Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. JÚNl 2001 11 Skoðun buröi viö sníp kvenna. Þessu til sönnunar lyfti hún gervilim á loft. fjólubláum og lítt aðlaðandi, og bar saman við plusspiku af fínustu gerð. Konurnar veinuðu. Ég sat hljóður og einn. Bugaður blettatígur Salurinn komst þó ekki í veru- legt stuð fyrr en kynfræðingurinn vék að G-blettinum. Það fór ekki fram hjá mér, og þeim örfáu körl- um aftar í salnum, að kvennaskar- inn í salnum vildi finna þann blett og það hið snarasta. Enn munu menn deila um tilvist þessa kyn- næma svæðis en sérfræðingur okk- ar á stóra sviðinu var ekki í nein- um vafa. Bletturinn er á sínum stað. Konan með hjálpartækin dró meira að segja upp enn eitt tóliö, úr ryðfríu stáli, bogið á þann veg að þaö átti að rata á heimaslóö. Keppa dauðlegir menn við slík apparöt? „Hvernig var fyrirlesturinn?“ spurði konan þegar hún kom heim. Ég stundi um leið og ég andaði inn með nefínu og út með munninum. Um leið varð ég eins og blettatígur í framan. Ræða kynfræðingsins myndgerðist í mér. „Er þér eitthvaö þungt fyrir brjósti, elskan“ spurði hún. „Þú ert ekki vanur að anda svona. Eigum við að koma út að ganga og fá okk- ur hreint loft?“ Ég ákvað að láta lýsingar á G- blettinum liggja á milli hluta. sem og frásögn af þeim fjólubláa og þeirri plussklæddu. Sennilega hef ég ekki nógu marga taugaenda til að útskýra þennan sérstaka reynsluheim kvenna. Kannski hefði ég átt að verða fyrri til og bjóðast til þess að keyra þær systur. Þá hefði svili setið í hormónasúpunni. „í góðœrinu hefur til dœmis neysla fíkniefna verið meiri en nokkru sinni er manni tjáð og áfengisneysla vaxið úr hófi. Af þessum völdum á ótrúlegasta fólk um sárt að binda. “ úr hófi. Af þessum völdum á ótrú- legasta fólk um sárt að binda. Margir hafa farið flatt í tilraun- um til að græða peninga, sitja uppi með skuldir og ýmsar illselj- anlegar eigur. Á þessum tíma hafa hjónabönd hrunið, fólsku- verkum fjölgað og alls konar ónáttúra og öfuguggaháttur hefur vaðið uppi i þjóðfélaginu. Fjölskyldurnar taka tfl ráða Eins og fram hefur komið í fréttum í DV hafa fjölskyldur landsins ákveðiö að hefja 21. öld- ina með því að ganga gætilega um peningatankinn. Það er góðs viti að fjölskyldurnar taka til sinna ráða. Sala á ýmsum lífs- þægindum, bílum, ferðalögum, græjum og fleiru hefur dregist saman. Fyrstu fjórir mánuðir árs- ins lofuðu góðu hvað varöar við- skiptajöfnuðinn og eflaust eiga enn betri tiðindi eftir að birtast frá hagfræðingum Hagstofunnar. Spamaöur og ráðdeOd er eina leiðin til að vinna sig út úr verð- bólgu og annarri óáran sem ógn- ar okkur í dag. Vonandi finna ís- lendingar hina einu sönnu lífs- hamingjuvísitölu, sem engin hag- stofa reiknar út, aðeins við sjálf. Það er mikils virði aö þjóðin verði áfram velmegandi og sjálfri sér nóg, og einnig að þjóðarauðn- um verði réttlátlega útdeilt, en í velferð undanfarinna ára skorti mjög á jafnræði i þeim efnum. Pólitískir hringleikar Kftstjornarorer Sigmundur Ernir Rúnarsson aðstoðarritstjóri íslensk flokkapólitík er á köflum kostuleg. Hún getur tekið á sig allar myndir og iðulega fer hún í hringi, enda mönnum tamt, sem eru á at- kvæðaveiðum, að fara að hætti vindhanans. Nýjasta dæmið í þess- um efnum er Landsbankamálið sem blómstraði í fréttum vikunnar sem er að líða. Stjórnarflokkarnir hafa á síðustu mánuðum komist í pólitísk- ar ógöngur með það mál. Yfirlýsing- ar helstu ráðamanna þjóðarinnar í bankamálum eru á skjön hverjar við aðrar. Og þjóðin undrast. Fáir eru andvígir þeim megin- þætti málsins sem snýr að sjálfri sölunni. Langflestir stjórnmála- menn og allur þorri almennings hef- ur verið á einu máli um ágæti þess að selja hlut ríkisins í þeim gamla þjóðarbanka sem Landsbankinn er. Rökin fyrir ríkisrekstri á því sviði hafa veikst með breyttum tíöaranda og nýjum áherslum í rekstri þjóðar- búsins. Og ekki þarf að horfa til margra nágrannalanda til að sjá þá sömu þróun: Fjöldi fjármálafyrir- tækja hefur verið að færast á hend- ur fólks og félaga. Biluð aðferðafræði Það er hinsvegar aöferðafræðin við söluna sem hefur bilað. Ríkis- stjórninni virðist svo í mun að selja hlut sinn í Landsbankanum að nokkurnveginn allt hefur verið boð- að í þeim efnum á síðustu misserum og mánuðum. Og æði margt reynt. Þar er ofarlega í minni misheppnuð tilraun viðskiptaráðherra til að sameina Landsbankann og Búnað- arbankann sem var ekki betur und- irbúið en svo að ráðherrann var gerður afturreka með tillögur sínar sem stóðust ekki reglur úr hans eig- in ráðuneyti. Á vorþingi bar Landsbankamálið iðulega á góma. Þar var nýtt hljóð komið í strokkinn eftir sameining- arafferuna. Þá vikurnar talaði for- sætisráðherra jafnt sem viðskipta- ráðherra um nauðsyn þess að selja ríkishlutinn í dreifðri eignaraðild eins og sú aðferð var jafnan kölluð. Fljótlega var dustað rykið af tölunni 8 - og nefnt að réttast væri að eng- inn eigandi bankans í næstu fram- tíð fengi að ráða stærri stokki. í sömu andrá var almenningur nefnd- ur, markhópurinn var fólk - í fyrir- rúmi. Hið dreifða fólk Flokkamir á Alþingi tókust á um þetta hitamál á síðustu þingvikum vorsins. Stjórnarandstaðan benti á að óheppilegt væri að selja ríkis- hlutinn i sömu mund og verðgildi bankans væri lágt. Stjórnarflokk- arnir - og forsætisráðherra þar fremstur á palli - hentu gaman að þessari skoðun vinstriflokkanna og sögðu skrýtið að almenningur ætti að gjalda fyrir bankann hæsta verði; sér væri nú hver vinstripóli- tíkin. Með þessum orðum lauk þingi og menn fóru í leyfið, vissir um kaupendur: hið dreifða fólk. Skyndilega breyttist allt í þessum efnum. Fjölmiðlar voru kvaddir á fund og fólk lýst upp með þessu líka fína nýyrði: Kjölfestufjárfestir. Langt er sjálft orðið og líkindi að lengdin dreifi athygli. Nýjasta strokkhljóðið var í þá veru að selja þriðjung bankans til útlanda. Þar með fékk almenningur að heyra það að kjölfestu í íslensku efnahagslífi væri ekki að hafa hér á landi. Þvert á móti væri það frekari sölu bank- ans býsna mikils virði að fá inn í rekstur hans útlenda þekkingu og reynslu. Það yki verðgildið. Beygjan krappa Engin er kjölfesta í eigin föður- landi - og enn færri spámenn. Þau orð forkólfa stjórnarflokkanna um að almenningur ætti að sitja fyrir við kaup á Landsbankanum virðast að engu orðin. Þessi krappa beygja í Landsbankamálinu hefur ekki veriö útskýrð fyrir fólki af ráðamönnum, svo orð sé á gerandi. Það eitt er nú sagt að erlendur fjárfestir eigi að sitja fyrir, mikilvægt sé að gera kostinn aðlaðandi til að auka streymi erlends fjármagns inn í landið. Á eftir fylgi íslenskt fólk sem geti keypt í betri banka. Það er hinsvegar engin trygging fyrir því að íslenskur almenningur fái að fara í spor þessa „erlenda kjölfestufjárfestis". Því ætti fólk að trúa þeim orðum ráðamanna, sömu manna og lögðu áherslu á það í vor að selja almenningi bankahlutinn á lágu verði? Eru ekki alveg sömu lík- ur á að stjórnvöld taki enn eina beygjuna í málinu á næstu vikum og selji enn einn partinn úr landi? Forsætisráðherra sagði á sínum tima að þjóðbankinn yrði ekki seld- ur til útlanda. Hvert var gildi þeirra orða? Af hverju einn og erlendur? Margir hafa furðað sig á þeirri ákvörðun stjórnvalda að einblína á einn erlendan fjárfesti í þessum efn- um. Látum liggja milli hluta hver kjölfestan verður í þeim efnum en afhverju einn og afhverju erlendur? Sinnaskipti helstu ráðamanna þjóð- arinnar virðast augljós í þessum efnum, en koma á óvart. Skyndilega er í góðu lagi að selja einum fjár- festi þriðjung í þjóðarbanka. Skyndilega hefur talan risið úr 8 í tugafjöld og munar þar miklu. Skyndilega hefur grundvallarstefna breyst, svo um munar. Það hefur margt breyst frá þvi síðla sumars árið 1999 þegar hópur að nafni Orca hélt blaðamannafund í Bankastræti. Þá tilkynntu landskunnir menn úr íslensku við- skiptalifi að þeir hefðu í nafni nýs félags keypt 26 prósenta hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins sem ríkið var í þann tíð að einkavæða. Eftirmálin þekkja blaðalesendur. Stjórnmálamenn skiptu skapi og þar lét forsætisráðherra ekki sitt eftir liggja. Andmæli hans voru afar hörð og að sumra mati óvægin, jafn- vel óviðeigandi. 26% þá - 33% nú Viðskiptaráðherra birtist í Kast- ljósi á fimmtudag og virtist með öllu hafa gleymt hasarnum í kringum Orcumálið. Sér er nú hvert stjórn- málaminnið. Vandræði ráðherrans í þættinum voru á köflum mikil og pólitíkin orðin harla rislítil. Gamla prinsippið var einfaldlega horfið á haf út og erfítt að útskýra afhverju. Harkaleg viðbrögð við 26 prósenta kaupum eins íslensks fjárfestis á einum tíma voru nú orðin að aðdá- unarverðum ummælum um 33 pró- senta kaup eins erlends ijárfestis á öðrum tíma. íslensk pólitík er á köflum klikk- uð. Prinsippin koma og fara. Það sem einu sinni er bannað er leyft í annan tíma. Eftir situr ráðvilltur al- menningur og veit ekki hvort hann á að vera dreifður eða í hóp. Össur Skarphéðinsson sagði í DV í gærdag að með nýjasta framferði stjórnar- flokkanna í Landsbankamálinu væru Islendingar orðnir annars flokks. Og hægrimenn er hissa líka. Prófessor Guðmundur Magnússon kvaöst í vikunni ekki skilja af- hverju útlent íjármagn væri orðið aö skilyrði. Eitt sinn bölvaö ■ ■■ Margt er óútskýrt í þessum efn- um. Og fólk hnyklar brýnnar. Baslið við sölu á Landsbankanum virðist ekki ætla að taka enda. Á öllu þessi máli er pólitísk fljóta- skrift. Það sem einu sinni átti að vera reyfarakaup íslensks almenn- ings er nú orðið að útlenskum ein- leik. Dreifð eignaraðild, að hámarki 8 prósent hver hlutur, hefur nú breyst í þriðjungsstökk. Það er ráð- andi hlutur, alltént kallað svo í öll- um þroskuðum markaðslöndum. Ef til vill gildir annað í löndum sem hafa ekki náð sama þroska. Skrýtnast af öllu er þó það að það sem einu sinni var bölvað er nú blessað í bak og fyrir. „Harkaleg viðbrögð við 26 prósenta kaupum eins íslensks fjárfestis á einum tíma eru nú orðin að aðdáunarverðum um- mælum um 33 prósenta kaup eins erlends fjár- festis á öðrum tíma. “ ÍM 'SJtti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.