Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 DV Formúla 1 MAGNY-COURS í Frakklandi Prófanir heima í stofu Það hefur verið áberandi síðustu fjög- ur árin hvað tvö keppnislið hafa haft áberandi mikla yfir- burði yfir keppinauta sína. Það er ekki fyrr en nú á þessu ári að Willi- ams-liðið er farið að geta velgt þeim McLaren og Ferrari undir uggum. En hver er lykillinn að velgengni þessara liða og hvaða „tæki“ hafa þeir til að berjast um bestu rásstöð- umar í tímatökum og sigurinn í keppninni. Lykillinn hefur í si- auknum mæli færst inn á teikni- borð hönnuða og verkfræðinga sem vinna að því dag og nótt í höfuð- stöðvum keppnisliöanna að finna bestu lausnina á þeim vandamálum sem fyrir þeim verða. Ökumaður- inn gegnir sífellt minna og minna hlutverki í heildarárangri bílsins, þó svo á endanum verði það hann sem vinni keppnina. Loftflæðið skiptir mestu Við hönnun nýs keppnisbíls eru það vindgöngin sem skipta mestu máli. Flest liðanna búa nú yfir full- komnum göngum þar sem bílar allt frá hálfri upp í fulla stærð geta ver- ið prófaðir og mældir. Stóru flug- vélaframleiöendurnir öfunda í það minnsta Ferrari sem býr yfir einum slíkum sem þykja vera með þeim fullkomnustu í heiminum. Þar er hægt að byggja bílinn svo hann kljúfi loftið sem best án þess að mynda kjalsog en samt verður hann að mynda eins mikla vængpressu og hugsanlegt er. Þetta er mikil kúnst en gott loftflæði hefur einmitt verið lykillinn að velgengni McLaren undanfarin tímabil. Síðustu ár hef- ur alþjóða akstursíþróttasamband- ið, FIA, verið að minnka leyfilegan raun-prófunartíma (þ.e.a.s á kappakstursbrautum) utan keppnis- tímabilsins verulega og nú í seinni ár hafa prófanir á milli keppna ver- ið stórlega minnkaðar. Þetta hefur verið gert til að spara fjáraustur keppnisliðanna en það á alls ekki við um stóru liðin þrjú. Gífurlegum fjárhæðum hefur verið varið í bún- að til að stunda prófanir „heima í stofu“. Þar hafa Ferrari, McLaren og Williams verið duglegastir og það sést best á árangri þeirra í dag. Leltin að jafnvægi bílsins Eftir að loftflæðihluti bílsins hef- ur verið prófaður er ekki þýðing- arminni hlutur eftir en það er fjað- urbúnaðurinn. Ójöfnur og beygjukanntar raska jafnvægi bils- ins og til að halda honum á „mott- unni“ þarf fjöðrunarkerflð að henta yfirborði brautarinnar og ekki síst hjólbörðunum. Sú vinna að finstilla bílinn er bæði erfið og tímafrek. Ekki síst á keppnishelgum þegar ár- angurinn lætur á sér standa. Til að hjálpa við þetta hafa keppnisliðin útbúið sérstaka prófunarbekki (sjá graf t.h.) sem geta líkt nærri því fullkomlega eftir yflrborði og ójöfn- um keppnisbrautanna. Þetta er bún- aður sem samanstendur af vökva- tjökkum og öflugu tölvukerfi og prufubíl í fullri stærð sem er á bekknum. Á meðan sumir tjakkarn- ir líkja eftir brautinni eru aðrir sem toga bílinn niður, eða lyfta upp, til að líkja eftir því álagi sem verður á bílnum í akstri. Fyrsta skrefið i ferl- inu er hreinlega að taka afrit af brautinni og öllum viðbrögðum bíls- ins á brautinni en yflr 200 skynjar- ar eru í keppnisbílnum sem nema brautina og koma fyrir mynd af henni í aðaltölvu bílsins. Þessar upplýsingar eru svo sendar til höf- uðstöðvanna og komið fyrir í tölvu- kerfinu sem setur tjakkana í gang og prufubillinn hreinlega ekur brautina. Og á meðan Mika Hákkinen eða Michael Schumacher sofa í hjólhýsum sínum eftir eril- saman fóstudag vinna verkfræðing- ar „heima" á verkstæði að prófa hinar ýmsu stillingar á prufubíln- 1. Michael Schumacher 68 2. David Coulthard 44 3. Rubens Barrichello 26 4. Ralf Schumacher 25 5. Juan Pablo Montoya 12 6. Mika Hákkinen 9 7. Nick Heidfeld 8 8. Kimi Raikkonen 7 9. Jarno Trulli 7 10. Jaques Villeneuve 7 um og flnstilla þangað til þeir telja sig vera komna með viðeigandi lausnir. Um það leyti sem ökumenn- irnir vakna næsta morgun er kom- in ný stilling á bílinn og allt smell- ur saman. Á venjulegu keppnisári í Formúlu 1, ef slíkt er á annað borð til, „aka“ prufubílarnir allt að þvi 10.000 km. Það getur verið liðunum dýrmætar prófanir þegar raunpróf- anir eru bannaðar að stórum hluta ársins og í síharðnandi baráttu við andstæðinga sína. Ójafn leikur keppnisliðanna Gallinn við núverandi ástand er aö stóru liðin verða stærri og velta meira fjármagni á meðan þau litlu berjast í bökkum við það eitt að halda í horfmu. Þeir ráða yfir meiri mannafla sem getur unnið i höfuð- stöðvunum og geta varið endalausu fjármagni til að prófa nýja hluti. Þetta gerir leikinn ójafnari þvi í Formúlu 1 þýðir árangur meiri pen- ingar. Þvi verða stóru liðin eins og Ferrari, McLaren og Williams ávallt feti framar og stíga tvö skref fram á viö á meðan hin stíga eitt eða jafn- vel ekki neitt. Ekki sist þegar spól- varnarbúnaður og ræsibúnaður er farinn að „stjórna" ferðinni, og enn einum verkfræði- og tölvuþættinum hefur verið bætt inn í heildarmynd- ina í árangri bílsins. En Formúla 1 er ekkert venjulegt fyrirbrigði. Sá hæfasti sigrar, titilinn er hans og einnig heiðurinn. Enginn man hver varð í ööru sæti. -ÓSG ’iHÆAi Ralf Schumacher, BMW WilliamsFl (25 sfig) „Magny-Cours er ein af uppáhaldsbrautunum mínum. Hún hefur mjög margar hraðar beygjur og yfirborðiö er jafnt. Við endann á beina kafl- anum er framúrakstur hugsanlegur en það er aðeins eitt sem ég vil gagnrýna. Sums staðar mœttu vera stœrri öryggissvœði. Við œttum að vera nokkuð samkeppnishcefir." Juan Pablo Montoya, BMW WilliamsFl (12 stig) „Ég hef aldrei keppt á þessari braut. Ég prófaði talsvert þarna sem prufuökumaður en aðeins í einn dag á þessu ári. Bíllinn œtti að vera í góðu formi á Magny-Cours sé miðað við tíma Ralfs í prófunum og ég verð að vera vongóður." David Coulthard, McLaren Mercedes (44 stig) Ég (ít ekki á úrslitin á Nurburgring sem kinnhest á vonir mínar um meistaratitilinn. Það var ekki hugarfarið í byijun og kem- ur ekki til með að breytast nú. Nú er það bara ein keppni í einu. Við höfum ekkert getað prófað þessa viku (vegna fárra daga milli keppna) en það stoppar okkur ekki í að rannsaka hvað gerðist á Núrburg og finna lausn fyrir Magny-Cours. Michael Schumacher, Ferrari (68 stig) Það lltur út fyrir það að strákarnir í hvítu og bláu bílunum komi til með að verða harðir í horn að taka. Það lítur ekki vel út fyrir McLaren þessa stundina en hlutirnir geta breyst frá einni keppni til annarrar. Enginn œtti að afskrifa þá. Enn eru átta keppnir eftir, því verð ég að gera ráð fyrir David. McLaren gœtu orðið sterkir. Jos Verstappen, Arrows (1 stig) „Það er mjög erfitt að finna griþ á þessari braut (Magny-Cours), sérstaklega þegar það er heitt. Hún hefur allt. Þar á meðal hraðar S-þeygjur, meðalbeygjur og allt uþþ í mjög hraðar beygur, U-beygju og langan beinan kafla. Uþþsetning bílsins getur því verið snúin en eftir prófanir á Magny-Cours höfum við nokkuö góðar hug- myndir um hvaða leiðir á að fara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.