Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Síða 51
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
I>V
Tilvera
59
House of Mirth ★★★
Kona á röngunni
Breski leikstjórinn Terence Davis er
best þekktur fyrir mjög svo persónu-
legar kvikmyndir sem gerast meðal
verkafólks í Liverpool, myndir á borð
við Distand Voices, Still Lives, The
Long Day Closes. Hann flutti sögusvið
sitt til Bandaríkjanna í The Neon Bible
og heldur sig vestan hafs í House of
Mirth þar sem hann í fyrsta sinn leit-
ar fanga í klassíkinni og er myndin
gerð efth’ skáldsögu Edith
Wharton,sem fjailar um fallega konu
sem á sér marga aðdáendur en tekst
einhvem veginn alltaf að taka rangar
ákvarðanir.
Það hefði sjáifsagt fáum dottið í hug
að Terence Davis myndi velja GiUian
Anderson úr X-ffles til að takast á við
þetta erfiða hlutverk. Greinilegt er
samt að Davis hefur séð í svip Ander-
son þann trega sem svo einkennir Lily
Bart, söguhetju hans, og Anderson
bregst honum ekki. Eftir að hafa að-
eins þurft að venjast henni upp á nýtt
kemur í ljós að hún hefur góð tök á
hlutverkinu og skilar því með mikilli
prýði. Því miður fær hún ekki þann
sterka mótleik frá Eric Stolz, sem er
ástin hennar í lífmu, sem með þarf.
Hún fær aftur á móti verðugan mótleik
ffá Lauru Linney sem leikur hina
fölsku Berthu sem ætla má að eigi
mesta sök á óhamingju Lily. Þegar aft-
ur á móti að er gáð þá skapar Lily sér
sjáif alla óhamingjuna. Hún hefur öll
TTT I7TvT ’-lvt M .-’, TTT”
..Þessi kiikmymt *r MKISTAK/U iliK,,
Jáþilt afrek"
„Veréir u'nibh
XtiUm Atnkmu sýtih htsln hihlilþri'1 Vri/w*
tækifæri sem bjóðast til að verða ham-
ingjusöm en tekur þeim ekki.
Kvikmyndir Terence Davis eru aliar
hægar og House of Mirth er engin undan-
tekning. Þetta er hans stíll og þó stundum
myndin virðist vera í „slow-motion“ þá er
máttur Davis það mikiil að maður hefur það
á tilfmningunni að ekki megi missa af einni
setningu. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikarar: Gillian Ander-
son, Eric Stolz, Dan Aykroyd, Laura Linney og
Anthony LaPaglia. Leikstjóri: Terence
Davis. Bresk, 2000. Lengd: 134 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
The Wisdom of Crocodiles ★★■*,
Öðruvísi blóðsuga
Að sumu leyti minnir The Wis-
dom of Crocodiles á The Hunger,
þar sem David Bowie og Catherine
Deneuve léku lífsleiðar nútíma-
blóðsugur í New York. Þær þurftu
mannsblóð og ást til að þrífast. Það
sama á við um Steven Griscz sem er
blóðsuga og býr í London. Segja má
að hann sé með flóknari blóðsugum
sem við höfum kynnst á hvíta tjald-
inu. Honum nægir ekki blóðið eitt
og sér. Blóðið verður að vera úr
konu sem þar að auki er ástfangin
af honum. Steven er ungur og
myndarlegur og á ekki í vandræð-
um með að ná sér í fæði. Lögreglan
grunar hann réttilega um morð á
ungri stúlku sem er eina fórnar-
lamb hans sem hefur fundist.
Steven hefur kraft sem gerir það að
verkum að hann smýgur inn í vit-
und fólks og þó allar líkur bendi til
að hann sé morðingi þá trúir lög-
reglan því ekki. Á meðan á þessu
gengur leitar Steven nýrra fórnar-
lamba og nú kveður svo við að hann
sjálfur verður ástfanginn af ungri
stúlku sem hann kynnist og áður en
varir er spurningin orðin hvort
þeirra á að lifa....
The Wisdom of Crocodiles, sem
upphaflega hét mun eðlilegra nafni,
Immortality, hefur magnaða sögu
með persónum sem lifa i minning-
unni. Kvikmyndtaka er með ein-
dæmum góð og leikur allur til fyrir-
myndar. Það vantar samt einhverja
fyllingu í hana. Hún dettur stund-
um niður í langdregið melódrama
sem er á skjön við þann tón sem
myndin gefur í upphafi. -HK
Útgefandi: Góöar stundir. Leikarar: Jude
Law, Elina Löwensohn ogTimothy Spall.
Leikstjóri: Po-Chih Leong. Bresk, 1999.
Lengd: 98 mín. Bönnuð börnum innan
16 ára.
Mikið og fallegt úrval
af trúlofunarhringum
á frábæru verði.
Sendum myndalista.
Visa- og Euro-raðgreiðslur.
fliiin
Laugavegi 49. S. 561 7740.
Framfag þitt er
Tökum vel á móti
mam ,9 w g
9 11 i 1 1
750 50 50
^flyPCir aCil Oilcl
907 50 50
krabbamein2001.is
m 0ýrsm siH
Ws
„ vi* . »»
“'-■■l ’ lli
%'f,* \ ó m
I • | . ! í
Krabbameinsfélagsins
3
S85! P • | §
, 7 f-", ■ ' r
. Krabbameifmíéiagiö