Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 Fréttir DV Fimm milljarðar í auknar tekjur til ríkis og sveitarfélaga: Brunabótamatið ónot hæfur mælikvarði - verður að breyta reglum íbúðalánasjóðs, segir Vilhjálmur Egilsson „Brunabótamatið er ónot- hæfur grundvöllur fyrir veðhæfi eigna í fasteigna- viðskiptum. Þaö var almenn samstaða um það í nefnd- inni að breyta þurfí þessum grundvelli. Fjármálaráö- herra hefur verið að skoða hvort hækka beri viðmið í 80% af brunabótamati en ég jóhanna tel það ekki ganga upp. Siguröardóttir. Miklu nær væri að miða lánshæfi við íbúðarverð en þó I heildaráhrif endurskoöunar kaupa. Viö þessu þarf aö I á fasteigna- og brunabóta- bregðast með því að breyta I mati. Til fundarins var boð- reglum íbúðalánasjóðs og 1 ið fulltrúum ráðuneyta, síðan lögum þannig að klárt 1 íbúðalánasjóðs, tryggingafé- sé að brunabótamatið sé j m I laga og fasteignamarkaðar- ekki lengur inni þegar veð- I ins. hæfni er metin,“ sagði Vil- Vilhjálmur Egilsson, for- hjálmur. Hbr' jM maður nefndarinnar, tekur W, ÆW þannig aö lánið verði ekki hærra en brunabótamatið," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir alþingismað- ur aö loknum fundi efnahags- og viöskiptanefndar i gær. Efni fundarins var m.a. að meta brunabótamatið sé óhentug- ur mælikvarði á veðhæfi vegna íbúðarkaupa. „Að mínu viti endurspeglar fasteignamatið nú betur fasteignaverð húsa og ég tel að brunabótamatið uppfylli betur það hlutverk sem því er ætlað. Það er hins vegar ónothæfur mæli- kvarði á veðhæfi vegna íbúðar- Auknar skatttekjur voru einnig til umræðu á fundin- um. Ljóst þykir að ríkið mun hafa þrjá milljarða í auknar tekjum af eignasköttum, stimpilgjöldum og erfðafjárskatti. Auk þess munu vaxtatekjur fólks dragast saman. Hækkun fasteignagjalda hjá sveit- arfélögum þýðir um tvo milljarða í Vilhjálmur Egilsson. kassann ef beitt verður óbreyttum álagningarstofni. „Það var samstaða um það I nefndinni að það væri óeðlilegt að ríki og sveitar- félög tækju til sin þessar auknu tekjur því það var ekki tilgangur lagasetning- arinnar árið 1999,“ sagði Jó- hanna. Vilhjálmur sagði brýnt að skattmálin yrðu skoðuð og tryggt að skatt- tekjur rikis og sveitarfélaga breyt- ist ekki sjálfkrafa vegna matsins. „Skattahækkanir taka ekki gildi á þessu ári og því er tími til að bregðast við. Það munum við gera,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. -aþ Farþegi á skemmtiferðaskipi: Týndist í Almanna- gjá - gífurleg leit í gærkvöld Þyrla Landhelgisgæslunnar og fjölmennt lið björgunarsveitar- manna var sent til Þingvalla á ní- unda tímanum í gærkvöld til leitar að öldruðum manni sem þar týnd- ist. Um var að ræða 74 ára gamlan farþega af skemmtiferðaskipi sem liggur við festar í Reykjavíkurhöfn. Maðurinn var í rútuferð til Þing- valla og sást síðast á gangi meðal ferðafélaga sinna í Almannagjá. Allt í einu var hann horfmn, félög- um sínum til mikillar furðu, sem hófu strax leit án árangurs. Að því fullreyndu var kallað eftir aðstoð sem fyrr greinir. Þegar síðast fréttist sveimaði þyrla Gæslunnar yfir Almannagjá og nágrenni og björgunarsveitar- menn dreifðu sér skipulega um svæðiö. Maðurinn var ófundinn þegar DV fór í prentun á tíunda tímanum í gærkvöld. -EIR Síöasti dagurinn Opinberri heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Færeyja lýkur í kvöld. ídag mun forsetinn og fylgdarliö hans skoöa stærstu lundabyggö í Færeyjum, söguslóö- ir I Mykinesi auk þess aö heimsækja Listasafniö i Þðrshöfn. í kvöld veröur stiginn fær- eyskur dans undir sönglögum á kvöldvöku I Sandavogi. Aö svo búnu veröur haldið heim á leið eftir vel heppnaöa heimsókn. Hér sjást forsetinn, Dorrit og Anfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, og eiginkona hans I góöa veörinu I Færeyjum I gær. Ingvar og Einar ótrauðir áfram: Ætla upp með Eldborg Einar Bárðarson og Ingvar Þórð- arson hafa ekki gefið áætlanir sínar um risaútihátið við Eldborg 1 Hnappadal um verslunarmanna- helgina upp á bátinn. Á dögunum virtist fokið i flest skjól og frá því greint að Eldborgarhátíðin hefði verið blásin af - eða svo gott sem. Einar og Ingvar eru sem kunnugt er landsþekktir athafnamenn í afþrey- ingariðnaðinum. „Nú hafa aðstæður breyst og við höldum áfram og stefnum að því að halda hátiðina," segir Einar Bárðar- son sem vinnur nú aö því að gera samninga við Stuðmenn, Skíta- Blásin af ■ og þó ekki. móral og fleiri hljómsveitir um að skemmta á há- tíðinni. Einnig standa yfir samn- ingaviðræður við erlendar hljóm- sveitir en yfir þeim viðræðum hvílir leynd. „Sem stendur erum við í samn- ingaviðræðum við björgunarsveitir í nágrenni Eldborg- ar og sýslumann- inn í Stykkishólmi sem ganga út á að tryggja öryggi gesta á hátíðinni," segir Einar sem ásamt Ingvari Þórð- arsyni er staðráðinn í að láta gaml- an draum um útihátíð allra lands- manna við Eldborg rætast. - Hvers vegna Eldborg? „Eldborg er fallegt og skógi vaxið svæði þar sem maður fær kraftinn úr Snæfellsjökli beint í æð. Þá er ekki minna um vert að Hvalfjarðar- göngin gera það að verkum að svæðið er nú ekki nema í klukku- stundar fjarlægð frá höfuðborg- inni,“ segir Einar Bárðarson. -EIR Helgi Pétursson. Helgi Pé til Orkuveitunnar „Ég get staðfest að Helgi sótti um og er einn þeirra sem koma sterk- lega til greina,“ sagði Alfreð Þor- steinsson, stjórn- arformaður Orku- veitu Reykjavík- ur, um brotthvarf Helga Pétursson- ar úr borgarstjórn. Helgi hefur sótt um nýtt starf í nýsköpun - hag- og gæðadeild Orkuveitunnar ásamt 30 öðrum. Að sögn Alfreðs voru fjórir umsækjendur taldir hæfastir og verð- ur ráðið í stöðuna eftir helgi. Sam- kvæmt öðrum heimildum er frágeng- ið að Helgi hreppi hnossið og hverfi þar með úr stjórnmálum. -EIR Verkfall þroskaþjálfa: Veröld fólksins er brotin - segir trúnaðarmaður Verkfall þroskaþjálfa, sem starfa hjá ríkinu, sem hófst á miðnætti fimmtu- dags, hefúr nú þegar haft töluverð óþægindi í fór með sér fyrir fullorðið fatlað fólk sem ekki fær dagþjónustu. Sáttafundur í deilunni hefur ekki ver- ið boðaður fyrr en á mánudag. „Áhrifm eru mikilf á líf þroskahefts og fatlaðs fólks,“ segir Hrefna Haralds- dóttir, foreldraráðgafi hjá Þroskahjálp og trúnaðarmaður fatlaðra í Reykja- vik. „Verkfallið hefur áhrif á heimili þessa fólks og mjög stór hópur er inni á sambýlunum án þess að hafa neitt við að vera. Fullorðið þroskaheft fólk þarf ekki síður á rútínunni að halda en bömin. Óvissan er þeim mjög erfið,“ segir Hrefna. „Á sambýlunum skerðist þjónustan mikið. Ég sé satt best að segja ekki hvemig þetta fyrirkomulag á að geta gengið. Fólk er óömggt og því líður einfaldlega illa. Þessir einstak- lingar hafa lært inn á ákveðið lífsform. Þau fara í vinnuna, koma heim, sinna tómstundum og svo framvegis. Þau hafa mikla þörf fyrir að vita hvemig dagamir eiga að ganga fyrir sig, í því er fólgið mikið öryggi. Verkfallið riðl- ar þessu öllu.“ -þor Blaöíö í dag Spilltur njósnaforingi með James Bond-takta Erlent fréttaljós Örtröð á vegunum Innlent fréttaljós Hringleikahús Errós DV fylgír listamónnum Voru umskiptingar ofvirkir Elín Elísabet Jóhannsdóttir Fann ekki golfvöllinn Frakkland Formúla 1 Tímaspursmál hvenær sýður upp úr DV meðal nýbúa Þúsundir í Þórsmörk Búist er við hátt í 2000 manns í Þórsmörk um helgina. Að sögn skálavarðar í Langadal hefur verk- fræðideild háskólans pantað öll þau 500 tjaldstæði sem í boði eru. Bankaspá Landsbankinn spáir 0,66% hækk- un á vísitölu neysluverðs milli júní og júlí. Gangi spáin eftir verður vísitala neysluverðs, miðað við verðlag í júníbyrjun, 214,0 og mun vísitalan hafa hækkað um 6,9% síð- ustu 12 mánuði. Ritt og hlýrinn Ritt Bjerregaard, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Dana, kom í heimsókn til Neskaupstaðar í þokunni í gær. Ráðherrann skoðaði hlýraeldið, sem nú er hafið í Nes- kaupstað, og fannst greinilega tals- vert til koma sem og samfylgdar- mönnum hennar. Áttí að fá kvóta Sjávarútvegsráðuneytinu var ekki heimilt að synja Jóni Krist- jánssyni fiskifræðingi um leyfi til fiskirannsókna fyrir utan kvóta að mati umboðsmanns Alþingis. Jón ætlaði sér í stórfelldar rannsóknir en gat ekki vegna kvótaleysis. Strætóstjóri Ásgeir Eiríksson, fjármálastjóri hjá Reykjalundi í Mosfellsbæ, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Strætó bs. sem er nýtt sameinað fyr- irtæki um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir er son- ur Eiríks Ásgeirssonar sem var for- stjóri SVR til margra ára. Prófessor lagður nlður Háskóli íslands hefur ákveðið að leggja niður prófess- orsstöðu í slysalækn- ingum og getur Gunnar Þór Jónsson, fyrrum yfirlæknir, því ekki tekið við henni aftur eftir upp- sögn sem dæmd hefur verið ólögleg bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Gunnar Þór og Amþrúður Karlsdóttir, eiginkona hans, héldu blaðamanna- fund vegna málsins í gær. Kaupþing til Finnlands Kaupþing hefur undirritað viljayf- irlýsingu um sameiningu við finnskt verðbréfafyrirtæki: Sofi Financial Services Group. Þetta er liður í þeirri stefnu Kaupþings að sækja inn á Norðurlandamarkað þar sem félagið hyggst hasla sér völl. Nýtt útvarp Ný útvarpsstöð, Ljósvakinn á FM 93,9, hóf starfsemi sína í gær á Eyja- fjarðarsvæðinu. Markmið stöðvarinn- ar er að taka þátt í viðburðum á svæðinu, flytja fréttir og bjóða upp á fréttatengda þætti. Kjörorð stöðvar- innar er: „StOltu, hlustaðu, njóttu". Röntgen hækkar í gær voru kynntar hækkanir á gjaldskrá fyrir röntgenþjónustu og þjónustu sérfræðilækna um næstu mánaðamót. Hlutur ríkis í kostnað- inum verður dreginn saman um 300 milljónir á ári en hlutur sjúklinga aukinn að sama skapi. -EIR/Elma/GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.