Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöí 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyhr myndbirtingar af þeim. Glœpamaður framseldur Framsal Slobodan Milosevic til stríðsglæpadómstólsins í Haag markar þáttaskil í sigurgöngu lýðræðis og mann- réttinda i heiminum. Einn af verstu glæpamönnum Evr- ópu er kominn bak við lás og slá og verður látinn svara til saka fyrir striðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Treglega hefur gengið að ná þeim, sem mesta ábyrgð bera á óhæfuverkum í arftakaríkjum Júgóslavíu. Friðar- gæzlusveitir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki enn mannað sig upp í að handtaka Radovan Karadzik og vest- ræn stjórnvöld hafa þvælzt fyrir dómstólnum í Haag. Helzti vandi vestræns lýðræðis er, að rikisstjórnir sumra öflugustu rikja þess vilja stundum ekki styðja lýð- ræði og mannréttindi í þriðja heiminum vegna meintra stundarhagsmuna. Þau beita ekki áhrifum sínum til að út- breiða árangursríkasta þjóðskipulag jarðarinnar. Reynslan sýnir þó, að Vesturlönd hafa langtímahags- muni af stuðningi við þættina, sem mynda vestrænt lýð- ræði, svo sem gegnsæi í stjórnsýslu, lög og rétt, frjálsar kosningar, dreifingu valdsins og frelsi fólks til að tjá sig og afla upplýsinga, koma saman og mynda samtök. Gott er að eiga viðskipti og hafa samskipti í löndum, þar sem þessar undirstöður lýðræðis að vestrænum hætti eru í heiðri hafðar. Þar gilda leikreglur, sem farið er eftir og þar myndast traust í kaupsýslu og öðrum mannlegum samskiptum. Því borgar sig að styðja og efla lýðræði. Sigurför lýðræðis í Mið-Evrópu og suður eftir Balkanskaga einkenndi þróun alþjóðamála á siðasta ára- tug. Þar hefur myndazt jarðvegur og svigrúm til að þróa einstaka þætti lýðræðis að vestrænum hætti og draga úr spillingu, sem enn er allt of mikil á þessum slóðum. Handtaka og framsal Milosevic sýnir, að stjórnvöld í Serbíu eru með stuðningi meirihluta kjósenda reiðubúin að opna glugga inn í glæpsamlega fortíð og draga út óþrifnaðinn, svo að Serbar geti ákveðið, að martröð að hætti Milosevic gerist aldrei aftur á þeirra slóðum. Svipuð sigurför lýðræðis að vestrænum hætti stendur yfir í Rómönsku Ameríku, þótt hægar fari. Vegna djarfr- ar framgöngu saksóknara á fjarlægum Spáni á Augusto Pinochet í vök að verjast i Chile þar sem verið er að gera upp fortíðina og kortleggja óhæfuverk hans. Fyrir nokkrum dögum var Vladimiro Montesinos fram- seldur tilPerú, þar sem hann verður væntanlega látinn svara til saka fyrir ótrúlega spillingu í skjóli Alberto Fujimori, fyrrum forseta landsins, sem nú hírist landflótta i Japan og verður framseldur þaðan um síðir. Uppgjörið við fortíðina er mikilvægt í öllum löndum, sem eru að feta sig í átt til lýðræðis að vestrænum hætti. Menn fá tækifæri til að gera upp viðhorf sín og ákveða, hver fyrir sig, að óhæfan gerist aldrei aftur. Vestrænir stuðningsmenn harðstjóra fá verðskulduð kjaftshögg. Óhjákvæmilegt er að glæpaslóðir verði raktar til áhrifa- mikilla stofnana og einstaklinga á Vesturlöndum. Innan stórvelda lýðræðisríkjanna mun fara fram hliðstætt upp- gjör og í þriðja heiminum. Margir munu neyðast til að læðast með veggjum, þegar fréttirnar fara að leka. Þannig verður ekki aðeins hreinsað til á nýjum svæð- um vestræns lýðræðis, heldur einnig í kjarnalöndum þess. Minnka mun svigrúm skammtímamanna til stuðnings við glæpi og harðstjórn í þriðja heiminum. Lýðræði mun þvi knýja fastar að dyrum víðar í þriðja heiminum. Við framsal Milosevic i hendur stríðsglæpadómstólsins í Haag rennur kalt vatn milli skinns og hörunds ýmissa harðstjóra, sem ranglega hafa talið sér alla vegi færa. Jónas Kristjánsson I>V Skortur á taugaendum Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri „Dragið andann djúpt með nef- inu og andið frá með munninum," sagði kynlífsfræðingurinn. „Meiri tilfinningu í þetta,“ kallaði fræð- ingurinn, ung og glaðleg kona, og fimm hundruð kynsystur hennar stundu allt í kringum mig. „Aftur,“ var hrópað og konurnar drógu ekki af sér. Ég náði ekki að samsama mig stemningunni og hélt niðri í mér andanum. Ég var einn og kvenhormónaflæðið i kringum mig yfirgengilegt. í máttleysi og lítilli reisn seig ég ofan í sæti mitt. Kon- urnar önduðu ört á báða bóga. Píkuskrækir „Finnið þið áhrifin?" kallaði kynórafræðingurinn. „Já,“ hróp- uðu konumar. Ópin voru sann- færandi enda komu þau alveg frá grindarbotninum. Mér finnst lík- legt, án þess að ég hafi þorað að spyrja, að þær hafi flestar gert grindarbotnsæfingar samhliða öndunaræfingunum. „Spyrjið endilega og fræðist," sagði fræð- ingurinn uppörvandi. Mér fannst konan sú horfa beint á mig, eina karlinn í fremstu röð. Ég seig enn neðar í sætiö. Konurnar í kring- um mig björguðu mér úr klemm- unni. „Geta allar konur fengið raöfullnægingu?" spurði ein, ská- hallt fyrir aftan mig. Það kurraði í salnum af spennu sem leystist út í gleði- og píkuskrækjum þegar fræðingurinn sá engin sérstök tor- merki á slíku. Dónalegir apar í hverju er ég lentur, hugsaði ég með mér, þegar sú næsta, ung stúlka stjórnborðsmegin í salnum, spurði hvort möguleiki væri á hinni eftirsóttu fullnægingu við það eitt að pissa. Kynlífsfræðingur- inn vissi ekki til þess þótt því væri ekki að neita að þvagrásin væri kynertanlegt svæði og fullt af taugaendum. Sérfræðingurinn gat sér þess til að því fylgdi þæginda- kennd að pissa ef manni væri mik- ið mál. Sú skýring kom mér satt að segja ekki á óvart. Ég hefði jafnvel getað svarað fyrirspurninni sjálfur en þó aðeins frá sjónarhóli karla. „Fróa dýrin sér?“ spurði enn ein fróðleiksfús. í sakleysi mínu sá ég ekki að það kæmi málinu beinlínis við en umburðarlyndur kynlífs- fræðingurinn sá ekkert athugavert við spurninguna og svaraði þvi til að apategund ein væri sérdeilis dónaleg hvað þetta snerti, jafnvel svo að harðsvíruðustu menn færu hjá sér í dýragörðum útlandanna. Ég man því miður ekki nafnið á apategundinni. Það mátti þó skilja á fræðingnum að hvorki kindur, kýr né hestar væru upptekin við þessa iðju enda fitl allt önugt fyrir klauf- og hófdýr. Þess var að vísu getið að hundar ættu eitthvað til í þessa veru. Reynsluheimur kvenna Ég strauk svitann af enninu. Kon- urnar héldu áfram að spyrja og kyn- lífsfræðingurinn skýrði mál sitt með myndum og hjálpartækjum. Ég lét rökkrið í sal Borgarleikhússins skýla mér. Kynlífsfyrirlesturinn var bónus á hið ágæta leikrit Píkusögur sem gengið hefur fyrir fullu húsi vikum saman. í tilefni kvenréttindadagsins var leikritið flutt á stóra svið Borgar- leikhússins. Konunni minni þótti rétt að taka mig með svo kynna mætti mér betur svokallaðan reynsluheim kvenna. Mágkona mín var sama sinn- is. Svili minn fylgdi því með, nauðug- ur viljugur. Það er ofmælt að hann hafi mætt á staðinn eins og skepna leidd til slátrunar en það fór um hann þegar í fordyri leikhússins kom. Þar voru konur svo hundruðum skipti. Karlar voru á stangli, ríflega teljandi á fingrum beggja handa. Einn eftir Píkusögurnar voru góðar og leikkonurnar stóðu sig frábærlega. Á hvoruga hinna er hallaö þótt get- ið sé frammistöðu Halldóru Geir- harðsdóttur. Hún snerti dýpstu til- finningar með túlkun sinni. Píkan, þetta ágæta líffæri kvenna, var nefnt oftar en ég get komið tölu á. Hliðstætt líffæri karla er, ef skiln- ingur minn er réttur, harla lítilsiglt í þeim samanburði. Hið sama kom fram í kynlífsfyrirlestrinum um fullnægingu kvenna sem á eftir fylgdi. Vandinn var bara sá að bæði kona mín og mágkona voru bókaðar annars staðar strax eftir sýningu og slepptu því fyrir- lestrinum. Svili minn var snöggur að ákveða sig og bauðst þegar til þess að keyra þær. Ég „Finnið þið áhrif- in?“ kallaði kynórafrœðing- urinn. „Já, “ hróp- uðu konurnar. Ópin voru sannfœrandi enda komu þau alveg frá grindarbotninum. “ sat því einn eftir, í rökkvuðum sal með hundruðum kvenna, svo ég, en einkum þær, mættu fræðast um fullnægingu kvenna, notkun hjálp- artækja og leitina að svonefndum G-bletti. Hann ku hafa verið týndur lengi. Lítilsiglt djásn Konurnar í salnum héldu aðeins aftur af sér þegar kynfræðingurinn vék að feimni þeirra við að skoða líkama sinn og þeirri staðreynd að engar tvær konur eru eins skapað- ar. Það léttist hins vegar á þeim brúnin þegar kom að samanburði á kynfærum karla og kvenna. Þær hlógu dátt og skemmtu sér þegar fræðingurinn sagði þeim að höndin væri miklu nytsamlegri til unaðar en djásn hvers karls, typpið. Það væri raunar fremur rýrt af tauga- endum og finum græjum í saman- Holur hljómur Jón Birgir Pétursson blaðamaður Örninn flýgur fugla hæst - en íslendingar fljúga enn þá hærra. Engin þjóð veraldar hygg ég að hafi flogið eins hátt og hratt og viö höfum gert í góðæri undanfar- inna ára. Peningar hafa hreint ekki verið probblemið hjá landan- um, öflun fjár hefur iðulega verið lýst á hinu tungumálinu okkar sem „pís of keik“ og menn hafa stundum talað kæruleysislega um peninga, „þetta kostar einhverjar milljónir ..." segja roggnir karlar í sjónvarpsviðtölum. Hver meðal- jón hefur slegið um sig eins og stórlaxi ber. Eðalbílaflotinn okkar eru kostagripir, tækjaeign á heim- ilum minnir á vísindaskáldsögu, ferðalög okkar hafa verið farin á dýrustu hótelin og bestu strend- urnar. íslendingar hafa borðað gæðastórsteikur og skolað þeim niður með eöalvínum. Og nú er íslendingurinn lentur á jafnsléttu, allavega hefur hann lækkað flug- ið. En þetta er nú bara táknmál, ýkjur og útúrsnúningar eða hvað? Holur hljómur í hagsældinni Gósentíma undanfarinna ára ber ekki að lasta, þetta hefur ver- ið góður tími. Mannkynið miðar alla tíð að því að bæta lífskjörin, það liggur í eðli hvers og eins. Það er hins vegar svo að fugl sem flýgur hátt mun um síðir leita eft- ir lendingu og hann fagnar því að fluginu linnir um stund. Eins er ég viss um að mörg okkar varpa öndinni léttar og taka þátt í því að stiga á bremsuna, slaka á þessari arnarkló eyðslunnar. Allan þenn- an gósentíma hefur mér fundist nokkuð holur hljómur í hagsæld- inni, ég gat ekki almennilega séð innstæðuna fyrir þessari auðlegð okkar. Mér var sagt að upp væri runnið skeið nýrrar hagfræði. Keppni undanfarinna ára hefur tekið á marga. Eignast, eignast, eignast, hafa menn sagt og hafa þá lagt allt sitt undir í þessu munúðarkapphlaupi. Menn eru óþolinmóðir og vilja eignast alla hluti, strax. Auðvitað eru svo ýmsar þessar nýfengnu eigur okk- ar afar lítils virði þegar allt kem- ur til alls og kannski var til lítils barist. Lífshamingjan hefur aldrei verið fól fyrir peninga og fólk verður að leita hennar annars staðar. Raunar hefur stressið og peningaflæðið fært sumu fólki fátt annað en raunir. í góðærinu hefur til dæmis neysla fikniefna verið meiri en nokkru sinni er manni tjáð og áfengisneysla vaxið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.