Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 44
1 52_______ Tilvera LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV •» Krummi krunkar úti Hrafninn er nátengdur Wr þjóötrúnni um náttúru- wy steina og þá er oft aö finna í ~ hrafnshreiörum. Ekki er ólíklegt aö tengsl hrafnsins viö sögusteina megi rekja til hrafna Óöins, þeirra Hugins og Munins. Ekki steinn yfir steini - eins og dauður á meðan presturinn les pínutextann Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúru- steinar taldir til ýmissa hluta nyt- samlegir og gœddir töframœtti. Sum- um steinum fylgdi hamingja og gœfa, öörum lœkningamáttur eóa peningar og enn aörir voru til þess œtlaöir aö vernda menn fyrir ásókn- um drauga eöa illra anda. 1 Grágás er sagt aó: „Menn skuli eigi fara meö steina, eöa magna þá til aö binda á menn eóa á fé manna.“ Samkvœmt þessu hafa forfeöur okkar haft svo mikla trú á mœtti steinanna aö þeir hafa taliö nauösynlegt að setja sér- stök lög til aö koma í veg fyrir mis- notkun á þeim. ars halda steinamir manni föstum." Jón Árnason segir aftur á móti að það sé ófært að brunninum nema að ríða gandreið. Hrafnsungi bundinn við spýtu Vilji menn verða ósýnilegir og sjá það sem fer fram í kringum þá á að vefja huliðhjálmssteini í blað eða hárlokk þannig að hvergi sjáist í hann. Sagt er að huliðhjálmssteinar séu dökklifrauðir á litinn og það eigi að geyma þá undir vinstra armi. Til eru nokkrar aðferðir til að eignast huliðshjálmsstein. Ein gerir Menn sem bera lífsteina geta ekkl dáið Maöurinn gat ekki drukknaö og velktist því um í sjónum í mörg ár. Aö mörg- um árum tiönum rak hann á land og þaö fyrsta sem hann bað um var aö líf- steinninn yröi fjarlægður. Þegar þaö var gert lést hann samstundis og „varö aö klessu, oj bara“. Hjátrúin er söm viö sig og enn í dag loöir talsvert af henni við steina- ríkiö eöa hluti sem líkjast steinum. Fólk ber á sér happasteina sem lukkugripi. Ýmsir hlutir, eins og frœ sem líkjast steinum, eru taldir til orkusteina en eru þaö ekki í bókstaf- legri merkingu orösins, þeir tilheyra öörum hlutum náttúrunnar. Steinarnir bregða á leik Samkvæmt þjóðtrúnni er best að leita að náttúrusteinum við sólar- upprás því þá liggja þeir lausir á jörðinni. Þegar menn leita náttúru- steina eiga þeir að bera á sér vener- isurt, öðru nafni brjóstagras, surtar- brand, álún, gráurt, og kertavax svo að álfamir leiði þá ekki af réttri braut eða villi þeim sýn. Seinni tíma heimildir segja að náttúrusteinar finnist einkum í Drápuhlíðarfjalli á Snæfellsnesi, Tindastóli i Skagaflröi, Kofra við Álftafjörð í ísafjarðarsýslu og Eyja- fjalli á Bölum í Strandasýslu. í þess- um fjöllum eiga að vera tjamir þar sem töfrasteinar fljóta upp og bregða á leik á Jónsmessunótt en ekki mun vera vandalaust að ná þeim. Sumir segja að best sé að leita náttúrusteina á páska- eða hvíta- sunnumorgni. Sæmundur fróði gaf á sínum tima greinargóða lýsingu á því hvernig finna á brunninn í Tindastóli. „Maður skal ganga í Glerhallarvíkurhorn og þaðan 600 faðma tólfæð; þá er maður kominn á fjallshrygginn. Síðan skal ganga 400 faðma tólf- æð; þá er komið á einstíg, sem er 25 faðma langt. Þetta einstíg skal fara, þegar fyrst jaðrar á sólu Jónsmessu skir- ara morgun. Þá finnur maður brunninn. En þess ber að gæta, að vera kominn frá brunninum, áður en sól er fullrunnin upp, því að ann- ráð fyrir að hrafnsungi sé bundinn við spýtu yfir hreiðrinu, síðan er stungið upp í hann kefli svö hann geti ekki étið. Eftir þrjá daga skal vitja fuglsins og er hann þá með huliðshjálmsstein í kjaftinum. Einnig má taka nýorpið hrafnsegg og sjóða það í vatni, volgt eggið er síðan sett i hreiðrið aftur án þess að hrafninn verði þess var. Krummi reynir aö klekja egginu út en þegar honum tekst það ekki fer hann með það burt eða grefur það í jörðu. Ef eggið er tekið rétt áður en hann grefur það er huliðshjálmssteinn inni í þvi. í sumum heimildum er sagt að huliðshjálmssteina sé að finna í kjóa- eða músarindils- hreiðri eða innan í péturs- skipi. Gæta verður hul- iðshjálmssteinsins vel þvi ef menn leggja hann frá sér flnna þeir hann ekki aftur. með þvi að leysa konur frá fóstri sínu. Áður fyrr voru steinarnir lagðir á kvið kvennanna, undir koddann eða við vinstra læri þeirra. Einnig þótti gott að láta þær kreista steininn í lófanum eða bíta í hann. Sumir sögðu að nóg væri að gefa konu í barnsnauð vatn eða vín aö drekka sem lausnarsteinninn hafði legið í eða verið skafinn út i til að auðvelda fæðinguna. Ef konur misstu mikið blóð þegar þær ólu barn var talið gott að leggja blóðstemmusteina við móðurlífið til að stöðva blæðinguna. Blóðstemmu- steinar eru þrjár litlar samvaxnar rauðar steinkúlur sem kallast öðru nafni baggalútar. Lausnarsteinar fást með því aö binda arnarunga við jörðina. ! ör- væntingu sinni sækir össan lausn- arstein til að leysa ungann. Menn verða að liggja nærri unganum og sæta lags til að grípa lausnarstein- inn þvi annars fer öminn með hann niður á fertugt dýpi þegar ungarnir eru lausir. Best er að ná i lausnar- stein á Jónsmessunótt. Sumir segja að lausnarsteinar séu bæði karl- og kvenkyns og það sé kvensteinninn sem létti konum fæðinguna. Á Homströndum er stundum hægt að finna sjórekin fræ sem menn töldu að væru lausnarsteinar. Sé fræið hrist hringlar í því vegna þess að kjarninn er laus frá hýðinu og trúðu menn að steinninn fæddi af sér aðra steina og að það væri táknrænt fyrir fóstrið sem losnar frá móðurinni. Maðurinn sem gat ekki drukknað Lífsteinar eru gæddir þeirri nátt- úru að lífga við dauða eða dauð- vona menn og sagt er að hús sem lífsteinn er geymdur i geti ekki brunnið. Steinarnir fínnast á Jónsmessunótt þegar þeir lifna við og dansa saman þar sem skrugga hefur Náttúrusteinar geta verið nytsamlegir / Steinasafni Petru á Stöövarfiröi er mikiö af fallegum steinum og inni á milli teynast örugglega kröftugir galdrasteinar ef menn kunna aö beita þeim rétt. komið til jarðar. Slíkir steinar eru stundum kallaðir skruggustein- ar og sagt er að þeir komi til jarðar með eldingum og að eig- endur þeirra geti séð um allar jarðir. Lífsteinar græða sár og þeir sem ber slíkan stein á sér geta ekki dáið. Steinninn er geymdur undir vinstri hendi með því að skera sár í skinnið og flá það upp. Steininum er síðan stung- ið undir skinnið og saumað fyrir. Einu sinni komst maður yfir líf- stein. Þegar hann eltist fór hann í sjóferð sem endaði með því að skip- ið fórst og allir drukknuðu nema hann. Maðurinn gat ekki drukknað vegna lífsteinsins og velktist um i sjónum árum saman þar sem sjáv- ardýrin nörtuðu i hann og þjökuðu. Eftir mörg ár rak mann- inn Leysir konu frá fóstri sínu Lausnarsteinar hafa lengi verið vinsælir meðal yfirsetu- kvenna og ljósmæðra því sagt er að þeir auðvelduðu fæðingar a land og það fyrsta sem hann bað um var að lífsteinninn yrði fjarlægður. Þegar þaö var gert lést hann sam- stundis og „varð að klessu, oj, bara“. í annarri sögu segir að útlendir sjómenn hafi setið um að stela rauð- hærðum drengjum til að nota í beitu. Sagt er að þeir hafi troðið líf- steinum í drengina því þá hafi þeir haldist eilítið lifandi þar til allur skrokkurinn hafði verið bútaður niður. Óskirnar rætast Óskasteinar eru miklir kjörgripir því þeir sem eiga slíka gripi fá allar óskir sínar upp- fylltar. í þjóðsög- um Jóns Árna- sonar er sagt að óskasteinar fmnist við sjó á hálfu aðfalli þegar tungl er 19 nátta og sól í fullu suðri. Líkleg- ast er að flnna stein- inn, sem er á stærð við baun og hvítgul- ur, á páskadags- morgun. Sá sem finnur óskastein á að setja hann undir tungurótina og mæla fram óskir sínar. Það má líka verða sér úti um óskastein með því að taka hrafnsegg tveimur dögum áður en það klekst og sjóða í vatni. Egg- ið er sett aftur í hreiðrið en sótt þeg- ar hrafninn gefst upp á að unga því út. Inni i egginu er þá óskasteinn sem menn eiga að vefja í lín og bera á sér. í sumum heimildum er sagt að óspjölluð mey verði að vefja steininn í skírnarhár og bera hann á milli brjósta sinna i þrjú ár áður en hann öðlist kraft. Presturinn les pínutextann Sögusteinar finnast í maríu- erluhreiðri snemma í maí eða í hrafnshreiðri í páskavik- unni. Sagt er að krummi liggi eins og dauður í hreiðrinu á föstu- daginn langa meðan presturinn les pínutextann. Steinninn drýpur af höfði hrafnsins og geta menn sótt hann um messutímann. Til þess að steinninn öðlist náttúru sína skal hann borinn í poka sem næst likam- anum. Sé sögusteinninn settur í blóðug- an hálsklút og látinn á hægra eyrað segir hann eiganda sínum. allt sem hann vill vita en sé hann settur undir tunguna skilja menn hrafna- mál. Bindi menn steininn aftur á móti undir hægri handarkrikann dreymir þá allt sem þeir vilja vita. Dregst að nafni þess seka Segulsteinar eru góðir til að koma upp um þjófa. Skrifa skal nöfn hinna grunuðu á blað og leggja steininn fyrir neðan nöfnin, segul- steinninn dregst að nafn þess seka. Önnur aðferð til að koma upp um þjóf er að mylja segulstein saman viö deig og messuvín. Þegar búið er að baka brauðið er þeim grunaða geflð að borða og ef brauðið stendur í honum er hann sekur. Segulsteinar eiga einnig að draga ósátt hjón hvort að öðru og bæta samlyndi þeirra. Sagan endurtekur sig Ýmislegt fleira mætti tína til um trú manna á steinum, t.d. eru litlir steinar með hvítum hnöppum kall- aðir marbendilssmíð og er sagt að þeir sem beri þá á sér villist ekki í þoku. Einnig eru til steinar sem draga að sér fé. Fésteinar eru i lag- inu eins og rollutunga og vaxa utan á vömbinni á sauðfé. Svo eru líka til ólánssteinar sem valda mönnum ógæfu og óhamingju Nú á tímum njóta marglitir orku- steinar og kristallar sívaxandi vin- sælda. Kristallarnir eiga aö auka næmni og virkja innsæið séu þeir lagðir við orkustöðvar líkamans. Þeir eiga líka að hreinsa óhreinindi af áruhjúpnum og deyfa óæskilega yang-orku frá sólarljósi. Það hefur ekkert breyst. -kip@ff.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.