Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 I>V „Ég held að ég verði aldrei drottning, en ég vildi gjarnan vera drottning í hjörtum fólks, “ sagði Díana prinsessa í frœgu sjón- varpsviðtali árið 1995. Einhverjir urðu til að hœðast að þeim orðum, fannst hún gera of mikið úr hlutverki sínu, en þegar Díana lést tveim- ur árum síðar, 36 ára gömul í bílslysi, varð hún hjartadrottning. Hún hefði orðið fertug 1. júlí. Eftir harmleikinn i París lögðu hundruð þúsunda leið sína að Kensington-höll, sem var heimili Díönu, og skildu þar eftir blómahaf og skilaboð. Á einu korti, sem und- irritað var af Jim, sennilega ung- lingspilti, stóð: „Kæra Díana. Ég vildi að þú værir líkari Þyrnirós og alvöru prinsinn þinn kæmi og kyssti þig og vekti þig.“ í huga þessa unga drengs, og milljóna annarra, var saga Diönu prinsessusaga með hörmulegum endalokum. Diana var skilnaðar- bam sem dáði föður sinn og fyrir- leit Raine, stjúpu sína, hégómlega og sjálfhverfa konu, sem fáir bera vel söguna. Raine, sem er dóttir Barböru Cartland, fyllir vel upp í ímynd vondu stjúpunnar, hún kom Goösögn verður til Hún varð mest myndaða kona heims og á flótta undan ljósmynd- urum þegar hún lést. „Hundeltasta manneskja síðari tírna," sagði bróðir hennar, Spencer jarl. Millj- ónir manna fylgdust með útför hennar og fólk grét á götum. Sagt hefur verið aö breskur almenning- ur hafi aldrei áður opinberað sorg vegna andláts á svo áberandi hátt. Einhver varð þó til að benda á aö útfor Byrons hafi á sínum tíma valdið svipuöu tilfinningastreymi, en Byron hefur verið sagður fyrsta fjölmiðlastjarna Breta. Með dauða sínum varð Díana ein af táknmyndum 20. aldar, í hópi goðsagna eins og Marilyn Monroe og John. F. Kennedy. Það var ekki út i hött að Elton John skyldi við jarðarfor hennar flytja nýjan texta við lag sem hann hafði áður samið til minningar um Mon- roe. Um allan heim syrgði fólk, áhrifamenn jafnt sem almenning- ur. Nelson Mandela sagði: „Hún var sendiherra þeirra, sem voru fómarlömb jarösprengna og mun- aðarleysingjanna sem strið skapa, sendiherra sjúkra og nauðstaddra um heim allan. Hún var örugglega einhver besti sendiherra Stóra- Bretlands." Móðir Theresa, sem dó nokkrum dögum á eftir Díönu, sagði: „Hún var ástkær vinkona mín og elskaði hina fátæku." Fleygust urðu þó orð Tony Blairs: „Hún var prinsessa fólksins." Geröi heiminn áhugaveröari Tímarit, sem eru meðal þeirra vinsælustu í heimi, Hello, People og OK, hafa minnst prinsessunar í tilefni fertugsafmælisins, og tvö þau fyrrnefndu helga henni forsíðu sína. Hello, sem gerði Díönu í lif- anda lífi að eftirlæti sínu, leggur tuttugu síður undir umfjöllun um prinsessuna. Viðtal er við bróður Díönu, Spencer jarl. Spencer segist aðspurður að honum þyki ólíklegt að Díana hefði gifst elskhuga sín- um, Dodi Fayed og frátekur að parið hafi verið trúlofað. Stað- Drottning í ríki Blóm og mynd af Díönu vló Althorp. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum viö fjölskyldusetur Spencer- fjölskyldunnar, Althorp, sem er opn- að ár hvert á afmælisdegi prinsess- unar og er aö hluta til safn til minn- ingar um Díönu. í fyrra komu um 3000 manns á degi hverjum til Al- thorp, þann tíma sem óöaliö var opiö almenningi. eilífðarinnar Hún hefur verið kölluð ,,hjartadrottning“ og „prinsessa fólksins“. Kannski er hún frægasta kona 20. aldar. Hún lést 36 ára gömul en hefði orðið fertug 1. júlí. Díönu og Spencer bróður hennar fyrir í kjallaranum og plantaöi syni sínum í bamasvituna. Hún seldi van Dyck myndir nýja eigin- mannsins fyrir slikk og innréttaði ættaróðalið í svo dauflegum litum að það minnti helst á draugabæli. Díana, sem var feimin, óörugg og þjáð af höfnunarkennd, virtist komin í örugga höfn, burt frá erf- iðri bemsku, þegar hún tvítug að aldri giftist prinsinum sínum. Hann reyndist síðan stórgallaður og kaldlyndur framhjáhaldsgaur, eins og alkunna er. Innan kon- ungsfjölskyldunnar þótti þessi fljótfæra og viðkvæma stúlka vera til sífelldra vandræða vegna stöðugra tilflnningaupphlaupa. Prinsessa fólksins Fjölmiðlaathyglin skelfdi hana svo í byrjun að hún átti til að bresta í grát fyrir framan mynda- vélar. Hún neitaði að sætta sig við framhjáhald eiginmanns síns, sem mörgum innan breska aðalsins fannst óþægilega nútimalegt viö- horf. Taugaálag leiddi til þess að hún reyndi að fyrirfara sér og fór að þjást af átröskun. Hún átti í al- varlegri tilvistarkreppu og opin- beraði vanlíðan sína og vandamál í sjónvarpsviðtali. Aölinum þótti lítil virðing yflr þessu öllu saman. En ekkert sem Díana geröi virtist hagga stöðu hennar gagnvart al- menningi sem dáði hana og fannst veikleikar hennar gera hana manneskjulega. Hún hafði líka margt með sér. Hún var falleg, blíðlynd og við- kvæm kona sem var áberandi um- hyggjusöm móðir tveggja sona. Hún var mislynd en hafði mikla kímnigáfu og persónutöfra sem heilluðu flesta þá sem kynntust henni. Hún var aldrei yfir þaö haf- in að tala við almenning, virtist beinlínis njóta þess, og skar sig þar frá hinum klaufalegu og kaldlyndu Windsorum sem venjulega sýnast kunna betur við sig innan um fer- fætlinga en mannlegar verur. Hún sinnti líknarstörfum af fádæma elju og heimsótti alnæmissjúklinga og heilsaði þeim með handabandi á tíma þegar margir óttuðust að sýkjast af slíkri snertingu. Síðustu mánuðina sem hún lifði barðist hún ötullega fyrir banni gegn jarð- sprengjum og hlaut fyrir vikið ákúrur þingmanna sem sögðu að hún ætti ekki aö skipta sér af stjórnmálum. Hún svaraði fullum hálsi að hún væri ekki að skipta sér af pólitík heldur að berjast fyr- ir mannslífum. reyndin er sú að Díana var á þess- um tíma ástfangin af pakistönsk- um skurðlækni sem hikaði við að taka upp opinbert samband við hana af ótta við fjölmiðlaathygli. Spencer er einnig i viðtali við tímaritið People. Hann segist þar vera viss um að Díana hefði fertug enn ríkt sem frægasta og mest heillandi kona heims. „Sú ánægja sem fylgdi því að sjá andlit hennar ljóma á forsíðum tímarita gerði heiminn áhugaverðari," segir Spencer. „Hann er vissulega mun daufari án hennar." -KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.