Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 30. JUNI 2001 Helgarblað DV Upplifun og mikil- fengleiki - segja arkitektarnir Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson Heklusetur byggt að Leirubakka 1 Landsveit: MYNDIR. HILMAR ÞÓR Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson, arkitektar Heklumiðstöðvarinnar. „Þegar inn er komiö gengur fólk eftir eins konar eftirlíkingu af gióandi hrauná sem veröur í gólfinu og þegar hringferö- inni um sýninguna er aö Ijúka fær fólka á tilfinning'jna að glóandi hraunfiyksur fljúgi yfir höföi þess, líkt og gerist ná- læg gosstöövum í „alvöru“eldgosi, “ Nýlega hófust framkvæmdir viö athyglisverða byggingu að Leiru- bakka í Landsveit. Við útlitshönnun er tekið mið af umhverfinu og hefð- um svæðisins og innan dyra er hús- ið að hluta sérteiknað fyrir vísinda- lega sýningu um jarðsögu Islands og sögu Heklu. Auk þess verður í hús- inu veitinga- og ráðstefnusalur og íleira sem bætist við rómaða að- stöðu fyrir ferðamenn á þessum vin- sæla gististað. „Við hönnun Hekluseturs höfum við lagt áherslu á að fólk sem heim- sækir staðinn verði fyrir sterkri upplifun og skynji mikilleik eld- fjallsins, utan dyra sem innan,“ segja arkitektar hússins, Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Bergmann Stefánsson. „Hér hafa bygginga- framkvæmdir skotgengið. Hörkulið frá íslenskum aðalverktökum undir stjórn Áma Eövaldssonar bygginga- stjóra ætlar að sjá um að allar áætl- anir standist og fyrirhugað er að opna hér á vordögum 2002.“ Með höfuðið upp úr topp- gígnum Á framhliö hússins munu kallast á glergluggar og veggir klæddir Hekluhrauni með aðferð sem Flosi Ólafsson hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun hefur þróað. Þegar inn er komið fara gestir í hringferð um sýninguna og kynnast Heklu og jarðsögu íslands í máli og lifandi myndum. Notaðir eru ýmsir þeir möguleikar sem margmiðlun og önnur nútímatækni býður upp á og ennfremur sýndar gamlar og nýjar ljósmyndir og kvikmyndaefni, spil- uð áhrifahljóð og eftirminnilegar út- varpsupptökur. Gerð verða spenn- andi líkön, sýnd dæmi um margvís- leg gosefni frá Heklu, sagt frá ferö- um manna á fjallið og hvernig það kemur við sögu í bókmenntum og listum. Eftir að hafa gengið inn í líkan Heklu, þar sem innviöir fjallsins, jarðlög og goskvika eru gerð sýni- leg, geta sýningargestir teygt höfuð- ið upp úr toppgígnum og þá blasir við panorama-ljósmynd sem sýnir útsýnið af Heklutindi. Leiðin liggur síðan að stórum glugga þar sem Hekla sést gnæfa yfir Landsveit, í aðeins um 10 km fjarlægð frá Leiru- bakka. „Suma daga er veðurfar auð- vitað þannig að alls ekki sést til íjallsins. En það er bara Hekla í dag, og í anda eldfjalladrottningarinnar sem er í senn duttlungafull og óút- reiknanleg," segir Hlédís Sveins- dóttir. Glóandi hraunflyksur yfir höfði fólks Ari Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur annast hina vísinda- legu hlið og hannar sýninguna, ásamt myndlistarmanninum Vigni Jóhannessyni sem sér um úthlits- hönnun sýningarinnar. „Við mun- um notast við hvers konar myndir og skýringartexta til að fræða og upplýsa en við reyndum einnig að hafa uppsetningu sýningarinnar með þeim hætti að fólk verði hér fyrir eftirminnilegri upplifun,“ seg- ir Ari Trausti - og má segja að það sé viö hæfi í nágrenni eldfjallsins sem hefur í gegnum aldirnar vakið í senn ótta og lotningu meðal fólks, langt út fyrir landsteinana. „Þegar inn er komið gengur fólk eftir eins konar eftirlíkingu af gló- andi hrauná sem verður í gólfmu og þegar hringferðinni um sýninguna er að ljúka fær fólka á tilfinninguna að glóandi hraunflyksur fljúgi yfir höfði þess, líkt og gerist nálæg goss- töðvum í „alvöru“eldgosi,“ segir Ari Trausti. Fræða, skemmta og auka á tilfinninguna Jafnframt því sem hér er að fram- an lýst verður í Heklusetrinu marg- víslegt annað eftir sem er ætlað bæði til að fræða og skemmta, sem og auka á tilfinningu fólks fyrir því að vera í beinu sambandi við þetta magnaða eldfjall. Nefndi Ari Trausti í þvi sambandi meðal ann- ars útvarpslýsingar Thorolfs Smith fréttamanns á Heklugosinu árið 1947 og eftirminnilega frétt Sigríðar Árnadóttur, fréttamanns Útvarps- ins, frá þvi í fyrra þegar frá því var sagt að 18. eldgosið í Heklu á sögu- legum tíma hæfist eftir stundar- fjórðung. Og það stóðst. Það er alls ekki venjulegt að ráð- ist sé í að byggja svo nýstárlegar og metnaðarfullar byggingar utan þétt- býlis á Islandi en Heklusetrið á Leirubakka verður vonandi til þess að ryðja brautina fyrir fleiri slíkar. Það er líka athyglisvert að ekki hef- ur hingað til þótt ástæða til að sér- hanna byggingar fyrir sýningar og söfn af þessu tagi heldur hafa göm- ul hús oft verið látin duga og vissu- lega gegna mörg hvers hlutverki sínu með sóma Einsog fyrr var sagt er fyrirhugað að opna sýninguna i Heklusetrinu á Leirubakka að vori. Fram að þeim tíma getur fólk skoðað „forverann", það er sýningu á sögu Heklu sem undanfarin ár hefur veriö sett upp á sumri í Heklumiðstöðinni. Hún er í félagsheimilinu í Landsveit, Brúar- lundi, sem er um það bil 10 kíló- metra neðan við Leirubakka. -sbs Leirubakki í Landsveit: Öþrjótandi möguleikar til útivistar Hjónin Júlíus Ævarsson og Ólöf Eir Gísladóttir voru ekki lengi að ákveða sig þegar þeim bauðst að gerast staðarhaldarar að Leiru- bakka í Landsveit á síðasta ári. I desember síðastliðnum fluttu þau svo að Leirubakka alla leiö frá Þýskalandi ásamt börnunum sínum þremur, þeim Haraldi, Hjördisi og Friðriki, og hafa haft nóg að gera síðan. Þau segja að það sé bæði fjöl- breytilegt og skemmtilegt að vinna á Leirubakka og una hag sínum því vel í sveitinni. Gaulverjabær og Njálsbúð Óhætt er að segja að á svæðinu í kringum Leirubakka sé að finna óþrjótandi möguleika til útivistar sumar sem vetur fyrir hestamenn, vélsleðamenn, veiðimenn, göngugarpa og aöra sem áhuga hafa á útivist. Júlíus segir aö meðal þess sem boðið er á Leirubakka sé gisti- rými fyrir 50 manns í uppbúnum rúmum eða svefnpokapláss í gisti- heimili, veitingasala og hægt er að skella sér í heita potta og gufubað. „Við erum líka með víkingalaug þar sem hægt er að slappa af og horfa á frábært útsýni," segir Júlíus. Fyrir þá sem ekki vilja gista innandyra eru tjaldstæði í boði og þeir sem það velja hafa einnig aðgang að farfugla- eldhúsi og grillaðstöðu. „Grillaðstaðan hér er kölluð Njálsbúð því þar kraumar eldurinn og þar við hliðina er mikið sungið og sá staður er því nefndur Gaul- verjabær," segir Júlíus. Afmælisveislur, ættarmót og alls konar fagnaðir Á Leirubakka er hægt að halda veislur í sérstökum söngskála sem áður var gamalt fjárhús og þar kom- ast 100 til 120 manns i sæti. „Hingað koma hópar til að halda afmælis- veislur, ættarmót og alls konar fagnaði. Staðurinn er líka vinsæll ráðstefnu- og fundarstaður fyrir minni hópa. Sumir vilja líka bara slappa af og eiga hér þægilega stund í eina til tvær nætur,“ segir Júlíus. Leirubakki er líka vinsæll áningar- staður hjá hestamönnunum og oft gista þeir á reiðloftinu í reiðhöll- inni. Júlíus segir að fólk geti komið og fengið leigöa hesta, fengið leið- sögn í reiðmennsku eða látið temja fyrir sig hesta. Júlíus er sjálfur tamningamaður og stundaði nám í greininni bæði á Hvanneyri og Hól- um í Hjaltadal. I framtíðinni er fyr- irhugað að auka enn frekar þjónust- an við hestamenn og byggja skeið- völl við hliðina á reiðhöllinni. -MA DV-MYND EINAR J Anægð í sveitinni Nýju staöarhaldararnir á Leirubakka, þau Júlíus Ævarsson og Ólöf Eir Gísladóttir, ásamt börnunum sínum Hjör- dísi og Friöriki fyrir utan gistiheimiliö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.