Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
ÐV
Megas syngur Passíusálmana í Skálholti:
Matreiðsla snilldarinnar
„Sagan gerði ráð fyrir þessu,“
segir Megas þegar ég spyr hann
um tildrög þess að ákveðið var aö
halda Passiusálmarokktónleika í
Skálholtskirkju á föstudaginn
langa. „Þaö skiptir ekki máli
hvað sprengir hvellhettuna þegar
þannig er i pottinn búið, en fyrir
nokkru var ég færður oddvita
einum í Biskupstungum að gjöf á
starfslokaafmæli hans. Miðillinn
var Hilmar Örn Agnarsson, org-
anisti í Skálholti. Þannig æxlað-
ist að mynd birtist í hug hljóm-
listarmannsins af Passíusálmum
fluttum í Skálholti í kántrírokk-
útgáfu í náinni framtíð. Fyrir
síðustu jól hagaði stillilögmáliö
því svo að við hittumst viö hið
efsta leiti, organistinn og dægur-
lagasöngvarinn, og kom sá fyrr-
nefndi sér beint að efninu. Síðan
hafa menn gengið götur start-
holóttar."
Samdi lög í rænuleysi
„í þrígang hef ég flutt sálmana
áður og i fyrsta sinn nýtónsetta árið
1973 eftir að frúin hafði gert frum-
burðinum veg greiðan út í veröld-
ina,“ segir Megas. „Ég kannast ekki
við að hafa verið sérstakur aðdáandi
sálmanna á æskuárum en efnasam-
setning gufunnar var með öðrum
hætti þá en hún er nú og þeir fóru
beint inn í kerfið. í rænuleysi samdi
ég lög við einhverja sálma og stilli-
lögmálið hagaði því þannig til að ég
eignaðist lög við afganginn meðan
eiginkonan átti handa okkur frum-
burðinn."
Megas bætir viö að óhljóðvilltir
upplesarar hafi ekki skemmt honum
meðan kætin hafi vaxið í réttu hlut-
falli við hljóðvillu góðra manna.
„Þeir sem tóku það að sér að leið-
rétta Grím höfnuðu á hvolfi utan
vegar og fengu ekkert út úr trygging-
unum,“ segir Megas og styður mál
sitt: Þegar hann lagður lágt á tré /
„ Ég vona að ég sé eins
sjúkur og unnt er að vera
í málfrœðilegu tilliti. Ég
er alinn upp í þolfalli og
því hef ég möguleika á
því að nota þágufallið
sem áherslu. Ef mig lang-
ar mjög mikið - þá lang-
ar mér. “
leit til þín augum grátande... Það sér
hver maður hvar slagkrafturinn ligg-
ur og jafnframt McCarthyisma
Bjöms Guðfinnssonar. Að útrýma
landshlutafrávikum! Hvaðan í ver-
öldinni kom þetta?“
- Þú ert sjálfur haldinn þágufalls-
sýki í sumum textunum þínum, sem
sennilega hefði ekki skemmt Birni...
„Já, ég vona að ég sé eins sjúkur
og unnt er að vera í málfræðilegu til-
liti. Ég er alinn upp í þolfalli og því
hef ég möguleika á því að nota þágu-
fallið sem áherslu. Ef mig langar
mjög mikið - þá langar mér.“
- Þú talar um slagkraft Passíu-
sálmanna. f hverju er sá slagkraftur
fólginn?
„Heil manneskja leggur sig alla í
verk sitt og þá er hætt við það komi
ýmsum fleirum við,“ segir Megas.
„Hallgrímur yrkir upp á líf og dauða.
Þörfin til að tjá tilfinningar er í verk-
um hans ögn meiri en i svo mörgu
sem gefið er út í dag - þar sem eina
þörfm virðist vera sú að prentsmiðj-
an hafi eitthvað að gera. Á tímum
Hallgríms var hins vegar lítið um að
vera á jólamarkaðnum og meira um
að menn skrifuðu til þess að tjá sig.“
Ecce homo
Hallgrímur gaf Ragnheiði Brynj-
ólfsdóttur fyrsta afritið af Passíu-
sálmunum og hnýtti aftan við Sálm-
inum um blómið. - Var hann að end-
urgjalda föðurnum velgjörðir hans i
gegnum dótturina?
„Ég held að það hafi verið þá eins
og nú - ef menn nutu góðvildar ein-
hvers sem var annað hvort eldri en
þeh eða á öðrum stað í tilverunni,
þá launuðu þeir börnunum. Og þörf
Ragnheiðar til að fá utanaðkomandi
klapp á bakið var mikil. Svo fór hún
ofan í jörðina undir Allt eins og
blómstrið eina, fyrst fslendinga.“
Við ræðum um helstu kosti
Passíusálmanna og Megas segir að
þeir flytji sig nánast sjálfir. Hall-
grímur sé ekki bara að mála upp
mynd af himnaríki annars vegar og
helvíti hins vegar, heldur sé hann
dýpri en samtíðarmenn hans og upp-
lifi kvalimar alveg á eigin kroppi.
- Þú hefur einhverju sinni sagt að
25. sálmur - Um útleiðslu Kristí úr
þinghúsinu - sé öxullinn í Passíu-
sálmunum. Hvernig rökstyðurðu
það?
Megas
DV-MYND HARI
„Það brann ofan af honum, hann missti barniö sitt og veiktist af holdsveiki auk þess sem hann var í stööugum útistööum viö allt veraldlegt vald í kringum sig. En ekkert geröist í lífi hans án þess aö
þaö skildi eftir sig perlu, segir Megas um sr. Hallgrím.