Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Side 25
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001
I>V
Helgarblað
Ford Focus 1.6
Verð: 1.350.000
25
Survivor-leikurinn
heldur áfram
- næstu þættir teknir upp í þjóðgarði í Afríku
Richard Hatch sigraöi í fyrsta Survivor-leiknum í amerísku sjónvarpi.
Næstu þættir af Survivor veröa teknir upp í afríska Shaba-þjóðgarðinum,
rétt norðan við Nairóbí í Kenía.
Fátt sjónvarpsefni hefur verið
vinsælla undanfarin misseri en
hinn umtalaði þáttur Survivor.
Þetta er þáttur af því tagi sem kall-
að er raunveruleikasjónvarp eða
„reality TV“ og felst í nokkurs kon-
ar keppni. Hópur þátttakenda skipt-
ir sér í tvö lið í fyrstu og keppir í
ýmsum leikjum og þrautum í fram-
andi og erfiðu umhverfi. I hverjum
þætti er einn keppenda rekinn í
burtu með atkvæðagreiðslu. í miðj-
um leik sameinast liðin tvö í einn
hóp og haldið er áfram uns einn er
eftir og sá fær milljón dollara í verð-
laun.
Þannig er markmið þáttanna að
skapa spennu sem virðist raunveru-
leg, láta fólk keppa sín á milli en
jafnframt að draga fram þætti í
mannlegu eðli sem við erum ekki
alltaf mjög stolt af eins og svik, und-
irferli, tvöfeldni og slægð en allt
þetta þarf í nokkrum mæli til að
komast áfram í þáttunum.
Fyrsta þáttaröðin fór fram á eyði-
eyju í Kínahafi og þar sigraði Ric-
hard Hatch, þrekvaxinn, sumir
sögðu feitur, samkynhneigður en
slægur miðaldra karlmaður. í næsta
þætti, sem fór fram í óbyggðum
Ástralíu, sigraði Tína, ung einstæð
móðir sem eignaðist enga óvini.
Þættirnir eru ekki sendir út fyrr
en mánuðum eftir að leiknum raun-
verulega lýkur því langan tíma tek-
ur að gera samfellt sjónvarpsefni úr
öllum þeim hundruðum klukkutíma
sem teknir eru upp. Þrátt fyrir nafn-
giftina raunveruleikasjónvarp hafa
framleiðendur viðurkennt að stund-
um hafi atriði verið endurtekin og
einnig hafi uppfyllingarskot verið
tekin upp síðar með leikurum í stað
þátttakenda.
Næst til Kenía
í bæði fyrri skiptin tókst sjón-
varpsstöðinni CBS að halda töku-
stað þáttanna leyndum þar til þeir
voru sendir út. Nú er skyndilega á
vitorði fjölmiðla að sjónvarpsrisinn
hefur tekið afrískan þjóðgarð í Ken-
ía á leigu í nokkrar vikur og þar
vinnur fiölmennt lið tæknimanna
hörðum höndum að undirbúningi.
Þar mun eiga að taka upp næstu
þáttaröð sem verður send út í haust.
Þjóðgarðurinn Shaba er um 140
kílómetra fyrir norðan Nairóbí og
þar kemur fjöldi gesta hvert ár en
nú er garðurinn lokaður í nokkrar
vikur nema fyrir leigjendunum.
Þarna reika villt dýr um hálfþurrar
sléttur og er garðurinn þekktur fyr-
ir fjölda gíraffa sem þar hefst við.
Ljón og tígrisdýr lifa á þeim og öðr-
um grasbítum en krókdílar bylta
sér í ánum.
Keppendum er ætlað að dvelja í
leirkofum sem þeir byggja sjálfir
en haft er fyrir satt að þegar hafi
verið reist tvö rúmgóð hús og stór
sundlaug fyrir framleiðendur og
stjórnendur. Heimamenn sem eru
nægOega ljósir á hörund hafa verið
ráðnir til þess að vera til aðstoðar
við hópsenur og sérfræðingar eru
að fara yfir og prófa leiki og þrautir
sem verða lagðar fyrir keppendur.
Bíðum til hausts
Ef að líkum lætur verður þessi
vinsæla þáttaröð síðan sýnd í ís-
lensku sjónvarpi á Skjá einum eins
og hinar tvær þáttaraðirnar og
verða í loftinu hér um það bil sex
vikum á eftir Bandaríkjunum. Við
bíðum spennt og vonum að enginn
verði étinn af krókódíl meðan á
tökum stendur.
Það kann að valda framleiðend-
um einhverjum vandræðum að
frést hefur af tökustaðnum því bú-
ast má við að æstir aðdáendur og
forvitnir blaðamenn muni um-
kringja hann. Þegar hafa nokkrir
kenískir blaðamenn verið hand-
teknir vegna þess að þeir laumuðust
inn fyrir afgirt svæði í skjóli nætur
til þess að njósna um undirbúning-
inn.
Þess má að lokum geta að vinsæl
kvikmynd sem hét Born Free og
fjallaði um ljónynjuna Elísu og upp-
vöxt hennar með mönnum var
einmitt tekin í þessum sama þjóð-
garði á sjöunda áratugnum. -PÁÁ
Rauði krossinn
gegn ofbeldi
Ekki í
fædd á |
Hesteyri
Það er stundum sagt að blaða-
menn vilji hafa það sem betur
hljómar og gangi á snið við sann-
leikann á köflum í því skyni. Engan
þekki ég sem það gerir viljandi en
að sjálfsögðu skjöplast blaðamönn-
um stundum líkt og öðrum.
í grein i síðasta helgarblaði DV
var minnst á fullorðna konu sem
heitir Sonja W. de Zorilla i því sam-
hengi að hún væri auðug ekkja sem
væri fædd í sárri fátækt á Hesteyri
í Jökulfjörðum snemma á öldinni.
Hið' rétta er að þótt Sonja sé ætt-
uð úr Jökulfjörðum er hún ekki
fædd á Hesteyri heldur að öllum lík-
indum í Kaupmannahöfn. Hún er
alin upp við þokkaleg efni fjarri fá-
tækt og kom aðeins eitt sinn í stutta
heimsókn til Hesteyrar. -PÁÁ
Fyrir tveimur árum hóf Rauði kross
íslands átakið Gegn ofbeldi. Til að aíla
þekkingar á stöðu mála stóðu Rauði
krossinn, Rannsókn og greining ehf., í
samstarfi við dómsmálaráðuneytið, fyr-
ir rannsókn á viðhorfi og reynslu ung-
linga í 9. og 10. bekk grunnskóla af of-
beldi og birtu niðurstöðumar í skýrslu
sem gefm var út fyrir rúmu ári. Sam-
kvæmt henni hafa eftirfarandi þættir
áhrif á hvort unglingur er líklegur til að
beita ofbeldi: Tengslaleysi við foreldra,
skólaleiði, vimuefnaneysla og jákvætt
viðhorf vinahópsins í garð ofbeldis.
í samræmi við þessar niðurstöður
vinnur ungt fólk i Rauða krossinum að
því að hvetja jafnaldra sína til að taka
virka afstöðu gegn ofbeldi. í þeim til-
gangi stendur Ungmennahreyfing
Rauða krossins fyrir dagskrá gegn of-
beldi á Ingólfstorgi laugardaginn 30.
júní frá kl. 14-18 og í Hljómskálagarðin-
um sunnudaginn 1. júlí frá kl. 13-17.
Þrettán hljómsveitir munu leggja
málstaðnum lið og rokka gegn ofbeldi á
Ingólfstorgi. Þær eru Basic, Bris, Pan,
Berrassaðir, Afkvæmi guðanna, Móri,
Snafú, Vígspá, Sagtmóðigur, I Adapt,
Forgarður helvítis, Dust og Fake Dis-
order. Kynnir verður útvarpsmaðurinn
góðkunni Ásgeir Páll Ágústsson. Auk
þessa verður Ungmennahreyfmg Rauða
krossins með kynningu á starfsemi
sinni í básum á svæðinu. Þá fékk Ung-
mennahreyfingin til liðs við sig félaga í
Götusmiðjunni og Ungu fólki gegn kyn-
þáttafordómum til þess aö vera á svæð-
inu og kynna starfsemi sína og taka af-
stöðu gegn ofbeldi.
Á sunnudaginn geta krakkar sem
mæta í Skátaland í Hljómskálagarðin-
um frá kl. 13-17 fengið andlitsmálningu,
blöðrur og einn boðsmiða í leiktæki
meðan birgðir endast.
Rauði kross íslands stefnir að þvi að
ná sem víðtækastri samvinnu allra sem
vinna að forvömum í tengslum við of-
beldi til að sporna gegn þvi. 1 þessum til-
gangi komu flölmargir aðilar saman í
vetur að frumkvæði Rauða krossins til
að skiptast á upplýsingum. Ákveðið var
á fundinum að efla samvinnu á þessu
sviði.
Meðal þeirra verkefna sem Rauði
krossinn vinnur að er útgáfa fræðslu-
efnis fyrir skóla og fræðsla í félagsmið-
stöðvum, útgáfa bæklings um for-
eldrarölt, meðferð fyrir karla sem beita
ofbeldi inni á heimilum og ljósmynda-
maraþon. í upphafi átaksins buðu sjálf-
boðaliðar fólki um allt land að taka
táknræna afstöðu gegn ofbeldi með því
að þrykkja lófa sínum á léreftsdúka og
skrifa nafn sitt undir. Yfir tíu þúsund
manns hafa lýst yfir stuðningi við átak-
ið á þennan hátt.
KM-559
Nýskr. I 1.1999, svartur,
5 dyra, 5 gíra, ekinn 16.000 þ.
Hyundai Accent Lsi
verð: 89Ö.000
RD-236
Nýskr. 10.1999, blár,
3ja dyra, 5gíra, ekinn 13 þ.
Nýskr. I 1. 1997, grænn, 3ja dyra,
sjálfskiptur, ekinn 43 þ.
Hyundai ElantraWagon Glsi 1.6
Werð: 1.370.000
PB-110
Nýskr. 04.2000, rauður,
5 dyra, sjálfskiptur, ekinn 22 þ.
Renault Megane Berline RT 1.6
Verð: I. I 70.000
UB-469
Hornstrandir
heilla
- nýtt kort loksins komid út
Homstrandir eru um margt eitt sér-
stæðasta hérað landsins og stöðugt fleiri
ferðamenn leggja leið sína þangað til
þess að upplifa ósnortna náttúru og nær
horfhar eyðibyggðir með sérstæðu og
fjölbreyttu dýralifi og gróðurríki.
Eina leiðin til þess að ferðast um
Homstrandir þannig að eitthvert vit sé
í er að fara um héraðið fótgangandi. Til
þess þurfa ratvísir ferðalangar kort og
lengi hefur verið þörf á að endurútgefa
kort fyrir göngumenn af Homströndum.
Loksins hafa Landmælingar íslands
hrint þessu þarfa verki í framkvæmd.
Nýja kortið er unnið algerlega með
stafrænum hætti. Það er í kvarðanum
1:100.000 sem er afar hentugt. sérstak-
lega vegna þess að þá samsvarar einn
sentimetri á kortinu einum kílómetra.
Á kortinu er að finna nýjar hæðar-
upplýsingar, klettatákn og gróður, sem
fengnar eru af gervitunglamyndum.
Gönguleiðir á kortinu hafa allar verið
yfirfamar og er gerður greinarmunur á
þvi hvort einungis eru vörður sem
merkja leiðina eða hvort skýr gata er
Hornstrandir búa yfir stórbrotinni fegurö
Það var löngu tímabært að gefa út nýtt kort af svæðinu og það hafa Land-
mælingar íslands nú gert.
fyrir hendi. Það var Jean-Pierre Biard ingu en landslag yrði sannarlega lítils
kortagerðarmaður sem sá um gerð virði ef það héti ekki neitt svo vitnað sé
kortsins. til orða skáldsins.
Mikil vinna var lögð í örnefhaskrán-
úrval af
góðum
notuðum
bílum
í síma
575 1230
Grjóthálsi I
bilaland.is