Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Síða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Eftirmál minningartónleika í Keflavík: Minning sonar míns óvirt - segir Bjarney Finnbogadóttir, móðir „Ismannsins“. Ófrágengin fjármál fyrrum vinnuveitanda sonar hennar og óreiða verður að lögreglumáli „Ég starfa á vegum svæöisskrif- stofu fatlaðra á Reykjanesi, í þjón- ustuíbúð í Njarðvík en vann í fiski um margra ára skeið og þá sérstak- lega í saltfiskverkun, en það er starf sem mér hefur alltaf þótt skemmti- legt. Þegar sú vinna stóð mér ekki lengur til boða leitaöi ég á önnur mið. Það var í september 1998 að ég sótti um starf við liðveislu aldraðra hjá Sandgerðisbæ og fékk starfið. Ég byrjaði að sinna öldruðum manni sem átti heima héma rétt utan við Sandgerði. I rauninni vissi ég ekki út í hvað ég var aö fara. Ef til vill hafa einhver ósýnileg öfl ver- ið að verki sem voru að búa mig undir það sem í vændum var. Starf- ið tók liug minn allan og var mjög gefandi og mér óskaplega mikils virði. Segja má að vinna þessi hafi komið sem ljós fyrir líf mitt. Ég þekkti þennan mann ekki þegar ég byrjaði og verð að játa að ég fann fyrir kvíða og óöryggi til að byrja með en það átti eftir að breytast. Þó hann væri hættur að fylgjast með að mestu þá stafaði frá honum svo mikil hlýja og góðvild sem hafði nærandi áhrif á mig. Áfallið Ég var i þessari vinnu þegar áfall- ið mikla kom að sonur minn dó. Það létti óneitanlega hina þungu byrði hinna mörgu löngu daga er á eftir komu að hafa verið í návist þessa aldraða manns sem hafði af mikilli góðvild að miðla þó ljós þessa heims væri að hverfa honum. Hann lést nokkrum vikum síðar, það voru því ekki margir dagar sem ég sinnti honum eftir jarðarför sonar míns,“ segir Bjamey Finnbogadóttir sem varð fyrir því áfalli að sonur henn- ar, Sigurður Rúnar Bergdal, varð bráðkvaddur við vinnu sína 25. febrúar 1999, aðeins 26 ára gamall. Sigurður unni tónlist og helgaði henni líf sitt að mestu leyti, samdi lög, lék á hljóðfæri og söng, vann skemmtidagskrár sem hann sýndi bæði á Suðurnesjum svo og á mörg- um stöðum á landsbyggöinni þar sem hann fyllti jafnan húsin meö líf- legri tónlist því lagaval hans féll jafnan að smekk samkomugesta. Hann var þekktur undir nöfnun- um „Iceman", „ísmaðurinn" eða „Siggi diskó“. „Hann var einstakur maður sem þorði að taka áhættu til að láta drauma sína rætast. Það var aldrei leiðinlegt þegar Siggi var aö spila heldur líf og íjör, hann hafði ótrúlega hæfileika til að finna réttu tónlistina" eru orð skólabróður Sigga og vinar. „Siggi var að vinna í Reykjavík hjá íslenskri miðlun, en þeyttist sem plötusnúður um landið þvert og endilangt um helgar. Oft spilaði hann í Skothúsinu í Keflavík þar sem jafnan var húsfyllir þegar hann hélt um stjómvölinn og frá 1. febrú- ar 1999 var hann orðinn skemmt- anastjóri og plötusnúður þar. Okkur þótti því viö hæfi aö hafa erfidrykkjuna í Skothúsinu og var því rætt við Ólaf Sólimann, eiganda þess, og fannst honum þaö alveg sjálfsagt og vildi hann fá að taka þátt í henni þar sem Siggi ætti það svo sannarlega skilið," segri Bjarn- ey. Minningartónleikar „Ekki mörgum dögum eftir lát Sigga er farið að ræða um að halda tónleika til að heiðra minningu hans. Málið er borið undir okkur Óskar, manninn minn. Viö féllumst á það fyrir okkar leyti. Var það kunningi Sigga, Baldur Róbertsson frá Selfossi, sem var forsvarsmaður Fjölskyldan enn hell Þessi fjölskyldumynd var tekin þegar Óskar Ingi, yngri bróöir Siguröar, var fermdur. Þeir bræöur sitja saman í sófa en fyrir aftan standa Óskar Fannberg og Bjarney Finnbogadóttir, foreldrar þeirra. að því. Talað var um að ágóða þeirra yrði varið til að greiða að nokkru skuldir sem Siggi skildi eft- ir sig. En allra helst var tilgangur- inn sá að sýna honum virðingu og þökk fyrir framlag hans til skemmtitónlistar yfirleitt. Kom Baldur heim til okkar m.a. til þess að skoða skuldastööuna og kynna þau áform sem hann ásamt Skot- húsmönnum, þeim Elí og Ólafi Sóli- mann, hafði gert. Var hann fullur bjartsýni um að fylla Félagsbíó í Keflavík sem tekur um 450 manns í sæti. Miðaverð var ákveðið kr. 2.000 og átti þetta því að gefa af sér kr. 900.000. Ætlaði hann síðan að koma eftir fyrirhugaða tónleika og ganga frá skuldum Sigga. Ekkert hefur heyrst frá Baldri eftir tónleikana. Var hann eða þeir búnir að vinna mikið til þess að tónleikamir yrðu haldnir og sagði hann að allir gæfu vinnu sina. Búið var að fá nokkrar af þekktustu hljómsveitum landsins til þess að spila á tónleikunum. Tónleikamir voru svo haldnir í október 1999 í Félagsbíói. Þar spil- uðu hljómsveitirnar: Á móti sól, Land og synir, Sóldögg og Skíta- mórall. Við vorum og erum mikið þakklát þessum ungu mönnum fyrir óeigingjarnt framlag þeirra, en þeir voru flestir kunnugir Sigga og virtu hans áhugasvið sem og manninn og höfðu á orði að þeirra væri ánægjan að fá að taka þátt í þessu og í huga þeirra væri þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Allir sem komu nálægt þessum tónleikum gáfu vinnu sína. Húsið var lánaö án endurgjalds, starfsfólk Skothússins vann þar án launa ásamt fleirum. Við hjónin sóttum þessa tónleika ásamt Óskari Inga syni okkar,“ seg- ir Bjarney. „Meðan var veriö að gera sviðið klárt, hitti maöurinn minn Baldur og spurði hann hvernig salan gengi. bæði þessi fyrirtæki voru í eigu Ólafs Sólimanns. Og enn þann dag í dag er allt ófrágengið frá hendi fyrr- um Skothússeiganda Ólafs Sóli- manns Lárussonar svo greinilegt er að siðferðiskennd ýmissa í þessu þjóöfélagi okkar hefur hrakað all- mikið á síöari árum. Við viljum fá þessi mál frágengin.. Okkur líöur illa yfir því að geta ekki gengið frá þessu, þetta hvílir á manni eins og mara. Það sem er ófrágengið er m.a. okkar kostnaður við erfidrykkjuna, hljómflutnings- tæki, reyk- og ljósavélar sem Siggi Smalað á tónleika „Hann sagði að eftir sínum upp- lýsingum hefðu ekki mætt nema 70 til 75 manns sem hefðu borgað sig inn. Öörum heföi verið hleypt inn frítt til að fylla húsið. Því væri þetta engin upphæð þegar búiö væri að draga kostnað við erfidrykkjuna frá. Þá var minnst á hljómfiutnings- tækin við hann. Vildi hann lítið gera úr því og sagði að þetta væri eins og tölvurnar, þetta hryndi í verði og þegar minnst var á kaupið þá sagðist hann vera með þetta allt DV-MYND E.OL. Bjarney Finnbogadóttir missti son sinn fyrir aldur fram „Viö erum ekki sátt viö aö nafn sonar okkar sé notaö á minningartónieika svo aörirgetiö leikiö sér fyrir ágóöann. Viö erum ekki aö stilla okkur hátt upp og hvorki þurfum viö, getum né viljum fara í felur meö sannfæringu okkar eða lífs- viöhorf. Viö höfum aldrei gert bandalag viö fals og ósannindi og munum aldrei gera. Þaö er nógu erfitt aö veröa aö takast á viö þennan mikla missi þó þetta bættist ekki viö. “ átti og voru í Skothúsinu, ógreidd laun um 120 þúsund án skatts, frá 1.-25. febrúar 1999 og síöast en ekki síst, skil á ágóða af minningartón- leikunum," segir Bjarney. Eltist viö Ólaf Bjamey segir aö eigandi Skot- hússins á þessum tíma, sem ábyrgð bar á að gerð væru skil á öllum þessum atriðum, hafi reynst allt annað en þægilegur viöskiptis, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hún hafi fljótlega sett sig í samband við hann og óskað eftir að frá málunum yrði gengið og hann lofað öllu fögru. „Hann sagði að við skyldum bara ganga frá þessu eftir helgi. Svona leið hver helgin eftir aðra og alltaf átti að ganga frá þessu „eftir helgi“ á meðan hlóðu ófrágengin mál varð- andi skuldir Sigga á sig dráttarvöxt- um og voru þeir orðnir nokkuð á annað hundrað þúsund í febrúar 2000 þegar við Óskar 'gengum frá skuldamálum hans. Áfram reyndi hún þó að fá Ólaf til að ganga frá málunum. En það reyndist sífellt erfiðara og erfiðara að ná í hann. Það var svo í nóvember síðast- liðnum að við ákváðum aö gefa hon- um enn eitt tækifærið til þess að ganga frá þessum málum, að öðrum kosti yrði þetta kært til lögreglunn- ar. Mágur minn hringdi til þess að koma þessum skilaboðum til Ólafs, en fékk í staðinn óbótaskammir og óhróður fyrir, sérstaklega út af grein sem birst haíði í DV um þetta mál. Svo sagði hann að sér hafi ekki fundist taka því að ganga frá þessu því hér væri ekki um neina upphæð að ræða og sagði svo að við skyldum bara fara með þetta í lögregluna þeir myndu bara hlæja að þessu. í framhaldi af þessu hringdi maður- inn minn í Ólaf til þess að fá nánari skýringar á þessu. Hann sagðist þá hafa átt von á því að við myndum hringja. Hann er því spurður af hverju hann sé ekki búinn að ganga frá þessum málum. Hann ber fyrir sig trassaskap. Hann hafi á þessum tíma veriö í rugli og hann hefði í raun ekkert komið nálægt þessu að öðru leyti en því að hann átti að gera þetta upp af því þetta fór í gegnum Skothúsið" Heldur var dauft í Baldri hljóðið og sagði hann að það væri ekki búið að selja nema um 150 miða. Ég hitti hann sjálf frammi í anddyri og sagði hann mér það sama og væru þeir að hugsa um að opna húsið fyr- ir gestum og gangandi til þess að húsið liti ekki eins tómlega út. Hafði ég ekkert út á það að setja. Ekki er hægt að neita að þetta var þeim vonbrigði, þvi þeir höfðu ætl- að sér miklu meira. Tónleikamir sjálfir voru mjög góðir og til sóma öllum þeim sem þar komu að verki. í lok tónleikanna var tilkynnt að ein hljómsveitin í samvinnu við Skothúsið myndi halda dansleik í Skothúsinu 10. desember þá um vet- urinn og sala aðgöngumiða rynni óskipt í minningarsjóðinn. Ekkert varð af þessari skemmtun, því í millitíðinni var Skothúsið selt.“ Ófrágengin mál hvíla á manni eins og mara Allur ágóði af minningartónleik- unum virðist hafa runnið til Skot- hússins þar sem fjárvarslan átti að vera þar til allt yrði uppgert. For- sala aögöngumiða á tónleikana fór fram í Skothúsinu og Café Iðnó, en DV-MYNDIR GF Bjarney leitar skjóls Bjarney hefur hellt sér af miklum krafti út í handverk og smíöar eftir skyndi- legt fráfall sonar síns og telur þaö hafa veitt sér mikinn styrk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.