Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAOUR 30. JÚNÍ 2001_______________ I>V Tilvera Afmælisbörn Mike Tyson 35 ára Afmælisbarn dagsins er einn umdeildasti hnefa- leikari síðari tíma, Mike Tyson, sem verður hálf- fertugur. Tyson, sem gerði út um andstæðinga sína á skömmum tíma í bardögum, var eitt sinn heimsmeistari en þann titil missti hann þegar hann var dæmdur í fangelsi, ekki einu sinni held- ur tvisvar, og hefur ekki tekist að vinna hann aft- ur. Enginn efast um hæfileika Tysons sem hnefa- leikara en greinilegt er að hann skortir yitsmuni til að fylgja þessum hæfileikum eftir. í dag er hann jafnþekktur fyrir hæfileika sína við að berja frá sér utan hringsins. Carl Lewis fertugur Einn mesti íþróttamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis, verður fertugur í dag, er sem sagt jafnaldri Diönu prinsessu sem hefði einnig orðið fertug, væri hún á lífi. Carl Lewis var ekki aðeins ósigrandi í sprett- hlaupum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar heldur var hann bestur í langstökki og setti heimsmet þar eins og í spretthlaupum. Lewis hlaut mörg Ólympiugull en hann keppti á þrennum Ólympíuleikum. Lewis er hættur allri keppni í dag en er virtur leið- beinandi og fyrirmynd ungra manna sem vilja hasla sér völl í íþróttum. Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.) Stjörnuspá Gildir fyrír sunnudaginn 1. júlí og mánudaginn 2. júlí Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Spá sunnudagsins I Spa sunnudagsins Þú lærir mikið af öðr- um í dag og fólk verður þér hjálplegt, stundum jafnvel án þess að vita af því. pa manudagsins Það er spenna í loftinu og það má lítið út af bera til að allt fari í bál og brand. Þegar uppi er staðið og málin skoðuð fer allt vel aö lokum. Hrúturinn (21. mars-19. april): »Þú ættir ekki að treysta algerlega á eðhsávísunina þar sem hún gæti brugð- ist þér. Þú hittir persónu sem heillar þig við fjTstu sin. Farðu varlega. Spá manudagsins Þú verður að láta þér skiljast að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Eitthvað sem þú áttar þig ekki á liggur 1 loftinu. Nautið (20. april-20. maí.l: Spá sunnudagsins Vinátta og fjármál fara ekki vel saman þessa dag- ana. Ef um er að ræða sameiginlegan kostnað á einhvern hátt í dag skaltu vera sparsamur. Fjölskyldan krefst mikils af þér og þér finnst þú ekki risa undir þeim kröfum að öllu leyti. Þú veltir fyrir þér að leita leiða til að auka tekjur þfnar. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: f/r* Þú ert dáhtið utan við mJ^f þig í dag og ættir að hefja daginn á þvi að skipuleggja aUt sem þú ætlar að gera. Ekki treysta á að aðiir geri hlutina. Á vegi þímun verður ágjöm mann- eskja sem rétt er að vara sig á. Dag- urinn verður í heild fremur stremb- inn. Kvöldið verður mun betra. Liónið (23. iúlí- 22. ágústi: Spa sunnudagsins Þú ert í góðu ástandi til að taka ákvarðanir í sambandi við minni háttar breytingar. Þú átt auðvelt með að gera upp hug þirrn. Spá manudagsins Þú færð óljós fyrirmæli frá ein- hverjum sem hefur ekki beint yflr þér að segja en þér flnnst sem þú ættir að fara eftir þeim. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: | Þú verður mikið á ferð- inni í dag og gætir þurft að fara landa leið í ein- hverjum tilgangi. Þú þarft að skyggnast undir yfirborð hlutanna. Spá sunnudagsins ' Þú ættir að skipuleggja þig vel og vera viðbúinn i þvi að eitthvað óvænt komi upp á. Ekki láta óvænta at- burði koma þér í uppnám. Þú hefur tilhneigingu til að vera of eftirgefanlegur við aðra og sjá svo eftir þvi sem þú hefur gert. Félagslífið er fjörugt. Voein (23. sept-23. okt.): Þú hefur í mörg hom að líta og átt á hættu að ' j vanrækja einhvem sem þér þykir þó afar vænt um. Vertu heima hjá þér í kvöld og slappaðu af. Þú skalt halda óhikað áfram þeim verkefnum sem þú hefur verið að vinna að undanfarið. Einhver sem læt- ur í fjós efasemdir er öfundsjúkur. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: r Reyndu að vinna verk- in á eigin spýtur í dag. ________ Ef þú treystir alger- lega á aðra fer allt úr skorðum ef þeir bregðast. Spá mánudagsins Greiðvikni er einn af eiginleikum þinum. Gættu þess að vera ekki misnotaður. Það er alltaf til nóg af fólki sem vill notfæra sér aðra. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Spa sunnudagsins Sambönd ganga í gegn- •um erfitt timabil. Sér- ' staklega er hætta á spennu vegna sterkra tilfinninga á rómantiska sviðinu. Bg—EBana Nú er einkar hagstætt að gera við- skiptasamninga og þú ættir að not- færa þér það ef þú ert í þeim hug- leiðingum. Fjárhagur fer batnandi. Sporðdreki (24. okt.-?1. nnv.l: 'Æti'iiirð'i'remmg iííiíwiím ! Þú færð að heyra I gagnrýni vegna hug- mynda þinna í dag. Þú átt auðvelt með að meta aðstæður og ert öruggur í starfi þinu. Spa mánudagsins Samvinna ætti að skila góðum ár- angri í dag. Andrúmsloftið á vinnustað þínum er mun betra en verið hefur undanfarið. Spá mánudagsíns Sérviska þín getur gengið of langt stundum og gert þér erfitt fyrir á ýmsiun sviðum. Þú þarft að taka ákvörðun án þess að hugsa þig um. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Spá sunnudagsíns Andrúmsloftið í kring- um þig verður þrungið spennu fyrri hluta dagsins. Hætta er á deilum yfir smáatriðum. Þú færð fréttir sem gera að verk- um að þú verður að breyta áætl- unum þínum lítillega. Það er þó ekkert sem kemur að sök. DV-MYND jGR Viðurkenningar veittar F.v.: Skúli G. Valtýsson, forseti Rótary Hafnarfjaröar, Árnný S. Guðjónsdóttir, Bryndís Snorradóttir, Siguröur Bjarki Ein- arsson, Sigríöur Gunnlaugsdóttir (tók viö viöurkenningu Hönnu B. Jónsdóttur), Sigþrúöur Ármannsdóttir og Marsibil Ólafsdóttir (tók viö viöurkenningu Haraidar Sveins Eyjóifssonar). Stefán Júlíusson rithöfundur við afhendingu námsverðlauna Rótary: Með samviskusemi, dugn- aði og aga nær fólk langt DV, HAFNARFIRÐI:________________________ Þeir nemendur sem náðu hæstu ein- kunnum á grunnskólaprófi fengu viður- kenningar frá Rótaryklúbbi Hafnar- fjarðar á fimmtudag. Einnig var veitt viðurkenning fyrir gott skólastarf. Nemendur með hæstu einkunnirnar i hverjum skóla fá viðurkenningu frá RH árlega. Að þessu sinni fengu þessar við- urkenningar þau Sigurður Bjarki Ein- arsson, Lækjarskóla, Ámný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Öldutúnsskóla, Bryndís Snorradóttir, Víðistaðaskóla, Haraldur Sveinn Eyjólfsson, Hvaleyrarskóla og Hanna Borg Jónsdóttir, Setbergsskóla. Einnig fengu viðurkenningar klúbbsins Sigþrúður Ármannsdóttir, Flensborgar- skóla og Steindór Aðalsteinsson, Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Af þessu tilefni sagði Stefán Júlíus- son rithöfundur m.a. að hér væri ekki um eiginleg verðlaun að ræða heldur fyrst og fremst viðurkenningu sem hvort tveggja væri beint til þeirra nem- enda sem hefðu náð framúrskarandi ár- angri í námi og ekki siður væri um að ræða viðurkenningu á góðu skólastarfi i bænum. Um nemendurna sagði Stefán að þeii’ hefðu sýnt hve langt er hægt að ná með samviskusemi, dugnaði og aga og hann áréttaði jafnframt hve nauðsyn- legt væri að þeir byggju við gott atlæti og andrúmsloft. Vel unnin störf væra eljunnar virði og eftirtektarverð. Það vildi Rótaryklúbbur Hafnarijarðar við- urkenna með þessum hætti. -DVÓ/JGR Hiauparar ræstir í Viðey Ráösmaöurinn í Viöey, Ragnar Sigurjónsson, ræsir hlaupara í fyrra og aö sjátfsögöu lét hann ekki nægia aö ræsa liðiö heldur hljóp einnig Skúlaskeið- Skúlaskeið: Fjölskyldu- hlaup í Viðey Skúlaskeiðið er árlegt fjölskyldu- hlaup sem haldið er á vegum Reykja- víkurmaraþons. Hlaup þetta sem er í náttúruperlunni Viðey er meiri skemmtun en alvara enda aðeins hlaupnir þrír kílómetrar. Að taka þátt í Skúlaskeiðinu er tilvalið tæki- færi til að virða fyrir sér eyjuna með- sn tekin er léttur sprettur um hana. Hlaupið er haldið á morgun kl. 14.00. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening og T-bol. Grillað verður eftir hlaup. Bátsferð er frá Klettsvör við Sundahöfn frá kl. 11.00 og til baka eft- ir kl. 15.00. Þátttökugjald fyrir full- orðna er kr. 700 og fyrir börn 13 ára og yngri kr. 500 (bátsferð innifalin í þátttökugjaldinu). Seljum nokkra potta á sértilboðum næstu daga. Verð frá 440 þús. kr. Innifalið í verði fullkominn hreinsibúnaður, einangrað lok, viðarklæðning, vatnsnudd, rafhitun og Ijós. MJ ’ METRO Skeifan 7, Slmi 525 0800. I pottinn eftir miðnætti Hiö árlega miðnætur- ogjónsmessuhlaup var haldiö í Laugardalnum um síðustu helgi og voru aö vanda fjölmargir þátttak- endur. Mikið bar á erlendum þátttakend- um i þetta sinn því hópur ungmenna sem tekur þátt í „Ungdom og Kultur“ fjöl- mennti í hlaupið. Boðiö var upp á 3 km og 5 km skemmtiskokk og 10 km hlaup. Frítt var eftir hiaupiö í Laugardatslaugina og eins og sjá má nýttu margir sér boöiö. -t «-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.