Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
I>V
JL-
53
Tilvera
Ráð fyrir konur
Konur sem ferðast einar ættu að
gefa eftirfarandi ráðleggingum
gaum og fara eftir þeim á ferða-
lögum.
• Treystið eðlisávísuninni. Ef ykk-
ur líður ekki vel á einhverjum stað
eða flnnst þið vera óöruggar yfirgef-
ið þá staðinn.
• Hafið á ykkur aukaflármuni og
aukakrítarkort til að láta af hendi ef
þess er krafist með vopnavaldi.
Gangið með veski með gömlum
kortum til að afhenda þjófum.
• Öskrið „ELDUR“ í staðinn fyrir
„NAUÐGUN! Fólk sýnir því meiri
áhuga vegna eigin öryggis.
• Veitið klæðnaði innfæddra at-
hygli og hyljið nekt ykkar á svipað-
an hátt til að draga úr athygli.
• Einfaldir hlutir, eins og að horfa
á karlmenn eða snerta þá, getur haft
ólíka merkingu á framandi menn-
ingarsvæðum.
• Lærið eins mikið og hægt er í
tungumálinu til að auka skilning
ykkar.
• Segist vera giftar og að maður
ykkar sé væntanlegur.
• Ef ykkur er ógnað reynið þá að
komast í samband við flölskyldu-
fólk.
• Ferðist í hópum ef hægt er.
• Treystið ekki Vesturlandabúum
né vantreystið innfæddum sem eðli-
legum hlut.
• Reynið að bóka gistingu fyrir
fram og skipuleggja ferðina eins og
hægt er.
• Verið ekki of hræddar til að ferð-
ast - en fylgið ráðunum.
Þýskaland heillar
Islenskir ferðamenn sem sækja
Þýskaland heim eru farnir að velja
sér nýja áfangastaði samkvæmt
upplýsingum frá þýska ferðamála-
ráðinu.
Berlín virðist njóta mestra vin-
sælda þessa dagana og hafa heim-
sóknir þangað aukist um 71%.
Heimsóknir til Baden-Wtirtemberg
hafa einnig færst í aukana og komu
þangað 49% fleiri íslendingar en í
fyrra. Ferðamönnum til Neðra-
Saxlands hefur flölgað um 41%, 19%
til Hesse og um 13% aukning er til
Rínarhéraðanna. Ferðum til Ham-
borgar hefur aftur á móti fækkað en
um 25% aukning er á ferðum til
fyrrmn Austur-Þýskalands.
Knut Haenschke hjá þýska ferða-
málaráðinu, sem hefur aðsetur í
Kaupmannahöfn, segir að 50.394 ís-
lendingar hafl komið til Þýskalands
í fyrra og það sé 1,2% aukning frá
árinu þar á undan. Hann telur að
heimssýningin EXPO 2000 og af-
mæli Bachs hafi vakið mikla at-
hygli og dregið að flölda íslenskra
ferðamanna.
Hótel úr salti
í Bólivíu er risastór salteyðimörk
sem eru leifar af risastóru stöðu-
vatni. í eyðimörkinni er hótel sem
er eingöngu byggt úr salti og kostar
nóttin 100 dollara. Eins og gefur að
skilja geta þeir sem gista á hótelinu
orðið mjög þyrstir meðan á dvölinni
stendur og er þeim ráðlagt að hafa
með sér vatn.
-Kip
Zagat.com:
Minna pláss,
meiri afþreying
Vefritið Zagat.com birti fyrir
skömmu flmmtu úttekt sína á al-
þjóðlegum flugfélögum. í úttektinni
er lagt mat á verð, þægindi, þjón-
ustu og veitingar um borð. Til að
komast á lista þurftu að minnsta
kosti eitt hundrað manns að svara
spurningalista um viðkomandi flug-
félag og félagið að bjóða upp á flug
til og frá Bandaríkjunum. Alls eru
55 flugfélög á listanum og bárust
svör frá tæplega 12.000 manns sem
flugu að meðaltali flórum sinnum á
ári, þannig að mat er lagt á rúmlega
47.000 flugferðir.
Minna pláss
Fyrir tuttugu árum var bilið frá
stólbakinu fyrir framan farþega að
baki stólsins sem þeir sitja í að með-
altali 88,5 sm en í dag er það 76 sm
auk þess sem sætin eru þrengri. Mælt
er með að farfegar á löngum flugleið-
um hreyfl sig eins mikið og kostur er
af heilsufarsástæðum en fæst flug-
félög gera ráð fyrir slíku. Einnig er
farþegum ráðlagt að halda sig frá
áfengi og drekka þess í stað vatn,
flugfélögin bjóða aftur á móti upp á
ódýrt áfengi í staðinn fyrir vatn.
Þrátt fyrir minna pláss er i boði
ýmiskonar afþreying eins og kvik-
myndir, tónlist og lesefni. Zagat-lið-
ar telja tilkomu sérstakra svefnstóla
á fyrsta farrými ýmissa flugfélaga
stærstu byltinguna í þægindum
undanfarin ár.
Topp tíu
Singapore Airlines kemur best út
í öllum flokkum könnunarinnar og
virðist slysið í nóvember á siðasta
ári ekki hafa áhrif á mat manna.
Fjögur af tíu flugfélögunum sem
koma best út eru frá Asíu. Sam-
kvæmt upplýsingum Zagat.com
hafa gæðin og þjónusta versnað í
öllum flokkum frá síðustu könnun
og koma bandrísk flugfélög einna
verst út eins og áður. -Kip
Með hverjum er
best að fljúga?
Á ferð og flugi
Mælt er með að farþegar á löngum flugleiöum hreyfi sig eins mikiö og kost-
ur er af heiisufarsástæöum en fæst fiugfélög gera ráö fyrir slíku.
verkfalli. Veitingar í lélegu meðal-
lagi. Líkist helst gripaflutingum.
Icelandair
- www.icelandair.com
18||21] |7] [D]
Stórhuga flugfélag frá stór-
huga landi. Ódýr kostur fyrir
þá sem þurfa að ferðast yfir
Atlantshafið. Þjónusta yfir
meðallagi, maturinn góður og
verð í hófi. Þrátt fyrir skiptar
skoðanir um Icelandair kem-
ur félagið vel út úr könnunn
Zagat.com. Sætin þröng og
rými lítið.
Singapore Airlines
-www.singaporeair.com
26 28 26 M
Samkvæmt könnun Zagat.com
ættu öll flugfélög að taka Singapore
Airlines til fyrirmyndar, það er
best. Þjónustan er frábær og mikið
lagt upp úr að farþegar njóti ferðar-
innar og líði vel. Flugþjónar eru
bæði kurteisir og persónulegir. Að
fljúga með Singapore Airlines er
eins og að svífa um i himnaríki.
Swiss Air
- www.swissair.com
23 24 23 M
sams
Þ = Þægindi
V = Viðmót
M = Matur og veitingar
K = Kosnaður
Þægindi, viðmót, matur
og veitingar á kvarðanum
0-30 0-9 Lélegt/þokkalegt
10-15 Þokkalegt/gott
16-19 Gott/mjög gott
20-25 Mjög gott/frábært
26-30 Frábært/óaðfinnanlegt
Kosnaður:
Ó Ódýrt D Dýrt
M Mjög dýrt R Rándýrt
KLM
- www.klm.com
21 22 20 Mj
Konunglega hollenska flugfélagið
þykir bjóða upp á góða þjónustu,
tungumálavandamál sjaldgæf þar
sem flugþjónar tala mörg mál. Mat-
ur góður og fjölbreyttur. Farþegar á
fyrsta farrými gefa flugfélaginu
góða umsögn en þeim sem fljúga á
almennu farrými finnst það langt
frá því að vera konunglegt.
Aer Lingus
- www.aerlingus.ie
19 CM Ol H
írskt flugfélag sem kemur þokka-
lega út úr könnuninni. Stemningin
þykir svipuð og á írskum pöbb sem
býður upp á góðan mat.
Aeroflot
- www.aeroflot.org
Lélegasta flugfélag í heimi. Flug-
vélamar allt of gamlar og hristing-
urinn nægur til að veita gott nudd,
ekki fyrir hjartveika. Flugþjónarnir
dónalegir og gera óspart grín að far-
þegunum. Kynding og loftræsting
iðulega í ólagi. Reykingar eru leyfð-
ar um borð i vélum félagsins.
Air China
- www.airchina.com.cm
12 13 10 D
Óáreiðanlegt. Flugþjónar of upp-
teknir við að tala saman til að sinna
farþegunum. Flestar vélar á alþjóða-
leiðum í meðallagi en vélar á styttri
leiðum allt of gamlar og dæmi eru um
að þær haldi ekki vatni né vindum.
Undatekning ef félagið stenst áætlun.
British Airways
- www.britishsairways.com
Þrátt fyrir góða útkomu í könn-
uninni eru skiptar skoðanir um
gæði og þjónustu. Félagið gefur sig
út fyrir að vera stærsta og besta
flugfélag í heimi. Stundvíst flug-
félag sem býður upp á góðar veit-
ingar.
Finnair
- www.finnair.com
20 23 20 M
Góðar vélar sem standast áætlun.
Þjónustan um borð er mjög góð og
veitingar yfir meðallagi. Góður
kostur fyrir þá sem þurfa að fljúga
til Rússlands.
Iberia
- www.iberia.com
16 16 16 M
Ríkisrekið spænskt flugfélag sem
býður upp á eins litla þjónustu og
það kemst upp með. Fyrsta farrými
viðunandi. Flugþjónar í almennu
flugi hegða sér eins og þeir séu í
Lufthansa
- www.lufthansa.com
21 22
20j[M
Þýsk nákvæmni og stundvísi.
Þjónusta góð, flugþjónar kurteisir,
nákvæmir og smámunasamir en
viðmótið oft kalt og allt aö því vél-
rænt. Veitingar góðar og vel yflr
meðallagi. Sæti óþægileg og allt of
þröng, rými of lítið. Góður kostur
fyrir þá sem þurfa að standast áætl-
un og eru lítið gefnir fyrir óþarfa
samskipti.
SAS
- www.flysas.com
21 23 21 M
Vélar félagsins eru snyrtilegar,
þægilegar og nákvæmar eins og íbú-
ar Skandinavíu. Góð þjónusta, veit-
ingar yflr meðallagi og draga at-
hyglina frá allt að því spartískum
innréttingum. Rými mætti vera
meira og sætin betri.
Gengur eins og klukka. Frábær
þjónusta, flugþjónar einstaklega
kurteisir og veitingar langt yfir
meðallagi. Sæti þægileg og rými
gott, hvort sem flogið er á almennu
eða fyrsta farrými.
Thai Airways
- www.thaiair.com
22 24 21 M
Þegar gengið er um borð í flugvél-
ar félagsins taka brosandi og kurteis-
ir flugþjónar á móti farþegum. Sætin
eru þægileg og rýmið gott. Vélarnar
skreyttar með brönugrösum og þjón-
ustan silkimjúk. Flugfélagið þykir
gefa góða mynd af Taílandi.
TWA
Félagið býður upp á ódýr far-
gjöld en veitti ekki af andlitslyft-
ingu. Farþegar hafa á orði að flug
með TWA sé eins og að taka út refs-
ingu fyrir allt illt sem þeir hafa gert
á ævinni. Þrengsli í vélunum eru
stundum það mikil að farþegar berj-
ast um olnbogapláss.
- www.twa.com
Í6||Í6|IÍ4{ D
■hmmmI *ttrmirrn" LmmJ Lmmm
Virgin Atlantic
- www.virginatlantic.com
Þrátt fyrir lítil sæti og þrengsli
nýtur félagið mikilla vinsælda fyrir
ódýr fargjöld og góða þjónustu. Það
þykir bæði skemmtilegt og töff með-
al ungs fólks að fljúga með Virgin.
Um borð í flugvélunum er boðið
upp á fjölbreytta afþreyingu og
þjónusta hefur létt og frjálslegt yfir-
bragð. -Kip
Kaupmannahöfn
Góð gisting,
á besta stað.
p^kNllLY HOTq
Valberg
Sími +45 33252519
ísl. símabókanir milli kl. 8 og 14.00.
Fax +45 33252583
www.valberg.dk
Net tilboð
4»