Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
59
DV
Tilvera
DV-MYND INGÓ
Háskólakórinn á æfingu
Komst upp á bragðiö í sumar með að flytja kirkjuleg söngverk af stærri gerðinni.
Nýjar áherslur hjá Háskólakórnum:
Verk gömlu meistar-
anna með undirleik
„Það er nýbreytni hjá Háskóla-
kórnum að syngja með hljómsveit,"
segir Hákon Tumi Leifsson kór-
stjórnandi en á sunnudaginn verð-
ur sálumessan Requiem eftir Fauré
og nokkur önnur trúarleg verk flutt
á tónleikum kórsins við undirleik
kammersveitar. Hákon Tumi segir
efnisvalið líka vera af öðrum toga
en oftast áður. „Kórinn hefur hing-
að til lagt áherslu á íslenska tónlist
án undirleiks en við komumst upp
á bragðið í sumar með að flytja
kirkjuleg söngverk af stærri gerð-
inni er við sungum Sálumessu eftir
Verdi á Ítalíu."
Tónleikarnir á sunnudaginn
verða í Seltjarnarneskirkju og hefj-
ast kl. 20. Kórinn Vox academica
mun leggja Háskólakórnum lið í
Requiem og einsöngvararnir í því
verki eru Hulda Björk Garðarsdótt-
ir sópran og Loftur Erlingsson bar-
íton. I kammersveitinni er fólk úr
Sinfóníuhljómsveit íslands og
konsertmeistari er Gréta Guðna-
dóttir.
Háskólakórinn er tæplega þrjátíu
ára gamall. Hingað til hefur áhersl-
an verið á íslenska tónlist án und-
irleiks og eitt af markmiðum hans
er að flytja árlega eitt nýtt verk af
þeirri gerð. Þeirri stefnu trúr frum-
flutti hann verk eftir Svein Lúðvík
Björnsson á háskólatónleikum fyrir
skemmstu. En hvernig tengjast Há-
skólakórinn og Vox academica? Því
svarar stjórnandi þeirra beggja, Há-
kon Tumi: „Vox academica er að
mestu skipaður fyrrverandi félög-
um úr Háskólakórnum og þegar
þeim lýstur saman verður úr því
öflug 60 manna söngsveit."
-Gun.
j Hetlir sturtuklefar úr
öryggisgleri
með horn- eða
fiamopnun, stœrð 80x80
sm. Innifalið í verði
■ blöndunartteki,
sturtusett, botn og
vatnslós.
Tilboðsverð
firá kr. 48.900,- stgn.
Heilir nuddsturtuklefar
úr öryggisgleri rúnnaðir
eða trapisulagaðir, stærð
90x90 sm. Innifalið í
verði: Hitastýrð
blöndunartteki, sex
nuddstútar, sturtusett,
botn og vatnslás.
Tilboðsverð fe
frá kr. 94.700,- stgr.
OPIÐ:
Mónud. - föstud. kl. 9-18,
laugard. kl. 10-14
80x80sm
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.heildsoluverslunin
Gleðilegt sumar í orlofshúsum
og tjaldvögnum VR
SA
7v
VR auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum félagsins sumarið
2001. VR býður nú alls 46 orlofshús og 33 tjaldvagna til útleigu. Fleiri geta því notið þess
að dvelja í húsunum en áður þó félagið geti því miður ekki sinnt nema hluta umsókna.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Húsafelli í Borgarfirði • Kirkjubæjarklaustri • Flúðum í Hrunamannahreppi • Einarsstöðum
á Völlum • Eyjólfsstaðaskógi við Einarsstaói • Úlfsstaðaskógi við Einarsstaði • Furulundi
á Akureyri • Miðhúsaskógi í Biskupstungum • Stykkishólmi • Súðavík • Bakka í Vatnsdal
• Vestmannaeyjum • Vík í Mýrdal • Kerlingarfjöllum
Seglskip
Hér notar Ásgeir vindlahringi með afar sérstökum hætti.
Ásgeir Guðbjartsson sýnir handverk:
Vindlahringir
verða fögur fley
Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Guð-
bjartsson opnar í dag sýningu á
handverki í Sjóminjasafninu í Hafn-
arfirði. Ásgeir, sem er borinn og
barnfæddur Hafnfirðingur, hefur
frá unga aldri haft brennandi áhuga
á ýmiss konar handverki og veiði-
skap. Hann er ekki menntaður í list-
sköpun heldur hefur einlægur
áhugi hans á að gera hugmyndir
sínar sýnilegar drifið hann áfram. í
frístundum hefur Ásgeir skorið út í
tré, bein, hvaltennur, plast og gler,
svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum
hefur hann einnig gert athyglisverð-
ar myndir þar sem hráefnið er aðal-
lega vindlahringir.
Ásgeir hefur alla tíð haft afar
hljótt um sín áhugamál sem lúta að
listsköpun - telur að þetta sé aðeins
skemmtileg frístundaiðja, ætluð
honum, hans íjölskyldu og vinum til
einhverrar gleði, en nú hefur hann
látið tilleiðast að sýna nokkur verk
sin í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði
ef það gæti orðið öðrum hvati til
Hvaltönn
Ásgeir notarýmiss konar efnivið í
verk sín
þess að gera hugmyndir sínar að
veruleika í handverki. Sýningin
verður opnuð kl. 13 í dag og stendur
yfir til maíloka. Sjóminjasafn ís-
lands er opið frá kl. 13 til 17 laugar-
daga og sunnudaga.
Tjaldvagnar
Félagsmenn geta einnig leigt tjaldvagna í 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigóir frá mióvikudegi
til þriðjudags.
Leigugjald
Vikan í Miðhúsaskógi, Húsafelli og Flúðum........ kr. 12.000,-
Vikan annars staðar...............................kr. 10.500,-
Tjaldvagn 6 dagar................................ kr. 8.500,-
Tjaldvagn 13 dagar............................... kr. 17.000,-
Úthlutunarreglur
Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.
Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu VR, í VR blaðinu og á vefnum, www.vr.is.
Umsóknareyðublöð
Hægt er að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins í Húsi
verslunarinnar, 1. hæð eöa senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eða á faxi, 510 1717. Einnig
er hægt að sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til 18. apríl nk.
Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 30. apríl. Starf okkar
eflir
þitt starf