Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Page 58
86 _________________________________LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Tilvera I>V lí f iö E F T I R VINNU Tónleikar Graduale Nobili Graduale Nobili er nýstofnað- ur kór við Langholtskirkju, eins konar brú milli Gradualekórs Langholtskirkju (10-18 ára) og Kórs Langholtskirkju. Kórinn hefur fengið boð um að taka þátt í keppni evrópskra æskukóra í Kalundborg í Danmörku. Tón- leikamir verða í Langholts- kirkju í kvöld kl. 20. Á efnis- skránni eru þau verk sem kór- inn syngur í keppninni, m.a verður frumflutt verk sem Þor- kell Sigurbjörnsson samdi sér- staklega fyrir keppnina. Stjórn- andi kórsins er Jón Stefánsson. Klassík ■ HEIÐURSTONLEIKAR I AKUR- EYRARKIRKJU Kammerkórinn Schola cantorum viö Hallgrímskirkju í Reykjavík heldur kórtónleika í Akur- eyrarkirkju klukkan 17.00 til heið- urs Áskeli Jónssyni. 90 ára. ■ KAMMERTÓNLEIKAR í FRÍ- KIRKJUNNI Tónlistarskóli Reykja- víkur stendur fyrir kammertónleik- um í Fríkirkjunni kl. 17. ■ REQUIEM EFTIR MOZART Kór Hafnarfjaröarkirkju ásamt félögum úr kór Kópavogskirkju flytja Requiem, Mozarts kl. 15.00 í Há- sölum, safnaöarheimili Hafnarfjarö- arkirkju. ■ TÓNLEIKAR í BREIÐHOLTS- KIRKJU Þrír kórar halda sameigin- lega tónleika í Breiöholtskirkju kl. 15. Kórarnir eru Geröubergskórinn, Þingeylngakórinn og M.R.60. Kór- arnir eiga þaö sameiginlegt aö Kári Friöriksson tenórsöngvari er stjórn- andi þeirra allra. ■ VORTÓNLEIKAR LÚÐRASVEIT- ARINNAR SVANS Lúörasveitin Svanurinn heldur vortónleika klukk- an 15 í dag í Neskirkju. Opnanir I ANNA HALLIN OG OLGA BERG- MANN I LISTASAFNI ASI Sýningar á verkum Onnu Hallin og Olgu Berg- mapn verða opnaðar í Listasafni ASI, Freyjugötu 41, í dag. ■ HERE. THERE AND EVERY- WHERE I GALLER_I@HLEMMUR.IS I dag, klukkan 14, veröur opnuö sý ing Erlu Haraldsdóttur og Bo Melir Here, there and everywhere, í galleri@hlemmur.ls. I ODD NERDRUM - KJTCHMÁLAR. !NN^.A KJARVALSSTOÐUM Norski niálarinn Odd Nerdrum er mættur til Islands til aö vera viöstaddur opnun sýningar sinnar á Kjarvalsstööum í dag, klukkan 16. Odd hefur sér- stööu innan samtímalistar. Hann hefur bæöi vakiö óbeit og aðdáun meö því að beita ögrandi tilfinninga- legri höföun og vera gamaldags af fullri einurö. ■ UÓSMYNDAÆTINGAR FYRR OG NU I ISLENSKRI GRAFIK I dag, kl. 16, veröur opnuð sýning í sal fé- iagsins íslensk grafík, Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), á Ijósmyndaætingum. Fundir I FYRIRLESTUR UM FOSTURMAL OG VEUFERÐ BARNA Gunvor And- _ ersson prófessor heldur fýrirlestur í ) boöi Félagsráögjafar viö Háskóla ís- lands og Endurmenntunarstofnunar Hl, kl. 14.15 í Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og ber yfirskriftina Child welfare anc foster care seen from different per- spectives. Andersson er meðal fremstu sérfræðinga á Noröurlönd- um á sviöi rannsókna á fósturbörn- um. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is DV-MYND E.ÓL. Allar meö brennandi áhuga á spænsku Helen Gardarsdóttir, Árný Jónsdóttir, Anna Dagbjört Þóröardóttir og María Gestsdóttir ætla aö gera þaö sem þeim þykir skemmtiiegast í sumar; tala spænsku og þaö viö íslendinga. Háskólastúdínur efna til nýstárlegra spænskunámskeiða: Kenna börnum spænsku með söngvum og leikjum Fjórir spænskunemar við Há- skóla íslands ætla að láta hendur standa fram úr ermum í sumar og kenna bæði börnum og fullorðnum spænsku. Þetta eru þær Helen Garð- arsdóttir, Árný Jónsdóttir, Anna Dagbjört Þórðardóttir og María Gestsdóttir en þær hafa allar dvalið langdvölum í spænskumælandi löndum og eru nú að ljúka öðru ári í spænsku. „Spænskan er stóra áhugamálið hjá okkur öllum og þegar hugmynd- in um námskeiðahald af þessu tagi kom upp í umræðutíma í skólanum ákváðum við að slá til enda getum við ekki hugsað okkur betri leið til að verja sumrinu," segir Helen um Bíógagnrýni tilurð námskeiðanna. Þær stöllur segja námskeiðin munu skiptast í tvennt; annars veg- ar verða námskeið fyrir fjölskyldur og hins vegar leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára og 10 til 12 ára. „Þaö geta allir lært að tala og skilja nýtt tungumál og þess vegna er í raun aldrei of seint að byrja. Það er líka staðreynd að þúsundir Islendinga leggja leið sína til Spán- ar og annarra spænskumælandi landa ár hvert og flestir beita fyrir sig enskunni þegar út er komið. Við viljum kenna fólki undirstöðuatrið- in í spænsku þannig að það geti bjargað sér um einfóldustu hluti og sé frekar í stakk í búiö að ferðast á eigin vegum. Okkur langar líka til að glæða áhuga fólks á menningu þessara landa og sýna fram á að það er margt annað hægt að gera en að flatmaga á ströndinni, þótt það sé auðvitað ágætt meðfram öðru,“ seg- ir Árný. Ný sýn á heiminn Barnanámskeiðin verða byggö upp af leikjum, söngstundum og vettvangsferðum svo eitthvað sé nefnt. „Við munum reyna að tala eins mikla spænsku við börnin og kostur er og svo notum við til dæm- is söngva til að kenna þeim orð og tölur. Krakkar eru námsfúsir i eðli sínu og eiga auðveldar með að til- einka sér nýtt tungumál en við full- orðna fólkið. Hér á landi byrja böm hins vegar mjög seint að læra ann- að tungumál eða um tíu ára aldur,“ segir Helen. Þær eru sammála um mikilvægi þess að vekja börn til vitundar um það eru fleiri tungumál en enska og auk tungumálanámsins hyggjast þær kynna börnunum menningu og sögu rómönsku Ameríku og Spánar. „Okkur langar til að opna börnun- um nýja sýn á heiminn," segir Árný Jónsdóttir en þess má geta að nám- skeiðin verða haldin í húsakynnum Háskóla íslands og hefjast í maí. Regnboginn - Ma petite entreprise ir'k'ir Tekið til sinna ráða Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Hvað gera menn þegar ævistarfið brennur upp og tryggingin, sem samviskusamlega hefur verið borg- að af reynist vera svikamylla og engir peningar eru til staðar til að bæta skaðann. Það er um tvennt að ræða, taka örlögum sínum og byrja upp á nýtt eða taka til sinna ráða og reyna að nálgast tryggingarpening- inn með ráðum sem fara út fyrir laganna bókstaf. Þetta er þaö sem hinn „heiðar- legi“ Yann (Vincent Lindon) gerir. Hann stjórnar lítilli húsgagnaverk- smiðju, fjölskyldufyrirtæki og er þriðji ættliöurinn við stjórnvölinn. dag einn bregður hann sér í hádeg- isverð ásamt starfsliði sínu. Þegar komið er til baka stendur verk- smiðjan í ljósum logum og litlu hægt að bjarga. Yann er með trygg- ingar á hreinu, sem er nokkuð ótrú- legt, þar sem hann skuldar öllum sem eru í kringum hann meira og Lífsstarf oröiö aö engu Yann (Vincent Lindon) minna, meðal annars skattinum og er auk þess hinn mesti flagari þegar kemur að kvenfólki. Það er því varla á bætandi þegar tryggingarsalinn segir honum frá svikamyllu sem hann tók þátt i til að græða peninga og notaði meðal annars afborganir Yanns í því skyni, hefur ekki gengið upp og all- ir peningar eru tapaðir. Yann verð- ur að sjálfsögðu alveg brjálaður og krefst þess af tryggingarsalanum að hann bæti honum skaðann. Sá seg- ist ekki getað það nema búin sé til ný svikamylla. Nú er að duga eða drepast og þarf Yann að virkja nán- ast alla sína vini og son sinn svo takist að ná peningunum. Inn í þessa sögu eru svo fléttaðar persónur sem standa í kringum Yann, fyrrum eiginkona og núver- andi eiginmaður sem sér hag í að vera með í svikamylluninni þar sem hann telur sig ekki geta séð fyrir fjölskyldunni nema með aðstoð Yanns, einkalögregla sem vill allt gera fyrir vin sinn tryggingarsalann og starfsfólk Yanns; allt persónur sem hafa sín séreinkenni og leikar- ar gera sér mat úr. Ma petite entreprise er einstak- lega lifleg og útsjónarsöm gaman- mynd, mörg atriðin fyndin og vel gerð. Það má með sanni segja að þó myndin fjalli um glæp þá eru engir glæpamenn í henni. Þetta er venju- legt fólk, sem leitar réttar síns í við- sjárverðum heimi og fagnar þegar vel tekst og er ekkert að velta sér upp því að aðferðir þeirra eru vafa- samar. Leikstjóri: Pierre Jolivet. Handrit: Pierre Jolivet og Simon Michael. Aöalleikarar: Vincent Lindon, Frangois Berleand, Roschdy Zem, Zabou, Catherine Mouchet og Albert Dray.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.