Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 DV Tom Cruise leikari Hann hefur komiö á óvart eftir skiln- aöinn viö Kidman fyrir aö sjást opin- berlega meö fyrri eiginkonu. Hitti þá fyrrver- andi Tom Cruise leikari á ekki sjö dag- ana sæla um þessar mundir. Skilnað- ur hans og hinnar leggjalöngu Nicole Kidman hefur vakið upp þrálátar sögusagnir um kynhneigð hans rétt einu sinni. Þær slúðursögur ganga allar út á að hann hneigist í raun að sínu eigin kyni, sé argur eins og það hét í íslendingasögunum. Vikingar brugöust aldrei reiðari við en þegar þeir voru vændir um ergi og hjuggu menn þegar i stað. Það hefur Cruise líka gert en aðal- lega með hótunum um málshöfðanir á hendur þeim sem halda þessu fram. Nýlega kom Cruise fólki mjög á óvart þegar hann mætti á opinbera góðgerðarsamkomu með fyrri eigin- konu sína, leikkonuna Mimi Rogers, upp á arminn. Þetta hefur ekki dýpri rómantíska merkingu þvi Rogers er hamingjusamlega gift og er reyndar bami aukin um þessar mundir. Þetta rifjaði hins vegar upp sumt af því sem Rogers sagði við blaða- menn þegar þau Cruise skildu fyrir allmörgum árum. Þá meðal annars talaði hún um afskiptaleysi Cruise á ákveðnum sviðum og hvernig hann vildi „varðveita hreinleika sinn“. Hvað sem þetta þýöir allt saman varð þetta sannarlega ekki til þess að kveða niður neinar sögur um Cruise garminn sem áfram mun sitja undir orðróminum um ergi. T ímaspursmál hvenær sýður upp ur - Þráinn Stefánsson vill stofna stjórnmálaflokk fyrir nýbúa. Hann segir ofbeldi og fordóma hafa stóraukist. Nýlenda nýbúa við Laugaveg leigir af Jóni Ólafssyni. Ekkert viðhald árum saman. Þráinn Stefánsson er fertugur sím- smiður hjá Landssímanum. Hann hefur verið giftur konu frá Taílandi í 12 ár og á með henni eitt barn. Þrá- inn hefur starfað mikið að málefnum nýbúa á íslandi, eða innflytjenda eins og þeir vilja frekar láta kalla sig. Hreintungustefna íslendinga er ágæt en í augum þessa fólks er orðið nýbúi skammaryrði. Þráinn hefur hreyft opinberlega þeirri hugmynd að stofna sérstakan stjórnmálaflokk eða félag sem hefði það sérstaklega á stefnuskrá sinni að berjast fyrir réttindum nýbúa. Blaða- maður DV hitti Þráinn á Laugavegi 86 þar sem margir innflytjendur búa saman í húsnæði sem margir myndu varla telja mannsæmandi. Mikil viöbrögö - Er þér alvara með þessa flokks- stofnun? „Þetta er fyrst og fremst hugmynd. Við getum ekkert sagt um það enn hvort grundvöllur er fyrir stofnun slíks flokks en mér fannst nauðsyn- legt að hreyfa þessu máli, sérstak- lega eftir að Félag þjóðemissinna varð til en það félag beinir spjótum sínum gegn innflytjendum. Það eru aðallega menn sem eru giftir asísk- um konum sem hafa rætt þessi mál sin á milli,“ segir Þráinn. Hann segir að Taílendingar á ís- landi séu 400-500 og fólk frá Filipps- eyjum sé enn fjölmennara, fjöldi þjóðarbrota sé umtalsverður og lík- legt sé að innflytjendur á íslandi skipti þúsundum. „Síðan er fjöldi ungs fólks sem er afkomendur íslendinga og innflytj- enda orðinn mjög mikill en það fólk er allt íslendingar." Þráinn segist hafa fengið umtals- verð viðbrögð við ummælum sínum um nýjan stjórnmálaflokk, bæði frá útlendingum og íslendingum sem myndu styðja flokkinn. „Málið verður tekið upp aftur i haust og slíkur flokkur hefði það fyrst og fremst að markmiði að hjálpa fólki að takast á við kerfið á íslandi en í opinberum stofnunum fær það alls ekki sömu þjónustu og við. En ég vil taka fram að ef einhver stjórnmálaflokkur vill taka málefni innflytjenda sérstaklega upp á stefnuskrá sína þá sjáum við enga ástæðu til að stofna sérstakan flokk heldur erum tilbúnir til samstarfs við þann flokk.“ íslenskt skrifræði gegn nýbúum Þráinn hefur gert talsvert af því að aðstoða innflytjendur illa talandi á íslensku viö skrifræöi af ýmsu tagi og hann ber íslenskum stofnun- um alls ekki vel söguna þótt hann viöurkenni að ástandið hafi í raun farið batnandi. „Það er skýrt áhugaleysi á að af- greiða þetta fólk og hjálpa því. Tryggingastofnun er til dæmis nógu erfið fyrir okkur heimamenn en hún er enn erfiðari við útlendinga. Útlendingaeftirlitiö er miklu verra. Það er augljóslega reynt með flóknu skrifræði að gera útlendingum eins erfitt og hægt er, bæði að komast hingað og einnig aö hreyfa sig í samfélaginu." Þráinn nefnir dæmi af fyrirtæki í Reykjavík sem heitir Toppfiskur og hefur gert talsvert af því að ráða Taílendinga í vinnu. Um þessar mundir liggja sjö umsóknir um inn- flutning Tailendinga á borðum Vinnumálaskrifstofunnar frá Topp- fiski. Nýbúanýlenda viö Laugaveg dvmyndir teitur / tveimur húsum viö Laugaveg, nr. 86 og 86b, býr fjöldi nýbúa saman viö þröngan kost Húsin eru bæði í eigu stóreignamannsins Jóns Ólafssonar sem er búsettur í London. Kynlrf Mannfræöi og stripp Ragnheiöur Eiríksdóttir skrifar um kynlíf Sextánda heimsþingið í kynfræð- um var haldið nú í vikunni í París og lauk í fyrradag. Þangað mættu rúmlega 2000 manns, þar á meðal ykkar undirrituð, og eyddu íjórum dögum í að tala um kynlíf og hlusta á aðra tala um kynlíf. Áður en ímyndunaraflið hleypur með les- endur í gönur vil ég árétta aö svona þing eru ansi fjarri því að vera kyn- ferðislega örvandi utan kannski í hádegishléum þegar áhugasamir gátu valið að horfa á erótiskar hreyfimyndir í tveimur mismun- andi risasölum. Rannsóknirnar sem kynntar voru fóru vítt og breitt um nánast öll svið mannlegrar tilveru. Af umfjöllunarefnum má nefna kyn- líf og jóga, taugaboð, hormón, kynlíf og mat, sifjaspell, kynskipti, tippalengingar, kynlíf eftir krabba- mein, tölvukynlíf, dýrahneigð, vændi, stinningarvanda, skeiðar- krampa, klámbransann og kynlífs- meðferð. Því er ljóst að lesendur munu fá ýmsar glóðvolgar fréttir úr hinum æsispennandi kynlífsvís- indaheimi á næstunni. í dag eru allir með nektardans- staði á heilanum. I það minnsta íbú- ar þeirra bæjarfélaga sem hafa slíka staði i skemmtistaðaflórunni. Flest- ir virðast hafa skoðun á því hvort svona staðir eigi sér tilverurétt eða ekki og svo greinir fólk á um hvar þeir eigi að vera innan borga og bæja. Kannski endar þetta með Las Vegas á Sprengisandi þar sem hægt verður að stunda stripp, fjárhættu- spil og annan ólifnað í friði. Það er talsvert til af rannsóknum á viðhorfum viðskiptavina vændiskvenna en minna um að kúnnar strippstaðanna hafi verið settir undir smásjána. Á þinginu í Paris kynnti Dr. Katherine Frank mjög áhugaverða rannsókn sem hún gerði á síðarnefnda hópnum. Katherine er mannfræðingur og til- gangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf fastakúnna nokkurra strippstaða og áhrif heimsóknanna á þeirra daglega líf. Til þess að kom- ast virkilega inn í þennan heim gerðist Katherine nektardansari, vann á fimm mismunandi nektar- stöðum í eitt og hálft ár og kynntist þannig innviðum bransans. Hún fékk svo karlmenn sem hún kynnt- ist til að taka þátt í rannsókninni sem byggðist á viðtölum við þá. Allir karlamir sögðust ægilega jákvæðir gagnvart nektardansi sem atvinnugrein og öllum fannst líka sjálfsagt og eðlilegt að karlmenn sæktu staðina. Þeir sögðust hins vegar ekki mundu ráðleggja dætr- um sínum að leggja atvinnugrein- ina fyrir sig eða hvetja syni sína til aö stunda heimsóknir á staðina! Það kom í ljós að hver einasti þátttakandi í rannsókninni trúði á líffræðilegar skýringar á því hvers vegna karlmenn sækja strippstaði. Þeir nefndu alls konar stereotýpísk- ar hellisbúaástæður sem eru vel þekktar í vestrænum menningar- samfélögum nútímans. Þetta eru ástæður eins og að karlmenn hafi veiðieðli, hugsi með tippinu og séu knúnir áfram af líffræðilegri þörf til að sá sæði sinu sem víðast. Þess vegna sé það náttúrlegur hlutur og í „eðli“ karlmannsins að horfa á kvenmannshold alltaf þegar tæki- færi gefst. Þegar spurningarnar fóru að beinast meira að þeim sjálf- um og þeirra persónulegu ástæðum fyrir heimsóknunum var heldur betur annað uppi á teningnum. Þá sögðust þeir koma til að fá félags- skap stelpnanna, slaka á, gleyma áhyggjum hversdagsins og síðast en ekki síst fá athygli fallegra kvenna án kröfunnar um að leggja eitthvað annað en peninga af mörkum, eins og tilfinningar, eða „standa sig“ kynferðislega! Kynlif væri þeim alls ekki ofarlega í huga. Margir við- mælendanna sögðust eiga við stinn- ingarvandamál að stríða og þess vegna væri eftirsóknarvert fyrir þá að losna við kynferðislega pressu en geta samt notið þess að vera i því sem þeir túlkuðu sem kynferðisleg- ar aðstæður. Það virtist mikilvægt fyrir karlmennina að halda í líf- fræðilegu veiði- og karlmennsku- skýringarnar til að reyna að út- skýra og réttlæta heimsóknirnar fyrir sjálfum sér og öðrum þó svo að persónulegu ástæðurnar væru mun mýkri (kannski kvenlegri) og allt annað en líffræðilegar. Niðurstaða Katherine var sú að þessir menn væru í raun að leita að hinu full- komna fantasiutippi og sæktu þess vegna í aðstæður þar sem þeir vita að þeir koma aldrei til með aö þurfa að nota það. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkr- unarfræðingur og dvelur nú á meg- inlandi Evrópu við þekkingaröflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.