Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2001, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Táp og fjör og frískir menn við altarið inni í Djúpi þegar DV leit við:
Séra Baldur í Vatns-
firði kvikmyndaður
„Já, er ekki ágætt að byrja
myndatökuna hérna. Er þetta ekki
að fara að koma? Ég er nú öllu van-
ur í þessu,“ sagöi presturinn litríki,
séra Baldur Vilhelmsson í Vatns-
firði í ísafjarðardjúpi, þegar kvik-
myndatökumenn voru að athafna
sig og taka viðtal við hann við altar-
T
í
Presturinn og kirkjan
„Ég kom fyrst meö flugbáti áriö
1956.“
ið inni í kirkju í blíðunni í Djúpinu
í vikunni.
Já, það er veriö aö gera kvik-
mynd um Baldur.
„Ég kom hingað fyrst árið 1956
frá Reykjavík," sagði prestur sem
greinilega leið vel og bar sig fag-
mannlega að fyrir framan kvik-
myndatökuvél Valdimars Leifsson-
ar. Haukur Már Haraldsson var að
taka við hann viötal og af nógu er
að taka.
Af gömlum sögum og nýjum -
sönnum sem missönnum.
Séra Baldur lenti á flugbáti á
Djúpinu þegar hann kom fyrst.
Hann minnist hljóðsins í ljánum
þegar verið var að slá.
„En svo byrjaði bara ballið,“ seg-
ir prestur sem er að setjast í helgan
stein í Vatnsfirði. Hann fær að búa
áfram á jörðinni án þess þó að fá að
nýta hlunnindin. Honum er annt
um landið sem er skammt frá
Reykjanesi sem margir kannast við
innst í ísafjarðardjúpi.
Þar kenndi Baldur einmitt stærð-
fræði, dönsku, ensku, íslensku og
svo framvegis í skólanum.
„Heyrið þið, það er búið, viljið
þið aðeins bíöa. Ég þarf að skipta
um spólu?" segir Valdimar kvik-
myndatökumaður og er snar í snún-
ingum.
„Ha! Til hvurs?
Er það búið?
Ertu með svona stuttar spólur?"
Ég er svo aldeilis hissa!“ segir
guðsmaðurinn hvasst en fagmenn-
imir láta sér hvergi bregða og
skemmta sér vel viö að vinna með
prestinum sem lætur ýmislegt
flakka. Séra Baldur þarf ekki að
leggjast undir feld til að hugsa.
1 myndinni lýsir Baldur því með-
al annars hvernig skipst hafi á skin
og skúrir, hvernig hann festi rætur
á þessum fallega stað og hvers
vegna hann komst aldrei rækilega
til búskapar. „Annaðhvort er maður
í búskap eða ekki,“ sagði hann.
„En ég var í kennslu - það verður
að koma fram,“ segir presturinn
sem virðist alsæll meö lífið í dag.
-Ótt
Miklar vegaframkvæmdir á Suðurlandi í sumar:
Þrjár brýr í Fljótshverfi
og slitlag að Gullfossi
- eru stærstu verkefni sumarsins
DV-MYNO EÖJ.
Þjórsárbrú við Þjótanda
Til stóö aö hefja framkvæmdir viö nýja brú á þessu ár en er frestaö fram til
næsta árs. Verkiok eru engu aö síður áformuö áriö 2003.
Örkln á þurrt
Snorri Sturluson tekur Örkina á land
til aöhlynningar.
Sæluhelgin
efst í huga
- þrátt fyrir hallæri
DV, SUDUREYRI: __________~~
A Suöureyri er góö aðstaða fyrir
smábáta, nýlegar flotbryggjur og
renna þar sem hægt er að taka
minni báta á land. Snorri Sturlu-
son gerir út tvo báta á Suðureyri,
Draupni sem er línubátur og Örk-
ina sem er handfærabátur. „Ágæt-
is afli hefur verið á handfærum.
Hins vegar hefur línan verið í
lægð. Það er mjög mikið æti í sjón-
um og þýðir ekkert að bjóða hon-
um eitthvað úr frystikistunni þeg-
ar hann stendur í sjávarréttahlað-
borði. Þetta er aðallega sUi og
loöna en lítið sem ekkert af síld,“
segir Snorri.
Spurður um horfur í útgerð í
haust segir Snorri að framtíöin
leggist þungt í sig. „Dómsdagur
nálgast og menn eru kvíðnir.
Óvissan er erfið og ljóst að afkoma
margra útgerða verður tvísýn. Ein-
hverjir munu heltast úr lestinni og
aðrir draga verulega saman.“
Um veðurfarið sagði Snorri að
þar hefði gæðum verið misskipt
einnig. „Það hefur ríkt einmuna
blíða til landsins en verið renn-
ingsskratti á miðunum og það ger-
ir handfæraveiðar erfiðar. Annars
er mér efst í huga núna að Sælu-
helgin stendur sem hæst og þá
gefst mönnum færi á að gleyma öll-
um hallærum af manna völdum og
skemmta sér og sínum." -vh
Bygging þriggja brúa í Fljóts-
hverfi í Vestur-Skaftafellssýslu
verður stærsta verkefni Vegagerð-
arinnar á Suðurlandi á þessu ári.
Stærst brúanna þriggja er yfir
Djúpá en þar verður byggð ný sex-
tíu metra brú sem kemur í stað
gamallrar stálbitabrúar. Ný Djúpár-
brú á að vera tilbúin fyrir haustið
og verður með mun meira burðar-
þol en sú sem nú er. Hinar brýrnar
tvær verða tilbúnar eitthvað síðar
en þær eru yfir Laxá og Brúará.
Heildarkostnaður við þessar fram-
kvæmdir er upp á um 300 milljónir
króna, að sögn Steingríms Ingvars-
sonar, umdæmisstjóra Vegagerðar-
innar á Suðurlandi.
Þverárbrú og slitlag í
sveitum
Aðrar stórframkvæmdir eru
bygging nýrrar brúar yfir Þverá,
skammt austan við Hvolsvöll. Áætl-
aður kostnaður við þá framkvæmd
verður um 90 milljónir króna og
eiga framkvæmdir að hefjast í sum-
ar og ljúka á árinu. Brúin verður
tvíbreið og á milli 50 og 60 metrar
að lengd.
Þá verða í ár talsverðar fram-
kvæmdir i Biskupstungum. í sumar
á að ljúka verkefni því sem Vélgraf-
an hf. á Selfossi hefur annast, sem
er uppbygging vegar milli bæjanna
Heiði og Múla. Það er eini kaflinn á
hinum fjölfarna vegi að Gullfossi og
Geysi sem enn er ekki komið bund-
iö slitlag á. Þá verður í sumar hald-
ið áfram með uppbyggingu og lagn-
ingu slitlags á veginn í Gaulverja-
bæjarhrepp í Flóa. Nú þegar er
komið slitlag á þann veg allt frá Sel-
fossi og niður að Súluholti en nú
verður haldiö áfram að Gaulverja-
bæ. Er þetta hluti af þeirri stefnu
vegagerðar og fjárveitingavalds að
vanrækja ekki sveitirnar við upp-
byggingu vega og má í því sam-
bandi nefna að á síðasta ári náðust
stórir áfangar við uppbyggingu veg-
arins i Villingaholtshrepp sem
einnig er í Flóanum.
Þjórsárbrú frestað um ár
En þótt mikið verði aðhafst í
vegamálum á Suðurlandi á þessu
ári verður framkvæmdum við
stærsta fyrirhugaöa verkefnið þó
frestað; það er byggingu nýrrar
Þjórsárbrúar við Þjótanda. Fjárveit-
ingar til verkefnisins gerðu upphaf-
lega ráð fyrir að því lyki á árinu
2002 og endanlegum frágangi ári síð-
ar. Sú áætlun mun raunar haldast
þrátt fyrir að upphafi framkvæmda
sé slegið á frest. Þær hefjast á næsta
ári en ekki í ár eins og áformaö var
en mun engu að síður ljúka 2003.
Verkið verður með öðrum orðum
tekið með áhlaupi. Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra tilkynnti
um þessa lendingu í málinu í fyrir-
spurnatima á Alþingi skömmu fyrir
þinglok og nefndi þá meðal annars
að rannsóknir á jarðfræði brúar-
stæösins hefðu reynst óhagstæðar
þannig að leita heföi þurft nýrra
leiða. Þaö hefði valdið töfum í und-
irbúningi framkvæmda. -sbs.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
netfang: gylfik@ff.is
Fótboltaliðið
Tveir sjö ára jafnaldrar hittust í
Bolungarvík fyrir mörgum árum
og tóku spjall saman. Þeir reyndust
hafa sameiginlegan áhuga á knatt-
spyrnu og spurði
annar hinn hvaða
fótboltaliði hann
héldi með. Sá
svaraði: „Totten-
ham - en þú? „Ég
held með Sjálf-
stæðisflokknum,"
svaraði hinn.
Lengi býr að
fyrstu gerð því sá sem studdi flokk-
inn svo snemma er hinn ágæti
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.
Er þvf spáð að vegsemdir hans eigi
enn eftir að vaxa innan flokksins
vegna hollustunnar, hvað sem bolt-
anum líður. Hinn var frændi hans
Einar Garöar Hjaltason, fyrrum
forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæj-
ar. Um árabil hélt Einar Garðar að
Sjálfstæðisflokkurinn væri fót-
boltalið...
Olga til karlanna?
Olga Færseth, markadrottning
úr KR„,varð í vikunni markahæsti
leikmaður efstu deildar kvenna frá
upphafi. Nú þegar David Winnie,
nýráðinn þjálfari
KR-liðsins, leitar
logandi ljósi að
lausnum við
markaþurrð
meistaraflokks
karla hjá vestur-
bæjarliðinu ráð-
leggja sumir Skot-
anum að bjóða
Olgu á æfingu hjá karlaliðinu. Olga
hefur skorað 14 mörk í fyrstu sjö
leikjum KR-liðsins sem gerir tvö
mörk aö meðaltali en KR-liðiö hef-
ur aðeins skorað átta mörk í níu
leikjum eða undir marki að meðal-
tali. Með þessu áframhaldandi gæti
það kannski orðið mesta keppnin
fyrir karlana í KR að skora sam-
tals fleiri mörk en Olga i sumar
enda víst að íslandsmeistaratitill-
inn er aö margra mati aöeins fjar-
lægur draumur eins og komið er.
Tekinn á beinið
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra var heldur betur tekinn á
beinið af einum fundarmanna þeg-
ar aðstandendur þroskaheftra
heimsóttu ráð-
herrann sl.
fimmtudag og af-
hentu honum
mótmæli vegna
seinagangs í
samningaviðræð-
um þroskaþjálfa
og ríkisins. Eftir |
að einn fundar-
manna hafði lýst áliti sínu á launa-
kjörum þroskaþjálfa ávarpaði hann
Pál með nafni og sagði honum að
það væri tími til kominn að hann
færi að vinna fyrir kaupinu sínu í
ráðuneytinu og sýna að hann gæti
yflr höfuð afrekað eitthvað af viti
þar. Páll hlustaði hljóður á en
sagði aöeins að þetta væri móttekið
þegar ræðuhöldunum lauk.
Engin samstaða
Á Akureyri ræða menn sem fyrr
hugsanlegt sameiginlegt framboð
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna fyrir bæjarstjórnarkosning-
amar á
næsta ári. í
heita pott-
inum er
þaö hins
vegar altalað að lítil samstaða sé
um það að þessir flokkar bjóði
fram saman og valdi þvi ekki síður
persónuleg mál en málefnaágrein-
ingur. Hermt er að margir úr báð-
um fylkingum myndu hafa áhuga á
að leiða slikan lista eða vera þar í
fremstu röð, svo margir að ekki sé
pláss fyrir alla og því verði ekkert
úr samstarfinu. Þetta er þó ekkert
sem reynt hefur formlega á, og
verður fróölegt að sjá hvað gerist,
verði teknar upp formlegar viðræð-
ur um sameiginlegt framboð.