Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 DV Helgarblað 17 óþekk við félagana. Eiga kannski marga vini og leikfélaga en eru með uppreisn heima hjá sér. Það er erfitt að vera foreldri barns með ofvirkni, alveg eins og það er erfitt að vera barn með of- virkni. Foreldrarnir, sem oft eru hið blíðasta og dagfarsprúðasta fólk, eru kannski farnir að standa sig að því að öskra á bamið! Og við vitum öll að það á aldrei að öskra á börn, hvort sem þau eru ofvirk eða ekki.“ Skapofsaköst „Krakkar með ofvirkni eiga það jafnvel á hættu að verða fyrir lík- amlegu ofbeldi af hendi foreldra sinna þvi að þau eru búinn að reyna þolrifin alveg út í gegn. Það er ekkert eftir af þolinmæði og því miður stafar það allt af því að barnið er hreinlega veikt. Svo er það hitt að þegar það er öskrað á barn þá heyrir það ekki það sem verið er að segja, heldur heyrir það bara öskur. Börn með of- virkni eiga það til að fá skapofsa- köst. í bókinni er t.d. að finna ýmsar ábendingar um hvernig er hægt að bregðast við þessu. Það á t.d. ekki að reyna að rökræða við barn sem er í skapofsakasti, held- ur á að bíða eftir því að barnið verði orðið rólegt og því líði vel. Þá getur foreldrið notað tækifærið og spurt barnið: Þegar þér líður svona eins og þér leið í gær, hvað er það sem þú vilt? Hvað á ég þá að gera? Þegar þú spyrð svona þá er líklegt að barnið komi með svar. Þá segir það þér kannski að það langi bara til að sitja í fanginu á þér. Að þú takir utan um það eða eitthvað í þeim dúr, en þegar barnið er tryllt og gengur í gegn- um skapofsakast þá er ekki hægt að ræða við það af neinu viti og það er ekki hægt að ætlast til þess af því.“ Voru víkingarnir ofvirkir? Heldur þú að ofvirkni sé einn af þessum svokölluðu tuttugustu ald- ar sjúkdómum, í svipuðum skiln- ingi og anorexía/átröskun sem oft er litið á sem sjúkdómsafbrigði nútímafirringar? Elín er ákveðin í svörum og hefur greinilega ígrundað málið: „Nei, alls ekki. Ég held að það hafi alltaf verið til ofvirkir ein- staklingar. Þetta hefur fylgt mann- kyninu frá upphafi. Á víkinga- tímabilinu var örugglega skárra að vera ofvirkur heldur en það er í dag. Jafnvel hefur það bara ver- ið fínt á köflum - sérstaklega ef Uppeldisboðorðin 10 1. Meta skaltu börn þín eftir því hvernig þau eru - en ekki eftir því hvernig þú vilt að þau séu. 2. Líta skaltu á sérhvert barn sem sjálfstæðan einstakling - ekki sem krakkann. 3. Sinna skaltu sjálfum/sjálfri þér og lifa ekki lífinu ! gegnum börnin þín. 4. Taka skaltu vel eftir öllu sem vel er gert, hvort sem það er í smáu eða stóru - og veita því viðurkenningu. 5. Láta skaltu börnum þínum í té óyggjandi upplýsingar eftir fremsta megni. Treystu þeim síðan til að vega þær og meta og draga af þeim eigin ályktanir. 6. Þú skalt ekki láta börn þín nota þig eða misnota, vegna þess að það skaðar ÞAU. 7. Fela skaltu börnum þínum ábyrgð hvenær sem færi gefst svo að sjálfstæði verði þeim ekki um megn. 8. Gera skaltu börnum þínum Ijóst að þú elskir þau án skilyrða hvort sem ákvarðanir þeirra falla þér í geð eða ekki. 9. Gefa skaltu börnum þínum ráð- rúm til að gera sér grein fyrir afleið- ingum gjörða sinna, í stað þess að halda yfir þeim hlífiskildi eins og þú hefur tilhneigingu til. 10. Gleöjast skaltu innilega þeg- ar forsjár þinnar er ekki lengur þörf - því þá hefur þú haft árangur sem erfiði. um stráka var að ræða. Ekkert vesen og ekkert mál, þetta hefur bara nýst þeim í bardögum þar sem þeir vógu mann og annan. í íslendingasögunum er talað um að menn hafi verið ódælir í æsku og við könnumst öll við gamla mál- tækið að einhver sé óalandi og óferjandi. Það hefur samt örugg- lega farið mikið eftir tímabilum, stétt og stöðu hvernig fór fyrir of- virkum börnum. Oft voru þessi börn einfaldlega barin til hlýðni, brotin niður, þannig að þau urðu fljótt að vesalingum. En samfélag- ið í dag, eins og við erum að lifa í því, er ekkert sérstaklega auðvelt fólki með ofvirkni. Það hentar því engan veginn vel og margt má bet- ur fara í því hvernig við tökum á þessum málurn." Öll þekking til staðar „Skrefi á undan verður dreift núna seinnipart sumars og við ætlum okkur að gefa hana notend- um að kostnaðarlausu. Ástæðan fyrir því að viljum gera þetta svona er sú að það er vissulega til alls konar efni um þessi mál þar sem er farið ítarlegar í saumana, en ekkert hefur verið til af að- gengilegu efni sem foreldrar geta lesið og nálgast á auðveldan hátt. Hingað til hafa sérfræðingarnir mestmegnis verið að ljósrita efni upp úr erlendum bókum og dreifa því til foreldra. Það hefur ekki verið á boðstólum neitt alíslenskt efni fyrir foreldra ofvirkra barna. Núna erum við búin að ráða bót á því máli. Á hverju hausti heldur Eirð, sem er félag sál- og sérfræð- inga sem vinna m.a. með börnum með ofvirkni, námskeið fyrir for- eldra þessara barna. Við ætlum að byrja á því að afhenda þeim og foreldrafélagi misþroska barna bókina svo að þau geti dreift henni áfram til þeirra sem á henni þurfa að halda, og það eru fyrst og fremst foreldrarnir því forvarnarstarfið byrjar hjá þeim! Bókin á að vera til á heimilinu sem uppflettirit. Stundum líða að- eins örfá ár á milli þess að barnið er greint með sjúkdóminn þar til það fer í alvarlega neyslu, sem segir okkur að við höfum skamm- an tíma til að vinna það nauðsyn- lega forvarnarstarf sem þarf með. í dag erum við komin með miklu betri leiðir til að greina ofvirkni og alls konar raskanir heldur en voru áður. Hér á landi eru bæði þekking og allar aðstæður til að geta unnið mjög markvisst starf, öll tæki og tól eru til staðar en hnífurinn stendur í kúnni þar sem það vantar fólk og fjármagn til að nýta þessi verkfæri. Biðlist- inn á BUGL (barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans) er langur og foreldrar þurfa að borga allan annan kostnað af þessu sjálf. Þess vegna kemur ekki annað til greina en gefa þeim þessa bók,“ segir Elin Elísabet að lokum. Góðgerðarfélagið Stoð og styrk- ur er núna að selja geisladisk með sígildum islenskum dægurlögum. Allur ágóði af diskinum rennur til verkefnisins. Margrét Hugrún Gústavsdóttir starfar sem lausapenni á DV Elín Elísabet segir aö ofvirk börn leiöist oft út í neyslu. „Ástæöan fyrir því að ofvirk börn leiðast oft auðveldlega út í neyslu og misnotkun á vímuefnum og áfengi er margþætt og jafn einföld og hún er flókin. Það fer oft saman með ofvirkninni að barnið er kvíðið og þunglynt. Frá M. Night Shyamalan, höfundi og leikstjóra “Thé Sixth Sense” BRUCE WILLIS SAMUEL L. JACKSON Ef Unbreakable er ekki inni jr_ bá færðu hena FRITJ næst hegar bú kemur. LÁGMÚLI 7 SPÖNGINNI GEISLAGÖTU 10 AKUREYBI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.