Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Side 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Y f irdýralæknir: Ferðaföt í plastpoka Vegna gin- og klaufaveikifar- aldursins sem geisar á Bret- landseyjum, og ekki virðist í rénun, hvetur Halldór Runólfs- son yfirdýra- læknir ferða- Halldór menn sem koma Runólfsson. frá Bretlandi til að setja ferðaföt sín í plastpoka og loka vel fyrir áður en komið er til landsins aft- ur. Sérstaka áherslu leggur yfir- dýralæknir á aö skófatnaður sé vandlega varinn meö plasti við heimkomuna og farið veröi með annan ferðafatnað í hraðhreinsun eða þvott svo fljótt sem auðið er. Yfirdýralæknir mælir sértaklega með efninu Virkon S til sótt- hreinsunar á skófatnaði en efnið fæst hjá dýralæknum og verslun- um sem selja vörur til landbúnað- arins. Þá mælist yfirdýralæknir til þess að Bretlandsfarar noti ekki ferðaskó sína í fimm daga eftir sótthreinsun. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hvatti bændur I gær til að taka alls ekki þátt í bændaferð þeirri sem skipulögð hefur verið um breskar sveitir af feröaskrif- stofunni Úrval-Útsýn en töluverð- ur áhugi hefur verið fyrir þeirri ferð og nær fullbókað í hana þeg- ar síðasf fréttist. Sjá nánar bls. 29 -EIR Vinnuslys: Féllá steypujárn Verkamaður við nýbyggingu við Klettagarða í Sundahöfn féll á steypujárn um kvöldmatarleytið í gær. Manninum skrikaði fótur þar sem hann var við vinnu sína og féll hann á steypujárnið sem stóð óvarið upp úr vegg. Stakkst steypujárnið djúpt í lær manns- ins án þess þó að fara í gegn. „Þetta var ljótt,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar og bætti því við að þungi mannsins í fallinu hefði valdið því að steypujárnið rifnaði úr lærinu. Maðurinn var fluttur í skyndi á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. -EIR £ÖfW«\ jandssöfnun ftabtiam-.>;osfc!ngs! 3.mars Tökum ekki greiöslukort dv-mynd hilmar þór Þau Hrund Hauksdóttir Lionskona og Valdimar Jörgensson Kiwanismaður eru að ieggja af stað með söfnunarbaukana þar sem iandssöfnun Krabbameinsfé- lagsins hefst í dag. Lions- og Kiwanishreyfingarnar hlífa sér hvergi heldurganga í hús og biöja landsmenn að leggja þessu göða málefni lið. Er ekki tilvalið aö hafa reiöufé handbært? Skelfingu lostnir viðskiptavinir læstir inni í hringhurð: Bjargvætturinn í Kringlunni - hugdjarfur ísfirðingur bjargaði fjórum úr prísund þegar kviknaði í Hard Rock „Þetta var skelfileg sjón. Ég var á leið inn í Kringluna þegar mér varð ljóst að eldur var kominn upp í húsinu og mér til skelfingar sá ég að þrjár unglingsstúlkur og einn roskinn karlmaður voru fost í einu af þremur hólfum hringhurðarinn- ar á efri hæð Kringlunnar. Ég heyrði klikkið þegar hún festist en það er vist hluti af eldvörnum verslunarmiðstöðvarinnar," sagði Páll Sverisson, 26 ára bílstjóri af ís- firskum uppruna, sem sýndi óvana- lega hetjudáð þegar eldur kviknaði í Kringlunni á fimmtudaginn. „Ég sá að loftið i Kringlunni var orðið reykmettað og fyrstu eldtungurnar stigu tU himins upp úr þaki bygg- ingarinnar. Ég horfðist í augu við ungligsstúlkurnar sem voru fastar 1 hóflinu og úr þeim skein ekkert annað en skelfing," sagði Páll sem greip snarlega til sinna ráða. Tróð fingrum á milli stafs og hurðar og reyndi af öllum lífs og sálar kröft- um að rífa upp hringhurðina. „í fyrstu gekk ekkert því hurðin virtist pikkfost. En þegar ég tók á öllu sem ég átti í þriðju tUraun var eins og eitthvað gæfi sig og hurðin Páll Sverrisson viö hringhuröina Fólkiö var fast í einu hólfi hringhuröarinnar á meðan logamir stóðu upp úr Kringlunni. snerist. Fólkiö hljóp út úr hólfinu eins og dýr úr búri. Ég stóð eftir og sá þakið loga,“ sagöi PáU sem var magnlaus eftir átökin við hring- hurðina. í brjósti hans bærðist samt ánægja þess sem kemur öðr- um til bjargar á ögurstundu. „Það á víst ekki að vera hægt að rífa upp þessar hringhurðir þegar eld- vamarkefið læsir þeim. En ég gat ekki horft upp á fólkið þarna inni- lokað. Ég fyUtist eldmóði og á þeirri stundu heföi ekkert staðið í vegi minum. Þaö er undarleg tU- flnning," sagði PáU Sverrisson í gær. Öryggisverðir Kringlunnar kannast ekki við að viðskiptavinir hafi verið fastir í hringhurðum þegar eldurinn kom upp í bygging- unni: „Ég og félagar mínir höfum ekki heyrt af þessum átökum," sagði Róbert Jónsson, vakstjóri í örygg- isdeUd Kringlunnar. „Þegar bruna- varnarkefið fer í gang eiga vængir hringhurðanna að opnast og fólk á að geta ýtt þeim tU hliðar. Þannig á útgönguleiðin að verða greið.“ -EIR Nýtt dagblað á íslenskum markaði: Dreift inn á öll heimili í undirbúningi er að dreifa nýju dagblaði, sem ætlunin er að hefji göngu sína í vor, endurgjaldslaust inn á hvert heimUi á höfuðborgarsvæðinu auk frekari dreifingar á landsbyggð- inni. Einar Karl Haraldsson, sem unn- ið hefur að málinu, staðfesti þetta í samtali við DV i gær. Blaðið verður morgunblað og sniðið að erlendum fyrirmyndum, svoköUuðum Metro- blöðum sem dreift er ókeypis á lestar- stöðvum og umferðamiðstöðvum. „Nýja blaðið fer því trúlega inn á 75 þúsund heimUi á höfuðborgarsvæð- inu auk þess sem útgefendur horfa tU landsins aUs. Verið er að skoða ýmsar dreifingarleiðir í því sambandi," sagði Einar Karl. Morgunblaðið Metro sem dreift er endurgjaldslaust í umferðamiðstöðvum er 6. stærsta dagblað í heimi. Það kemur út í 17 útgáfum í 13 löndum. Fyrsta Metro-blaðið kom út í Svíþjóð fyrir sex árum og gefur Metro-fyrirtækið það nú út í Stokk- hólmi, Gautaborg og Málmey. Sænska Metro kemur út í rúmlega einni miUj- ón eintaka daglega og er stærsta morgunblaðið í Svíþjóð. Schibsted út- gáfan í Ósló, sem m.a. gefur út Aften- posten og Verdens Gang, gefur út blaðið Oslo og hefur byrjað eða er að hefja útgáfu ókeypis dagblaða í mörg- um helstu borgum Þýskalands undir nafninu „20 mínútur". Að sögn Einars Karls er útgáfa nýs ókeypis dagblaðs í takt við þá þróun í fréttaþjónustu að mest öll nýmiðlun frétta, hvort heldur er í sjónvarpi, út- varpi eða á Netinu, er neytendum að kostnaðarlausu. Sjá einnig fréttaljós á bls. 27. -HKr. Einar Karl Haraldsson. bfother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.