Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 19 I>V stjóra Fóstbræðra. Stórir útskornir skápar úr völdum kjörviði þekja veggi. Málverk af mektarmönnum innan kórsins með grásprengt hár og líka skopmyndir sem Halldór Pétursson teiknaði af kórfélögum í kringum 1970. Chesterfield-sófasett og reykborð standa sem minnis- merki um liöna tíma, tíma þegar reykingar þóttu sjálfsagðar þar sem vinir komu saman. Þar sjást merki nútímans hvað gleggst í Fóst- bræðraheimilinu því við reykborð- in eru reykingar bannaðar. Hann sýndi mér stoltur ýmsa kjörgripi sem kórnum hafa áskotn- ast á langri leið. Það er til dæmis siður milli karlakóra að gefa borð- fána með merki sins kórs þegar far- ið er í heimsóknir milli lands- og heimshluta. Ótal slíkir fánar skreyta hillur: Heimir, Stefnir, Hreimur og Jökull... og fleiri karla- kórsfánar sem skarta karlakórsleg- um nöfnum. í Jónsstofu má enn fremur sjá bikar einn voldugan sem ferðaðist á árum áður milli kórfélaga sem umbun þeim sem best sóttu æfing- arnar. Við hátíðlega athöfn var bik- arinn fleytifylltur einhverjum góð- um miði og látinn ganga mann frá manni í þeirri rödd sem hafði sigr- að. Þessi siður hefur nú lagst af. „Ætli það sé ekki vegna bindindis- semi tíðarandans?" - skaut ég inn á milli sviga í huga mínum. Söngmenn hnykkja mjöðmum Ófáir gripirnir hafa áfasta silfur- skildi sem greina komandi kynslóð- um Fóstbræðra frá tilefni þeirra. Forláta klukka var gefln Fóstbræðr- um af Fóstbræðrakonum fyrir mörgum árum og mér verður star- sýnt á hana. Fóstbræðrakonur? Hverjar eru nú þær? Jú, ekki stendur á söngmönnum í hléi að aöstoða uppburðarlítinn kvenmanninn. Vörpulegur náungi fræðir mig um það að Fóstbræðra- konur séu eiginkonur Fóstbræðra sem hafi á árum áður stofnað með sér félag til þess að styðja og styrkja lífsfórunauta sína. Þá sáust borö ósjaldan svigna undan hnallþórum og eins og svo oft á íslandinu þótti allt undir sautján sortum ifla boð- legt. Bakkelsið seldu konurnar og ágóðinn rann til kórsins - gjarnan til að styrkja bræðurna á söngferða- lögum. Lokahófið sáu þær líka um af frægum myndarskap. Þetta er fal- legt. „En það eru ár og dagar síðan þær hafa bakað,“ bætir heimildar- maður minn við og mér sýnist sakn- aðarglampi í augum hans. „Konurn- ar eru ekki eins virkar í starfinu og áður, þó þær sjái enn um lokaball- ið.“ Þá glymur bjaflan. Pásan er búin og söngmenn ræskja sig meðan þeir ganga sporléttir í salinn og taka sér sinar stöður. Eftir hlé er æft nú- tímalag. Það er ekki hefðbundið karlakórslag, heldur í anda Atla Heimis þar sem blístur, hróp og köll skjóta áhlýðendum skelk í bringu. „Vist!“ „Jú!“ „Nei!“ kveður við úr öllum áttum og söngstjórinn á fullt í fangi með að hemja sönggleðina sem sprettur fram eins og straum- hart fljót í vorleysingum. Mér finnst að æfingin hljóti að vera að leysast upp í fíflagang, en átta mig svo á því að allt er þetta samkvæmt ákveð- inni dagskrá. Eftir forskrift taka kórfélagar sig síðan til og hnykkja mjöðmum í takt við tónlistina. Ég, sem hef góða yfirsýn yfir fimmtíu karlmannlega bakhluta, missi penn- ann. í hvíslandi mansöng Það er gaman að vera þarna og horfa á karlmenn í launhelgum sín- um. Það er fogur sjón. Karlmennsk- an er heldur ekki bara harkan, þetta nauðsynlega viðnám við kven- leikanum. Blandan sem konur hafa fallið marflatar fyrir um aflar aldir eru styrkur og blíða í jöfnum hlut- fóllum og eftir þrumandi söng um strauma og storma hlýði ég klökk á kórfélaga bregða fyrir sig mildustu röddum heyranlegum í hvíslandi mansöng upp á engilsaxnesku: „I love you ... we love you“ ... og litlu Helgarblað síðar: „Blessað sé þitt blíða, bros og gullin tár, þú ert lands og lýða, ljós í þúsund ár.“ Þarna erum við kom- in aftur til upphafsins. Kannski er eitthvað til í því sem HKL sagði í ruglingslegri bók: „Ást karlmannsins til konunnar er hið eina sanna í lífinu." Eftir að hafa hlýtt á Fóstbræður þetta kvöld var að minnsta kosti enginn efi í huga mínum. -þhs Testósterón mælt í rúmmetrum „Þar liðu engin meyjarleg andvörp af vörum heldur karlmannleg púst, “ segir kvensniftin, sem smyglaði sér inn á æfinguna, í grein sinni. GELGJU- Oviðjafnanleg lagersala um helgina hjá ESSO á Gelgjutanga við Kleppsmýrarveg. Opið laugardag kl. 10-18, sunnudag kl. 10-16. tstóttut'- Ko'att'W' Gas9»''' . ;SSÍ—•* 32-38 með "i4'"" li0gW«um 3 5 lonn rSSÖ“'MS'15 tssfe.- m f jölnota ttoto £sso! Olíufélagiðhf www.esso.is Húsa- smlðjan o> 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.