Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 14
14 Fréttir Stóri „Stóri bróðir“ fylgist af æ meiri athygli með athöfnum landsmanna þrátt fyrir allt tal um frelsi og opið samfélag. Er svo komið að skáld- saga Georgs Orwell gæti allt eins verið raunsönn lýsing hversdags- ins á íslandi. Meira að segja afnám persónueftirlits farþega á milli svo- kallaðra Schengen-landa virðist hafa leitt af sér enn meira opinbert persónulegt eftirlit en nokkru sinni áður. Annað tveggja meginmarkmiða Schengen samningsins er að berj- ast gegn afbrotum og efla lögreglu- samvinnu á milli ríkjanna. Mikil- vægur þáttur í lögreglusamvinnu er rekstur sameiginlegs upplýs- ingabanka „Schengen-upplýsinga- kerfisins" sem geymir t.d. upplýs- ingar um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er handtöku á vegna gruns um afbrot eða til að afplána fangelsisrefsingu, týnda einstak- linga, útlendinga sem neita á um inngöngu inn á Schengen-svæðið, einstaklinga sem stefna á fyrir dóm og upplýsingar um stolna muni eins og t.d. bifreiðar, skot- vopn, skilríki o.fl. Lögregla í öllum Schengen-ríkj- unum hefur aðgang að gagnabank- anum. Þá hefur Útlendingaeftirlit- ið einnig aðgang að bankanum til að leita upplýsinga varðandi út- lendinga sem bannað hefur verið koma inn á Schengensvæðið. Undir vökulum myndavéla- augum Þar sem vegabréfaskoðun er nú ekki tíðkuð á landamærastöðvum Schengen-landa, þá var ljóst að annarra leiða varð að leita til að geta borið saman andlit þeirra sem um landamærahlið fara og gagna- banka Schengen. Því var tekið upp svokallað „Face-it“ myndavéla- kerfi með fjölda myndavéla þar sem allir farþegar eru myndaðir í bak og fyrir og bomir saman við skrá um eftirlýsta einstaklinga. Gefur kerfið til kynna ef um eftirlýsta einstaklinga er að ræða. Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaðamaður Alls eru 64 eftirlitsmyndavélar í báðum byggingum flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Tökum dæmi af islenskum rikis- borgara, Erlendi Hraunfjörð, sem kemur til landsins frá Evrópu eftir nokkurra mánaða fjarveru. Um leið og hann gengur í gegnum eft- irlitskerfi Schengen-svæðisins á Keflavíkurflugvelli er andlit hans fest á mynd sem nota má við sam- anburð í gagnasafni yfir óæskilega einstaklinga. í Fríhöfninni kaupir hann ýmislegt smálegt og greiðir með kreditkorti. Þar með er aftur búið að staðsetja ferðir mannsins á rafrænan hátt og nú í gagnasafni kortafyrirtækisins. Þetta á eftir að endurtaka sig í hvert sinn sem greiðslukortið er notað. Vinurinn sest upp í bílinn sinn sem geymd- ur var í öryggisvörslu á flugvallar- svæðinu þar sem skráðar eru allar helstu upplýsingar um bíleigand- ann. GSM-staðsetningartæki Þegar ekið er út af flugvellinum tekur Elli upp GSM-símann sinn til að hringja í ættingja og tilkynna komuna til landsins. Meðan kveikt er á símanum getur viðkomandi símafyrirtæki, Síminn, Tal eða ís- landssími staðsett símtækið og þar með allar feröir vinar okkar ná- kvæmlega. Ekki ætti því að verða __________________________________________________LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 ________________________________________DV í Schengen-landi aukins persónufrelsis: bróðir fylgist með þér - eftirlitsmyndavélar og rafræn skráning við hvert fótmál skotaskuld úr því að finna kapp- ann ef honum skyldi verða ömótt á leiðinni til Reykjavíkur. Erlendur ók síðan í mestu mak- indum austur Reykjanesbraut. Allt í einu varð hann var við blossa úr afturglugga á bíl sem á undan hon- um ók. Þar var á ferð ómerktur vegaeftirlitsbíll á vegum Ríkis- lögreglustjóra. Erlendur hafði greinilega ekið of greitt og er þar með búinn aö fá af sér huggulega mynd sitjandi undir stýri á bíln- um. Myndin er notuð sem sönnun- argagn fyrir kæru og Erlendur fær allra náðarsamlegast að greiða sekt fyrir hraðaksturinn með heimsendum gíróseðli. Erlendur heldur áfram för og kemst nú áfallalaust alla leið til Reykjavíkur. Á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar var þó komið rautt ljós þegar hann renndi yfir gatnamót- in. í sama bili brá fyrir leifturljósi og eftirlitsmyndavélar lögreglunn- ar í Reykjavík höfðu náð mynd af Ella í bílnum við að brjóta umferð- arlög. Síðar kemst hann að því að víða er búið að setja upp mynda- vélakassa í borginni. Til þessa hef- ur þó aðeins verið ein myndavél til þess brúks og er þá færð á milli staða. Úr því verður hins vegar bætt fljótlega og hefur lögregla ver- ið að prufukeyra aöra myndavél að undanförnu. Myndavélar á 12 gatna- mótum í borginni Sem stendur eru kassar fyrir myndavélar á gatnamótum Njarð- argötu og Hringbrautar, Miklu- brautar og Snorrabrautar, Hring- brautar og Bústaðavegar, Bústaöa- vegar og Flugvallarvegar, Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar, Laugavegar og Kringlumýrar- brautar, Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar, Borgartúns og Kringlumýrarbrautar, Sund- laugavegar og Kringlumýrarbraut- ar, Sæbrautar og Holtavegar, Breiðholtsbrautar og Stekkja- bakka, Breiðholtsbrautar og Skóg- arsels. Síðan eru myndavélar á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar og síðan á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði. Óafvitandi kvikmynda- stjarna Okkar maður ekur nú niður í miðborgina og ákveður að fá sér göngutúr. Þar röltir Erlendur inn í Landsbankann i Austurstræti og verður litið upp á veggina. Þar eru myndavélar í hverju horni sem skrásetja allar hans athafnir i bankanum. Þar með er hann óaf- vitandi orðinn kvikmyndastjarna og er nú fest á myndband í safni bankans þegar hann stingur upp i sig Extra-tyggjóinu sem hann keypti í Fríhöfninni. Sami háttur er reyndar hafður á í öllum öðrum bönkum (yflr 50 á höfuðborgar- svæðinu), ýmsum opinberum stofnunum og verslunum. Alls staðar eru skráðar upplýsingar um ferðir manna og að sjálfsögöu alltaf í öryggisskyni. Úr Landsbankanum röltir vinur- inn um götur miðbæjarins og end- ar á Ingólfstorgi. Óafvitandi er hann þar aftur orðinn kvikmynda- stjarna. Nánast á hverju götuhorni eru myndavélar lögreglu að fylgj- ast með honum og allt er kirfilega skráð á myndband. Þannig eru eft- irlitsmyndavélar í Austurstræti, Hafnarstræti, Pósthússtræti, Lækjartorgi og á Ingólfstorgi. Allt er þetta í þágu hans eigin öryggis, en eigi að síður fær hann hroll við tilhugsunina að einhverjir menn víðs vegar í samfélaginu geti fylgst með hverju hans fótmáli. Hann frétti meira að segja af þvi að fata- verslun væri farin að skrá kenni- tölur við afgreiðslu. Þannig geti verslunin tengt við kennitöluna allar upplýsingar um fatastærðir og þess vegna fatasmekk viðkom- andi í hvert sinn sem hann versl- ar. Líka á videoleigunni Um kvöldið heldur vinur okkar loks heim á leið og kemur þá við í videoleigunni á horninu. Þegar hann hafði valið sér gamla og góða spólu með spæjaranum James Bond 007 gekk hann afgreiðslu- borðinu. Uppi á vegg var þar að sjálfsögðu enn eitt vakandi mynda- vélaraugað. Myndarleg stúlka tók til við að afgreiða hann og spurði. „Hver er kennitalan þín?“ - „Ha,“ sagði vinur vors og blóma. „Ég ætla bara að fá lánaða myndbands- spólu. - Til hvers þarftu kenni- tölu?“ „Þá get ég sannreynt hver þú ert og haft upp á þér ef þú skil- ar ekki spólunni," svaraði elskuleg stúlkan við afgreiðsluborðið. - „Akkúrat," tuldraði okkar maður. „Þá getur þú væntanlega líka flett upp á öllum upplýsingum um mína fjármálalegu stöðu, eignir og hvort ég er í vanskilum við bankann, með meðlagið, við tryggingafélagið eða Ríkisútvarpið." - „Ekkert mál. Á ég að gá hvort þú ert á svarta listanum?" - „Nei, takk,“ svaraði Erlendur, og var orðinn verulega þungur á brún og hafði ekki leng- ur geð í sér að taka spóluna. Hélt hann nú heim á leið og velti því fyrir sér síðasta spölinn hvort búið að koma fyrir hljóðnemum og myndavélum frá „stóra bróður“ í svefnherberginu hans líka. Eftirlitsmyndavél í miðbæ Reykjavíkur Úr umferðareftirliitsmyndavél lögreglunnar Fylgst er með hverju fótmáli borgaranna og að sjálfsögðu Ef ekið er yfir á rauð hetur fólk átt von á að fá af sér allt í þágu persónuöryggis. prýðisgóða mynd. Hún er þó síður en svo ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.