk. sesam 2 skallottulauk- ar 1/4 tsk. kanili 1/4 tsk. vanillu- sykur eða venjulegur sykur 1 msk. ferskur chiii 400 ml kjúklingasoö 100 g suðusúkkulaði Sósa Ristið möndlur og sesam ör- lítið í potti. Bætið oliu, lauk og chiii við og svitið i 1-2 mínútur. Bætið þá við kryddi og sykri. Hellið soðinu sam- an við DV-MYNDIR E.ÖL Matreiðslunemi með matar- gerðarástríðu Óli Páll Einarsson lýkur námi í vor. Matargerö er ekki bara hans fag heldur greinilega einnig aðaláhugamál. Aðferð: 80 g gráðostur salt og nýmulinn pipar 2 eggjarauður 2 eggjahvítur eða olía Ristaðar muldar hesli- hnetur Kjúklingur Marinerið kjúkling- inn í 12 til 24 klukku- tíma. Kljúfið bring- tvennt án þess að skera hana í sundur. Fletjið bringuna út og bankið hana nokkrum sinnum og geymið í kæli með- an farsið er lagaf Fars Setjið kjúklingakjötið (lundimar), eggjahvítu, papriku, chili, jurt- ir í mat- vinnsluvél og maukið vel. Bætið rjóm- anum út í og látið blandast stuttan tíma. Sprautið farsinu á kjúklingabring- umar og rúiiið þeim upp. Vefjið í álpappír og Framandi og girnilegt gegnum bak- Kartöflur Fylltir kjúklingaturnar meö súkkulaöichili- ið 1 ofni. 4x180 g bökun- sósu og heslihnetukartöflum líta vel út arkartöflur og bragöast ekki síður. látið krauma i nokkrar minútur. Þykkið sósuna með súkkulaðinu. Óhætt er að setja meirra súkkulaði en gefið er upp en hún á þó ekki að vera mjög sæt, krydd- bragðið á að finnast vei og hún á ekki að vera sölt. Sigtið sósuna að lokum. Kartöflur Bakið kartöflumar í ofni 40 til 60 minútur eftir stærð. Látið þær standa í 5 mínútur og skerið þær þá í tvennt og skafið innan úr þeim í pott. Bætið eggjarauðum og gráðosti við og passið vel að brenna ekki. Saltið og piprið eft- ir smekk. Mótið að vild og veltið upp úr eggjahvítu eða olíu og svo hnetum. Bakið örskamma stund í ofni við 180°, passið að brenna ekki heslihnetumar. Meðlæti Berið fram t.d. með fersku salati og soðnu eða griiiuðu grænmeti. Óhætt er aö mæla meö að fara varlega með ávöxtinn en einnig má bæta jógúrt út í matinn ef hann er orðinn of sterkur af pip- arnum. BEK- Upphaflega frá Suður-Ameríku Chili er ávöxtur plöntu sem á latínu nefnist Capsicum annuum. Plantan kemur upphaflega frá Suður-Ameríku og er fjarskyldur ættingi kartöflunnar. Indiánar hafa notað chili til matargerðar í þúsundir ára en það barst til Evr- ópu eftir að Kólumbus fann Am- eríku og nú er það vinsælt krydd um allan heim. Virka efnið í chili sem gerir það sterkt á bragðið nefnist capsaicin og verkar á taugaendana en ekki bragðlauk- ana. Chili inniheldur mikið C- vítamín en sumir halda því fram að mikil neysla á chili geti vaidið vímukenndu sæluástandi. Tom yam núðlu- súpa 1 hvítlauksrif 1 rauður chili, saxaður smátt 1 tsk. marinn engifer 1 pakki núðlur 2 tsk. tom yam- þykkni 1 laukur, saxaður Rækjum eða kjúklingabitum bætt út í eftir smekk. Soðnu vatni er hellt yfir núðlurnar og látið standa í fjórar mínútur. Snöggsteikið hvít- laukinn, chiliiö og laukinn í nokkrar sekúndur á wok- pönnu, bætið síðan engifernum og tom yam-þykkninu út í og hrærið vei saman. Bætið tilbúnum kjúklingabitunum eða rækjum út í. Að lokum er jafningurinn af pönn- unni settxu- út í vatnið með núðl- unum. Tika-kjúklingur með chili Einn kjúklingur 3 hvítlauksrif 3 tsk. garam masala krydd 2 chili eða chiliduft 2 tsk. marinn engifer 1 tsk. kúmínfræ 2.5 bollar jógúrt 1.5 tsk. salt 2 tsk. edik eöa sítrónusafi 2 tsk. matarolía Hrærið saman jógúrt, engifer, chili og hvítlauk í blandara. Hellið í skál og bætið afganginum af hráefninu út i og pískið saman þannig að úr verði mauk. Hyljið kjúklinginn meö maukinu og setj- ið i frysti í nokkra tíma. Hitið ofninn í 220" og steikið í 20-35 mínútur eftir stærð kjúklingsins. Berið fram með salati og jógúrtsósu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.