Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 DV 51 Ferðir Fjölskyldudagar hjá íshestum Fjölskyld- an verður í íyrirrúmi alla sunnu- daga hjá Hestamið- stöðinni ís- hestum í sumar sem er í fógru umhverfi i útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Eftir há- degi alla sunnudaga í sumar teymir starfsfólk íshesta undir börnum yngri en 10 ára og kostar það 100 krónur fyrir hvert bam. Tveggja tíma reiðtúr hefst kl. 14.00 þar sem annað hvort er riðið inn Sléttuhlíð að Kaldárseli eða í kring- um Hvaleyrarvatnið. Einnig er boðið upp á sérstaka klukkutímareiðtúra á sértilboði á sunnudögum. Þeir sem ekki treysta sér á bak hafa úr nægu öðru að velja, gönguferðum, hjólreiðatúrum, skoðunarferðum eða bara afslöppun og endurnæringu úti i náttúrunni. Margir af merkustu tónlistarmönnum landsins munu skiptast á að vera sérlegir gestir hjá íshestum á sunnudögum. Pylsur verða á grillinu og nóg af kökum og kaífi í Jórsölum. Ódýrt flug til Norður Noregs Vegna ferð- ar barnahóps frá Tromsö í N- Noregi 13. júlí nk. á Norrænt mót í bama- dönsum á ís- landi em nú laus a.m.k. 120 sæti í leiguflugi frá Keflavík til Tromsö og til- baka frá Tromsö 22. júlí. Islendingafé- laginu Hrafnaflóka í Tromsö hefur ver- ið falið að hafa milligöngu á miðasölu og kostar miðinn báðar leiðir nok. 2.800 helmingi ódýrara enn með hefðbundnu áætlunarflugi. Islendingafélagið mun einnig sjá um að liðsinna fólki með að fmna gistingu, koma á sambandi við Troms Turlag sem skipuleggur göngu- ferðir með fararstjórn ef viil og afnot af sæluhúsum. Einnig er möguleiki á að komast til Lofoten eða Finnmerkur fyr- ir þá sem hefðu áhuga á því. Með smá- skipulagningu er hægt að komast af með ódýrt sumarleyfi með þessu móti í N-Noregi. Allar nánari upplýsingar er aö frnna á www.norice.com Skrúður í Dýrafirði Laugardaginn 7. júlí verður haldin haldin hátíð í skrúðgarðinum Skrúð i Dýrafirði. Lögð verður áhersla á að fræða gesti um sögu garðsins og að skemmta gestum. Garðurinn er eitt af undrum Vestöarða og þar er m. a. að fmna einn elsta gosbrunn á landinu. Fyrst eftir að gosbrunnurinn var tekinn í nottkun voru haldnar sérstakar gossýningar þegar gesti bar að garði. Flúðarall í um- hverfi Mýrdals- jökuls Tindfjöil - River Rafting bjóða flúðarall í umhverfl Mýrdalsjökuls þar sem allir geta fundið rall við sitt hæfi. Eystri- Rangá er skemmtileg raiiferð í 1. gráðu lygnu fljóti. Markarfljót er 2. gráðu rail í fógru umhverfi Markarfljótsgljúfra og Þórsmerkur. Innri-Emstruá er rallferð í 3. gráðu fljóti þar sem siglt er í ósnortinni náttúru á Emstrum. Fjölbreytilegt flúðar- all er í Hólmsá 2. til 4. gráðu rall, allt frá því að vera fýrir byrjendur og einnig fyr- ir lengri komna. Á Skaftá, sem er 2. gráðu fljót, er siglt í ósnortinni náttúru Skaftár og Eldhraunsins. Nánari upplýsingar á tindfjoll.is -W Hveragarðurinn - þar sem aldrei vetrar: Ruslahverinn sendi allt ruslið aftur í hausinn á okkur - segir Magnús Kristjánsson leiðsögumaður Yfirsýn yfir Hveragerði Þar var hverasvæöiö löngum farartálmi og til lítilla nota þótt alltaf þætti feröamönnum þaö forvitnilegt og þykir enn. Gufuhver Fyrstu íbúarnir nýttu sér virknina i hverunum til húshitunar, til aö elda mat, baka, þvo þvotta og fleira. Háhitasvæðið í Hengli er ævagamalt, að öllum líkindum nokkur hundruð þúsund ára, og er elsti hluti þess í Hveragerði. Þar var hverasvæðið löng- um farartálmi og til lítilla nota þótt alltaf þætti ferðamönnum það forvitni- legt og þyki enn. Hitasvæðið er í raun grunnurinn að byggð i Hveragerði sem má rekja til ársins 1902 þegar ullar- kembingarstöð var byggð við Reykja- foss. Jarðhitinn var hins vegar fyrst nýttur í einhveijum mæli í Mjólkurbú Ölfusinga 1928. fýrsta jarðhitaholan var boruð 1940 og gufan leidd í gróðurhúsið í Fagrahvammi og má segja að með henni hafi framtíð bæjarins verið ráðin þvi gróðurhúsabyggð óx smám saman og garðrækt varð einn af aðalatvinnu- vegum bæjarins. í dag eru níu borholur á jarðhitasvæðinu og garðrækt undir gleri nær yfir 50 þúsund fermetra. Skondnar sögur og hörmulegar Það voru mest fátækir listamenn sem höfðu ekki efni á kolum til húshitunar sem voru þeir fyrstu sem settust að i Hveragerði. Þeir byggðu upp þau hús sem standa næst hverasvæðinu og nýttu sér virknina í hverunum til húshitunar með því að tengja ofna við hverina, elda mat, baka, þvo þvotta og annað. Hveragarðurinn Það kryddar heimsóknina í garöinn aö ganga um meö leiösögumanni sem seg- ir fullt af skemmtilegum sögum, bæði skondnum og hörmulegum. I dag er búið að byggja upp hitasvæð- ið fyrir ferðamenn með gróðri og garð- bekkjum og göngustígamir leiða fólk milli hveranna. Við hvem hver er skilti þar sem lesa má sögulegar upplýsingar um hverina og svæðið í kring. Við inn- ganginn i hveragarðinn er huggulegur skáli þar sem er móttaka fyrir ferða- menn og kaffihús. Hveragarðurinn er opinn alla daga frá 1. júní til 30. septem- ber og er hægt að fá leiðsögn um garð- inn ef vill. Það kryddar heimsóknina í garðinn að ganga um með leiðsögu- manni sem segir fullt af skemmtilegum sögum bæði skodnum og hörmulegum. Frægust er líklega sagan af Ruslahvem- um (Önnuhver) sem um árabil hafði verið notaður sem mslagryfia og dregur nafn sitt af þvi að hann lifnaði við i jarð- skjálfta 1947 og þeytti ölllu ruslinu úr sér yfir bæinn. Þemað er virðing við náttúruna „Sagan af ruslahvemum, sem sendi allt mslið aftur í hausinn á okkur, voru ákveðin skilaboð, sem og fólkið sem hef- ur dáið í hverunum," segir Magnús Kristjánsson, leiðsögumaður hjá Ferða- skrifstofu Suðurlands i Hveragerði. „Fólk ber ekki nógu mikla virðingu fyr- ir náttúmnni og oftar en ekki verða slysin vegna þess að ekki er gengið um hana með nógu mikilli varúð. Þemað í heimsóknum hingað er virðing við nátt- úruna og við getum lært af sögunum. Sérstaklega þykir börnunum sem koma hingað í stómm hópum úr skólunum mjög skemmtilegt og spennandi að hlusta sögurnar sem leiðsögumennirnir segja þeim. Ein sagan er af fuglinum sem er í merki Hveragerðisbæjar og seg- ir að svona fuglar hafi eitt sinn verið í Hveragerði og það sérstaka við þá var að þeir stungu sér í hverina þegar þeir urðu hræddir. Snorri á Húsafelli fang- aði eitt sinn hverafugl og ætlaði að sjóða hann, (íslendingar em jú frægir fyrir það að éta allt.) En það gekk auðvitað ekkert hjá Snorra að sjóða fuglinn því hann var vanur að stinga sér í hverina en þegar hann setti hann í kalt vatn þá soðnaði hann. Snorra fannst vera ná- bragð að fuglinum og hann alls ekki vera geðþekkur á bragðið. Nýsoðin egg og gúrkusnafs Við segjum fullt af svona skemmtileg- um sögum meðan farið er um hvera- svæðið með leiðsögumanni. Svo getur fólk fengið að sjóða sér egg í hverunum og emm við með sérstakar bambus- stangir með neti á endanum til þess. Þeim dýfir fólk í hverinn og sýður egg- in i átta mínútur og svo koma þau inn í skálann og fá hverarúgbrauð með ný- soðnu eggi. Fólk getur beðið um svo margt og við reynum alltaf að verða við þvi. Það er hægt að fá okkur til að grilla, bjóða upp á kaffi og kleinur og gúrkusn- afsinn er orðinn mjög vinsæll. Líklega eram við þau einu sem bjóðum upp á gúrkusnafs en hann dregur nafn sitt af því aö glösin em gerð úr agúrkum og snafsinn settur þar ofan í. Þetta þarf hins vegar að biðja um með fyrirvara eins og gefur að skilja. Oft em þetta hópar sem hingað koma eins og t.d. vinnuhópar í óvissuferð eða fyrirtæki í hvataferðum en við skipuleggjum gjaman slíkar ferðir fyrir fólk. Draumurinn er að vera með hveragarðinn opinn allt árið og þá getur fólk komið, kíkt í blöðin, fengiö sér kaffi- bolla og farið i spássitúr um hitasvæðið þar sem aldrei vetrar.“ -W Sundlaugin Sund/augin í Hverageröi er hituö meö hveravatni og vinsæll áfangastaöur. Náttúruperlan Papey skoðuð Siglingar um Berufjörð og í Papey: DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Stórkostlegt Þetta var alveg stórkostlegt, sagði forseti íslands, þegar hann og fylgdarliö hans komu í land eftir hringferö um Paþey. Fremst á bátnum er Már Karls- son leiösögumaöur og aftast er Stefán Arnórsson skipstjóri. Papeyjarferðir em byrjaðar sumará- ætlun sína og fer ferjan Gísli i Papey kl. 13 frá Djúpavogi út í Papey þar sem gengið er um eyjuna í fylgd leiðsögu- manns, eða án hans, og komið aftur til Djúpavogs kl. 17. “Þetta era fastar áætlanir en svo em ferðir alveg eftir þvi sem fólk óskar eft- ir,“ sagði Margrét Gústafsdóttir, einn af eigendum Papeyjarferða. „Við bæt- um ferðum inn í eftir þörfum og ef fólk vill stansa lengur í eyjunni eða fara fyrr en samkvæmt áætluninni er það ekkert vandamál. Við fórum með fólk- ið þangað sem það helst vill, hvort sem það er hefðbundin áætlunarleið eða annað,“ segir Margrét. Sumir vilja fara hringferð um Papey án landgöngu og þá tekur sú ferð þrjá tíma og slíka ferð er hægt að skipu- leggja. Ferjan tekui' 24 farþega í einu og er um 30 mínútur að sigla milli Papeyjar og Djúpavogs. Ferð í eyjuna kostar 3.000 krónur fyrir fullorðna og hringferð um eyjuna án landgöngu kostar kr. 2.500 á mann. Veittur er af- sláttur til hópa og eins fiölskylduaf- sláttur. Kostnaður við aðrar ferðir fer eftir lengd og tíma hverrar ferðar. Tjaldstæði er í Papey og getur fólk dvalist þar eins lengi og það vill. Það kostar ekkert að vera þar og má geta þess að ókeypis lundaveiðar eru í boði fyrir þá sem hafa áhuga. Fuglalíf er mikið og fiölbreytt í eyjunni og hrein- asta paradis fyrir þá sem hafa gaman af fuglaskoðun. Papeyjarferðir bjóða einnig siglingu um nágrenni Djúpa- vogs og inn Berufiörð en 35-40 mín. sigling er inn í botn fiarðarins. Boðið er upp á sjóstangaveiði og em góð fiskimið á þessum slóðum. Stefán Am- órsson, skipstjóri á Gísla í Papey, seg- ir að ekki hafi verið farið í hvalaskoð- unarferðir ennþá en það gæti komið til athugunar því mikið væri af hval þeg- ar kæmi nokkuð út fyrir Papey. Samkvæmt pöntunum lítur vel út með sumarið fyrir Papeyjaferðir og þá er bara að vona að veðráttan verði góð svo að sem flestir geti notið þess að sjá þessa náttúmperlu og sjá þá staðhætti og finna þá einangrun sem íbúar Papeyjar hafa búið við. -Júlía Imsland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.