Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 29
37 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 ____________________________________________________ DV __________________________________________________ Helgarblað þaö var mikill hugur í heimamönnum að fá fyrir barðinu á. Ólina talar óhikað um atgervisflótta i því sambandi en það er orð sem sjaldan heyrist í byggðaum- ræðunni. „Ég segi ekki að ég ein hafi mikil áhrif gegn byggðastraumnum en í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um vanda landsbyggðarinnar veitir ekki af að sýna fram á að hún hefur upp á margt að bjóða sem er mikils virði og spennandi að takast á við. Ef við tökum ísafjörð sem dæmi þá stendur hann óumdeilanlega undir nafni sem höfuð- staður á Vestfjörðum. Þar er öflug og góð þjónusta, þróttmikið menningarlíf, fógur náttúra og gott mannlíf sem er eftirsóknarvert. Ég hef því engar sér- stakar áhyggjur af fólksflótta frá ísa- íjarðarbæ næstu árin, enda hefur hann öll skilyrði til þess að vera fýsilegur dvalarstaður." Berst gegn brottfalli nemenda - Hver er staða Menntaskólans á ísa- firði? „Bjöm Teitsson tók við þessum skóla með um 50 nemendum fyrir meira en 20 árum. Nú em nemendur hátt á fjórða hundrað og ör þróun í skólastarfinu. Skólinn hefur svarað kalli tímans og er í raun orðinn fjöl- brautaskóli. Ég myndi segja að hann stæði dável en ég lít á það sem mitt helsta verkefni að byggja ofan á það sem fyrir er.“ Það má beita ýmsum aðferðum til þess að bera saman árangur einstakra menntaskóla. í sumum tilvikum stenst Menntaskólinn á ísafirði þann saman- burð ágætlega. Nýleg rannsókn Qög- urra kennaranema við Háskólann á Ak- ureyri leiðir þó i ljós að brottfail nem- enda í MÍ er mun hærra en í mörgum öðrum skólum. Brottfall nemenda á ísa- firði er um 40% samanborið við t.d. 15% á Egilsstöðum og 7% á Akureyri. „Það verður eitt brýnasta verkefni mitt að festa í sessi þau skilyrði sem þarf til að bæta úr þessu,“ segir Ólína þegar hún er spurð um þetta. „Það er metnaðarmál að gera skól- ann það vel stæðan varðandi náms- framboð og starfsskilyrði að hann verði eftirsóknarverður sem vinnustaður bæði fyrir nemendur og kennara.“ Engin sólgleraugu Að sögn Ólínu hefur gengið erfiðlega að halda fóstu starfsliði við Mennta- skólann á ísafirði og fyrirrennari henn- ar segir það hafa verið sitt helsta verk- efni allan tímann að manna skólann með réttindakennurum. „Ég mun ekki setja upp nein sólgleraugu gagnvart þvi og það hlýtur að verða mitt stærsta verkefni að tryggja samfellu í kennara- liðinu," segir Ólína. - Það liggur í hlutarins eðli aö starf skólameistara er fyrst og fremst stjórn- unarstarf þar sem meistari hefur enga kennsluskyldu. Hvemig stjómandi er Ólína? „Ég hlýt að vitna til umsagna þeirra sem mæltu með mér og sögðu að ég væri lipur stjórnandi, en þó fóst fyrir og léti ekki vaða yfir mig. Sjálf veit ég að ég hef sterka tilhneigingu til að dreifa ábyrgð, kalla fólk tO samstarfs og leitast jafnan við að hrósa fólki fyrir vel unn- in störf. Hitt er svo annað mál að stjórn- andi getur aldrei verið leiksoppur í höndum þeirra sem í kringum hann em. Hann verður að geta tekið af skar- ið og haft bein í nefinu til að taka ákvarðanir, sérstaklega þegar skoöanir era skiptar. Ég hræðist það ekki. Ég vil samt leysa hnúta frekar en að höggva á þá.“ Að kenna nýbúum - í kjölfar byggðaröskunar á Vest- fiörðum hefur erlendu fólki fiölgaö þar mjög mikið og er óhætt að segja að á Vestfiörðum þrífist fiölþjóðlegra samfé- lag en víðast hvar annars staðar á land- inu. Kallar þessi þróun á einhveijar sérstakar aðgerðir af hálfu menntaskól- ans? „Ég vona að það fólk sem hefur ver- ið að flytjast inn í héraðið muni um síð- ir skila bömum sinum inn í mennta- skólann. Vitanlega hlýtur það að hafa einhver áhrif, það kallar t.d. á öfluga námsráðgjöf og vandaðar kennsluað- ferðir. Það vill hins vegar svo skemmti- lega til að í haust tekur til starfa við skólann kennari, Ásgerður Bjamadótt- ir, sem hefur sérhæft sig í kennslu ný- búa. Framhaldsskólinn reiðir sig auð- vitað á starf grannskólans. Ef marka má fréttir hefur grannskólinn á ísafirði verið að sýna stórbættan árangur og menntaskólinn hlýtur að njóta góðs af því.“ - Ólína tengist með sérstæöum hætti fyrstu skólameisturam Menntaskólans á ísafirði en Jón Baldvin var meistari þegar hún útskrifaðist og Bryndís Schram stýrði skólanum um hríð þegar Ólína var við nám en Ólína reit síðar nokkurs konar ævisögu hennar. Munt þú sækja góö ráð til þeirra hjóna? „Auðvitað eru nú breyttir timar og önnur atriði sem þarf að taka mið af heldur en þegar Jón Baldvin hóf sitt brautryðjandastarf við skólann. Engu að síður veit ég að ég get margt lært af þeim hjónum. Mér standa til boða góð ráð þeirra beggja ásamt velfamaðarósk- um, og met að sjálfsögðu hvort tveggja." Óþæga Ólína - Varst þú þægur menntskælingur þegar þú varst við nám á ísafirði? „Ég var sjálfstæð og skapmikil og áreiðanlega erfið í samskiptum við suma kennara auk þess sem ég var mis- tæk í námi. Einkunnirnar mínar sveifl- uðust frá hæstu tölum niður í það að ég féll i stærðfræði milli bekkja eftir fyrsta bekk - þá nýorðin móðir að frumburð- inum. Bryndís Schram var þá skólameist- ari og ég man alltaf eftir því samkomu- lagi sem við gerðum. Hún sýndi mér það drengskaparbragð að leyfa mér að taka tvo bekki saman næsta vetur en setti það sem skilyrði að ég fengi fyrstu ágætiseinkunn á miðsvetrarprófum. Mér tókst að standa við það og missti þess vegna ekki úr bekk. Það var margt í stjómun Bryndísar sem laut að mann- legum samskiptum og mannskilningi sem ég vildi gjaman geta tileinkað mér í starfi." „Hún sýndi mér það dreng- skaparbragð að leyfa mér að taka tvo bekki saman næsta vetur en setti það sem skilyrði að ég fengi fyrstu ágætiseinkunn á miðsvetrarprófum. Mér tókst að standa við það og missti þess vegna ekki úr bekk. Það var margt í stjórnun Bryndísar sem laut að mannlegum sam- skiptum og mannskilningi sem ég vildi gjaman geta tileinkað mér í starfi. “ Að sigra sinn fæðingarhrepp -1 Ijósi þess að nú snýr sýslumanns- dóttirin bersynduga aftur heim sem einn af fremstu embættismönnum i sín- um heimabæ er freistandi að rifia upp kvæði Vestfirðingsins Jóns úr Vör sem orti: Þú færð aldrei sigrað þinn fæðing- arhrepp stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund... „Ég skil vel þetta ljóð Jóns,“ segir Ólína sem kann það auðheyrilega utan geta unnið með öllum sem vilja styðja skólann og mig í krefiandi verkefhi - hvar i flokki sem þeir standa - og það mun ég leitast við að gera.“ Vörn með kjafti og klóm - Það væri óhætt að segja að tals- verður hávaði hafi orðið í kringum það þegar Ólina varði doktorsritgerð sína í bókmenntum og þjóðfræði og varð þar með fyrst til þess að ljúka formlegu doktorsnámi eftir að það var tekið upp við heimspekideild fyrir tíu áram. Þrir andmælendur voru við vörnina og þóttu þeir sækja að verðandi doktor af óvenjulegri hörku. Talsverð blaðaskrif urðu í kjölfarið og vildu margir túlka árásir fræðimanna að Ólínu sem til- raun staðnaðs karlveldis við Háskóla íslands til þess að verjast innrás kvenna. „Ég varöi mína ritgerð í þess orðs fyllstu merkingu. Þetta var engin kur-t- eisisvöm. Ég vil ekki ræða smáatriði þessa máls. Það mun ég gera í Griplu í haust og þar verður farið málefnalega og fræðilega ofan í einstök efnisatriði þess. Þessi uppákoma kom mér og fleir- um mjög á óvart og margir urðu til þess að lýsa furðu sinni á framgöngu tveggja þeirra sem fluttu andmæli, og viðhöfðu stór orð um formsatriði og prentvillur, keisarans skegg, fremur en raunvera- lega hluti og málefnalega. DV-MYNDIR GVA Olína hefur verið sjálfstætt starfandi fræðimaður en verður nú stjórnandi „Sjálf veit ég að ég hef sterka tilhneigingu til að dreifa ábyrgð, kalla fólk til samstarfs og leitast jafnan við að hrósa fólki fyrir vel unnin störf. Hitt er svo annað mál að stjórnandi getur aidrei veriö ieiksoppur í höndum þeirra sem í kringum hann eru. Hann verður að geta tekið af skariö og haft bein í nefinu til aö taka ákvarðanir, sérstaklega þegar skoðanir eru skiptar. Ég hræöist það ekki. Ég vil samt leysa hnúta frekar en að höggva á þá. “ Lífsreynsla en ekki skandall Ólina var ekki bara einhver mennta- skólastelpa á ísafirði þegar þetta var því hún var dóttir sýslumannsins, Þor- varðar Kerúlf Þorsteinssonar, og í litl- um bæ eins og ísafirði, minnstu heims- borg í veröldinni, era menn ekki síður skilgreindir út frá stöðu sinni í samfé- laginu en nákvæmlega hverjir þeir sjálfir eru. Hún var uppreisnargjörn stúlka sem ætlaði að verða fiskvinnslu- kona og þéna mikinn pening og giftast sjómanni. Hún varð ófrísk um það leyti sem hún lauk gagnfræðaskóla og meðal annars þess vegna ákvað hún að fara í menntaskólann þar sem hún sá fram á aö frami hennar í fiskinum myndi tefi- ast vegna bameignarinnar. Þetta hlýtur að hafa verið skandall á ísafirði, sýslu- mannsdóttirin ólétt á bamsaldri? „Þetta var mikil lífsreynsla en ég veit ekki hvort þetta var skandall. Það er ekkert einsdæmi úti á landi að ungar stúlkur eignist böm á þröskuldi fullorð- insára. En fólk stendur saman á lands- byggðinni og styður hvert annað. Ég er afskaplega stolt af þessum framburði mínum og fegin aö ég átti foreldra mína að þegar ég var að eiga hann. Móðir mín gætti bamsins meðan ég var í skólanum. Það var auðvitað sérkennileg tilfinning fyrir sautján ára stúlku að vera skyndilega orðin móðir að bami og ganga í skóla innan um frjálst og óbundið fólk. En menntaskóla- árin vora engu að síður yndislegur tími sem ég bý að enn þá. Sumir þeirra vina sem ég eignaðist á þessum árum eru enn á ísafirði." bókar. „Maður breytir ekki sinni heima- sveit og er auk þess sjálfur óaðskiljan- legur hluti af henni. Þaö er bara sjálf- sagður hlutur að heimasveitin taki ósigrum manns „með meinfýsnum skilningi" en afrekum manns „með sjálfsögðu stolti" eins og segir í kvæð- inu, þvi þú veist að „hún ann þér á sinn hátt“. Það kann vel að vera að ég verði alltaf „sýslumannsdóttirin" í augum einhverra ísfiröinga og ég verð bara aö láta mig hafa það, rétt eins og Gísli Bíu, Addi Kitta Gau og fleiri sem alltaf heita það sama í munni heimamanna þótt þeir verði jafnvel virðulegir þing- menn.“ Enga pólltík, takk - Ólína starfaði í Alþýðuflokknum og síðar með Þjóðvaka allt til ársins 1995 þegar hún dró sig í hlé og segist staðráðin í því að skipta sér alls ekki af stjómmálum fyrir vestan þótt hún sé að hverfa til starfa í einni frjósömustu gróðrarstíu íslenskra stjómmála. Næg- ir að benda á að fyrirrennari hennar og lærifaðir, Jón Baldvin, hóf sinn stjóm- málaferil í bæjarmálum vestra meðan hann var skólameistari. „Mitt hjarta slær enn á sínum stað í pólitíkinni, en ég mun láta kosninga- réttinn nægja, líkt og ég hef gert undan- farin ár - og láta þar við sitja. Ég hef ærið verkefni við að halda sjó fyrir menntaskólann þótt ég fari ekki að spilla því með aö dragast inn í pólitísk- ar væringar og flokkaríg. Ég verð að Eðlilega leit ég á framgöngu þessara manna sem árás á mig, einkum þegar frá leiö og annar þeirra fór að skrifa í blöðin. Ég var ekki ein um það. Ýmsir hafa haldið því fram við mig að þessum mönnum hafi einfaldlega vaxið í augum að rúmlega fertug kona, fimm bama móöir vestur í bæ skyldi vera að seilast eftir doktorsgráöu, næst- um því í hjáverkum, þegar venjan er að menn sitji á fullum launum áratugum saman við að skrifa sínar doktorsrit- gerðir sem þeir verja svo loks á gamals aldri. Það er svosem aldrei að vita.“ Vil stjórna eins og pabbi - Gerir þetta þig sterkari? „Ef maður kemst óskaddaður frá slíkum uppákomum án þess að fara nið- ur á sama plan og árásarmennirnir þá stendur maður sterkari eftir en reynsl- unni ríkari um mannlegt eðli ef ekki annað. Það getur nýst manni í framtíð- inni. Ég held að ég hafi styrkst við þetta og er algerlega óhrædd við þá sem fara fram með þessum hætti.“ - Hefurðu gaman af að berjast? „Ekki í þeim skilningi að ég sækist eftir því. Ég held að ég sé óáleitin manneskja en ef mér er ögraö eða stork- að þá er ég óhrædd við að taka á móti, enda rísandi ljón í ýmsum stjömu- merkjum. Helst vil ég fara leiðir fóður míns í þessum efnum - en hann var milt yfirvald og sanngjam maður sem sagði jafnan: Þótt maður hafi formlegt vald í höndum þá er best með það farið ef maður þarf ekki að nota það.“ PÁÁ „Ýmsir hafa haldið því fram við mig að þessum mönnum hafi einfaldlega vaxið í augum að rúmlega fertug kona, fimm barna móðir vestur í bæ skyldi vera að seilast eftir doktors- gráðu, næstum því í hjá- verkum, þegar venjan er að menn sitji á fullum laun- um áratugum saman við að skrifa sínar doktorsritgerðir sem þeir verja svo loks á gamals aldri. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.