Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 r>v Aðlaðandi gengilbeinan í Texas: Kyrkt, nauðgað og brennd Sköramu fyrir hádegi mánudaginn 8. júní 1998 rauf sírenuvæl brunaliös- ins í bænum AmariUo í Texas friö- sældma. Eldur var laus í fjögurra íbúða húsi í gömlu hverfi. Eldurinn var aðeins í einni íbúðinni en slökkvi- liðsmenn fóru þegar inn í þær allar til að leita af sér allan grun um að fólki væri þar inni. Reykkafarar ruddust inn i litlu íbúðina þar sem eldurinn logaði í leit að fólki. í ganginum fundu þerá gínu liggjandi á grúfu á gólfmu. En brátt kom í ljós að þar var nakið konulík. Belti var hert fast að hálsin- um. Eftir að eldurinn var slökktur fóru rannsóknarlögreglumenn þegar inn í íbúðina. Konan haíði augljóslega verið kyrkt og allt benti til að hún hefði ver- ið látin þegar eldurinn kviknaði. Líkið var nokkuð brunnið. Tekin voru sýni af öskunni kringum líkið sem í voru hár og annað rusl. Ljósmyndir og víd- eómyndir voru teknar af vettvangi. Eigandi íbúðahússins skýrði frá því að leigjandi íbúðarinnar væri Ronnie Dawn Hewitt, 39 ára gömul. Enginn annar var í íbúðinni. Hewitt átti níu ára gamla dóttur sem bjó hjá henni en var i sumarbúðum þegar móðir henn- ar var myrt. Mæðgumar höfðu aðeins búið nokkra mánuði í íbúðinni. Húseigandinn skýrði lögreglunni einnig frá að oft væri karlmaður í íbúðinni. Hann reyndst vera Thomas Rawlings sem var búinn að vera trúlof- aður Hewitt í lengri tima. Rannsóknar- lögreglan komst fljótlega að því að fórnarlambið var lagleg og aðlaðandi kona sem var kölluð Kettlingurinn af vinum sínum. Hún hafði starfað í nokkur ár sem barþjónn á nætur- klúbbi í nágrenninu. Moröográn Morðdeild lögreglunnar í Amarillo gaf út fréttatifkynningu þess efnis að dauði konunnar væri grunsamlegur og að hún hefði ekki látist af völdum elds- voðans. Rannsóknarmenn slökkviliðs komust að því að eldurinn hafði kvikn- að á að minnsta kosti þremur stöðum í námunda við líkið. Haft var uppi á unnusta konunnar og mátti hann þola strangar yfirheyrslur um samband sitt og hinnar látnu og hvar hann hefði verið þegar hún var myrt. í íbúðinni fundust karlmannsfót á rúi og stúi og gaf Rawlings þá skýr- ingu að hann hefði fengið þau eftir fóð- Ronnie Hewitt var vel látin af öllum sem hana þekktu. ur sinn sem var nýlátinn og hefði ekki verið búinn að ákveða hvað gert yrði við þau. Lögreglumenn gengu hús úr húsi í nágrenninu til að spyijast fyrir um grunsamlegar mannaferðir þennan mánudagsmorgun. Ekkert kom í ljós sem benti til hver hafði farið inn í íbúðina á þeim tíma sem morðið var framið. Álitið var að innbrot hefði verið framið í leit að ránsfeng. Tveir skurð- ir á fingrum konunnar sýndu að þeir höfðu veriö gerðir til að ná af hringj- um sem hún bar. Þeir voru horfnir. Starfsfélagar Hewitts á næturklúbbn- Við krufningu fannst sœði í leggöngum hinnar myrtu og var augljóst að líkinu hefði verið nauðg- að eftir að konan var kyrkt. um voru spurðir í þaula um hverja hún hafði hitt og haft samband við á síðustu vakt sinni. En enginn hafði tekið eftir neinu sérstöku eða óvenju- legu. Þeir báru að Hewitt hefði verið fær í sínu starfi og vön að umgangast misjafna sauði og verið fullfær um að halda þeim í hæfilegri íjarlægð. Líkinu nauögað Við krufningu fannst sæði í leggöng- um hinnar myi-tu og var augljóst að Sjúkraliöar og lögreglumenn fjarlægja lík fórnarlambsins úr brunarústunum. líkinu hefði verið nauðgað eftir að konan var kyrkt. Voru tekin sýni og DNA greind. Marblettir voru á hand- leggum og víðar sem bentu tii að fóm- arlambiö hafði reynt að verja sig fólskulegri árás. Morðið var farið að taka á sig kunn- uglega mynd. Tilviljunarkennd árás á konu, nauðgun, morð og rán, einhver erfiðustu mál sem lögreglan fær til rannsóknar, vegna þess að erfitt er að fmna samband á milli morðingja og hinna myrtu. Það er hreinum tilviljun- um háð hvar glæpamenn af þessari tegund bera niður. Það er líka hrollvekjandi hve miklar líkur em á að morðhundar af þessu tagi fremji svipaða glæpi aftur og aft- ur, þar til þeir ioksins komast undir manna hendur, það er að segja ef nokkru sinni kemst upp um þá. Lögreglumennimir sem rannsök- uðu morðið höfðu samband við starfs- féfaga sína í nálægum bæjum og spurðust fyrir um hvort svipaðir glæp- ir hefðu verið framdir þar nýverið. Þar sem sáralitlar upplýsingar lágu fyrir um morðingjann varð að reyna öll möguleg ráð til að freista þess að kom- ast á slóð hans. Tvær vikur liðu án þess að nokkur ný vísbending kæmi í jjós. Rciöhjólaþjófur Þá fékk lögreglan í smábænum Guymon í Oklahoma, um 250 km norð- ur af Amarillo, tilkynningu frá mótel- eiganda að grunsamlegur maöur hefði dvalið á mótelinu í tvær nætur. En hann var farinn þar sem hann átti ekki fyrir fleiri gistinóttum. En degi síðar kom hann aftur og pantaði her- bergi. Nú var hann með peninga en mikinn hluta upphæðarinnar í smá- mynt. Hann var búinn að láta klippa sig og kominn með nýtt reiðhjól. Lögreglustjórinn í bænum, Terry Smith, sem var fyrrverandi rannsókn- arlögreglumaður, taldi að rétt væri að líta á piltinn. Hann hélt til mótelsins ásamt rannsóknarlögreglukonunni Ella Squires. Maðurinn tók á móti þeim í herbergi sínu, þar sem reiðhjól- ið var inni. Lögreglukonan sá þegar að það var stolið því hún hafði tekið á móti kæru um þjófnaðinn. Maðurinn reyndist heita Tony Roach, 21 árs að aldri. Hann gaf þeim leyfi til að leita í herbergi sínu og fylgdi þeim fúslega á lögreglustöðina til frekari yfLrheyrslu. í fyrstu neitaði hann að hafa stolið reiðhjólinu. Hann var atvinnulaus og kvaðst flækjast um landið. Lögreglustjórinn var ýmsu vanur og þóttist finna á sér að ekki væri allt með felldu í fari þessa unga manns og grun- aði að hann hefði óhreint mjöl í poka- hominu. Hann hugð- ist senda fingrafór hans til alrikislög- reglunnar til að at- huga hvort hann ætti glæpaferil að baki. Játningar Roach sagðist hafa flækst um og hefði hann meðal annars komið til Amarillo í Texas í rútubíl. Bráð- lega viðurkenndi GvWKPOLicr. crrr — ot it o* 98243 Moröinginn bíöur nú örlaga sinna á dauöadeild. hann að hafa stolið hjólinu. Og svo leysti hann frá skjóðunni. Hann hafði stolið ýmsum hlutum úr skála kven- skáta í nágrenninu og myntinni hafði hann rænt af gömlum manni á sveita- bæ. „Og ég drap stúlku í Amarillo." Smith herti nú á yfirheyrslunni. Þegar Roach kom til Amarillo fór hann Terry Smlth lögreglustjóri trúöi ekki fyrst þegar morðinginn játaöi glæpi sína. þegar að leita að húsi til að brjótast inn í. Honum fannst vænlegt að brjót- ast inn í tiltekna íbúð og skreið þar inn um glugga. Honum kom á óvart þegar hann komst að því að kona var í öðm herbergi að snyrta sig og tala í síma. Hann hafði ekki búist við að neinn væri inni þegar hann braust inn í íbúðina til að stela. Hann beið þar til símtalinu var lok- iö og gekk þá inn til konunnar og sagði hanni aö hafa hljótt um sig. „Þá fór hún að æpa og ég réðst á hana og kyrkti hana þar til hún dó.“ í fyrstu var Smith lögreglustjóri vantrúðar á sannleiksgildi játningar- innar. En þegar Roach lýsti atburðum nákvæmlega fór hann að trúa að mað- urinn væri raunverulegur morðingi og nauðgari. Haft var samband við morð- deild lögreglunnai’ í Amarillo sem þeg- ar í stað sendi menn til Guymon tU að yfirheyra Roach. Hann viðurkenndi að hafa nauðgað líkinu. Þá hirti hann peninga í íbúðinni og stal hníf og hringum af fmgrum konunnar. Þá veð- setti hann hjá veðlánara í Guymon. Þar fundust þeir og hnifurinn. Fleiri játningar Og Roach viðurkenndi fleira. Hann sagist hafa drepið mann í Amarillo daginn áður en hann myrti og nauðg- aði Ronnie Dawn Hewitt. Þar hafði fullorðinn maður tekið hann upp í bíl sinn og boðið honum far. Sá gamli reyndist vera samkynhneigður og leit- aði á strákinn. Hann kunni því illa og gerði sér lítið fyrir og kyrkti kariinn í bílnum. Roach kallaði í næsta mann og bað hann að líta eftir frænda sinum, sem hefði fengið hjartaáfall undir stýri, á meðan hann sækti hjálp. Hann kom ekki aftur. Sá myrti reyndist vera Bennie John- son, 71 árs að aldri. Þótt líkið væri með marbletti á hálsi og að blóð vætlaði úr munni þess hljóðaði krufningarskýrsl- an upp á hjartaáfall og eðlilegan dauð- daga af þess völdum. En þegar líkið var rannsakað nánar kom hið sanna í ljós og enginn vafi lék á að Roach var að minnsta kosti tvöfaldur morðingi. Alríkislögreglan var nú búin að safna saman skýrslu um langan af- brotaferil Roachs. Hann var beittur of- beldi í æsku og átti slæma daga. Glæpaferillinn hófst þegar hann var 12 ára og er margbrotinn. Á dauðadeild Þegar réttað var yfir Ronnie krafðist saksóknari dauðadóms. Verjandi bar við ungum aldri sakbomings og bað kviðdóminn að taka tillit tft erfiðrar bemsku og æsku morðingjans, þar sem hann hefði mátt þola ofbeldi og ástleysi. Hann var aðeins bam að aldri þegar hann leiddist út á glæpabraut- ina. 12 ára framdi hann sitt fyrsta inn- brot. Siðan stal hann bílum og framdi vopnuð rán og er ævi hans öll nánast ein glæpasaga. En Roach var ftmdinn sekur um morð af ásettu ráði og var dæmdur til lífláts. Hann situr nú á dauðadeild fangels- is í Texas og bíður þess að verða líflát- inn með eitursprautu. Frumlegt morðvopn Kona myrti ömmu sína í reiðikasti og framdi hið fullkomna morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.