Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Fijáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Davíð lemurHálldór Staða Framsóknarflokksins í ríkisstjórninni hefur hríðversnað. Smám saman hefur forsætisráðherra tekið þar öll völd og valtað yfir samstarfsflokkinn eftir hentug- leikum og jafnvel eftir landsfrægum reiðiköstum sínum, sem hafa gerzt æ tíðari upp á síðkastið. Nýlega tók forsætisráðherra völdin af iðnaðar- og við- skiptaráðherra við skipun stjórnar Búnaðarbankans og rifti samkomulagi, sem utanrikisráðherra hafði gert um breytta skipan bankaráðsins. Hann gerði báða þessa ráð- herra Framsóknarflokksins að ómerkingum. Nýjasta og bezta dæmið um niðurlægingu Framsóknar- flokksins eru viðbrögð hans við afnámi Þjóðhagsstofnun- ar, sem forsætisráðherra gaf fyrst í skyn og herti síðan á, þegar farið var að ræða málið. Formaður Framsóknar vældi lítillega og þingflokkurinn þegir þunnu hljóði. Hér er aðeins verið að ræða þann þátt þessara mála og annarra slíkra, sem snýr að samstarfi stjórnarflokkanna. Hann felst i, að forsætisráðherra stýrir málum í ráðu- neytum Framsóknar, gerir samstarfsráðherra að ómerk- ingum og spyr þá ekki álits á mikilvægum málum. Vel kann að vera, að efnislegar ástæður séu fyrir yfir- gangi forsætisráðherra í garð flokks utanríkisráðherra. Til dæmis eru flestir ráðherrar Framsóknarflokksins ekki mikilla sanda eða sæva. í mörgum tilvikum er ástæða til að taka fram fyrir hendur þeirra. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur til dæmis unnið það afrek að liggja á umsókn um stækkun Norðuráls í Hvalfirði, af því að hún óttast, að sú stækkun leiði til enn frekari frestunar Reyðaráls fyrir austan. Tafirnar hafa nú fryst undirbúninginn að stækkun Norðuráls Álver eru nefnilega byggðamál, en ekki efnahagsmál í augum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráð- herra, sem bæði vilja frekar álver i sinu kjördæmi en í kjördæmi Vestlendinga. Þessi viðhorf ráðherranna gefa fróðlega innsýn í sjúkan hugarheim Framsóknar. í máli Þjóðhagsstofnunar hefði verið eðlilegt að taka málið upp í ríkisstjórninni, úr því að athugun i forsætis- ráðneytinu hafði tekið þá stefnu, að gott væri að leggja stofnunina niður. Forsætisráðherra kaus að gera það ekki, því að hann vildi niðurlægja Framsókn. Það hefur honum tekizt. Svo vel hefur honum gengið að aga utanríkisráðherra, aðra ráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins, að þeir létu hann valta yfir sig og hreyfðu alls engum mótbárum í umræðum á Alþingi. Með fingursmelli getur hann lagt niður stofnun. Engu máli skiptir, hvort reiðiköst forsætisráðherra í garð biskups, öryrkja, Þjóðhagsstofnunar og annarra að- ila eru náttúruleg eða tilbúin. Það, sem máli skiptir, er, að þau eru helzta stjómtæki hans, aðferð hans til að fá aðra til að standa og sitja eins og honum þóknast. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa himinn höndum tekið í forustumanni, sem lætur aðra valdamenn skjálfa á beinunum, hvort sem þeir eru innan flokks eða utan. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja fyrst og fremst sterkan leiðtoga að hætti fátækrar Suður-Ameríku. Kjósendur Framsóknarflokksins hafa hins vegar unn- vörpum flúið fomstumann, sem ekki getur varizt ofbeldi og tuðar bara niður í bringuna; forustumann, sem er svo rúinn trausti, að hann getur ekki einu sinni haft áhrif á, hver er kosinn varaformaður i hans eigin flokki. Halldór Ásgrímsson er búinn að vera sem stjórnmála- maður, svo er Davíð Oddssyni fyrir að þakka. Sú er helzta ástæða þess, að Framsókn er í rúst. Jónas Kristjánsson Fagra veröld Margir hneyksluðust fyrsta apríl á hinni furðulega hugdettu Guðna Ágústssonar að banna kjötsölu í land- inu. Þama er Guðni lifandi kominn, sögðu sumir og grettu sig. En það var þá bara aprílgabb. Sama dag sáu íbúar í þorpi skammt norður af Grozny í Tsjetsjeníu hvern- ig manni var kastað út úr herþyrlu sem flaug fram hjá. Skrokkur manns- ins sást hverfa í á. Þetta var ekki apr- ílgabb. Þegar maðurinn, eða líkið af hon- um, var veiddur upp úr ánni mátti sjá á honum öll merki hinnar hroðalegu meðferðar sem hann hafði sætt áður en honum var kastað lifandi út úr þyrlunni. Og ofan í koki mannsins var nokkuð sem þar á ekki heima. Það var augað úr honum. Þessi saga er rakin ásamt 51 annarri sögu af svipuðu tagi í ný- útkominni skýrslu mannréttindasam- takanna Human Rights Watch um ástand mála í Tsjetsjeniu. Þar segir af mannshvörfum, pyntingum og morð- um og svo hroðalega útleiknum líkum að hárin rísa á höfði lesandans. Þetta er sagan af baráttu Rússa við það sem þeir kalla alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Human Rights Watch kveðst hafa upplýsingar um 113 tilfelli í Tsjetsjen- íu síðastliðið ár eða svo þar sem einn eða fleiri menn hafa horfið eða verið drepnir án skýringa eða nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Samtökin fullyrða að listi þeirra nái þó aðeins yfir hluta slíkra mála, sennilega aðeins lítinn hluta þeirra. Um manninn sem kastað var úr herþyrlunni segja sérfræðingar sam- takanna að hann hafi að öllum líkind- um ekki verið skæruliði. Þetta var ungur karlmaður, sem raunar er nafngreindur í skýrslunni og sagður hafa verið 24 ára á sunnudaginn var, þegar hann var drepinn. Sá orðrómur hefur gengið lengi að Rússar reyni kerfisbundið að ganga á milli bols og höfuös á karlmönnum á milli tvitugs og fimmtugs. Sögumar sem Human Rights Watch rekja í skýrslu sinni staðfesta þennan orðróm svo ekki verður um villst. Tsjetsjenía er ekkert sertilfelli Nú mætti halda því fram að Tsjetsjenía sé algjört sértilfefli. Þar hafi óþokkaskapurinn og grimmdin gengið lengra en þekkist annars stað- ar. En þetta er alls ekki rétt. Það er sama hvert litið er, þróunin er á einn veg. í löndum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu er kerfisbundið of- beldi jafnt sem tilviljanakennt ofbeldi daglegt brauð. Um stóran hluta Aust- ur-Evrópu, suður- og norðurhlíðar Kákasusfjalla og Mið-Asíu lifir fólk í Mannréttindum fórnað í þágu meiri hagsmuna í löndum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu er kerfisbundiö ofbeldi jafnt sem tilviljanakennt ofbeldi daglegt brauö. stöðugum ofsafengnum ótta ýmist við hermenn, lögreglumenn, glæpamenn eða annan óþjóðalýð sem oftar en ekki er á sérsamningum við yfirvöld á hverjum stað og undantekningar- lítið vel vopnum búinn, með nýjustu gripi vopnaframleiðendanna og helstu tækninýjungar á valdi sinu. í Tsjetsjeníu skákar rússneski her- inn í skjóli þess að sérstaklega harð- snúnir og hættulegir hryðjuverka- menn leynist í fjöllunum og getur því komið fram við fólkið á staönum nokkurn veginn eins og hermennina lystir. Áhugi fjölmiðla er bundinn við atvik sem valda millirikjadeilum. Það eru skýrsluhöfundar alþjóðasamtaka og mannréttindasamtaka sem fýlgjast með örlögum einstaklinga og skrá þau í bækur sínar en hafa á endanum lítil eða engin áhrif á stöðu og gang mála. Jón Olafsson heimspekingur Mannréttindum fómað Mannréttindasamtök hafa marg- sinnis bent á það upp á síðkastið að víöa er mannréttindum fómað I þágu meiri hagsmuna, eða þess sem talið er vega þyngra þá stundina. Þannig geta harðstjórar og einræðisherrar hæg- lega slegið ryki í augu fólks með því að réttlæta valdníðslu sína með ein- hverju á borð við baráttu gegn hryðju- verkum, gegn dreifmgu fíkniefna eða gegn trúarofstæki. Svona hafa harð- stjórar Mið-Asíu komið ár sinni fyrir borð. Á svipuðum forsendum hefur mörg harðstjórnin fengið frjálsar hendur í gegnum tíðina í Suður-Am- eríku og á Karíbahafinu. Hagsmunir fátækra ríkja gagnvart hinum ríkari em ósköp einfaldir. Þörf er fyrir efnahagslegan stuðning og efnahagsleg tengsl af ýmsu tagi. En í stað þess að leggja aðaláherslu á að koma í veg fyrir ofbeldi og óhugnað er vestrænum rikjum að því er virðist einkum í mun að sjá til þess að menn séu til friðs hver í sfnu horni. Það hafa að vísu verið tilburðir í þá átt hjá alþjóðlegum fjármálastofnun- um, til dæmis Evrópska þróunar- bankanum (EBRD), að hafna beiðnum um lán vegna itrekaðra og sannaðra mannréttindabrota. En þetta eru veik- ir tilburðir. Staðreyndin er sú, og það sýna skýrslur mannréttindasamtaka skýrt og greinilega, að með hverju ár- inu sem líður fjölgar ofbeldisverkum af því tagi sem lýst er i skýrslu Hum- an Rights Watch um Tsjetsjeníu. Síðasta sumar glöddust menn mjög hér á landi yfir afrekum kristinna manna og töldu að árangur þeirra væri einsdæmi í veraldarsögunni. En er maður nokkuð að hætta á að vera talinn tilfinningasamur þó að manni fmnist að hinar ágætu framfaraþjóð- ir, og þar með vér íslendingar, beri nokkra ábyrgö á fjarlægum atburð- um eins og þeim að manni er kastað út úr þyrlu í norðanverðum Kákasus- fiöllum, eftir að hafa verið látinn gleypa úr sér augað? Öll sú vitneskja sem alþjóðleg samtök og stofnanir safna um ástand heimsins er að minnsta kosti ekki í fullu samræmi við þá ánægju yfir heiminum og sjálf- um sér sem sumir þreytast ekki á að láta í ljósi. <£> ‘Þi TWE- rso S'TICni Luige Tp-iiýVMC MeoiA-teiivites
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.