Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 21
21
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001
DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
inn þegar rebbinn kom aftur í leit-
irnar.
Betri laun en í boltanum
Ef toppatvinnumenn í golfi eru
bornir saman við toppana í fótbolt-
anum kemur í ljós að þeir fyrr-
nefndu þéna mun meira. Sem dæmi
má nefna að Tiger Woods var með
20 milljarða íslenskra króna í árs-
laun á síðasta ári. Það er einnig
mun minna um meiðsli í golfinu en
boltanum og menn endast mun leng-
ur í íþróttinni. Birgir tekur því und-
ir það að á heildina litið þá sé golf-
ið mun arðvænlegra framtíðarstarf
en boltinn.
Aðalvertíðin í golfinu er frá mars
og fram í nóvember en þá eru flest
golfmótin haldin. Birgir ræður sjálf-
ur hve mörgum mótum hann kepp-
ir á en laun hans eru að einhveiju
leyti árangurstengd. Utan vertíðar-
innar fer Birgir gjarnan í æfinga-
ferðir en þar sem golfarar þjást oft
af bakmeiðslum þar sem sveiflan
gefur óeðlilega mikla sveigju á
hrygginn er alvanalegt að menn
taki sér gott fri frá íþróttinni. Ólíkt
atvinnumönnum í fótbolta mega at-
vinnumenn í golfi ekki vera í lands-
liði síns lands og það finnst Birgi
Leiíi miður.
Annað sem er ekki laust við að
Birgir Leifur öfundi fótboltamenn-
ina af er klæðnaður þeirra. Á með-
an knattspyrnukappar mæta í stutt-
buxum á völlinn fá atvinnumenn í
golfi ekki að keppa nema í síðbux-
um og bol. Það getur oft verið freist-
andi að rífa sig úr að ofan þegar ver-
ið er að keppa i steikjandi sól og
evrópskum sumarhita en Birgir seg-
ir aö hann sé að venjast þessum að-
Birgir Leifur hefur valiö sér refinn sem sitt persónulega gæludýr
Birgir Leifur segir aö rebbi sé sitt lukkudýr. „Hann týndist í nokkra mánuöi í
fyrra en ég lét þaö samt ekkert trufla einbeitinguna á vellinum, “ segir Birgir
og viöurkennir aö hann hafi. samt veriö feginn þegar rebbinn kom
aftur í leitirnar.
stæðum.
„Þetta var mikið sjokk til að
byrja með og er mér mjög minnis-
stæð keppnisferð til Fílabeins-
strandarinnar árið 1998 en þar var
vægast sagt mjög heitt,“ segir Birg-
ir og svitnar við tilhugsunina.
Enginn fastur kylfusveinn
Fyrir utan að taka þátt í golfmót-
um eyðir Birgir Leifur að sjálfsögðu
miklum tíma á golfvellinum til æf-
inga. Honum virðist einnig hafa tek-
ist að smita kærustuna af golfbakt-
eríunni svo parið tekur stundum
saman einn hring.
„Ég nenni hins vegar ekki að
horfa á golf í sjónvarpinu, þá vel ég
frekar boltann," segir Birgir Leifur
og hlær. Birgir fékk nýjan þjálfara í
febrúar, hinn sænska Staffan Jo-
hanssons, þann hinn sama sem
þjálfar íslenska landsliðið, en hann
þjálfar einnig fremstu landa sína í
íþróttinni. Auk æfinga á vellinum
stundar Birgir líkamsrækt annan
hvern dag en hann segir að það sé
mikilvægt að halda sér í góðu lík-
amlegu formi þar sem golfiþróttin
reyni svo sannarlega á líkamann.
Hver hringur getur tekið um fjóra
klukkutíma auk þess sem Birgir
hitar yfirleitt upp í klukkustund
áður en hann byrjar. Birgir Leifur
er ekki heldur með eigin kylfusvein
svo auk þess að hugsa um höggin
verður hann yfirleitt að draga kylfu-
pokann sinn sjálfur.
Hann hefur þó stundum fengið
einhverja vini eða kunningja til að
hjálpa sér með það en hann reiknar
með aö fá sér fastan kylfusvein í
framtíðinni. Að hafa góðan kylfu-
svein getur að sögn Birgis verið tii
mikillar hjálpar fyrir golfarann því
auk þess að draga kylfupokann þá
getur hann skoðað völlinn og ráð-
lagt golfaranum varðandi kylfu-
notkun og annað.
Tveimur höggum frá
Evróputúr
Eftir að hafa spilað á bestu golf-
völlum Evrópu viðurkennir Birgir
að vellirnir á íslandi séu hálfgert
prump miðað við vellina úti.
Skemmtilegasti golfvöllur sem Birg-
ir hefur leikið á er að hans sögn
hinn frægi St. Andrewsvöllur í
Skotlandi þangað sem golfiþróttin á
sínar rætur að rekja. Af íslensku
golfvöllunum heldur hann mest upp
á völlinn á Akranesi og þann í Vest-
manneyjum. Það sem Birgir segist
vera hvað ánægðastur með á golf-
ferlinum til þessa er að vera einung-
is tveimur höggum frá því að ná inn
á Evróputúrinn i fyrra en að ná
þangað inn er markmið sem hann
stefnir ótrauður að.
Birgir Leifur er væntanlegur til
íslands í endaðan júli en þá mun
hann sjá um tvö golfmót fyrir við-
skiptavini Búnaðarbankans sem er
sérlegur styrktaraðili hans. Birgir
Leifur segist vera í skýjunum með
að hafa fengið það tækifæri að hafa
golfið að sinni atvinnu en þrátt fyr-
ir að íþróttin sé hans atvinna í dag
þá segist hann samt ekki hafa gefið
innanhússarkitektardrauminn upp
á bátinn.
„Það er aldrei að vita hvað gerist
í framtíðinni en auðvitað vona ég að
ég sé kominn til að vera í atvinnu-
golfinu,“ segir hinn ungi golfari að
lokum. -snæ
Með
fulla vasa á ferð um landið
- Þjóðleikhúsið sendir tvær skærustu stjörnur hússins í leikferð
DV-MYND HARI
Hilmir Snær Guönason og Stefán Karl Stefánsson leikarar
Þeir ætla aö fara eins og eldur í sinu um landið meö hina geysivinsælu leiksýningu Meö fulla vasa afgrjóti.
Það er óhætt að segja að leiksýn-
ingin Með fulla vasa af grjóti hafi
slegið rækilega í gegn á sviði Þjóð-
leikhússins í vetur. Það eru tveir vin-
sælustu leikarar hússins, þeir Hilmir
Snær Guðnason og Stefán Karl Stef-
ánsson, sem leika í sýningunni og
hafa hlotið verðskuldað einróma lof
fyrir leik sinn en hvor þeirra bregður
sér í ein sjö eða átta gervi án þess að
skipta um búning eða neitt þess hátt-
ar.
Hlutverkin eru af báðum kynjum
og túlka fólk af ólíku þjóðerni á ýms-
um aldri. Án þess að ljóstra upp of
miklu fjallar leikritið um innrás am-
erísks kvikmyndatökuliðs i lítið írskt
þorp og þá menningarárekstra sem af
því hljótast. Túlkun Hilmis á amer-
ískri stórleikkonu og stórkarlalegur
„riverdans" Stefáns Karls gleymist
áreiðanlega engum sem hefur séð
þessa bráðskemmtilegu sýningu sem
hefur verið sýnd fyrir fullu húsi i
Þjóðleikhúsinu í allan vetur og verð-
ur drifin aftur á fjalirnar í haust.
Þjóðleikhúsið er trútt þeirri lög-
bundnu skyldu sinni að vera leikhús
allrar þjóðarinnar og í samræmi við
það verður þessum tveimur stór-
stjörnum ásamt tveimur ljósamönn-
um, einum sviðsstjóra og einum far-
arstjóra pakkað saman í bíl og þeir
sendir í magnaða leikfór sem hefst á
Blönduósi 1. júlí og endar 15, júlí á
Kirkjubæjarklaustri 15 dögum og 14
leiksýningum síðar.
Þetta verður töff
DV hitti leikarana tvo rétt áður en
þeir yfirgáfu leikhúsið til þess að fara
eins og eldur í sinu um landsins
dreifðu byggðir. Það kom fram í sam-
tölum okkar að hvorugur þeirra hef-
ur farið í slíkan leiðangur áður. Hvað
skyldi það vera sem þeir kvíða mest
fyrir?
„Ætli það sé ekki að missa rödd-
ina,“ segir Stefán sem lítur á Hilmi
sem lítur á Stefán og ég hef á tilfinn-
ingunni að þeim finnist þetta
heimskuleg spuming.
„Þetta er auðvitað mjög þétt dag-
skrá og þótt leikarar sýni stundum
allt að sex sýningar á viku yfir vetur-
inn þá er þetta lengsta törn sem við
höfum tekið þátt í. Þetta mun reyna
mikið á okkur en ég hlakka mikið til
því ég held að það verði ákaflega gam-
an,“ segir Hilmir.
Þeir félagar segja að kollegarnir
sem hafa farið í slíkar ferðir hafi
nestaö þá með alls kyns varnaðarorð-
um og slysasögum en efst á blaði sé
samt alltaf hvað slíkar ferðir séu
skemmtflegar og góð og nauðsynleg
reynsla fyrir leikarann.
Leikritið var sett upp á litla sviði
Þjóðleikhússins en fært reglulega
upp á stóra sviðið vegna mikilla
vinsælda. Þeir félagar segja að það
hafi verið sérstök tilfinning að leika
tveir saman á nær auðu stóra sviði
Þjóðleikhússins en nú bíða þeirra 14
ný svið hér og þar um landið.
„Við höfum ekki leikið í neinu af
þessum húsum áður og það verður al-
gerlega ný upplifun í hvert sinn. Við
fórum stutta æfingaferð upp á Akra-
nes á dögunum rétt til að fá for-
smekkinn af þvi að flytja sýninguna
og það gekk ágætlega," segja Stefán
og Hilmir.
Ekki í miðasöluna
Á árum áður tíðkaðist að leikarar
gengju í öll störf í leikferðum og sátu
jafnvel alsminkaðir í miðasölunni og
seldu miða þegar gesti bar að garði.
Þeir Stefán og Hilmir segjast vonast
eftir því að sleppa við það en dagskrá
þeirra verður nægilega þétt samt því
eftir hverja sýningu þarf að pakka
öllu saman, aka á næsta viðkomustað
og þar tekur hálfan dag að koma svið-
inu fyrir og gera sig kláran í slaginn
á ný.
„Ég er viss um að það verður mjög
skemmtilegt að heimsækja alla þessa
staði úti á landi sem maður hefur
aldrei séð áður og kynnast landinu á
nýjan hátt,“ segir Stefán sem viður-
kennir að vera algert borgarbarn sem
hefur lítið ferðast um landið.
Síðan fórum við að tala um sjoppu-
fæði og ferðaþreytu og hvort þeir fé-
lagar verði ekki orðnir algerlega
hundleiöir hver á öðrum þegar fer að
líða á ferðina. Samtalið leysist upp í
tóma vitleysu og meting um það hver
verði leiðari á hverjum og ekkert eft-
ir hafandi af því sem sagt er. Það læð-
ist að mér sá grunur að gaman gæti
verið að sjá síðustu sýninguna þegar
þeir kumpánar verða búnir að trylla
landsbyggðina úr hlátri í hálfan mán-
uð og verða sjálfir orðnir algerlega
örmagna af svefnleysi, leikgleði og
hamborgaraáti. Ég ætla að mæta.
PÁÁ