Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 ÐV Colin Powell Deiluaöilar í Palestínu skilja ekki hvað Powell meinti. Ruglingur eftir brottför Powells Árangur Mið-Austurlandaferðar Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var vilyrði Israela og Palestínumanna fyrir sjö daga „ró“. Powell átti aðskilda fundi með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, og Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels. Á fundinum var fallist á að deiluaðilar héldu rólega viku, viku þagnar, áður en 6 mán- aða langt kælingartímabil gæti haf- ist. Strax eftir brottför Powells lentu- deiluaðilar í vandræðum með að skilgreina samkomulagið. Palest- inumenn vildu að 7 daga róin hæfist þegar í gær en ísraelar sögðu að skærur fyrr um daginn útilokuðu það. Auk þess eru menn ekki á eitt sáttir um hvað ró Powells merki. Opnir fyrir breyt- ingum á ABM Rússar eru opnir fyrir breyting- um á ABM-samningnum frá 1972, sem bannar bandarískt eldflauga- varnarkerfi. Herfshöfðinginn Leon- id Ivashov, sem stjórnar alþjóðlegri samvinnu rússneska hersins, segir Bandaríkjamenn vera á góðri leið með að eyðileggja samsamninginn. Hann segir að ef ABM verði afnum- inn með öllu sé voðinn vís. Framundan væri þá óstöðugleiki og óvissa í hermálum í heiminum. Þetta er i fyrsta skiptið sem svo hátt settur embættismaður í Rúss- landi bendir á möguleikann á því að breyta samkomulaginu. Bandaríkja- menn vilja losna undan því til að koma sér upp eldflaugavarnarkerfi. Dlck Cheney Bandaríski varaforsetinn er meö of hraöan hjartslátt. Varaforsetinn fær gangráð Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær að hann myndi fá sér gangráð. Hann sagðist munu ganga undir rannsóknir í dag sem myndu að öllum líkindum leiða til ígræðslu gangráðs- ins. „Ég lít á þetta sem tryggingu. Það kann að vera að gangráðurinn nýtist mér aldrei,“ segir Cheney, sem hefur fengið 4 hjartaáföll frá árinu 1978, það sfðasta í nóvember. Cheney er með of hraðan hjartslátt sem setur hann í áhættuhóp hjartasjúkdóma. Hann seg- ir ástand sitt ekki hamla sér frá vinnu. Loftbelgir yfir Spáni Alþjóölegir flugíþróttaleikar eru haldnir á Suöur-Sþáni um þessar mundir. Mótiö hefur dregiö tit sín um 5000 flugiþróttamenn alls staöar aö úr heiminum. Styrkjum rignir yfir Júgóslavíu Forsætisráðherra Júgóslavíu, Zoran Zizic, sagði af sér í kjölfar framsals Slobodans Milosevic, fyrr- verandi forseta, í hendur Stríðs- glæpadómstólnum í Haag í gær. Flokkur Zizic er harður andstæð- ingur framsalsins og vildi að fyrst yrði réttað yfir Milosevic í heima- landinu. Mikil óvissa hefur skapast um samstarf 18 flokka aö stjórn Júgóslavíu. Ef ekki tekst að samein- ast um einn eftirmann Zizic úr þeirra röðum mun stjórnin falla. Framsalið hefur hins vegar haft jákvæðar hliðar fyrir efnahagslíf Júgóslavíu. Einungis nokkrum klukkustundum eftir framsal Milos- evic hófst alþjóöleg styrkjaráðstefna um uppbyggingu hinnar stríðs- hrjáðu Júgóslavíu í Brussel. Júgóslavíuyfirvöld hafa beðið um rúmlega 130 milljarða króna i styrki til að byggja upp landið eftir 13 ára slælega efnahagsstjórn Milosevic. Evrópusambandslönd, Bandaríkin Alþjóðabankinn og Japan gerðu gott betur og ákváðu að styrkja Zoran Zizic Sagöi af sér sem forsætisráöherra Júgóslavíu vegna framsals Slobod- ans Milosevic. Júgóslavíu um 131 milljarð króna. Ekki er vanþörf á aðstoð enda er verðbólgan í landinu 150 prósent og 50 prósent vinnuaflsins eru atvinnu- laus. Bandaríkin höfðu áður gefið í skyn að ef Milosevic hefði ekki ver- ið framseldur til striðsglæpadóm- stólsins fyrir styrkjaráðstefnuna myndi litið verða úr fjárstyrk af þeirra hálfu. Timasetningin á fram- sali forsetans fyrrverandi og sú staðreynd að stjórnvöld Júgóslavíu hunsuðu úrskurð stjórnlagadóm- stóls landsins gefur til kynna ásetn- ing þeirra að fá styrki til uppbygg- ingar landsins. Miroljub Labus, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, var ánægður með góð viðbrögð á styrkjaráðstefn- unni. Hann sagði landið vera á hraðri leið inn í Evrópu. Auk þess lýsti hann því yfir að Júgóslavfa væri loksins komin aftur inn í sam- félag þjóðanna, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Kofi Annan endur- kjörinn til fimm ára Ghanamaðurinn Kofi Atta Annan var endurkjörinn aðalritari Samein- uðu þjóðanna tU fimm ára í gær. Engin andstaða var á meðal fulltrúa 189 þjóða í allsherjarþingi SÞ. Ör- yggisráð SÞ hafði þá þegar lýst yfir stuðningi við endurkjör hans með dynjandi lófataki á miðvikudag. í Öryggisráðinu hafa fimm þjóðir neitunarvald, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Ann- an hefur ekki kallað upp á sig óvUd neinna þessara þjóða, en andstaöa Bandaríkjamanna varð forvera hans, Boutros Boutros-Gali, fjötur um fór. Endurkjör Annans er óvenjulegt að því leyti að með því verður Afr- íkubúi aðalritari í 15 ár samfeUt. Vaninn er að hver heimsálfa fái að- eins 10 ár. Af því tilefni hafa nokk- ur ríki í Suðaustur-Asíu kvrrtað Kofi Atta Annan Nýtur mikilla vinsælda sem aöalritari SÞ. Hann er kvæntur sænskri lista- konu og er oröinn 63 ára gamall. undan því að fá ekki sinn fuUtrúa í stöðuna. Annan er úr fjölskyldu kaup- manna í Vestur-Afríkuríkinu Ghana. Hann menntaði sig í Banda- ríkjunum og er kvæntur sænskri listakonu. Afrikumaöurinn hefur gert stríð- ið við alnæmisvána að sínu helsta baráttumáli, enda er sjúkdómurinn helsta böl heimaálfu hans. Hann er talsmaður alþjóðavæðingar og vill að markaðir verði opnaðir fyrir vör- um frá þróunarlöndum. Fyrstu árin í embætti þurfti Ann- an að beina kröftum sínum að Bandaríkjamönnum, sem hafa neit- að að borga gríðarlegar skuldir sín- ar til SÞ. Það hefur enn ekki tekist. Sjálfur segist Annan tala máli þeirra sem ekki geti talað fyrir sig sjálfir. Nýjar viöræöur á N-írlandi Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, heitir því að koma á nýjum við- ræðum um Norður- írland eftir helgi. Líklegt er að staðan verði nokkuð breytt, þar sem David Trimble, leiðtogi mótmæl- enda og fyrsti ráðherra Norður-ír- lands, hyggst segja af sér á sunnu- dag. Hermenn yfirheyrðir Lögreglan á Okinawa-eyju í Jap- an yfirheyrði i gær bandaríska her- menn í tengslum við nauðgmi á jap- anskri konu. Á sama tíma er Koizumi forsætisráðherra í opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum. Fjöldagröf við Belgrad Serbneskir réttarlæknar rann- saka nú líkamsleifar 36 almennra borgara sem fundust á lögreglu- svæði nærri Belgrad. Talið er að um Kosovo-Albana sé að ræða. 9 lík- anna voru af börnum. 18 dauðir eftir snákabit Það sem af er júnímánuði hafa 18 Nepalar látist af völdum snákabita. Fjöldi þeirra eykst til muna í monsún-rigningunum sem nú standa yfir. Arroyo vill hjálp Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, biður Bandaríkin um hjálp í barátt- unni gegn mús- límskum skærulið- um. Hún vill fá nýja tækni Bandaríkja- manna til að fylgj- ast með skæruliðunum. Barist um fána 5 slösuðust í slagsmálum í Puerto Rico í gær eftir að bandaríska fán- anum hafði verið flaggað við kirkju í óleyfi. Kirkjan tileinkar sig barátt- unni gegn heræfmgum bandariska sjóhersins við Puerto Rico. 3000 hermenn á G8-fundi Silvio Berlu- sconi, forsætisráð- herra Italíu, lætur kalla út 3000 her- menn sem tryggja eiga öryggi á fundi átta helstu iðnrikja heims í Genúa í næsta mánuði. Fljúgi ekki yfir Líbanon ísraelar hafa gefið Sameinuðu þjóðunum loforð um að þeir muni ekki fljúga herþotum sínum yfir Lí- banon lengur. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem ísraelar lofa þessu, en þeir drógu heri sína frá Suður-Líbanon fyrir ári síðan. Dýr aðdragandi aftöku Réttarhöldin yfir sprengjumann- inum Timothy McVeigh kostuðu bandaríska skattgreiðendur um 140 milljónir íslenskar krónur. Marxistar hyggjast ræna Skæruliðar marxista i Kólumbíu hyggjast standa fyrir mannránum á þingmönnum, dómurum og öðrum embættismönnum. Þeir slepptu hundruðum lögreglumanna úr haldi í vikunni en virðast þó engan bilbug láta á sér finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.