Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 48
56 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Formúla 1 JOV D , . éíéíí 01. BARRICHELLO Ferrari 1,28.965 02. TRULLI Jordan Honda + 0,00.302 03. M. SCHUMACHER Ferrari + 0,00.319 04. COULTHARD McLaren Mercedes + 0,00.359 05. HAKKINEN McLaren Mercedes + 0,00.834 06. R. SCHUMACHER Williams BMW + 0,01.312 07. HEIDFELD Sauber Petronas + 0,01.380 08. FRENTZEN Jordan Honda + 0,01.837 09. ALESI Prost Acer + 0,02.124 10. PANIS BAR Honda + 0,02.201 11. RAIKKONEN Sauber Petronas + 0,02.488 12. VILLENEUVE BAR Honda + 0,02.594 13. IRVINE Jaguar + 0,02.608 14. VERSTAPPEN Arrows Asiatech + 0,02.704 15. MONTOYA Williams BMW + 0,02.756 16. FISICHELLA Benetton Renault + 0,03.510 17. ALONSO Minardi European + 0,03.622 18. BURTI Jaguar + 0,04.046 19. MAZZACANE Prost Acer + 0,04.188 20. BERNOLDI Arrows Asiatech + 0,04.238 21. BUTTON Benetton Renault + 0,04.438 22. MARQUES Minardi European + 0,07.498 Laugardagar eru nammidagar mum öii h/öid / Það eru að verða tveir mánuðir síðan Jagúar frumsýndi keppnisbíl sinn og flest önnur keppnislið komu í kjölfarið. Þegar við á DV gáfum út aukablaðið á miðvikudaginn áttu þrjú lið enn eftir að sýna endanlegt útlit bíla sinna fyr- ir keppnistímabilið, European Minardi Fl, Arrows Asiathec og Prost Acer. Ástæðan fyrir þessum seina- gangi er vöntun á styrktaraðilum og liðin biða fram á síðustu stund með pláss fyrir væntanlega kostendur. Á fimmtudag frumsýndu liðin svo bíla sína og er þá loksins hægt að segja að allir séu klárir í slaginn sem hefst fyr- ir alvöru í nótt. Ástríðan mlkið að segja Saga Minardi er yfir sextán ára löng en er fáum afrekum prýdd. Eftir að hafa verið næstum því farið á hausinn í vetur keypti Ástraliumað- urinn Paul Stoddart upp liðið og bjargaði því frá falli. Stoddart rekur flugfélagið European Airlines og virð- ist eiga nóg af peningum. Einnig hef- ur hann rekið F3000-keppnislið og hef- ur mikla reynslu af kappakstri þaðan. Talið er að Stoddart hafi eytt sem svarar 90 milljónum dollara í verkefn- ið og ætti það að duga tii að kaupa eitt eða tvö einbýlishús! Mlnardl fyrst tll Ástralíu „Fyrsta keppnin okkar var að fá bíl- ana framleidda á sex vikum og koma þeim svo yfir til Melboume. Ég varð hissa þegar ég frétti að bílar okkar hefðu verið þeir fyrstu sem komu á svæðiö," sagði Paul Stoddart þegar hann afhjúpaöi útlit European Minardi Fl-bilsins. Viðstaddir voru lítt reyndir ökumenn liðsins, þeir Femando Alonso og Tarzo Marques. „Ef ég kem til með að standa með báða bilana í rásröðinni á sunnudag- inn er ég fullkomlega ánægður. Ég tala nú ekki um ef annar þeirra klár- ar sæmilega," segir Stoddart, sem set- ur markið ekki hátt, en það gæti samt sem áður reynst liðinu erfitt. „Aðrir hafa prófað bíla sina yfir fimm þús- und kílómetra vegna þess að þeir þurfa á því að halda. En við hefjum prófanir okkar á föstudaginn (í gær) með ökumönnum sem hafa aldrei séð brautina áður. Besta framvindan fyrir okkur væri ef annar bílanna kæmist í mark á sunnudaginn. Það væri eins og að vinna heimsmeistaratitilinn." Akkilesarhæll Minardi verður eflaust engar prófanir fyrir tímabilið. Minardi var langt á eftir á síðasta ári og hefur svo til staðið í stað milli ára þegar þeir stóm verða betri og betri. Stigasæti jafnt og sigur „Að hefiast handa svona seint og með engar prófanir að baki, og koma saman áætlun sem yrði yfirstíganleg, er tíunda sætið eða betra og langtum meira en við getum vænst eftir þetta tímabil," segir Stoddart sem gerir sér grein fyrir erfiðri stöðu liðsins. „Ef við komum bíl í stigasæti yrði það eins og að vinna keppni.“ Minardi „Saga Minardi er yfir sext- án ára löng en hefur verið afar fáum afrekum prýdd. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.