Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 ÐV Megas syngur Passíusálmana í Skálholti: Matreiðsla snilldarinnar „Sagan gerði ráð fyrir þessu,“ segir Megas þegar ég spyr hann um tildrög þess að ákveðið var aö halda Passiusálmarokktónleika í Skálholtskirkju á föstudaginn langa. „Þaö skiptir ekki máli hvað sprengir hvellhettuna þegar þannig er i pottinn búið, en fyrir nokkru var ég færður oddvita einum í Biskupstungum að gjöf á starfslokaafmæli hans. Miðillinn var Hilmar Örn Agnarsson, org- anisti í Skálholti. Þannig æxlað- ist að mynd birtist í hug hljóm- listarmannsins af Passíusálmum fluttum í Skálholti í kántrírokk- útgáfu í náinni framtíð. Fyrir síðustu jól hagaði stillilögmáliö því svo að við hittumst viö hið efsta leiti, organistinn og dægur- lagasöngvarinn, og kom sá fyrr- nefndi sér beint að efninu. Síðan hafa menn gengið götur start- holóttar." Samdi lög í rænuleysi „í þrígang hef ég flutt sálmana áður og i fyrsta sinn nýtónsetta árið 1973 eftir að frúin hafði gert frum- burðinum veg greiðan út í veröld- ina,“ segir Megas. „Ég kannast ekki við að hafa verið sérstakur aðdáandi sálmanna á æskuárum en efnasam- setning gufunnar var með öðrum hætti þá en hún er nú og þeir fóru beint inn í kerfið. í rænuleysi samdi ég lög við einhverja sálma og stilli- lögmálið hagaði því þannig til að ég eignaðist lög við afganginn meðan eiginkonan átti handa okkur frum- burðinn." Megas bætir viö að óhljóðvilltir upplesarar hafi ekki skemmt honum meðan kætin hafi vaxið í réttu hlut- falli við hljóðvillu góðra manna. „Þeir sem tóku það að sér að leið- rétta Grím höfnuðu á hvolfi utan vegar og fengu ekkert út úr trygging- unum,“ segir Megas og styður mál sitt: Þegar hann lagður lágt á tré / „ Ég vona að ég sé eins sjúkur og unnt er að vera í málfrœðilegu tilliti. Ég er alinn upp í þolfalli og því hef ég möguleika á því að nota þágufallið sem áherslu. Ef mig lang- ar mjög mikið - þá lang- ar mér. “ leit til þín augum grátande... Það sér hver maður hvar slagkrafturinn ligg- ur og jafnframt McCarthyisma Bjöms Guðfinnssonar. Að útrýma landshlutafrávikum! Hvaðan í ver- öldinni kom þetta?“ - Þú ert sjálfur haldinn þágufalls- sýki í sumum textunum þínum, sem sennilega hefði ekki skemmt Birni... „Já, ég vona að ég sé eins sjúkur og unnt er að vera í málfræðilegu til- liti. Ég er alinn upp í þolfalli og því hef ég möguleika á því að nota þágu- fallið sem áherslu. Ef mig langar mjög mikið - þá langar mér.“ - Þú talar um slagkraft Passíu- sálmanna. f hverju er sá slagkraftur fólginn? „Heil manneskja leggur sig alla í verk sitt og þá er hætt við það komi ýmsum fleirum við,“ segir Megas. „Hallgrímur yrkir upp á líf og dauða. Þörfin til að tjá tilfinningar er í verk- um hans ögn meiri en i svo mörgu sem gefið er út í dag - þar sem eina þörfm virðist vera sú að prentsmiðj- an hafi eitthvað að gera. Á tímum Hallgríms var hins vegar lítið um að vera á jólamarkaðnum og meira um að menn skrifuðu til þess að tjá sig.“ Ecce homo Hallgrímur gaf Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur fyrsta afritið af Passíu- sálmunum og hnýtti aftan við Sálm- inum um blómið. - Var hann að end- urgjalda föðurnum velgjörðir hans i gegnum dótturina? „Ég held að það hafi verið þá eins og nú - ef menn nutu góðvildar ein- hvers sem var annað hvort eldri en þeh eða á öðrum stað í tilverunni, þá launuðu þeir börnunum. Og þörf Ragnheiðar til að fá utanaðkomandi klapp á bakið var mikil. Svo fór hún ofan í jörðina undir Allt eins og blómstrið eina, fyrst fslendinga.“ Við ræðum um helstu kosti Passíusálmanna og Megas segir að þeir flytji sig nánast sjálfir. Hall- grímur sé ekki bara að mála upp mynd af himnaríki annars vegar og helvíti hins vegar, heldur sé hann dýpri en samtíðarmenn hans og upp- lifi kvalimar alveg á eigin kroppi. - Þú hefur einhverju sinni sagt að 25. sálmur - Um útleiðslu Kristí úr þinghúsinu - sé öxullinn í Passíu- sálmunum. Hvernig rökstyðurðu það? Megas DV-MYND HARI „Það brann ofan af honum, hann missti barniö sitt og veiktist af holdsveiki auk þess sem hann var í stööugum útistööum viö allt veraldlegt vald í kringum sig. En ekkert geröist í lífi hans án þess aö þaö skildi eftir sig perlu, segir Megas um sr. Hallgrím.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.