Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2001, Blaðsíða 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 r>v Ævintýraleg handtaka Montesinos: Spilltur njósnaforingi með James Bond-takta Vladimiro Montesinos Áöur eirm valdamesti maöur Perú ■ nú læstur inni í fangelsinu sem hann lét sjálfur reisa. Þúsundir manna standa á öndinni yfir hótunum hans aö op- inbera 30 þúsund myndbandsupptökur af samtölum viö ráöamenn, erlenda diplómata, viöskiptamenn og njósnara. Hann segist geta valdiö alþjóölegu uppnámi meö því aö opinbera myndböndin, sem kölluö eru Vladivideos af gárungunum. Fujimori, fyrrverandi Perúfor- seti, haföi góða ástæöu til að vera örvæntingarfullur þegar hægri hönd hans, Vladimiro Montesinos, hvarf í október síðastliðnum. Mynd- band af njósnaforingjanum Montesinos þar sem hann afhenti stjórnarandstæðingi peningamútur fyrir aö svíkja lit var hvað eftir ann- að sýnt á helstu sjónvarpsstöðvum heims. Fujimori fór hús úr húsi í leit að týnda njósnaforingjanum, enda var hann miðpunkturinn í víð- tæku spillingarneti perúsku stjórn- arinnar, sem enn er ekki komiö fyllilega fram í dagsljósiö. Ævintýri Montesinos urðu til þess að bæði hann og forsetinn riðuðu til falls og urðu landflótta frá Perú. Hins vegar náðist Montesinos á ævintýralegan hátt í Venesúela fyrir viku síðan, þá eftirsóttasti glæpamaður Suður-Am- eríku. Svikulir lífverðir Þegar Fujimori leitaði hægri- handarmannsins um höfuðborgina Lima var hann þegar flúinn um borð í snekkju á Karíbahafinu. f hönd fór 8 mánaða sjálfskipuð út- legö í nágrannaríkinu Venesúela. Perúsk yfirvöld lýstu yfir allsherjar- leit að njósnaforingjanum og buðu fimm hundruð milljóna króna verð- laun. Montesinos gat hvergi veriö í ró og þurfti að færa sig reglulega um set til að forðast handtöku. Stundum var klukkutímaspursmál um hvort lögreglan næði i skottið á honum. Sögusagnir voru uppi um að hann hefði farið í lýtaaðgerð í Caracas, höfuðborg Venesúela, og væri óþekkjanlegur á eftir. Það reyndist ekki á rökum reist. Hiö sanna var að hann fór huldu höfði undir verndarvæng flmm manna lífvarðarsveitar sem gætti þess aö lögreglan kæmist ekki í tæri við hann. Eftir átta mánaða þeyting á flótta undan lögreglunni í Caracas var fariö að gæta þreytu i lifvarðasveit Montesinos. Tilhugsunin um 500 milljóna króna verðlaun varð með tímanum fýsilegri en tryggðin við landflótta njósnaforingja. Lífverö- irnir hófu viðræður við perúsk stjórnvöld um afhendingu Montesinos en afboðuðu hana síðan af ókunnum ástæðum. ísárabætur ljóstruðu þeir því upp við Perú- mennina að einn meölima sveitar- innar væri farinn til Miami í Flor- ída. Foringinn blekktur Montesinos komst undir smásjá Bandarísku alríkislögreglunnar FBI þegar foringi lífvarðarsveitar hans, Jose Guevara, reyndi að fá útborgaö andvirði 380 milljóna króna úr banka í Miami. Hann hótaði starfs- manni bankans öllu illu þegar því var neitað. Perúsk yfirvöld voru í nánu sambandi við FBI í málinu og greindu frá veru Guevaras í Miami. í kjölfarið var hann handtekinn á hóteli í borginni og fann hann sig þá knúinn til að segja til Montesin- os. Hann vildi aö meðlimir lífvarða- sveitarinnar fengju borgun fyrir greiðann. Guevara ráðfærði sig við félaga sína sem dvöldust með Montesinos í Venesúela. Þeir ákváðu ásamt FBI og Perúmönnum að blekkja njósna- foringjann og afhenda hann í per- úska sendiráðinu. Honum var greint frá handtöku Guevaras og sagt að vegna hennar yrði hann að færa sig um set. Lífverðirnir komu honum fyrir aftur í Toyota-bifreið og keyrðu með hann í átt að sendi- ráðinu. Þangað kom hann hins veg- ar aldrei og er atburöarásin sem leiddi til þess enn þá þrætuepli Bandaríkjanna og Venesúela. Deilt um helöurlnn Skömmu áður en lífvörðunum tókst að svíkja vinnuveitanda sinn í hendur perúska sendiráðinu birtust sérsveitarmenn venesúelskra yfir- valda og tóku hann höndum. FBI kallar inngripið einstaka tilviljun sem yfirvöld í Venesúela hafi enn ekki útskýrt. Þau hafa verið sökuð um að halda hlífiskildi yfir Montesinos en Hugo Chavez forseti neitar því staðfastlega og segir al- þjóðlegt samsæri liggja á bak við ásakanirnar. Skyndilegt inngrip Venesúela vekur þó upp margar spurningar dvöl Montesinos í land- inu og kvöldið sem hann var tekinn. Chavez lýsti því yfir að handtak- an hefði algerlega verið verk Venes- úela og að engin erlend aðild kom- ið þar nærri. Bandaríska alrikislög- reglan hefur haldið því andstæða fram, að hún hafi verið þungamiðj- an í handtökunni en Perú hafi veitt mikla aðstoð. Skyndileg handtaka Venesúela á Montesinos á því augnabliki sem FBI hafði hann í sigtinu verður annaðhvort að teljast stórkostleg tilviljun eða úthugsuð viðbrögð yfirvalda landsins við yfir- vofandi afhendingu hans í perúska sendiráðinu. Hvað þeir gætu hafa vifjað meö landflótta njósnaforingja frá Perú er önnur saga. Skýringar af hálfu Venesúela láta að minnsta kosti standa á sér. Logandi hræddir Hvað sem milliríkjadeilum líður er niðurstaöan sú að Montesinos situr í fangelsi í Perú. Hann var svo ólánsamur að lenda i fangelsi sem hann sjálfur hannaði og er alræmt í Perú. íbúar landsins bíða með önd- ina í hálsinum eftir því að njósna- foringinn fyrrverandi opni munn- inn. Vald orða hans er mikið og get- ur orðið þúsundum skeinuhætt. Talað er um að fjöldi ráðamanna í hemum og hjá ríkinu séu að búa sig undir að flýja land, ef ske kynni að spillingarhöfðinginn sjálfur skyldi opna sig. Montesinos hefur reyndar lýst því yfir sjálfur að hann vilji ólmur tala, en vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Efst á óskalistanum er að losna úr öryggisfangelsinu sem hann lét sjálfur reisa og komast yf- ir í almennari deild. Hann hótar því að loka munninum algerlega og hvorki neyta matar né tala ef ekki verður orðið við óskum hans. Yfir- völd vilja hins vegar halda honum í hámarksgæslu til að tryggja hans eigið öryggi, enda eru margir valda- miklir menn í Perú sem myndu vilja loka á talandann á honum í eitt skipti fyrir öll. Fujimori, fallni forsetinn, er einn þeirra sem má óttast yfirlýsingar Montesinos. Ein setning frá þeim síðarnefnda gæti verið nóg til að sakfella forsetann fyrverandi, sem skýlir sér á bak við japanskt vega- bréf. Hingað til hafa engin haldbær sönnunargögn fundist gegn Fuji- mori, einungis ásakanir um sið- leysi. Montesinos hefur í raun engu að tapa. Hann er maöur með dýran smekk og kann að meta klæðskera- sniðin merkjafót, demantsúr og fleira í þeim dúr. Hann lifði eins og kóngur og þurfti enda að vinna fyr- ir því. Til þess þurfti 10 ár af íjöl- breytilegum glæpum, allt frá hagn- aði af vopna- og fikniefnasölu til mútugreiðslna og morða. 52 sjálf- stæð dómsmál gegn honum bíða af- greiðslu og afar ólíklegt má telja að hann fái aftur um frjálst höfuö að strjúka. Hermt eftir James Bond Svo virðist vera sem Montesinos, dyggur aðdáandi James Bond-kvik- myndanna, hafi verið viðbúinn þeim öfgakenndu aðstæðum sem hann lenti í eftir að spilling hans opinberaðist. Hann hefur alla tíö forðast sviðsljósið og myndavélar fjölmiðla. Eftir flótta hans á snekkju í Karíbahafinu, sem þykir reyndar likjast einu ævintýri Bonds merki- lega mikið, var heimili hans rann- sakað. Þar fannst gervibaðkar sem leiddi til leyniganga undir húsið hans, myndavélar voru inni í hátöl- urum og handhægur gervihnatta- sími var í seilingarfjarlægð frá rúmi hans. Lögfræðingur Montesinos segir hann eiga 30 þúsund myndbands- upptökur í geymslu. Hann mun vera reiðubúinn að skipta á þeim og greiðvirkni þeirra óska sem hann hefur lagt fram. Myndbönd þessi eru af samtölum hans við menn og flestir þeirra vilja halda samtölun- um leyndum. Sagt er að starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA eigi margar svefnlausar nætur vegna myndbandanna. Þau munu án efa varpa nýju ljósi á tengsl CIA við einstaklinga í sömu stöðu og Montesinos, en hann er talinn hafa verið helsti tengiliður CIA i Perú. Og njósnaforinginn fangelsaði nýtir sér stöðu sína. „Ég á myndbönd sem sýna viðskiptamenn og diplómata frá Bandarikjunum, Rússlandi og Evrópu og ef ég opinbera þau gætu þau valdið alþjóðlegu uppnámi," segir njósnarinn sem smíðaði fang- elsi utan um sjálfan sig. Byggt á Reuter, Washington Post, CNN ofl. Javler Perez de Cuellar Utanríkisráöherra Perú heyröi fyrst af handtöku hins hundelta Montesin- os á ráöstefnu Andesfjallalanda í Venesúela um síöustu helgi. Sendiboö- inn var Hugo Chavez, forseti gestgjafaþjóöarinnar, stoltur af sínu fólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.