Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 x>v Umferðarráð í startholunum vegna mikillar umferðarhelgar: Islendingar meira a heimaslóðum en áður 13.000 sumarhús og 6.000 tjald- vagnar og fellihýsi eru á skrá og fer íjölgandi. íslendingar munu í sumar skoða land sitt í meira mæli en nokkru sinni fyrr, að mati þeirra sem gerst þekkja. Island er orðið mun samkeppnis- hæfara í verði í samanburði við ferðir á sólarstrendur Suður-Evr- ópu vegna gengishækkunar. Þessa helgi er búist við mikilli umferð á þjóðvegum landsins og talað um eina af allra stærstu umferðarhelg- um landsins, þó ekki muni hún skáka verslunarmannahelginni. Júlímánuður er einnig langvinsæl- asti sumarfrísmánuðurinn og marg- ir landsmanna hefja fríið einmitt um þessa helgi. Til viðbótar þessu má minna á að á árinu 2000 urðu er- lendir ferðamenn hér um 300 þús- und talsins, hafði fjölgað um 100 þúsund frá árinu 1997 og búast má við enn fleiri erlendum ferðamönn- um á þessu ári og það þrátt fyrir barlóm um að öll þjónusta hérlend- is sé allt of dýr. Hún er hins vegar að aukast og t.d. er á tjaldsvæðinu á Höfn boðið upp á rafmagnstengla fyrir húsbila, sítengingu við Inter- netið, fullkomna hreinlætisaðstöðu og þvottavélar og þurrkara. Fólk sem hefur verið iengi á ferðinni og hvergi komist í tölvupóst tekur þessari þjónustu fagnandi. Aukningin ein á þessu þriggja ára tímabili nemur meira en öllum fjölda erlendra gesta sem komu hér sumariðl997. Gjaldeyristekjur af þessum gestum urðu um 8 milljörð- um meiri árið 2000 en 1997. Þá hefur orðið mik- il aukning á inn- lenda markaðn- um og ef litið er þar til áranna 1996 til 1999 er aukningin 21% í fjölda gistinátta innlenda mark- aðarins. Þessu til viðbótar er mikil aukning í sumarhúsaeign íslendinga sem og tjaldvagna- og fellihýsaeign. Gistingin aftan í Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir það ljóst að samkvæmt upplýs- ingum ferðaskrifstofanna munu ís- lendingar fara minna til sólarlanda í ár en í fyrra og margir hafi hætt við sólarlandaferðir vegna þess að þær hafa verið að hækka í verði. Því megi búast við auknum straumi Islendinga um landið og fyrsta stóra helgin sé þá væntanlega þessi helgi. Innlendi markaðurinn sé að því leyti mjög sérstæður að hann ákveð- ur sig ekki nema með mjög stuttum fyrirvara og stærsti áhrifavaldur- inn í því er veðrið. Ákvörðun um hvert verði stefnt er kannski ekki tekin fyrr en síðdegis á fostudegi eða á laugardagsmorgni þegar búið er að pakka ferðadótinu í bílinn. „Það er tilfinning okkar og þeirra sem vinna t.d. á upplýsingamiö- stöðvum að áhuginn á því að ferðast innanlands sé meiri en áður. Það er t.d. meira spurt um áhugaverða staöi og einnig staöi sem ekki hafa verið svo mikið í umræðunni. Það má heldur ekki gleyma því að um allar helgar er gífurlegur flutningur á fólki þvers og kruss um landið vegna ýmissa íþróttaviöburöa, ætt- armóta o.fL. Þegar skoðaðar eru gistináttatalningar og bókanir á gististöðum þá eru þær í vaxandi Umferðarhelgar Umferöarráö er í startholunum vegna mikillar umferöarhelgar og er þegar komiö í mikiö samstarf viö lögregluna um fræöstu og löggæslu. Unnur Olafs- dóttir, veður- fræðfngur á Veðurstofunnl. Tryggvi Guö- mundsson, for- stööumaöur Eddu-hótela. Haukur Garö- arsson, feröa- málafrömuöur á Blönduósi. Oli H. Þóröar- son, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. mæli farnar að segja okkur minna en þær gerðu áður vegna þess að það eru um 13.000 sumarbústaðir í landinu sem hefur verið gífurleg aukning í og svo er einnig ótrúleg aukning í því að vera með gisting- una aftan í sér en í dag eru skráðir um 6.000 tjaldvagnar og hjólhýsi. ís- lendingar hafa því yfir að ráða nær 20.000 gististöðum fyrir utan hótel og gistiheimili. Þvi er stöðugt erfíð- ara að mæla umfang innlenda markaðarins en það er að verða að- alferðamáti íslendinga að hafa gist- inguna hangandi aftan í,“ segir Magnús Oddsson. inrnsk Geir A. Guðsteinsson blaðamaður Tryggvi Guðmundsson, forstöðu- maður Eddu-hótelanna, segir að viö- ast sé vel bókað um þessa helgi og áberandi stór hlutur íslendinga en enn sé pláss á sumum hótelum norðanlands og austan. íslendingar séu alltaf mjög seinir að ákveða sig en það sé greinileg uppsveifla þessa dagana en til þessa hafi verið minni aðsókn á Eddu-hótelin en á sama tíma í fyrra. íslendingar séu auk þess ekki að feröast mikið fyrr en júlí sé kominn á dagatalið. íslendingar betur undirbúnir en áður Haukur Garðarsson, ferðamála- fulltrúi Austur-Húnavatnssýslu, segir að allar líkur séu á því að mik- il umferð verði á svæðinu um helg- ina og þetta verði örugglega ein af stærstu umferðarhelgunum og einnig hafi stórhækkun ferða er- lendis vegna gengisfalls þau áhrif að fleiri skoði náttúruperlur eigin lands á þessu sumri. Stór huti þeirra sem um Húnavatnssýslur fara eiga þar mjög stutt stans, t.d. á leið norður í Eyjafjörð eða Þingeyj- arsýslur. Haukur segir að vaxandi fjöldi manns sé farinn að nýta sér ýmsa afþreyingu sem þar er í boöi, s.s. sela- og fuglaskoðunarferðir sem taka um 2 tíma. Haukur segir það áberandi að íslendingar fari nú bet- ur undirbúnir til ferðalaga um land- ið en áður, kynni sér hvað er í boði en þjóti ekki bara af stað út í bláinn. íslendingar eru farnir að nýta betur afþreyingar sem eru í boði, hættir að brenna hringinn og komast yfir sem mest og segir Haukur að þeir hafl hreinlega ekki tímt því á árum áður að njóta afþreyinga. Þetta sé jákvæð þróun. Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn hefur nokkuð sérhæft sig í ferðum innanlands fyrir útlendinga. Þessi helgi verður þó ekkert stærri en aðrar helgar en annars vegar er um ferð hringinn í kringum landið að ræða sem tekur 8 til 9 daga og hins vegar styttri ferðir, s.s. að Gull- fossi og Geysi, og hvataferðir í t.d. 4 daga sem beinast m.a. að Gullfossi og Geysi og ferð á Langjökul, meiri ævintýraferðir. íslendingar eru ekki tilbúnir til að greiða það verð sem svona ferðir kosta, ferðast frek- ar á eigin vegum eða með rútum frá BSÍ. Árið 2000 var mjög gott ár, mik- ið um ráðstefnur sem útlendingar sóttu, minna er um slíkt í ár en það stefnir í aukningu árið 2002. Þáttur skemmtiferðaskipanna hefur verið að aukast ár frá ári. Á fóstudag voru t.d. þrjú skemmti- ferðaskip á Pollinum á Akureyri og einn stærsti dagur ferðaþjónustunn- ar þar. Farþegar voru um 3.000 tals- ins og 1.440 manns í áhöfn. Til þess að flytja allan þennan skara þurfti 40 rútur en um 1.700 manns hélt í skoðunarferðir um Akureyri og austur í Mývatnssveit, að Goðafossi og í Laufás. Ekki eru allar rútur á svæðinu falar þar sem um 25 þeirra eru í áætlanaferðum og hópferðum og því þurfti að fá bifreiðar og ensku- og þýskumælandi leiðsögu- menn úr nágrannabyggðum og af höfuðborgarsvæðinu. Uggur vegna síöasta sumars Umferðarráð er í startholunum vegna mikillar umferðarhelgar og er þegar komið í mikið samstarf við lögregluna um fræðslu og löggæslu en Umferðarráð gerir ráð fyrir að helgin 7. til 8. júlí verði enn meiri ferðahelgi þó fyrsta helgin í júlí hafi alltaf verið mjög mikil umferðar- helgi. Vakt verður í útvarpi. Lög- reglan hefur smám saman verið að styrkja sumarstarfið og er mjög meðvituö um hvað fram undan er, að sögn Óla H. Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs. „Uggur er í brjósti margra vegna síðasta sumars og við erum að reyna að koma þessu í betra horf. En aðalatriðið er að við gerum ekk- ert einir. og sér, það eru ökumenn- irnir sem hafa þetta í höndum sér í bókstaflegri merkingu. Það er mis- jafn sauður i mörgu fé hjá þeim ökumönnum sem eru með tjaldvagn eða fellihýsi hangandi aftan í bíln- um en við beittum okkur fyrir því að hámarkshraði þessara ökutækja var aukinn úr 70 i 80 km/klst. vegna þess að það var of mikið ósamræmi milli hraða þeirra og hinnar al- mennu umferðar og þeir urðu oft varasamir „lestarstjórar". Þegar umferð er mikil geta þeir ekki alltaf hleypt fram úr en þeim ber að gera það skilyrðislaust strax og þess er kostur. Það er yfirleitt bíll nr. 2 og 3 sem myndar bílalestina en framúr- akstur er með því hættulegasta á vegunum," segir Óli H. Þórðarson. Lokað í Heröubreiðarlindir og Oskju Um hálendiö er aðeins fært um Kjöl og um Uxahryggi og Kaldadal norður í Miðfjörð, síðamefnda leið- in þó aðeins jeppum. Um Syðri- Fjallabaksleið er aðeins fært jepp- um en enn þá er Sprengisandsleið lokuð og hálendið þar austur af, þannig að enn um sinn er lokað inn í Herðubreiðarlindir og Öskju. Há- lendisvegir eru þó almennt fyrr að komast í sumarfært ástand en í fyrra en sunnan til var minni snjór en í fyrra en í meðallagi norðan til. Um helgina verður hæglátt veður, að sögn Unnar Ólafsdóttur, veður- fræðings á Veöurstofunni. Á sunnu- dag má búast við rigningu með suð- urströndinni en engin krassandi lægð er við landið en ein lítil fer fyr- ir sunnan land. Hiti verður 8 til 15 stig, hlýjast inn til landsins en sól- dýrkendur geta helst átt von á sól á Norðurlandi og fyrir vestan en svalt verður í öðrum landshlutum. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.