Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson * Laugardagur 7. apríl 90 ára_______________________________ Guörún Guðbjarnadóttir, Torfnesi Hllf 2, ísafiröi. Höröur Runóifsson, Hraunbæ 103, Reykjavtk. 80 ára_______________________________ Ebba Bergsveinsdóttir, Fellsmúla 18, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíö 41, Reykjavlk. 75 ára_______________________________ Sigrún Pálsdóttir, Svínafelli 1, Austurbæ, Fagurhólsmýri. Sigurður Guðmundsson, Brávallagötu 50, Reykjavlk. 70 ára Elín Tómasdóttir, Austurvegi 21, Vlk. tí» Hún tekur á móti getsum á heimili sínu laugard. 14.4. kl. 15.00-19.00 Árni Valur Viggósson, Lindasíðu 2, Akureyri. Guömundur Antonsson, Teigaseli 11, Reykjavlk. 60 ára_________________________________ Tvíburarnir Hjörleif Einarsdóttir ritari, Funalind 7, Kópavogi, og Sveinbjörn Pór Einarsson myndlistarmaður, Hraunbæ 102f, Reykjavlk. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 50 ára_________________________________ Birgir Kjartansson, Kjarrbergi 3, Hafnarfirði. Edda Ösp Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi^63, Kópavogi. Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Efstahrauni 27, Grindavík. Guðbrandur G. Björnsson, Laugarásvegi 32, Reykjavík. Guðfinna Þorsteinsdóttir, Miðengi 14, Selfossi. Ólafur Halldórsson, Tjörn 1, Höfn. Ólöf María Eiríksdóttir, Brekkubrún 3b, Egilsstööum. Pétur Þ. Jóhannesson, Urriðakvísl 13, Reykjavlk. Rebekka B. Þráinsdóttir, Fiskakvlsl 26, Reykjavík. Valur Ingvarsson, Faxatröö 2, Egilsstöðum. Vilberg Sigtryggsson, Efstasundi 24, Reykjavík. Örn Ingvarsson, Birkilundi 15, Akureyri. 40 ára_______________________ Arnar Sigfússon, Hrisalundi 14h, Akureyri. Ásdís Kristjánsdóttir, Lindasmára 6, Kópavogi. Guðfinna Elsa Haraldsdóttir, Urðarholti 4, Mosfellsbæ. Guöleifur Guðmundsson, Kirkjubraut 30, Njarðvík. Katrín Skúladóttir, Aðalstræti 10, ísafirði. Kolbrún Edda Júlínusdóttir, Næfurási 2, Reykjavík. Leifur Þór Ingólfsson, VTkurfiöt 2, Stykkishólmi. Valgerður P. Hrelðarsdóttir, Árstig 3, Seyðisfirði. Andlát Stefán Siguröur Friöriksson, fyrrv. lög- regluvarðstjóri, Hraunbæ 138, er iátinn. Jarðsett verður I kyrrþey að ósk hins látna. Rnnbogi Einarsson pípulagningarmeist- ari, Logalandi 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriöjud. 3.4. Gísli Súrson Magnússon vélsmíðameist- ari, Granaskjóli 80, lést sunnud. 25.3. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey aö ósk hins látna. Fanney Steinsdóttir, Fossvegi 22, Siglu- firði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarð- ar miðvikud. 4.4. sl. Guðríður Þórdís Slgurjónsdóttir, Bolla- götu 14, Reykjavík, andaðist á Land- spítalanum Landakoti miðvikud. 4.4. Árni Waag Hjálmarsson lést þriöjud. 3.4. Jaröarförin fer fram I kyrrþey að ósk hins látna. Einar Bragi skald og nthöfundur Einar Bragi, skáld og rithöfund- ur, Suðurgötu 8, Reykjavík, er átt- ræður i dag. Starfsferill Einar Bragi fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1944 og stundaði nám í bókmenntum, listasögu og leikhús- sögu við Háskólann í Lundi 1945-47 og við Stokkhólmsháskóla 1950-53. Einar Bragi var hestastrákur í Suðursveit þrjú sumur í bernsku, var í síldarvinnu á Siglufirði 1939 og niu sumur á Raufarhöfn, blaða- maður við Þjóðviljann sumarið 1945, næturvörður, starfsmaður í vöruhúsi og bréfberi í Stokkhólmi, leiðsögumaður ferðamanna erlendis sumrin 1956 og 1957 og kennari við gagnfræöaskóia í sautján ár. Ljóðabækur Einars Braga eru Eitt kvöld í júní, 1950; Svanur á báru, 1951; Gestaboð um nótt, 1953; Regn í maí, 1957; Hreintjarnir, 1960, 2. útg. 1962; í ljósmálinu, 1970; Ljóð, (úrval) 1983; Ljós í augum dagsins, (úrval) 2000. Bækur Einars Braga í lausu máli: Eskja I-V bindi, 1971, 1977, 1981, 1983 og 1986; Þá var öldin önnur I—III bindi, 1973-75; Hrakfallabálkur- inn, 1982, og Af mönnum ertu kom- inn, 1985. Auk þess hafa ljóð og saga eftir hann komið út á segulbands- spólum og geisladiskum. Ljóðaþýðingar Einars Braga eru Hrafnar í skýjum, 1970; Hljómleikar í hvitu húsi, eftir Knut Gdegárd, 1973; Létta laufblað og vængur fugls, eftir Gunnar Björling, 1975; Kring- um húsið læðast vegprestarnir, lett- nesk ljóð, 1977; Sumar í Qörðum, grænlensk ljóð, 1978; Hvísla að klett- inum, samísk ljóð og fleira, 1981; Bjartir frostdagar, eftir Rauni Magga Lukkari, 2001. Enn fremur í handritum: Móðir hafsins, eftir Synnove Persen; Gleði, eftir Aqigs- saq Moller; Samískt ljóðssafn. Út hafa komið eftirfarandi skáld- sögur í þýðingu Einars Braga: Hornin prýða manninn, eftir Aksel Sandemose, 1946; Ditta mannsbarn, eftir M.A. Nexo, I—II. 1948-49, 2. útg. 1984; Eiginkonan, eftir V. Katajev, 1948; Sumardansinn, eftir P.O. Ekström, 1953; Á ódáinsakri, eftir K. Markandaya, 1958; Sonur minn og ég eftir Söru Lidman, 1962. Einar Bragi hefur þýtt leikrit eft- ir Elmer Rice, Gustav Sandgren, Bernard Shaw, Federico García Lorca, Arqualuk Lynge og August Strindberg. Þá hafa komið út þýð- ingar hans á tuttugu leikritum eftir August Strindberg og þýðingar hans á tólf leikritum eftir Henrik Ib- sen. Einar Bragi sá um útgáfu á Er- lendum nútímaljóðum, ásamt Jóni Óskari; Lilju, eftir Eystein Ásgríms- son; 100 kvæðum eftir Jón úr Vör; Bókmenntagreinum, eftir Bjarna frá Hofteigi; Ritsafni Stefáns Jóns- sonar í 15 bindum og ritinu Heyrt og munað eftir Guðmund Eyjólfsson frá Þvottá. Einar Bragi stofnaði tímaritið Birting (eldri) 1953 og gaf út í tvö ár, var meðritstjóri að Birtingi (yngri) 1955-68, ritari Rithöfundafélags Is- lands 1955-56, i stjórn Rithöfunda- sambandsins 1959-60, formaður þess 1968-70, í stjórn Rithöfundasjóðs ís- lands 1971-74 og formaður 1974, sat í Framkvæmdaráði Friðlýsts lands 1958-60, framkvæmdanefnd Kefla- víkurgöngu 1960, framkvæmda- nefnd Þingvallafundar 1960, miö- nefnd Samtaka hernámsandstæð- inga 1960-62 og framkvæmdanefnd þeirra 1960-61, hefur tekið þátt í norrænu menningarsamstarfi og setið í ýmsum nefndum. Fjölskylda Einar Bragi kvæntist 10.5. 1945, Kristínu Jónsdóttur, f. 19.1. 1920, starfsmanni við barnaheimili. Hún er dóttir Jóns Björnssonar, f. 5.9. 1891, d. 1.10. 1941, og k.h., Arnþrúð- ar Grímsdóttur, f. 8.5. 1890, d. 26.9. 1971, sem bjuggu að Ærlækjarseli í Öxarfirði. Börn Einars Braga og Kristínar eru Borghildur, f. 24.2. 1946, geð- láeknir í Reykjavík, og á hún þrjár dætur; Jón Arnarr, f. 12.2.1949, inn- anhússhönnuður í Reykjavík og á hann fjögur börn. Systkini Einars Braga eru Alfons, f. 17.12. 1916, verkamaður i Kópa- vogi; Sigrún, f. 14.3. 1919, húsmóðir á Eskifirði; og Anna, f. 20.2. 1927, fyrrv. læknaritari i Reykjavík. Foreldrar Einars Braga voru Sig- urður Jóhannsson, f. 23.12. 1891 d. 5.11. 1946, skipstjóri á Eskifirði, og k.h., Borghildur Einarsdóttir, f. 28.4. 1898, d. 26.1. 1981, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Jóhanns, sjó- manns á Djúpavogi, Sigurðssonar, þar, Friörikssonar, Rasmusson, bróður Rasmusar verslunarstjóra, föður Jóhannesar Lynge, langafa Jakobs Smára og Yngva Jóhannes- sona. Móðir Jóhanns var Guðný, ljósmóðir Höskuldsdóttir. Móðir Sigurðar var Friðbjörg Einarsdóttir, b. í Stekkjarhjáleigu, Magnússonar, hálfbróður Árna, langafa Vésteins Ólasonar, forstöðu- manns Árnastofnunar. Móðir Ein- ars var Ragnheiður, átján barna móðir. Móöir Friðbjargar var Ragn- heiður, systir Guðlaugar, móður Jörundar Brynjólfssonar alþm., föð- ur Gauks, fyrrv. umboðsmanns Al- þingis. Ragnheiður var dóttir Guð- mundar, b. á Starmýri, Hjörleifsson- ar sterka, bróður Jóns sterka, sona Árna skálds í Höfn Gíslasonar. Borghildur var dóttir Einars, b. í Gamla-Garði í Suðursveit, Pálsson- ar, b. á Hofsnesi í Öræfum, Jónsson- ar, b. á Uppsölum í Landbroti, Páls- sonar, b. á Seljalandi í Fljótshverfi, Eiríkssonar, b. á Hnappavöllum, Jónssonar, bróður Einars, rektors í Skálholti, langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Borghildar var Guðný Benediktsdóttir, b. á Brunnum í Suðursveit, bróður Guðnýjar, ömmu Þórhergs Þórðarsonar. Bróð- ir Benedikts var Sigurður, afi Gunnars Benediktssonar rithöfund- ar. Hálfsystir Benedikts var Stein- unn, amma Svavars Guðnasonar listmálara. Benedikt var sonur Ein- ars, b. á Brunnum, Eiríkssonar, b. þar, Einarssonar, b. þar, Brynjólfs- sonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferens- ráðs og Önnu, langömmu Einars Benediktssonar skálds. Móðir Guð- nýjar var Ragnhildur Þorsteinsdótt- ir, b. á Steig, Sigurðssonar, af ætt Jóns Steingrimssonar eldprests, bróður Þorsteins í Kerlingadal, afa Steingríms Thorsteinssonar skálds. Attræð Kristín Sveinsdóttir húsmóðir á Akranesi Kristín Sveinsdóttir húsmóðir, Vitateigi 5, Akranesi, verður áttræð á mánudaginn. Starfsferill Kristin fæddist í Stórutungu í Bárðardal og ólst upp í Bárðardaln- um. Auk þess dvaldi hún oft á sumr- in í Möðrudal. Kristín naut barnafræðslu i far- skóla eins og þá tíðkaðist. Hún stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og við Kvennaskólann á Laugum. Kristín var þjónustustúlka á Hvanneyri í Borgarfirði 1943-44 og kynntist þar mannsefni sínu sem þá stundaði nám við Bændaskólann. Er Kristín gifti sig fluttu þau hjónin að Hríshóli í Reykhólahreppi þar sem þau stofnuðu nýbýlið Hrís- hól II. Þar bjuggu þau til 1968. Þá fluttu þau á Akranes þar sem þau hafa átt heima síðan. Kristín vann í fiski fyrstu árin á Akranesi en varð síðan dagmóðir. Síðustu árin sem Kristín var úti- vinnandi var hún við heimilishjálp hjá öldruðum. Fjölskylda Kristín giftist á sumardaginn fyrsta 1944 Garðari Halldórssyni, f. 8.9.1924, búfræðingi. Hann er sonur Halldórs Loftssonar sjómanns og Ingibjargar M. Bjömsdóttur, ráðs- konu á Hríshóli. Börn Kristínar og Garðars eru Gígja Garðarsdóttir, f. 18.9. 1944, dagmóðir á Akranesi, maður henn- ar er Sigurður Guðjónsson, f. 17.3. 1942, og eignuðust þau fiögur börn, þrjú þeirra eru á lífi; Gunnar Þór Garðarsson, f. 7.1.1948, vörubilstjóri á Akranesi, var fyrst kvæntur Björgu Þórhallsdóttur, f. 1.6. 1949, þau skildu, þau eignuðust tvö börn en seinni kona Gunnars Þórs er Lilja Ellertsdóttir, f. 6.10. 1946, og eiga þau eitt barn; Alda Garðars- dóttir, f. 26.11. 1949, húsmóðir í Hafnarfirði, maður hennar er Guð- mundur Viggósson, f. 22.12. 1943, og eiga þau fiögur börn; Svavar Garð- arsson, f. 27.1. 1952, verktaki í Búð- ardal, kona hans var Nanna Bald- ursdóttir, f. 26.1. 1960, þau skildu og eiga tvö börn; Sveinn Vilberg Garð- arsson, f. 20.5. 1954, vélamaður í Mosfellsbæ, kona hans er Elsa Guð- laug Geirsdóttir, f. 19.7.1955, og eiga þau fiögur börn; Ingimar Garðars- son, f. 18.12.1959, bakari í Búðardal, kona hans er Anna Signý Árnadótt- ir, f. 15.11. 1962, og eiga þau tvö börn; Halldór Garðarsson, f. 8.11. 1961, lagermaður í Noregi, kona hans er Anna Edda Svansdóttir, f. 17.6. 1966, og eiga þau saman þrjú börn. Systkini Kristínar: Anna Guðrún, f. 2.9. 1908, d. 27.3. 2001, lengst af húsfreyja i Stórutungu; Páll, f. 24.12. 1911, d. 15.6. 1994, bjó í Saltvík í Reykjahverfi og síðan í Hveragerði; Margrét, f. 18.11. 1916, lengi hús- freyja í Möðrudal og síðar á Eyvind- ará á Héraði. Foreldrar Kristínar voru Sveinn Pálsson, f. 15.1. 1868, d. 7.5. 1935, bóndi í Stórutungu, og k.h., Vilborg Kristjánsdóttir, f. 28.6. 1887, d. í apr- íl 1954, húsfreyja. Kristín ætlar að hafa heitt á könnunni fyrir vini og venslafólk á heimili sínu sunnudaginn 8.4. milli kl. 15.00 og 18.00. —--------------------------------------------------------:---------------- Arínu eldri_______________________________________ Örn Jóhannsson, fram- m. kvæmdastjóri Morgun- blaösins, er 62 ára í dag. ■ Hann er verslunarskóla- 'jjjl SenSinn' hér heima °g í Örn er enginn stund- arspútnik I Islensku athafnalífi og ekki mikið fyrir aö skipta um vinnuveitanda. Hann fór sér að engu óðslega, hóf störf viö Moggann er hann var tólf ára, fyrir hálfri öld, hefur veriö I föstu starfi viö Morgunblaðið frá 1958 og varö skrifstofustjóri Árvakurs 1966. Svona eiga menn aö feta framabrautina: Af þolinmæði, hægt en örugglega. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, er 61 árs í dag. Arngrímur og flug- félagsævintýri hans virðast engan enda ætla að taka og minna helst á þá Alfreð Eliasson og Kristin Olsen foröum daga og stofnun og framgang Loftleiða. Og Arngrímur lætur ekki deigan siga því stööugt bætist I flugflota hans sem enn er aö stækka, einmitt þessa dag- ana, og slagar oröiö hátt I flugflota Flugleiða. Viö óskum Arngrími til ham- ingju meö afmælið og nýju vélarnar. V Megas er 56 ára í dag. K 'Í* Aliir vita aé Megas hefur Kf vJ veriö einn fromlegasti og vinsælasti tónlistarmaður . okkar um árabil. Hann er ■HHH auk þess mikill íslensku- maöur enda náfrændi Halldórs Lax- ness. Reyndar er hann svo mikill galdramaöur I tungunni aö hann fékk Verölaun Jónasar Hallgrimssonar I vetur á Degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók viö verölaununum kom til hans ungur blaðamaöur sem haföi sett sig I móöur- málsstellingar og spurði: ,,Hvað þýöa þessi verölaun fyrir þig". Megas svar- aöi og glotti: „Bunch of money"! Pálmar Kristmundsson arkitekt er 46 ára í dag. Pálmar er Vestfirðingur, fæddur á Þingeyri en lauk stúdentsprófi frá Flens- borg I Hafnarfirði, læröi arkitektúr við Arkitekt- skolen I Arósum og stundaöi síöan framhaldsnám og rannsóknir viö Tokyo- háskóla. Pálmar hefur getiö sér gott orö meðal sinna kollega, unniö til fyrstu verðlauna I ýmissi samkeppni, s.s. um sendiráð islands I Berlín og um götur og torg I miöbæ ísafjarðar. Hann er 101-maður, búsettur viö Ingólfsstræti I Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.