Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 Tilvera DV Gert út á ferðamenn Matreiðslan í Café Óperu hefur batnað, en verðið hefur hækkað meira. Fyrir verðlag Hótel Holts fær maður mat í gæðaflokki Hótel Borg- ar. Þótt mér finnist sjálfum hálfhrá stórlúða ágætis matur, er ég ekki viss um, að fólk, sem ekki hef- ur sérpantað slíka mat- reiðslu, sætti sig almennt við niðurstöð- una. Þar á ofan er staðurinn groddalega innréttaður með berum borðplötum og daufri loftræstingu, sem losar ekki tóbaks- fnykinn. Mér sýnist staðurinn vera ætlaður ferðamönnum, sem vitað er, að koma aldrei aftur. Hörpuskel með hvítu svartrótarmauki var eigi að síður ágætis matur. (Café Ópera, Lækjargötu 2, sími 552 9499) Groddalega eldaö Ég mundi ekki sakna A. Hansen í Hafnarfirði, ef hann væri lagður niður. Samt er húsnæðið að mörgu leyti notalegt, enda með því elzta, sem þekkist hér á landi. Þjónustan var af því tagi, sem spurði, hvort ég "ætlaði að skrifa um staðinn". Mat- reiðslan reyndist tæpast vera fram- bærileg. Þið verðið þó að vara ykk- ur á fiskinum, sem kemur upp úr frysti og er settur í örbylgjuofn. Beðið var um léttsteikt lambakjöt, en það kom grásteikt á borð með ofelduðum l sveppum og l ógeðfelldri i hveitisósu I án gráð- ! osts- 1 bragðsins, sem boðað ’ haföi verið. Tvíreykt sauðafillet með daufri piparrótarsósu var hins veg- ar ágætur matur. (A. Hansen, Vesturgötu 4, Hafnar- flrði, sími 565 1130) Endalausar tortillur Amigos er ódýr matstaður með yfirbragði bjórkrár, en eigi að síður með góðri loftræstingu á reyklausa svæðinu og þjónustu á plani hefð- bundinna veitingahúsa. Þetta er fjölskylduvænn Tex-Mex, sem þýð- ir, að hér er Texas-matreiðsla, sem byggir á tortillu-grunni frá Mexikó. Salöt voru að mestu úr gömlu og brúnu jöklasalati. Úthafsrækjan var vafin beikoni, svo að úr varð hreint beikonbragð. Hins vegar var gaman að ,tdl Santa Fe Klettasalat Klettasalat er einær jurt af krossblómaætt. Það á rætur sínar í Miðjarðarhafslöndunum og vitað er að Rómverjar hinir fornu lögðu sér | það til munns. Það var talið kynörvandi 11 og oft var það ræktað nálægt styttum af | frjósemisguðinum Príapusi. Af skiljan- W legum ástæðum var hins vegar bannað að ' rækta það í klausturgörðum. Klettasalat hefur lengi verið vinsælt hjá ítölum og þaðan hefur hróður þess borist norðar til ann- arra Evrópulanda. Hér á íslandi er nýlega farið að rækta klettasalat en fjörukál sem hér vex við strendur landsins er fjarskyldur ættingi þess. Salatið er bragðmikið, keimurinn af því minnir á pipar og hnetur og því er það ágætis kryddjurt. og léttelduðu kjúklingi upp úr lime- kryddlegi góðri baunakássu grænmeti. Skynsamlegast er hér að velja úr endalausum útgáfum af tortillum. (Amigos, Tryggvag. 8, s. 511 1333) Fundinn fókus Eins árs hringferð minni um fimmtíu veitingahús höfuðborgar- svæðisins lauk á miövikudaginn á Asíu, þar sem ánægjulegt var að finna, að staðurinn hefur fundið sér kínverskan fókus í stað þess að reyna að spanna alla Asíu. Mat- reiðslan hefur batnað töluvert, þótt hún jafnist ekki á við Kínahúsið, auk þess sem verðið hefur hækkað hlutfallslega. Svínakjöt á pinnum var gott sem fyrr, en lamb í lauksósu var ekki eins meyrt og lofað var á matseðli. (Asía, Laugav. 10, sími 562 6210) Jónas Kristjánsson Keimurinn gefur krydd á diskinn Það er einkum notað sem meðlæti með mat og þá gjarnan með öðru . bragðminna græn- i meti. Einnig er það ágætt í pasta- og hrísgrjónarétti, súpur og sósur. Erlend nöfn á klettasalati eru rocket, rucola og arugula. íntemolnr * %: p. J '*K ” j „Það sem gerir klettasalat spenn- andi er að jurtin hefur afar ljúffengt bragð sem bætir upp bragðleysi hinna hefðbundnu grænu salatteg- unda. Því nota ég það eins og krydd á salatdiskinn minn,“ segir Sigfríð, forstjóri Pottagaldra. Hún segir klettasalat líka gefa léttu hráefni gott bragð, eins og kjúklingabring- um eða rækjum á pönnu með hvítvínsslettu, salti og hvítum pip- ar. Fastur liöur frá því í maí „Það var í byrjun maí í vor sem ég uppgötvaði klettasalatið," segir Sigfríð og verður afar andleg. „Fullt tungl í maí ár hvert er eitt kröftug- asta tungl ársins. Þá fara andlegir pílagrímar á Vesak-hátíðina, í lík- ama eða huga þar sem Kristur og Búdda stiga eins langt niður til mannkynsins og hægt er, þvi til blessunar. Vesak-hátíðin er haldin i fögrum dal í Himalaya-fjöllum og í ár ætlaði ég meðvitað á hátiðina í huganum. Þá var eins og mér væri stýrt í líkamlega hreinsun með lita- dýrð náttúrunnar á diskinum í hvert mál og eimuðu vatni, jurtate og hugleiðslu dag hvern.“ Eftir tíu daga grænmetisföstu kveðst Sigfrið hafa farið að bæta ýmsu á salat- diskinn til að þyngjast og fá prótein í kroppinn en klettasalatið hafi ver- ið fastur liður á diskinum æ síðan. Salat Sigfríöar Eggaldin- og kúrbítsneiðar (zucchini) eru steiktar í ólífuolíu, kryddað með nýrri kryddblöndu sem er að koma á markaðinn frá Pottagöldrum og heitir töfrakrydd. Töfrakryddið er svona eins konar t „season all“ með lágnatríum salti Ijkog cheddar-osti. Einnig má nota mm eðalkrydd Pottagaldra sem er ■ einnig „season all“ meö lágnatri- V um salti. Síðan kemur: W túnfiskur í vatni ýmsar / hnetur, s.s. pec- an-hnet- ur, furu- hnetur eða Litadýrð náttúrunnar nýtur sín vel á salatdisknum hjá Sigríöi Salat-dress- ing: Olía og vinegar frá Paul Newm- val- hnetu- kjarnar íssalat úr potti eða seasar-sal- at úr poka klettasalat avocado-sneiðar (lárperusneiðar) paprika í hvaða lit sem er agúrka baby-spínat tómatar (stundum) bónda-brie Klettasalat frá Lambhaga an eða græn ólífuolía og bals- amic edik eftir smekk. íssalatinu eða seas- ar-salatinu er raðað fyrst á diskinn, túnfiskur- inn settur í eitt hornið, steikt eggaldin og kúr- bitur í annað og niðurskorinn bónda-brie í það þriðja. Papriku- og agúrkusneiðar settar í miðju og lárperurnar þar ofan á. Þá koma hnetumar og að lokum klettasalatið, svona eins og „sykur“ ofan á allt saman. Það gerir réttinn ákaflega bragð- mikinn og fallegan. Saiatdressingin fer svo yfir allt. Diskurinn verður enn gimilegri ef búnti af saltstöng- um er stungið í salatið. -Gun. Gott í hádeginu Beikon úr einum meðalstórum pakka er steikt, kælt og skorið niður í bita. Hálft búnt af jökla- salati er rifið niður og eitt knippi af klettasalati saxað gróft. Lítill laukur, einn tómat- ur og dágóður biti af agúrku skorið í sneiðar. Pínulítið af chilidufti er stráð á fjórar ristaðar brauðsneiðar og þær eru síðan skornar í teninga. Beikonið og salatið sett á diska. Brauðteningimum dreift þar ofan á og sósu hellt yfir. Sósa Tvær matskeiðar af ólívuolíu og 1 matskeið af vatni blandað saman. Þar út í er bætt 1 teskeið af frönsku sinnepi og 1 fínt söx- uðu hvítlauksrifi. Eplasalat Þrjú græn epli eru afhýdd og skorin í litla bita. Hálf meðal- stór sellerírót, hálf piparrót og þrjár gulrætur eru afhýddar og rifnar niður á rifjárni. Lítill hnefi af klettasalati er saxað. Þessu er öllu blandað saman í skál. 100 grömm af valhnetum eru ristuð á pönnu og söxuð. Þeim er blandað út í salatið. Síð- an er sósan búin til úr þremur desilítrum af ab-mjólk sem búið er að hella í kaffifilter og látin standa í 1 klukkustund. Einni teskeið af góðu sinnepi er hrært út í hana og bragðbætt með nokkrum saltkornum. Sósan er hrærð og bætt var- lega út í salatið. ítalskar brauð- sneiðar ítalir borða oft ristaðar brauð- sneiðar með tómötum og hvít- lauk. Slíkur réttur er kaUaður Bruschetta. Hér er slíkur réttur með aðeins fieiri bragðtegund- um. Fjórar sneiðar af hvítu brauði eru ristaðar. Þrír tómatar eru skornir í Utla bita, tveir desiUtrar af klettasalati eru skornir smátt og þrjú hvítlauksrif eru pressuð. Þetta er hrært saman ásamt einni matskeið af óUvuoUu, einni teskeið af belg- piparmauki og hnifsoddi af salti. Blöndunni dreift á sneiðamar, þær skomar í bita og basiUku- blöð lögð ofan á. Köld Klettasal- atssósa Ein dós af sýrðum rjóma og þrjár matskeiðar af mayonnesi er hrært vel saman. Tveimur desiUtmm af söxuðum klettasal- atsblöðum er bætt út í. Kryddað með smá salti og að síðustu er þremur matskeiðum af furu- hnetum hrært saman viö. Þessi sósa er mjög góð með griUuðum kjúklingi, rækjum eða grænmet- issalati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.